Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karl JóhannGunnarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 22. desember 1926. Hann lést á Land- spítalanum hinn 3. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Vigfússon frá Flögu í Skaftártungu, f. 13.10. 1902, d. 6.2. 1980, og María Brynjólfsdóttir frá Syðri-Vatnahjá- leigu, f. 2.2. 1905, d. 16.4. 1932. Bróðir Karls var Sveinn Páll, f. 14.3. 1929, d. 7.7. 2003. Eftir að móðir Karls lést var hann sendur í fóstur til föðursystur sinnar, Ágústu Vigfúsdóttur, og eiginmanns hennar, Ólafs Hall- dórssonar, sem bjuggu í Suður-Vík ásamt bróður Ólafs, Jóni Halldórs- syni, sem Karl kallaði ávallt fóstra sinn. Hinn 4. júní 1949 kvæntist Karl Oddnýju Guðbjörgu Þórðardóttur, f. 15.8. 1929, d. 23.10. 1998. For- eldrar hennar voru hjónin Þórður Jónsson, f. 10.6. 1887, d. 1.2. 1939, og Kristbjörg Stefánsdóttir, f. 12.7. sambýlismaður Hafsteinn Snæland Grétarsson, barn Hilmir Þór. 3) Gunnar Már, f. 16.4. 1954, maki Matthildur Jónsdóttir, f. 12.11. 1956. Börn þeirra: Jón Heiðar, f. 30.3. 1981, maki Bergþóra Hall- dórsdóttir, barn Matthildur Lilja; Karl Jóhann, f. 21.4. 1983, sam- býliskona Anna Margrét Guð- mundsdóttir; Bjarki Már, f. 10.8. 1988. Áður átti Gunnar Dóru Björk, f. 25.8. 1974, maki Viðar Einarsson, börn Elliði Snær, Arnór og Ívar Bessi. 4) Ása Kristbjörg, f. 1.9. 1956, maki Þröstur Einarsson, f. 23.3. 1954. Börn þeirra: Salóme Huld, f. 18.10. 1977, sambýlismaður Gunnar Magnússon, barn Krist- björg Ásta; Karl Jóhann, f. 1.10. 1980; Oddur Ás, f. 23.12. 1991. Karl starfaði í Verslunarfélagi Vestur-Skaftfellinga frá unglings- aldri við skrifstofustörf. Hann stundaði jafnframt búskap í Suður- Vík í nokkur ár. Árið 1971 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við skrifstofustörf í Matkaupum og Ol- ís þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Karls verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 1896, d. 8.3. 1984. Karl Jóhann og Oddný hófu sinn bú- skap í Vík í Mýrdal og bjuggu þar til ársins 1971 er þau fluttu til Reykjavíkur og það- an í Kópavog. Börn þeirra eru: 1) Þórður, f. 2.9. 1949, maki Þór- steina Pálsdóttir, f. 22.12. 1942. Börn Þórðar og Þórsteinu: Kristbjörg Oddný, f. 9.10. 1975, d. 4.1. 1999, börn með Arnari Richardssyni, Bertha María og Þóra Guðný; Þórdís, f. 18.5. 1977, sambýlismaður Hörður Már Þorvaldsson, börn Auður Krista og Andrea Hrönn; Eyþór, f. 22.7. 1981. Áður átti Þórsteina tvö börn: Sig- urbjörn, f. 3.5. 1962, maki Edda Ingibjörg Daníelsdóttir, börn Þór- steina, Baldvin Þór og Selma Rut; og Baldvin Þór, f. 18.5. 1968, d. 8.12. 1970. 2) Jón Ólafur, f. 6.11. 1950, maki Elísabet Sigurðardóttir, f. 26.10. 1953. Börn þeirra: Brynja, f. 22.12. 1974, sambýlismaður Hall- grímur Jökull Ámundason, börn Una og Ólafur Jökull; María, f. 26.12. 1977; Eyrún, f. 8.1. 