Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari ein- staklega fögru borg. Bjóðum frábært sér- tilboð á Hotel Corinthia Towers glæsilegu fimm stjörnu hótel. Gríptu tækifærið og skelltu þér í til þessarar frábæru borgar og njóttu þess að hafa allan aðbúnað í toppi. Ath. aðeins fá herbergi í boði á þessum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 12. nóv. í 3 nætur á Hotel Corinthia Towers ***** með morgunmat. Fjögurra nátta ferð 18. nóv. kr. 4.000 aukalega (sama gisting). Frábært lúxustilboð - 5 stjörnu gisting Prag 12. eða 18. nóvember frá kr. 34.990 ***** „SÁ TÍMI sem gefinn hefur verið til að fara yfir þetta mál og kynna fyrir stjórninni er vægast sagt ófullnægjandi. Sú tímapressa sem stjórnin er sett í minnir um margt á þá tímapressu sem stjórnin var í 3. október þegar ákvarðanir voru teknar sem bersýnilega voru keyrðar fram af allt of miklum lát- um og hraða,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks og stjórnarmaður í OR, en sjálfstæðismenn í stjórn OR sátu sl. laugardag hjá við at- kvæðagreiðslu um stuðning við þátttöku REI í orkueinkavæðing- arferli á Filippseyjum. Tekur hann fram að stjórninni hafi verið tjáð að samþykkti hún ekki áframhaldandi stuðning OR við þátttöku REI í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins myndi það sjálfkrafa þýða að aðild REI að einkavæðingarferlinu væri lokið. „Með þessari athugasemd var okkur í reynd stillt upp við vegg. Það er náttúrlega mjög óþægileg staða fyrir stjórn OR að fá það enn einu sinni inn á borð til sín að taki hún ekki jákvæða afstöðu í máli sem sett er fyrir hana, óund- irbúið og án nokkurs fyrirvara, þá sé voðinn vís og menn að stefna útrásarverkefni REI á Filippseyj- um í voða.“ Í samtali við Morgunblaðið seg- ist Júlíus Vífill hafa ákveðnar áhyggjur af því að verkefnið á Fil- ippseyjum geti reynst REI stór biti að kyngja á þessari stundu og finnst honum óvarlegt að REI leggi allar eignir sínar að veði fyr- ir eitt stórverkefni í fjarlægu landi þar sem atvinnu- og stjórnmála- ástand sé mjög ótryggt. Segist hann þeirrar skoðunar að REI eigi fremur að einbeita sér að verk- efnum sem félagið ráði auðveld- lega við miðað við efnahag þess. Skýrt umboð skortir „Mér finnst vera óvarlegt hjá OR að samþykkja svona miklar fjárskuldbindingar á meðan ennþá er verið að ákveða hver vilji borg- arstjórnar er í útrásarmálum OR og hvernig best sé að standa að þeim útrásarverkefnum. Við höf- um þegar gert ein mistök með því að ráðast út í eitthvað án þess að fyrir því hafi verið pólitískur vilji innan borgarstjórnar og án þess að skýrt umboð hafi legið fyrir frá borgarstjórn eða borgarráði,“ seg- ir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður borg- arstjórnarflokks sjálfstæðis- manna. Ekki klukkutímaspursmál Í samtali við Morgunblaðið gagnrýnir Gísli Marteinn harðlega þann flýti sem á afgreiðslu stjórn- ar OR hafi verið í málinu. „Í gær [laugardag] var upp á dag mánuður síðan stjórn OR samþykkti samruna REI og GGE. Fram að þeim tíma hafði varla nokkur maður á Íslandi heyrt á það minnst að það væri klukku- tímaspursmál hvort við myndum græða eða tapa milljörðum í orku- útrásinni,“ segir Gísli Marteinn og minnir á að iðnaðarráðherra hafi eftir heimsókn sína til Filippseyja og Indónesíu sagt að það sem mestu máli skipti væru vörumerk- in Ísland og Reykjavík. „Það er mikil orka úti í hinum stóra heimi sem á eftir að beisla og vörumerkin Ísland og Reykja- vík eiga alveg örugglega eftir að nýtast vel í því. Það veltur því ekki á klukkutímum hvort sú þekking, reynsla og ímynd þjóð- arinnar og borgarinnar sem menn hafa verið í áratugi að byggja upp nýtist á erlendum vettvangi eða ekki,“ segir Gísli Marteinn. „Stillt upp við vegg“ Sjálfstæðismenn gagnrýna harðlega tímapressu við afgreiðslu málsins Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Í ÞESSU felst að við erum að heimila REI áframhaldandi þátttöku í verk- efni sem unnið hefur verið að um margra mánaða skeið í fullri pólitískri sátt,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur (OR), um þá ákvörðun stjórnar- innar á fundi sínum sl. laugardag að styðja áfram við þátttöku Reykjavik Energy Invest (REI) í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins PNOC- EDC, sem nú stendur yfir. Eins og fram hefur komið er REI eitt þriggja erlendra fyrirtækja sem eiga mögu- leika á að kaupa 40% hlut í PNOC- EDC, sem jafnframt er ráðandi hlutur þar sem honum mun fylgja 60% at- kvæðavægi í félaginu. Að sögn Bryndísar lá ljóst fyrir kl. 8 að morgni