Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 39
✝ Steinarr Krist-jánsson, f.v. skipstjóri og hafn- sögumaður, fæddist á Flateyri við Ön- undarfjörð hinn 28. janúar 1913. Hann lést á Hrafnistu DAS hinn 4. nóvember síðastliðinn, hátt á 95. aldursári. For- eldrar hans voru Kristján Ásgeirsson, verslunarstjóri Ás- geirsverslunar og síðar Sameinuðu verslananna á Flateyri, f. 21.2. 1877, d. 21.9. 1965, ættaður frá Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp, og kona hans Þor- björg Guðmundsdóttir, ættuð frá Höll í Haukadal í Dýrafirði, f. 1.9. 1873, d. 7.7. 1942. Kristján og Þor- björg giftust árið 1900 og bjuggu á Ísafirði til 1907 og á Flateyri frá 1907 til 1928 og eftir það í Reykja- Rögnvaldur sjómaður, f. 1917, d. 1980, kvæntur Svövu Guðmunds- dóttur, látin. Hinn 9. júní 1945 kvæntist Stein- arr Þórunni K. Hafstein hús- mæðraskólakennara, f. 20. mars 1922, d. 19. júlí 1995, dóttur Júl- íusar Havsteen, sýslumanns Þing- eyinga á Húsavík, f. 13. júlí 1885, d. 1960 og Þórunnar Jónsdóttur Hav- steen húsmóður, f. 1888, d. 1939. Dóttir þeirra er Þórunn Júlía flug- freyja og leiðsögumaður, f. 24.12. 1945, var gift Hauki Jónassyni lækni, f. 30.5. 1929. Þau slitu sam- vistum. Sonur þeirra er Jónas Sveinn, f. 27.10. 1973, sambýlis- kona hans er Sandy Nausch, þýskr- ar ættar. Sonur Þórunnar og Óm- ars Tómassonar flugstjóra, f. 1934, d. 1970, er Steinarr Kristján lög- reglumaður í Reykjavík, f. 3. maí 1968, kvæntur Úlfhildi Ösp Ingólfs- dóttur, f. 8.12. 1967, dóttir þeirra er Helena Júlía, f. 20. febrúar 2002. Útför Steinars verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. vík. Steinarr var næstyngstur 10 barna þeirra hjóna, en þau voru: 1) Sól- veig, f. 1900, d. 1915, úr berklum; 2) Ástríð- ur, f. 1902, d. sama ár; 3) Helga hús- móðir, f. 1903, d. 1982, gift Guðmundi Sigurðssyni skrif- stofustjóra, látinn; 4) Magnús Guðjón skrif- stofustjóri Slipp- félagsins, f. 1904, d. 1993, kvæntur Svövu Sveinsdóttur, látin; 5) Ásgeir loft- skeytamaður, f. 1906, d. 1935, úr berklum; 6) Elínborg húsmóðir, f. 1908, d. 1978, gift Edwin Árnasyni iðnrekanda, látinn; 7) Guðmundur skipamiðlari, f. 1909, d. 1998, kvæntur Gróu Ólafsdóttur, látin; 8) Jón Hákon stýrimaður, f. 1911, fórst með e/s Heklu í júní 1941; 9) Steinarr, sem hér er minnst; og 10) Nú er afi farinn í sína hinstu ferð. Hann var hetjan mín. Mínar fyrstu minningar um afa voru þegar ég fékk að heimsækja hann um borð í skipið hans þegar hann kom í höfn. Fyrir lít- inn strák var það alvöruævintýri sem var gert enn stærra með sögunum af sjónum, úr stríðinu og siglingum til fjarlægra landa og heimshluta eins og Afríku og í gegnum Panamaskurðinn. Þessar sögur voru betri og raunveru- legri en þær sem maður las í bókum. Þegar afi hætti á sjónum gerðist hann stöðvarstjóri yfir olíustöð NATO í Hvalfirði. Þangað réð hann mig í vinnu sem verkamann í tvö sumur þegar ég var 15 og 16 ára gamall. Það held ég að hafi gert okkur báðum gott. Þá kynntist ég afa vel og hann fékk að hafa „nafna“ nálægt sér og kenna honum ýmislegt. Eftir að afi komst á eftirlaun tók hann að sér að hugsa um ömmu, sem hafði alla tíð þurft að berjast við erf- iðan hjartasjúkdóm. Þau elskuðu hvort annað alltaf mjög mikið og fann ég hvað þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Afi vildi allt fyrir ömmu gera og bar hana á höndum sér. Hún yfirgaf okkur miklu fyrr en afi og ég veit að hann saknaði hennar ætíð. Afi, ég veit að þú ert hvíldinni feg- inn. Ég óska þér velfarnaðar á veg- ferð þinni og er þess fullviss að amma tekur vel á móti þér. Ég sakna þín. Steinarr Kr. Í aftureldingu 4. nóvember 2007 andaðist móðurbróðir minn og sjó- hetjan Steinarr Kristjánsson. Við andlát hans hafa öll 10 börn afa míns og ömmu, þeirra Þorbjargar og Krist- jáns