1980, Hugurinn leitar 32 ár aftur í tím- ann, þegar ég kem í fyrsta sinn á fal- legt heimili tengdaforeldra minna í Stigahlíðinni, þar sem mér var tekið opnum örmum. Kalli hafði mikinn áhuga á ættfræði og var fljótur að finna skyldleika með okkur og fræða mig um forfeður mína. Kalli og Didda bjuggu í Vík í Mýr- dal og höfðu sterkar taugar til stað- arins. Eftir að þau fluttu á mölina voru þau með hjólhýsi fyrir austan, en síðan byggðu þau sér sumarbústað í Reynishverfi. Tengslin við sveitina og vinina voru mikil og hafði Kalli alltaf sérstaklega gaman af að fá fréttir að austan. Kalli var mikill fjölskyldumaður og barnabörnin hændust að honum, og var spennandi að fá að fara með afa og ömmu í sumarbústaðinn. Minnis- stæðar eru m.a. ferðirnar fram að sjó og fjölskyldusamkomurnar í bústaðn- um. Tveir af kostum Kalla finnst mér vera jákvæðni og jafnaðargeð. Við áttum oft skemmtileg samtöl um ætt- fræði og bækur sem að við vorum að lesa eða hlusta á lesnar. Undir lokin las hann aðallega Njálu og ég held að hann hafi kunnað hana að mestu ut- anbókar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Matthildur Jónsdóttir. Elsku afi. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín í heimsókn, hvort sem var til þín og ömmu á Digranesveginn og sumarbústaðinn eða í Fannborgina þar sem þú bjóst síðustu árin án hennar ömmu. Að sitja á skrifstofunni þinni og gleypa í sig bókatitlana sem voru ófáir, vitandi það að þú hafðir lesið allar bækurnar, sumar oftar en einu sinni. Þú hafðir svo mikinn áhuga á ættfræði og grúski og enn á ég útprentað blað þar sem þú raktir saman ættir okkar Hallgríms. Ég er ekki frá því að þú hafir smitað mig af þessum áhuga þegar við grúskuðum saman í Espólín-forritinu í gamla daga. Þú varst snemma svo mikill tölvukall og áttir skemmtilega leiki sem við krakkarnir máttum prófa. Það var alltaf stutt í glensið hjá þér þegar þú varst innan um börn og al- veg vitað að það yrði ekki langt þang- að til afi Kalli færi að kitla eða klípa í tásur. Enda eignaðir þú þér tásur barnabarnanna og fannst okkur sjálf- sagt að deila eins og einni litlutá með þér. Langafastelpunni Unu fannst það líka sjálfsagðasti hlutur í heimi. Þú varst líka svo gjafmildur sjálfur og vildir að allir fengju nú jafnt af öllu. Óli vissi af rauða rúsínupakkanum á borðinu hjá þér sem hann mátti alltaf ganga í, enda skildi hann ekki alveg af hverju þú áttir ekki líka rúsínur á spítalanum. Elsku ljúfi afi. Við deildum sama afmælisdegi og það var alltaf jafn- tnotalegt að heyra í þér eða deila með þér afmælisveislu þegar svo háttaði til. Nú verður afmælisdagurinn að- eins tómlegri en ég mun hugsa til þín. Brynja. Barngóður, ljúfur, traustur, minn- ingu og viðræðugóður fjölskyldumað- ur er nú látinn. Við viljum minnast afa með nokkrum orðum. Á okkar bestu stundum reynum við að líkjast afa enda var hann góð fyr- irmynd. En afi var ekki bara góð fyr- irmynd á tyllidögum því hann hefur haft áhrif á hverjir við erum og hvern- ig við högum okkur. Við áttum margar góðar stundir með afa sem mótuðu okkur. Frá unga aldri tókum við í spil og reyndum okk- ar besta á móti afa – keppnisskapið var fljótt komið í okkur alla og tapi tók enginn vel. Sigurvegarinn gant- aðist gjarnan í þeim sem ekki gekk jafnvel en gamansöm stríðni var í sér- stöku uppáhaldi hjá afa og við höfum hana enn í hávegum. Ástfóstri tóku allir við Ásenda sem þangað komu, enda lögðu afi og amma ekki bara ómælda vinnu og erf- iði í bústaðinn heldur ómaði þar allt af umhyggju og ást. Frelsið þar var ómetanlegt en ekki síður að komast í snertingu við sveitina hans afa og all- ar sögurnar sem henni tengdust. Sveitin varð smám saman líka að okk- ar sveit og nú segjum við sögur úr sveitinni og langar að komast aftur með tærnar í svartan sandinn og hug- ann við allt sem við eigum í samein- ingu. Við kveðjum afa með söknuði og Karl Jóhann Gunnarsson ✝ Bæring ValgeirJóhannsson fæddist á Kirkjubóli á Bæjarnesi í Aust- ur-Barðastrand- arsýslu 23. ágúst 1914. Hann lést á heimili sínu, Geit- landi 8 í Reykjavík, 31. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Bæringsdóttir og Jóhann Sigurð- arson. Hann var sjöundi af níu al- systkinum, fyrir átti Jóhann þrjú börn á lífi frá fyrra hjónabandi, sem misstu móður sína í bernsku. Valborg er yngst systkinanna og lifir hún bróður sinn. þeirra eru a) Guðmundur Friðrik, sambýliskona Eva Dyröy. b) Guð- rún Linda, sambýlismaður Helgi Bergvinsson, sonur hennar er Brynjar Daði. c) Bæring Jóhann, kvæntur Guðbjörgu Ólafsdóttur, sonur þeirra er Ólafur Björgvin. d) Pálína Hugrún; 2) Stella Guð- rún, f. 2. okt. 1944, gift Jóni Hjartarsyni. Börn þeirra eru a) Kristín Svala, gift Jens Viktor Kristjánssyni, dóttir þeirra er Katrín Lára. b) Ingi Örn. c) Gunn- ar Þór. Bæring vann við ýmis störf í Reykjavík til ársins 1954 er fjöl- skyldan flutti vestur að Kirkjubóli þar sem hann bjó ásamt systk- inum sínum. 1959 fluttu þau að Skálmardal og bjuggu þar til 1968 en þá flytja þau að Garpsdal í Geiradalshreppi, þar sem þau bjuggu til 1973. Þá fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem hann vann almenn störf fram yfir sjötugt. Útför Bærings verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Bæring ólst upp við almenn sveita- störf. Hann fluttist snemma að heiman til föðurbróður síns að Kollabúðum í Reykhólasveit. 16 ára gamall hóf hann störf á Korpúlfs- staðabúinu. Þar kynnist hann konu sinni, Lukku Ingv- arsdóttur, f. 23. okt. 1910, d. 30. okt. 2001, frá Bóndastöð- um í Hjaltastaða- þinghá. Þau gengu í hjónaband 10. apríl 1944. Börn Bærings og Lukku eru tvö: 1) Björgvin Óli, f. 12. júlí 1943, kvæntur Guðrúnu Halldóru Guðmundsdóttur. Börn Við systkinin sitjum hér og minn- ingarnar um afa hrannast upp. Við munum eftir mörgum ferðun- um vestur að Kirkjubóli, sem var of- anlega í huga afa fram á síðasta dag, einnig styttri ferðum. Sú síðasta var núna í ágúst þar sem við systkinin og langafabarnið Katrín Lára nutum síðustu ferðarinnar á Kirkjuból með honum í yndislegu veðri. Við tókum eftir því að aðeins hafði hægt á honum í þessari ferð og lét hann sér nægja að senda okkur í berjamó í þetta skiptið, en þó eru að- eins 5 ár síðan við fórum með honum vestur og þá lét hann sér ekki nægja að segja okkur hvar bestu berin væru heldur hljóp hann með okkur út um allt til að sýna okkur bestu staðina. Einnig fórum við styttri ferðir hérna í kringum borgina, nú síðast fórum við í Kjósina og sýndum honum hvar við ætluðum að byggja okkur sumarbú- stað. Afa leist vel á þann stað. Afi og amma áttu góða ævi saman og áttum við barnabörnin yndislegar stundir með þeim. Alltaf gat maður komið í heimsókn og fengið kökur og spjallað. Og ekkert breyttist það eftir að amma dó fyrir 6 árum síðan – afi átti alltaf til jólaköku og annað bakkelsi, mjólk handa þessum og gos handa hinum. Núna síðustu mánuði hefur Katrín Lára, langafabarnið, verið dugleg að nýta sér það og ekki sjaldan hefur hún tilkynnt það hátt og skýrt þegar hún er sótt í leikskólann að núna sé hún svöng og vilji