mánudags, þ.e. í dag, rynni út ákveðinn tímafrestur sem tilboðs- aðilar höfðu til að staðfesta endanlega áhuga sinn á verkefninu og þar með skuldbinda sig til að taka þátt. „Við mátum það einfaldlega sem svo að það væru meiri hagsmunir fólgnir í því að heimila REI að halda áfram í verkefn- inu heldur en að stöðva það á þessum tímapunkti,“ segir Bryndís og bendir á að án slíks samþykkis hefði REI þurft að segja sig frá málinu sem hefði ann- ars vegar þýtt að trúverðugleiki REI hefði beðið hnekki og hins vegar að það fjármagn og sú vinna sem þegar hefði verið sett í verkefnið hefði runnið út í sandinn. Gamla REI er aðili að tilboðinu Bryndís ítrekar að verkefnið hafi ekki verið háð samruna REI og GGE, enda sé það „gamla“ REI í meirihluta- eigu OR sem sé aðili að tilboðinu á Fil- ippseyjum. Hins vegar sé ábyrgð OR á REI meiri í ljósi þess að ekki hafi orðið af samrunanum. Bendir hún jafnframt á að hefði komið til samruna REI og GGE hefði ekki þurft að leita eftir þessum stuðningi OR við verkefnið, þar sem nægt fé hefði þá reynst innan hins sameinaða félags til að standa að væntanlegu kauptilboði. Aðspurð hvers konar fjárhagsskuldbindingar felist í samþykktinni segir Bryndís ekki rétt að nefna fjárhæðir í því sam- hengi. „Því það gæti hugsanlega haft áhrif á samkeppnisstöðu REI við til- boðsgerðina.“ Spurð um gagnrýni sjálfstæðis- manna varðandi tímapressu við af- greiðslu málsins bendir Bryndís á að það helgist af því að stutt sé síðan nýtt fólk hafi komið inn í stjórn OR. „Það er stundum þannig þegar maður tekur við verkefnum úr höndum annarra þá þarf stundum að taka ákvörðun með skömmum fyrirvara sem aðrir hafa undirbúið,“ segir Bryndís og telur ekki að hægt hefði verið að ræða málið fyrr í stjórn OR. Eðlilegt næsta skref í ferlinu „Meðan stefnumótun stýrihópsins liggur ekki fyrir í hvora áttina sem er verðum við að halda sjó með OR. Við töldum okkur því ekki stætt á því að bremsa þetta verkefni þar sem lagt hafði verið í það bæði fé og vinna,“ seg- ir Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi VG og formaður stýrihóps borgarráðs um samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE). Í samtali við Morgun- blaðið bendir Svandís á að verkefni REI á Filippseyjum hafi verið hafið af fyrri meirihluta í borginni. „Það voru sjálfstæðismenn sem hófu þennan leið- angur og Guðlaugur Þór [Þórðarson] fyrst. Við völdum ekki hvar bíllinn var stadd- ur þegar bílstjórinn var farinn undan stýr- inu,“ segir Svandís og ítrekar að stýrihópur- inn muni skoða öll þau verkefni sem REI hefur með hönd- um og þær fjárfest- ingar og skuldbindingar sem það hef- ur lagt fram. Segir hún mikilvægt að búa til ramma utan um útrás OR. „Sá andi lá fyrir í stýrihópnum að við ætluðum ekki að fara að bregða fæti fyrir þá útrás REI sem væri komin af stað. Þess vegna held ég að þessi samþykkt stjórnar OR hafi ver- ið nauðsynleg,“ segir Margrét Sverr- isdóttir, borgarfulltrúi frjálslyndra og óháðra, sem sæti á í stýrihópnum. Spurð um þá gagnrýni sjálfstæðis- manna í stjórn OR að of mikill flýtir hafi verið á málinu segir Margrét þetta skiljanlega athugasemd, en bendir á að um sé að ræða verkefni sem sjálfstæðismenn hafi sjálfir átt fulla aðild að því að koma af stað og komið sé vel á veg. „Ég skil vel að þeim finnist dálítið mikill flýtir á þessu, en aðstæður voru bara þannig. Ég sé hins vegar ekki að það komi mjög að sök. Þetta er skref í ferli sem var löngu komið af stað og allir þekkja,“ segir Margrét og bendir á að vandséð sé hvernig stjórn OR hafi getað fjallað fyrr um málið, þar sem stýrihópurinn hafi fyrst þurft að skila áliti sínu á sameiningarferli REI og GGE til borgarráðs og stjórnar OR og í framhaldinu fengið stjórninni formlegt umboð til að vinna að mál- efnum REI. Tímafresturinn var að renna út Stjórnarformaður OR segir útrás REI á Filippseyjum hafa verið unna í fullri pólitískri sátt um margra mánaða skeið Stjórn OR samþykkir að styðja áfram þátttöku REI í einkavæðingu orkufyrirtækis á Filippseyjum Bryndís Hlöðversdóttir Svandís Svavarsdóttir Margrét Sverrisdóttir Morgunblaðið/ÞÖK MIKILL agi er jafnan á Boot Camp-æfingum, sem ófáir Íslendinga stunda. Hressileg leikfimi og ekki auðveld en annan hvern laugardag eru haldnar útiæfingar, að þessu sinni á lóð Háskóla Íslands. Víst er að fáir komast upp með að svindla á magaæfingunum sem verið var að iðka þegar ljósmyndari átti leið hjá. Boot Camp-fólk hlífir sér hvergi Styrkja sig á háskólalóðinni Morgunblaðið/G.Rúnar Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.