Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 19
fjall. Börnin fengju svo að leika sér með bílana sína í hveitinu, búa til slóða, hóla og hæðir með þessu ann- ars bannaða leiktæki, hveitinu. Það er rosalega gaman að fara í hveiti– slag einu sinni á ári eða svo. Ratleikir og listasmiðja Börn og unglingar hafa líka mjög gaman af því að baka og elda enda er það mjög skapandi. Ein gjafa- hugmynd gæti því verið leyfi til að taka þátt í tilraunaeldhúsi einn dag í mánuði, þar sem ungdómurinn fær kennslu hjá þeim sem eldri eru eða fullkomlega frjálsar hendur. Svo er tilvalið að bjóða einhverjum að njóta afrakstursins, gera úr þessu lítið matarboð og skylda gesti til að mæta í búningum. Unga og hrausta fólkið getur gefið þeim sem eldri eru gjafakort þar sem það býður fram krafta sína til reglulegra gluggaþvotta á hýbýlum þeirra, til- tekt í bílskúrnum, að þrífa og bóna bílinn, að mála heimilið, smíða sól- pall eða hvernig sem kunnátta og hæfileikar hvers og eins nýtast best. Amma og afi, mamma og pabbi eða stóri bróðir og stóra syst- ir geta líka gefið nokkrar dagsetn- ingar þar sem krökkunum í fjöl- skyldunni er hóað reglulega saman og þeim boðið í listasmiðju heima fyrir eða í bílskúrnum, þar sem hægt er að baka úr trölladeigi, föndra úr hinu og þessu, mála eða smíða. Sigra saman fjall í hverri viku Eins er ratleikur gjöf sem gleður og frábær vettvangur fyrir frænd- systkini til að hittast. Slíkur rat- leikur gæti endað í leikhúsi eða hús- dýragarðinum eða grillveislu í garðinum heima. Hugmyndirnar eru í raun endalausar og um að gera að láta hugann fara á flug. Þeir sem eiga til dæmis sum- arbústað gætu gefið vinum sínum að vera þar eina helgi eða fleiri. Unglingar sem eru flinkir að syngja og spila á hljóðfæri gætu gefið lif- andi flutning á nokkrum lögum með tilheyrandi skemmtilegheitum. Þeir sem eru ástfangnir gætu gefið sín- um heittelskuðu boð í koníaksstof- una á Hótel Holti þar sem hægt er að sötra alvöru súkkulaði á köldum vetrarkvöldum. Nú eða í róm- antískan bröns einn sunnudag í mánuði. Eða gönguferð á eitt fjall í viku hverri. Svo er alltaf hægt að búa til eitt- hvað matarkyns og gefa í fallegum umbúðum. Baka til dæmis synd- samlega góða köku eða útbúa eitt- hvert annað gúmmelaði til að gleðja bragðlaukana. Eins er tilvalið að koma saman og föndra heimagert konfekt sem notalegt er að þiggja. Svo er hægt að prjóna lopapeys- ur, sokka, vettlinga, húfur, trefla eða hvaðeina sem fólki dettur í hug. Innihald mjúkra heimagerðra pakka yljar alltaf svolítið betur og meira en það sem keypt er í búð. Einnig er hægt að búa til ýmislegt í tölvunni, til dæmis semja sögu með völdum ljósmyndum af þiggjand- anum. Eða fótósjoppa svolítið. Ófá- ar eru þær búðirnar þar sem hægt er að kaupa skrautlegan efnivið til að búa til skartgripi. Fara jafnvel niður í fjöru og finna nokkra fallega steina, mála á þá myndir eða texta. En fyrst og fremst: Njóta. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 19 Leiðir til árangurs Málstofur 09.00–09.15 Setning ráðstefnunnar Árni Mathiesen fjármálaráðherra 09.15–10.00 Aðalræðumaður – Bettina Jensen, Service- & Administr. Chef, DR TES Forretningsudv./ Service “Procurement in Danish Broadcasting Corporation – analysis, policy, processes and the future” 10.00–10.20 Kaffihlé 10.20–10.40 Greiðslumiðlun og rafrænn reikningur Gunnar H. Hall fjársýslustjóri 10.40–11.00 Útvistun og einkaframkvæmd Halldór B. Þorbergsson, Milestone 11.00–11.10 Fyrirspurnir – umræður 11.10–11.20 