Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 24

Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 24
líka til sölu, að sögn listakon- unnar. Til sýnis verður úrval af hönnun Toru. Auk einstakrar ská- lalínu úr handblásnu gleri í mörg- um lögum verða til sýnis vasar, drykkjarglös og minni skálar. Tora hefur undanfarið ár unnið í samvinnu við danska húsgagna- framleiðandann Fritz Hansen, sem markaðssetur og selur glerhönnun hennar. Í Kaupmannahöfn fæst hönnun hennar m.a. í versl- ununum Den mindste designbutik, Butik for borddækning og Stille- ben. Vildi kynnast japanskri list Tora, sem er fædd árið 1960, er yngst fjögurra systkina, barna þeirra Guðrúnar Sigurðardóttur og Jens Urup, sem kynntust í Listaakademíunni í Kaupmanna- höfn og hafa síðan starfað sem listamenn. Eftir að mennta- skólaárum Toru lauk, varð hún mjög upptekin af öllu því sem jap- anskt var svo hún dreif sig með lest til Japans, þá 21 árs, með smáviðkomu í dönskum listaskóla, Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Glerskálar hinnar íslensk-danskættuðu listakonuToru Urup eru enginsmásmíði því að hver skál vegur heil átta kíló og þær koma í öllum regnbogans litum. Fínu skálarnar hennar Toru, sem virka svo einfaldar en eru svo flóknar í allri hönnun og fram- leiðslu, kalla á óskipta athygli augans enda er hver skál und- urfagurt listaverk í sjálfu sér sem hefur bæði notagildi og fer einkar vel á hvaða borði sem er. „Ég hef einkum áhuga á að sjá hvernig fólk skynjar hlutina mína og form með augum, tilfinningum og öðru skynbragði sem það hefur til að bera. Áhugi minn snýst ekki um að búa til gagnlega hluti, sem fara mega í uppþvottavélina, held- ur miklu fremur fallega hluti sem virka vel og geta gert gæfumun- inn í minimalísku umhverfi,“ segir Tora í samtali við Daglegt líf í gær á meðan hún var að stilla verkum sínum upp í versluninni Epal í Skeifunni sem opnar með pomp og prakt um helgina eftir 870 fermetra viðbætur við húsnæðið. Fyrir var verslunarrýmið í 500 fermetrum, en nú hefur verið aldeilis bætt um betur með nýrri hæð. Skálar, vasar og drykkjarglös Toru var boðið að sýna hönnun sína í versluninni í tilefni tímamót- anna, en munirnir eru vissulega um víddum og sterkum sjón- rænum áhrifum. Kringlóttu glerskálarnar eru blásnar í lögum af þunnu ópal-gleri og þykku gegnsæju gleri. Hún segir að kar- akter hráefnisins, litatónar og þykkt þess kalli fram mismunandi áhrif á rýmisskynjunina. Listakonan vinnur að hönnun sinni í Kaupmannahöfn, en segist hafa nána samvinnu við glerblás- arana sína í Tékklandi, sem sjái um að blása glerið og búa hlutina sína til. Því miður fari glerblás- urum fækkandi og þekkingin í Evrópu sé nánast að hverfa. Ættuð úr Vigur og Skagafirði Þegar betur er forvitnast um ís- lenskar ættir Toru kemur í ljós að föðurætt Guðrúnar Sigurð- ardóttur, móður Toru, er úr Vigur því faðir hennar var Sigurður Sig- urðarson, fyrrum sýslumaður í Skagafirði, og faðir hans var Sig- urður Stefánsson, fyrrum alþing- ismaður frá Vigur. Móðir Guð- rúnar var hins vegar Stefanía Arnórsdóttir og faðir hennar var Arnór Árnason, fyrrum prestur í Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. „Ég heimsótti Ísland síðast í sum- ar með mömmu minni og svo fór- um við á ættarmót í Vigur fyrir tveimur árum. Þetta með að spyrja hverra manna maður sé er alveg séríslenskt, held ég. Við spyrjum aldrei svona í Dan- mörku,“ segir Tora og hlær um leið og hún heldur áfram að raða glermununum sínum upp í Epal. Skálarnar kalla á sterk sjónræn áhrif Mæðgurnar Tora ásamt íslenskri móður sinni Guðrúnu Sigurðardóttur, sem sjálf lærði í Kúnstakademíunni í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Listakonan Tora Urup hannar m.a. veglegar skálar, blásnar í lögum af þunnu ópalgleri og þykku gegnsæju gleri. Tora Urup, sem er ís- lensk í móðurættina og dönsk í föðurættina, hefur nú í eitt ár unnið í samvinnu við danska húsgagnaframleiðand- ann Fritz Hansen, sem markaðssetur og selur glerhönnun hennar. þar sem hún starfaði á ker- amikverkstæði í gömlum og frægum keramikbæ, sem heitir Tokoname. Þar starfaði hún í hálft annað ár og var auk þess að fitla lítið eitt við gler, að sögn. „Ég lærði mikið í Japan, en svo sneri ég aftur til Kaupmannahafnar og settist í Danish Design School þar sem ég var í tvö ár í keramikinu og í þrjú ár í glerinu. Að námi loknu stofnaði hún verkstæði með nokkrum skólafélögum, en dreif sig svo í meistaranám í Royal Col- lege of Art í Lundúnum árið 1994. Hún sneri þá á ný til Danmerkur og vann í mörg ár hjá Holmega- ard glas og Royal Copenhagen. Frá árinu 2001 hefur hún rekið eigið fyrirtæki undir eigin nafni. Hún hannar m.a. borðbúnað fyrir fjöldaframleiðslu auk minni hluta, en til að ná þeim gæðum, sem ein- kenna list hennar, hefur hún sam- starf við sérfræðinga í Evrópu og Japan. Glerblásararnir í Tékklandi Formið er einfalt með tilvísun í hefðbundna glermuni, en þekking Toru á framleiðsluferlinu og hrá- efninu gerir henni kleift að ná nýj- daglegtlíf Kraftmiklar göngukonur nutu margréttaðrar arabískrar veislumáltíðar sem borðaður var með fingrunum.» 30 Fingramatur Félagsmenn matarklúbbsins Freistingar eru ánægðir með að leggja Krabbameinsfélagi Ís- lands lið í sinni baráttu.» 26 Lamb og lúða |föstudagur|2. 11. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.