Ásgeirssonar, frá Flateyri, kvatt þetta jarðlíf. Er ég kom að dánarbeði hans þenn- an sunnudagsmorgun, hafði hjúkrun- arfólkið komið litlum postulínsskildi með árituðu versi fyrir á náttborðinu við beð hans. Textinn staðfestir á sinn ljúfa hátt giftusaman og auðnuríkan 55 ára starfsferil Steinars: Mitt fley er lítið en lögurinn stór og leynir þúsundum skerja en aldrei mun granda brim né sjór því skipi, er drottinn má verja. (Höf. ók.) Á þeim skipum, sem Steinarr var á kom aldrei neitt fyrir, engin alvarleg slys né skaðar, utan botnskaða á Langá við brottför frá bryggju í Rifs- höfn á Snæfellsnesi 1972. Ég nefndi, að ég liti á frænda minn sem sjóhetju og tel það ekki ofmælt, því engan veit ég, sem á stríðsárunum síðustu fór jafn oft yfir hættusvæði Atlantsála með ísaðan fisk til Bret- lands og Steinarr; 6 túra með Skaft- fellingi frá Eyjum, 2 túra með Jarlin- um frá Siglufirði og 61 túr með Júní frá Hafnarfirði. Í bókinni Mennirnir í Brúnni eftir Guðmund Jakobsson, bls. 98, er frændi spurður um óttann: „Ég lét ekkert á mig fá þó Jón Hákon bróðir (fórst með e/s Heklu í júni 1941) færi svona, það hvarflaði ekki að mér að hætta siglingum vegna stríðs- hættunnar, – sofið, jú ég gat alltaf sof- ið, það hefði ekki þýtt að vera í þessu án þess. Auðvitað vissi maður af tund- urduflum hér og þar og sáum þau oft í björtu en í myrkrinu var ekki annað að gera en láta skeika að sköpuðu ......auðvitað þurfti stáltaugar í þetta þegar til lengdar lét. Einu sinni var gerð árás, það var flugvél. Ég var ekki uppi, lá niðri og var að lesa Tunglið og tíeyringurinn eftir Somerset Maug- ham. Ég fór samt ekki uppí brú, held- ur beint að byssunni og bjó mig undir að dúndra á helvítið, ef hún kæmi aft- ur, sem hún gerði ekki. Hafði kastað fjórum sprengjum, sem hittu ekki og við sluppum óskaddaðir“. Ennfremur: „2. ágúst 1942 í öðrum túr mínum sem skipstjóri, var ég svo heppinn að bjarga 30 mönnum. Það bar svo til að við sáum flugvél hringsóla lágt yfir sjó og töldum við að hún væri að vekja at- hygli á einhverju. Við héldum í áttina og þegar kom á staðinn voru þar fyrir 30 skipbrotsmenn í lífbátum. Við tók- um þá um borð og hlúðum að þeim, en á þetta mátti aldrei minnast, það var hernaðarleyndarmál“. Sjómennsku stundaði hann sleitu- laust í 46 ár, frá 17 ára aldri 1930, er hann munstraði sig á „Eljuna“ hjá Guðmundi Júní, þar til hann hætti á Laxá II árið 1976. Hann kom við á fjölda síldveiði- og botnvörpuskipa, lengst var hann á ‘Gulltoppi’ og ‘Júní’, tæp 5 ár á hvoru. Hann tók fiski- mannapróf vorið 1939 og farmanna- próf vorið 1947 og þá hófst seinni kap- ítuli sjómennsku Steinars, far- mennskan. Hann var stýrimaður og skipstjóri hjá útgerð Foldar, á skipum Sambandsins um 7 ára skeið, 1957-‘59 hafnsögumaður í Reykjavík. Varð skipstjóri skipa Hafskipa frá 1959 til vors 1976. Steinarr starfaði á 31 skipi á ferli sínum til sjós. Eftir komu sína í land hófst 10 ára starf hans sem stöðv- arstjóri olíustöðvar NATO í Hvalfirði. Steinarr settist í helgan stein 1986. Steinarr var hamingjusamlega kvæntur yndislegri konu, henni Þór- unni Hafstein frá Húsavík, sem hann missti 1995. Ég votta einkadótturinni, sonum hennar og fjölskyldum þeirra, dýpstu samúð. Blessuð sé minning frænda míns. Gylfi. Gamall og góður vinur hefur nú lagt upp í sína síðustu sjóferð. Ég hef þekkt Steinarr allt mitt líf og á um hann ljúfar minningar sem tengjast sérstaklega jólahátíðinni og áramót- um þegar ég var barn og unglingur. Steinarr var sjómaður í húð og hár og því skiljanlega mikið í burtu frá fjöl- skyldu og vinum. Það ríkti oft mikil spenna í loftinu í kringum þessar há- tíðir, hvort Steinarr yrði nú í landi eða ekki, því litla fjölskyldan hans varði oft og tíðum þessum hátíðarstundum með mér og fjölskyldu minni á Brávallagöt- unni. Ef