fara til langafa og fá jólaköku. Hún vissi að hann átti alltaf til jólaköku – hún fékk síðan mjólk með henni en mamma kók. Og þá var ekki verið að nota opna flösku heldur var ný opnuð því annað var ekki boð- legt. Afi var ótrúlega hress fram á síð- asta dag. Hann bjó einn eftir að amma dó og sá um sig sjálfur. Hann dundaði sér í bílskúrnum, keyrði á milli staða og þótt dregið hafi úr því síðustu árin þá kom hann í heimsókn til barnanna sinna, fór í búðina og gat þannig stytt sér stundir, sem var honum ómetan- legt. Það voru ótrúlegir hlutir sem hann dundaði sér við, hann gerði við hitt og þetta. Í sumar fékk hann sér nýtt rúm og þá fór hann með gamla hjónarúmið niður í skúr og bjó til smá náttborð og gafl úr hluta af því. Katr- ín Lára á yndislega litla bleika komm- óðu sem hann bjó til handa henni fyrir rúmu ári síðan – þetta eigum við eftir að varðveita með henni til minningar um langafa. Afi fylgdist vel með öllu sem var að gerast hjá okkur og ef mann vantaði fréttir af hinum í fjölskyldunni þá var jú best að spyrja afa. Þótt afi hafi verið orðinn 93 ára þegar hann dó og maður vissi að kom- ið gæti að kveðjustund þá gerðist þetta snöggt og í raun átti maður ekki von á þessu núna. Hann var hress fram á síðasta dag sem sést t.d. á því að hann þreif og bónaði bílinn sinn helgina áður en hann dó, skipti um dekk undir honum tveimur dögum áð- ur og fór í bankann og borgaði reikn- ingana sína um morguninn daginn sem hann dó. Þótt það sé erfitt að kveðja þá huggum við okkur við það að hann þurfti ekki að liggja veikur – svona vildi hann fá að fara og núna er hann kominn til ömmu. Elsku afi, við söknum þín en við vit- um að þið amma fylgist með okkur í framtíðinni. Þín barnabörn og barnabarnabarn, Kristín, Ingi, Gunnar og Katrín Lára. Elsku afi, þær eru ófáar minning- arnar sem við eigum um þig. Þú varst ótrúlegur í alla staði og var heilsa þín fram á síðustu stundu engu lík. Það eru ekki mörg ár síðan þú varst fyrir austan fjall að smala hrossum og fórst fram úr 20 ára dreng á harðahlaup- um. Fráfall þitt var því mikið áfall.Við erum þó ánægð með að þú hafir feng- ið að fara eins og þú óskaðir þér, stál- sleginn fram á síðustu stund. Við fengum ómetanlegt tækifæri til að koma saman og kveðja þig áður en þú varst fluttur burt af heimili þínu. Við hjóluðum oft yfir til ykkar ömmu, oft komstu röltandi á móti okkur. Ekki þótti okkur veitingarnar af verri endanum, Cocoa puffs með ískaldri mjólk, jólakaka og snúður. Eftir að amma veiktist tókst þú við eldhúsinu og galdraðir fram heimsins besta sveskju- og grjónagraut. Seinna kepptist maður við að koma til þín í hádeginu fyrripart vikunnar til þess að fá sveskjugraut og rúgbrauð með kæfu. Þær voru ófáar ferðirnar suður í Hafnarfjörð í Lödunni þar sem þú dróst upp húbbabúbba í upphafi ferð- ar og spurðir okkur hvort við vildum músík eða ræðuhöld, við fórum það oft að þú hélst því fram að bílinn rat- aði. Þú varst alltaf til í að taka okkur systkinin með í hesthúsin og leyfa okkur að fara á bak í gerðinu þótt þú vissir að sumir sæjust út fyrir. Þótt þú værir fluttur á mölina þá var hugurinn alltaf í sveitinni, þú varst sveitamaður af lífi og sál, lifn- aðir allur við þegar við töluðum um sveitina og margar góðar sögur hafðir þú þaðan. Farið var á Kirkjuból á hverju