Hressing – stutt hlé 11.20–12.00 Verkefnastjórnun Helgi Þór Ingason, dósent HÍ 12.10–13.00 Hádegisverður – Setrið Borgartún 7c, 105 Reykjavík • Sími 530 1400 • www.rikiskaup.is 08.30 Mæting og skráning ráðstefnugesta Fræðsla Háteigur A: 13.00–13.50 Markaðstorg Háteigur A: 14.00–14.50 Samstarfsvettvangur – nýsköpun Útboð Háteigur B: 13.00–13.50 Útboð og rafræn niðurboð Háteigur B: 14.00–14.50 Hugbúnaður – kaup eða leiga? Ráðstefnustjórn Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti Skráning fer fram á www.rikiskaup.is 2007 Innkauparáðstefna Ríkiskaupa Grand Hótel Reykjavík – 6. nóvember Léttar nótur og léttar veitingar Setrið: 15.00–17.00 Ráðstefnugjald er 13.500 kr.TBWA \R EY KJ AV ÍK \ SÍ A BORÐLEIKURINN damm kann að vera búið spil, að minnsta kosti fyrir þá sem hafa gaman af að leika þenn- an forna borðleik í tölvunni sinni. Hópur kanadískra vísindamanna hef- ur, að því er greint var frá á vefmiðli BBC, hannað tölvuforrit sem þeir fullyrða að geti unnið hvaða damm- spil sem er – sama hver andstæðing- urinn er. Það tók að meðaltali 50 tölvur nærri tvo áratugi að vinna sig í gegn- um allar mögulegar stöður og hvern- ig vinna mætti hvern leik. Að sögn vísindamannanna, sem rit- uðu grein um vinnuna í fagtímaritið Science, er Damm erfiðasti borð- leikur sem búið er að finna lausn á til þessa. „Þetta var heilmikið vandamál fyr- ir tölvuna – meira en milljón sinnum stærra en nokkurt sem leyst hefur verið áður,“ hefur BBC eftir Jonat- han Schaeffer, sem fór fyrir rann- sókninni. Schaeffer viðurkennir að sjálfur sé hann „hræðilegur“ damm-spilari, en tilraunir hans til að sigrast á leiknum hófust árið 1989. Hann leitaði ráða hjá damm-meisturum til að læra meira um leikaðferðir þeirra og mat- aði tölvuforritið Chinook á upplýsing- unum, sem og damm-leik eftir damm- leik, og að lokum var forritið búið að „læra“ nóg af leikaðferðum til að geta séð útkomuna fyrir. „Ég tel að við séum búnir að hækka staðalinn – og það töluvert – er kemur að því hvað hægt sé að gera með tölvutækni og gervigreind,“ segir Schaeffer. Vísindamennirnir vonast nú til að geta snúið sér að jafnvel enn stærri vandamálum, en telja þó ólíklegt að þeir eigi eftir að sigrast á skákinni með sama hætti alveg á næstunni. Strembið Dammið er flókið en nú er búið að kenna tölvu helstu trixin. Damm, búið spil? SVITALYKTAREYÐIR getur auð- veldlega valdið ofnæmi ef marka má könnun sem danska umhverfisstofn- unin (Miljøstyrelsen) gerði nýlega. Í henni var innihald 97 svitalyktareyða á dönskum markaði kannað með tilliti til lyktar- og rotvarnarefna. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að í 65,9% tilfella fundust eitt eða fleiri ilmefni sem Evrópusam- bandið krefst að séu sérstaklega til- greind í snyrtivörum vegna þess hversu ofnæmisvaldandi þau eru. Þá fundust rotvarnarefni í um 40% svitalyktareyðanna. Algengasta rot- varnarefnið var triclosan en það er bakteríudrepandi efni sem talið er að geti ýtt undir lyfjaónæmi sýkla og er flokkað sem ákaflega skaðlegt fyrir vatnalífverur. Umhverfisstofnunin ráðleggur fólki að kaupa svitalyktareyða án ilm- efna. Þá sé sjálfsagt að velja svita- lyktareyða sem eru umhverf- ismerktir, t.a.m. með norræna Svansmerkinu. Gott sé að lesa inni- haldslýsingu vörunnar og forðast þau efni sem fólk veit að það þolir illa. Eins er því bent á að sleppa þeim vörum sem innihalda triclosan og hvetjandi efni, s.s. í roll-on eða stift- um. Svitaeyðir ofnæmis- valdandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.