svo vel vildi til að svo væri, var „Hátíð í bæ“ og lék Steinarr við hvern sinn fingur og við okkur heima- sæturnar tvær. Mér fannst hann bæði fyndinn og skemmtilegur og voru orð hans oft hnyttin og hittu þá í mark – smáhlátur fylgdi svo í kjölfarið. Ég minnist líka ævintýraferðar á einu af „Fellunum“ hans þegar hann tók mig og Djúlý með sér í sjóferð um vest- urströnd Íslands. Vinsældir hans um borð fóru ekki fram hjá mér, þótt ung væri að árum, frekar en stjórnunar- hæfileikar hans sem skipstjóri og yf- irvald. Ég kveð þennan vin minn og „frænda“ með orðum Arnar Arnar- sonar sem mér finnast vel við hæfi hér: Íslands Hrafnistumenn eru hafsæknir enn, ganga hiklaust á orustuvöll, út í stormviðrin höst, móti straumþungri röst, yfir stórsjó og holskefluföll, flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir framtíðarhöll. Við fjölskyldan sendum elsku Djúlý, strákunum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, (V. Briem) Þórunn Hafstein (Djonsý). Steinarr Kristjánsson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 39 Mér er það sannur heiður að hafa kynnst Steinari Krist- jánssyni. Guð blessi minn- ingu hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Úlfhildur Ösp Ingólfsdóttir. Nú er langafi farinn í kist- unni til himnaríkis. Guð passar hann. Helena Júlía Steinarsdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR, Sæviðarsundi 42. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi, deildar 11 E á Landspítal- anum og Karitasar fyrir alúð og góða umönnun. Kristján G. Jóhannsson, Kristín Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson, Brynja Kristjánsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Jón F. Sigurðsson, Þór Kristjánsson, Birna Jóna Jóhannsdóttir, Elmar Kristjánsson, Margrét Sigfúsdóttir, Kristján G. Kristjánsson, Pálína R. Sigurðardóttir, Dagmar Kristjánsdóttir, Ómar Ægir Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KRISTBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR, Skarðshlíð 23E, Akureyri. Starfsfólki á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og heimahlynningu eru færðar innilegar þakkir fyrir góða umönnun og alúð. Guð blessi ykkur öll. Eggert Ólafsson, Sigurlaug Anna Eggertsdóttir, Bergvin Jóhannsson, Steinunn Pálína Eggertsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Stefán Eggertsson, Elín Valgerður Eggertsdóttir, Hilmar Stefánsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, besti vinur, faðir, tengda- faðir og afi, EÐVALD GUNNLAUGSSON, lést þann 5. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Málfríður Eyjólfsdóttir, Edda Eðvaldsdóttir, Þór Þorvaldsson, Eðvald, Brynjar og Þórdís, Halldór Eyjólfsson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA FINNSDÓTTIR frá Ísafirði, til heimilis að Lönguhlíð 15, Reykjavík, lést aðfaranótt fimmtudagsins 1. nóvember á Líknardeild Landakotsspítala. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15:00. Læknum og hjúkrunarfólki á líknardeild og Landspítala Fossvogi eru færðar innilega þakkir fyrir góða umönnun og alúð. Bragi Ragnarsson, Jónína Gissurardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartanlega þökkum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýjan hug við andlát og útför POUL ANKER HANSEN, Boðahlein 30, Garðabæ, Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Karlsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SIGURBJARTAR KRISTJÁNSDÓTTUR (Sibbu), Sólvöllum á Eyrarbakka, áður Móakoti, Stokkseyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra að Sólvöllum á Eyrarbakka fyrir umhyggju og kærleiksríkt viðmót í garð hinnar látnu. Kristján Sigurðsson, Ingunn Guðbjartsdóttir, Borgar Þorsteinsson, Elín Ingólfsdóttir, Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.