sumri, þar voru rætur þínar og þú yngdist upp um fjölda ára. Þar þekktir þú hverja þúfu og gast sagt okkur sögur um þær. Atburðurinn með minkinn er okkur efst í minni, enda var það ógleymanleg ferð. Símtölin okkar á milli voru ómet- anleg, því það var sama hvar við bjuggum, alltaf var gott samband. Þú hringdir í Gumma og Evu í sveitina til að athuga hve mörg folöld væru fædd og hvað verið væri að temja hverju sinni, Hugrún beið eftir símtali frá þér á sunnudögum þar sem þú spurð- ir hvort hún hefði farið á ball og hvort hún hefði fundið einhvern álitlegan. Norðurferðirnar voru þér oft áhyggjuefni, en þú gast fylgst með veðri og færð í textavarpinu, hringt í hana og upplýst. Lindu spurðir þú hvernig námið gengi og framkvæmd- irnar hjá Helga. Þú hringdir í Jóa til að athuga hvort Óli og Gugga væru hress, hvort þú gætir hjálpað honum með bílinn, enda áttuð þið margar góðar stundir saman í skúrnum. Þú varst einstaklega laghentur í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst nýbúinn að undirbúa bílinn þinn fyrir veturinn, bóna og skipta yfir á vetrardekkin, enda undir þú hag þín- um best ef þú hafðir eitthvað að sýsla og varst alltaf fyrstur til að bjóða fram hjálp þína. Hægt var að ræða við þig um allt milli himins og jarðar, alltaf var stutt í gleðina. Elsku afi, með þér misstum við ómetanlegan, góðan vin, en við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þig hressan öll þessi ár. Þú sannaðir kenninguna um að ald- urinn sé afstæður. Þín barnabörn, Guðmundur, Linda, Bæring og Hugrún. Meira: mbl.is/minningar Léttur í lund og léttur á sér. Það breyttist ekki þótt árin færðust yfir. Bæring Jóhannsson hélt þessum eðl- iseinkennum fram á síðasta dag. Kannski eru þetta breiðfirsk einkenni – mark heimahaga, uppeldis og ættar? Þar var hugur bóndans gjarnan þótt aðstæður réðu því að síðasta æviskeið- ið var á mölinni. Mjúkar fjárgötur tóku malbiki fram, lyng og kjarr stóðu hjartanu nær en steypt stétt borgar- innar. Töðuilmur. Fallegt fé af fjalli að hausti var stolt fjárbóndans. Æviferill afabróður míns var far- sæll þótt vissulega þyrfti hann að hafa fyrir lífinu eins og aðrir af hans kyn- slóð. Bæring þekkti ég sem bónda þótt á yngri árum hefði sinnt ýmsum öðr- um störfum. Ég naut þeirra forrétt- inda á sjöunda áratug liðinnar aldar að gerast kaupamaður hans og smali í Skálmardal í Múlahreppi í Austur- Barðastrandarsýslu, þeirri sömu sveit og hann fæddist og ólst upp í, á Kirkjubóli á Bæjarnesi. Bóndinn er kóngur í ríki sínu. Það var Bæring í Skálmardal. Bústofninn óx ár frá ári sem og umsvifin. Þegar best lét var heyjað á fimm jörðum í hreppnum. Vinnudagurinn var langur en vinnan skemmtileg og gefandi. Viðvaningar lærðu handtökin undir öruggri leið- sögn, kynntust starfi sem gengið hafði mann fram af manni um aldir. Kaupamaðurinn upplifði um leið þær þjóðfélagsbreytingar sem þá áttu sér stað. Afskekktar og einangraðar sveitir áttu undir högg að sækja. Nátt- úrufegurðin ein dugði ekki til. Við fólksflóttann varð ekki ráðið. Sveitin fór öll í eyði – bændur og búalið flutti suður. Hjá Bæring, konu hans Lullu og börnum þeirra Björgvin og Stellu var gott að vera. Umhyggjan var ósvikin sem og kærleikurinn. Það hefur haldið Bæring Valgeir Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.