Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MINNINGAR ✝ Svavar HreinnPétursson fædd- ist að Kaldr- aðarnesi á Strönd- um hinn 20. janúar 1952. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 29. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Péturs Áskelssonar skipstjóra og Ingi- bjargar Benedikts- dóttur húsmóður. Hann var sjöundi í röðinni af tíu systkinum. Svavar kvæntist hinn 14.5. 1976 Aðalheiði Steinarsdóttur frá Melrakkasléttu. Þau slitu samvistum árið 2004. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Karlotta, f. 11.12. 1977, dóttir hennar og Hákonar Vals- sonar er Eva Val- dís, f. 18.11. 1996. 2) Pétur Áskell, f. 24.5. 1980. 3) Svavar Kári f. 12.6. 1982, unn- usta Dagný Jak- obsdóttir. Svavar ólst upp á Hólmavík. Hann fór ungur til sjós og gerði sjó- mennskuna að ævistarfi sínu, fyrst sem háseti en síðan sem skipstjóri, aðallega á rækjuskipum. Útför Svavars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulegi bróðir minn. Það er erf- itt að þurfa að kveðja þig svona skyndilega. Það eru svo margar til- finningar sem hellast yfir mann á slíkri stundu, maður veit ekki hvar maður á að byrja, allavega þótti mér óendanlega vænt um þig. Þú varst alltaf svo hreinskilinn og það fór aldrei á milli mála hvar maður hafði þig, takk fyrir það. Þú varst líka al- veg einstaklega duglegur sjómaður og fiskinn, já mjög fiskinn. Enda vorum við mikið á sjó saman þar sem ég naut góðs af eiginleikum þín- um. Mér er hugsað til vetrarins 1971 þegar við vorum á sjó saman. Veðrið var ekki gott þegar við fengum fregnir um að bátur föður okkar væri farin. Það var mjög erfitt tíma- bil fyrir okkur báða en við stóðum saman eins og bræðrum einum sæmir. Undir þessum aðstæðum varst þú hugrakkur og veittir mér mikinn styrk. Með þessum orðum kveð ég þig, ástkæri bróðir. Blessuð sé minning þín. Ég bið Guð að blessa þína nánustu og gefa þeim styrk í sorginni. Líf okkar er að eilífu samtvinnað. Hversu langt sem verður á milli okkar, hversu ólík sem örlög okkar verða Skiptum við sköpum hvor fyrir annan. (Pam Brown) Ástvaldur Pétursson og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar og afi, Svavar Pétursson, er látinn. Það var okkur mikið áfall að hann skyldi hverfa svona snöggt úr lífi okkar, al- veg óundirbúið. En slysin gerast víst fyrirvaralaust og því verðum við að taka og lifa með. Pabbi var maður sem öllum þótti vænt um, hann var alltaf tilbúinn til að ræða málin um lífið og tilveruna og um þá hluti sem lágu á manni í það og það skiptið. Hann var mjög hlynntur andlegum málefnum og var yndislegt að fá að alast upp hjá manni sem við gátum rætt við um heimspeki, spíritisma og allt þar á milli, það gaf okkur veganesti út í líf- ið sem við búum alltaf að. Hann stóð alltaf með okkur ef eitthvað bjátaði á, alveg sama hvað var, og keyrði landshornanna á milli ef hann sá hlutina sem svo að við þyrftum á hans viðveru að halda, hvort sem okkur, þá óþekkum ung- mennum að feta okkur fyrstu spor út í lífið, sýndist svo eða ekki. Hann sagði alltaf við okkur: Aldr- ei, aldrei gefast upp. Og við höfum þessi orð oft yfir þegar eitthvað bjátar á eða við erum að berjast fyr- ir einhverju. Pabbi var skipstjóri í mörg ár og var mjög fiskinn og af sumum sem við könnuðumst við var hann kall- aður „galdramaðurinn“ því hann fékk mjög oft góðan afla þótt tregt væri, hann kom úr mikilli sjómanns- fjölskyldu og var honum veiðiskap- urinn í blóð borinn. Fjölskyldan er í það heila með eindæmum þrautseig í lífsbaráttunni og erum við stolt af því að tilheyra henni. Pabbi var mikill hestamaður og hafði unun af því í mörg ár að bar- dúsa úti í hesthúsi og fara í langa reiðtúra, temja hesta og stunda hestarækt. Við krakkarnir þurftum stundum að hjálpa til í hesthúsunum við umhirðu og vatnsburð og þótti okkur það með eindæmum leiðinleg kvöð, en svo líður lífið og við sjáum að við hefðum ekki viljað missa af öllu því sem við upplifðum um leið; folöldunum sem við „tókum á móti“, draugunum sem við þóttumst sjá í gömlu hesthúsunum og mörgum fleiri ævintýrum sem upp komu. Pabbi var mjög barngóður maður og litla afastelpan hans hún Eva Val- dís á eftir að sakna hans sárt. Eftir andlát hans flettum við myndum og þar er hver myndin á fætur annarri af honum og Evu Valdísi, hvort sem hann var að leyfa henni að prófa að fara á hestbak eða skríðandi á fjór- um fótum í eltingaleik með henni, hún hlaupandi á undan skríkjandi. Lífið er ekki bara gleði heldur líka sorg og með sorginni hefur maður tækifæri til að sjá gleðina sem mað- ur hafði. Það finnum við þegar við hugsum um andlát pabba, allar minningarnar streyma fram og hlýja okkur um hjartarætur og hjálpa okkur að halda áfram. Elsku pabbi okkar og afi. Við vitum að þú ert hjá Guði og ef- umst aldrei um það nokkra einustu stund. Takk fyrir lífið sem við áttum með þér. Þín börn og barnabarn, Jóhanna, Pétur Áskell, Svavar Kári og Eva Valdís Hákonardóttir. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var orðið kært með okkur eftir að við fluttum suð- ur, þú frá Hólmavík en ég frá Ak- ureyri. Kvöldið örlagaríka tókst þú í höndina á mér og talaðir um hvað við værum góðir vinir, enda hringd- umst við á daglega. Ég á eftir að sakna þín en við sjáumst seinna. Mig langar að kveðja þig með ljóði eftir Brent biskup; Hvað er að deyja. Ég stend á strönd og horfi á skip sigla í morgunblænum út á hafið. Það er falleg smíði og ég stend og horfi á það unz það hverfur sjónum mínum út við sjóndeildarhring. „Það er farið!“ Farið! Hvert? Farið úr minni augnsýn. Það er allt og sumt. Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol og siglutrjám og þegar ég sá það og getur flutt jafnmikinn farm og mannfjölda á ákvörðunarstað. Minnkandi stærð og hvarf úr minni augnsýn er í huga mér en ekki í því. Og einmitt þeger einhver nálægur segir „Það er farið!“ Þá eru aðrir, sem horfa á það koma og aðrar raddir heyrast kalla: „Þarna kemur það!“ Og þannig er að deyja. Góða ferð Svabbi minn. Þín systir, Guðrún Björg (Systa.) Svavar Hreinn Pétursson Á RÚMLEGA 12 ára starfsferli sem hjúkrunarfræðingur hef ég kom- ið víða við í starfi. Lengst af hef ég starfað innan Landspít- ala – háskólasjúkra- húss, áður Borgarspít- ala/Landspítala, á flestum deildum beggja húsa; lyfjadeildum, slysa- og bráðadeildum við Hringbraut og í Fossvogi og er ég nú starfandi á göngudeild áfengis- og fíkniefna og bráðadeild geðsviðs Landspítala. Ég hef talsverða reynslu af dvöl og störf- um erlendis; reyndar alin upp á tvítyngdu heimili. Ég hef starfað á ríkissjúkrahúsi í Lond- on (NHS) með heil- brigðisfagfólki víða að úr heiminum og í tvö skipti á fjölþjóðlegu hersjúkrahúsi í Bosníu á vegum utanríkisráðu- neytisins, en sú vinna var þáttur Íslands í friðargæslu NATO. Starfaði ég með fagfólki breska, kanadíska, hollenska og tékkneska hersins. Í London var umhverfið líka afar fjölþjóðlegt en Bretar voru í minni- hluta bæði meðal sjúklinga og fag- fólks. Spítalinn var stór og vel búinn og læknisfræðilega mjög framarlega í þjónustu en ekki er hægt að segja það sama um umönnun sjúklinganna og vinnan var ekki auðveld þar sem um var að ræða líf og öryggi sjúk- linga. Það var eitt að vera sleipur í ensku og annað að ,,tala sjúkrahús- ensku“ en Bretar skammstöfuðu allt og töluðu gjarnan þannig. En ég hafði góða undirstöðu faglega og málfars- lega og slapp því vel, það var þó ekki átakalaust. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Mannekla í hjúkrun, 2007) vantar nú 582 hjúkrunarfræðinga til að manna 445 stöðugildi á íslenskum stofn- unum. Þessu hefur m.a. verið mætt með fjölgun á námsplássum til Há- skóla Íslands og Háskólans á Ak- ureyri en samkvæmt sömu skýrslu nægir það ekki til að mæta miklum vexti í aukinni þörf á hjúkrunarfræð- ingum. Einnig kemur fram í skýrsl- unni að 413 hjúkrunarfræðingar af 3.102 hjúkrunarfræðingum á vinnu- aldri á Íslandi eru ekki í hjúkr- unarstarfi (Tafla 2, bls. 3, Mannekla í hjúkrun). Í samtali Stöðvar 2 hinn 24. september við Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra Landspítala, kemur fram að spítalinn vill fá meira fyrir þá peninga sem hann greiðir fyr- irtækjunum Inpro og Alhjúkrun og leitar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa erlendis frá sem vilja ráða sig í fastar stöður. Hyggst Land- spítali auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum erlendis til að mæta þeirri manneklu sem spítalinn býr við enda segir Anna það hag- stæðara fyrir starfsem- ina að vera með fastráð- ið fólk. Skv. fréttinni vantar um 90 hjúkr- unarfræðinga til starfa nú þegar á Landspítala. Það þarf að skoða forsendur þessara ráðninga. Spyrja má hvort erlendir hjúkr- unarfræðingar muni koma til fram- búðar eða einungis í leit að tímabund- inni reynslu. Hvernig veljast hjúkrunarfræðingar hingað? Hvernig er menntunarstig þeirra, hver er menningarbakrunnur og tungumála- kunnátta? Ef taka á vel á móti erlendum hjúkrunarfræðingum þarf að styrkja þá til ferðalags, styrkja til íslensku- náms, skipuleggja aðlögun í starfi og mennta betur ef þess gerist þörf. Þegar horft er lengra fram í tím- ann má spyrja hver fjárhagslegur sparnaður verði í raun og veru þegar allir þættir eru reiknaðir með. Hvernig er þessi kostnaðaráætlun hugsuð? Eru hagsmunir þeirra í fyrirrúmi sem þjónustuna fá þegar fyrrnefnd leið er farin? Er öryggi skjólstæðinga Landspít- ala og fagleg vinnubrögð í umönnun höfð að leiðarljósi? Er hugað að aukinni hættu á mis- tökum vegna samskiptaörðugleika? Benda má á að samkvæmt bráða- birgðatölum bárust Landlæknisemb- ættinu um 270 kvartanir og kærur á árinu 2006 (Vefsíða Landlæknisemb- ættisins; http://www.landlaeknir.is/ Pages/966). Hér eru líf manna í húfi. Ég var starfandi á bráðadeildum beggja sjúkrahúsa þegar þau voru sameinuð í sparnaðarskyni. Vakti þessi breyting gríðarlegt uppnám allra fagstétta spítalanna og ekki síð- ur sjúkraflutningamanna. Á bráða- deildum kom þetta fram í töluverðri þjónustuskerðingu við sjúklinga og óþarfa flutningum á þeim fram og til baka milli húsa. Þetta var því meiri- háttar ,,klúður“ í vinnslu. Áhyggjur manna beinast að þeim erlendu hjúkrunarfræðingum sem hingað koma og svo að auknu álagi sem mun skapast á þá hjúkr- unarfræðinga sem þegar eru starf- andi. Mér er umhugað um mannauð Landspítala sem er alveg frábær. Mannauður stofnana og fyrirtækja er dýrmætasta eign þeirra og gerir þau að því sem þau eru. Ef þjónusta er lök í fyrirtæki eða stofnun er trú- lega einhver brestur í stjórnun og rekstri þeirra og miklar líkur á því að þeim einstaklingum sem þar starfa líði ekki vel. Hvað er það sem við viljum fyrir samfélag okkar? Er það vænleg lausn til að auka lífsgæði okkar og lýðheilsu að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga á LSH? Í lýðheilsu felst sú hugmyndafræði að auka heilsu og góða líðan allra í samfélaginu. Lýðheilsufræði er efni í aðra umfjöllun, en innan lýð- heilsufræða er hugað að samfélaginu í heild sinni og stærri hópum eða minnihlutahópum þess, sbr. öldr- uðum, börnum, öryrkjum, innflytj- endum, íbúum ákveðinna bæjarfélaga eða t.d. öllum notendum Landspítala sem hér um ræðir. Það þarf að bæta launakjör og aðbúnað hjúkr- unarfræðinga innan Landspítala og annarra stofnana til frambúðar svo þeir sem hér á Íslandi eru fáist til starfa. Það þarf að veita þeim aukin tækifæri til vaxtar og umbuna þeim fyrir vel unnin störf. Undirrituð er sannfærð um að það muni margborga sig, bæði fjárhagslega, með faglegri umönnun og betra þjónustustigi. Um ráðningu erlendra hjúkr- unarfræðinga á Landspítala Kristín Agnarsdóttir hefur uppi efasemdir með að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga til landsins »Mannauðurstofnana og fyrirtækja er dýrmætasta eign þeirra og gerir þau að því sem þau eru. Kristín Agnarsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur; BS og með meistarapróf í lýðheilsufræðum; MPH. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FÖSTUDAGINN 2. nóvember s.l. birtist grein í Morgunblaðinu, eftir Akeem Cujo Oppong undir heitinu „Ofbeldi og kynþáttahatur í Evrópu og alheimurinn“. Þar bendir þessi ágæti maður á það vaxandi kynþátta- hatur sem eigi sér stað, sérstaklega í Rússlandi, nú á dögum. Í grein sinni fullyrðir hann án frekari rökstuðn- ings að á undanförnum tveim árum hafi 122 manns verið drepnir í Rúss- landi fyrir að vera ekki Rússar. Það sem sló mig í þessari grein er að hann heldur því fram að þetta sé Rússum um allan heim til skammar, þar með talið þeim Rússum sem búa hér á landi. Ég get ekki skilið greinina öðru vísi en að hann sé að hvetja til „Rússahaturs“, sem er þá í andstöðu við hans stefnu gagnvart kynþátta- fordómum. Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir og er stolt af því að vera af rússnesku bergi brotin. Ég er stolt af rússneskri menningu og sögu og ber höfuðið hátt. Ég er að sjálfsögðu á móti kynþáttahatri. Ég er búin að vera búsett hér á landi í 19 ár og er íslenskur ríkisborgari. Það er ekki hægt að kenna mér, bara vegna þess að ég er af rússnesku bergi brot- in, um hugsanlega kynþáttafordóma í Rússlandi núna. Í Rússlandi búa nú um 150 milljónir manna sem eru af mismunandi þjóðerni. Auðvitað eru alltaf einhverjir svartir sauðir inn á milli, sem skemma út frá sér. Yfir höfuð eru Rússar mjög kurteisir, guðhræddir og höfðingjar heim að sækja. Það er ekki hægt að dæma heila þjóð út frá nokkrum ein- staklingum. Það hljóta að vera til of- beldismenn í heimalandi Akeem Cujo Oppong! Þarf Akeem að skammast sín fyrir landa sína? Einu sinni var ég spurð af mikilsmetinni eldri íslenskri konu, hvort ég hefði fordóma gagn- vart samkynhneigðum. Ég svaraði: „Nei, ég hef ekki fordóma gagnvart samkynhneigðum, svörtu fólki, hvítu fólki, gulu fólki. Ég hef bara fordóma gagnvart heimsku.“ OLGA LÚSÍA PÁLSDÓTTIR, af rússnesku bergi brotin. Á ég að skammast mín ? Frá Olgu Lúsíu Pálsdóttur                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.