Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 11
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is UNGT fólk af erlendum uppruna telur tungumálið mestu hindrunina við að falla inn í samfélagið hér, við vinnu og nám. Það er ein af nið- urstöðum úr vinnu starfshópa á málþinginu „Framtíð í nýju landi – erum við Íslendingar?“ sem fram fór í haust. Um 115 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, frá ýmsum heimshornum, sem öll eru búsett hér á landi tóku þátt í starfi átta hópa á málþinginu. Verið er að ljúka vinnu við að taka saman niðurstöður hópanna og verða þær birtar í lokaskýrslu verkefnisins sem skilað verður síð- ar í mánuðinum. Jafningjar Íslendinga Hóparnir voru beðnir um að svara þremur spurningum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Anh-Dao Tran verkefnisstjóra var það nið- urstaða sjö hópanna að tungumálið væri stærsta hindrunin sem fólk af erlendum uppruna þyrfti að glíma við, bæði í vinnu og skóla. Einnig var mikið talað um skort á aðlögun, fordóma, almenna mismunun við atvinnu og skort á stuðningi við nám. Þegar spurt var um lausnir til að yfirvinna þessar hindranir lögðu ungmennin mesta áherslu á að Ís- lendingar þyrftu að vera opnir fyr- ir fólki af erlendum uppruna, skilja það og skynja að það væri jafn- ingjar Íslendinga. Anh-Dao segir mikilvægt að fræða Íslendinga um mismunandi þjóðerni til að koma í veg fyrir fordóma. Ungmennin ræddu einnig um mikilvægi þess að leiðrétta launa- mismun og að bjóða upp á sérstaka tíma í skólunum þar sem fólk af er- lendu bergi brotið gæti miðlað af reynslu sinni. Anh-Dao segir að krakkarnir leggi til að allir skólar samræmi þjónustu sína þannig að til dæmis einingar í íslenskunámi geti nýst á milli skóla. Þá vanti að auka fjármuni til þjónustu við þau. Nefnir hún að ef ungmenni sæki um námsstyrki hjá þjónustumiðstöð flokkist það undir fjárhagsaðstoð og geti komið sér illa fyrir viðkom- andi þegar sótt er um framlengingu á búsetuleyfi eða íslenskan rík- isborgararétt. Miðstöð myndi hjálpa Allir hóparnir svöruðu játandi þeirri spurningu hvort miðstöð fyr- Tungumálið er stærsta hindrunin Morgunblaðið/RAX Fjölmenni Fjöldi ungmenna af erlendum uppruna, á aldrinum 16 til 25 ára, sótti málþing sem haldið var í haust. Í HNOTSKURN »Ungmenni af erlendumuppruna segja að Íslend- ingar þurfi að skilja það og skynja að þau séu jafningjar. »Þau segja ennfremur aðmikilvægt sé að fræða Ís- lendinga um mismunandi þjóðerni til að koma í veg fyrir fordóma. ir fólk af erlendum uppruna myndi geta hjálpað þeim. Anh-Dao segir að krökkunum finnist slík miðstöð gagnleg til að koma til móts við þarfir ungmenna af erlendum upp- runa, veita þeim upplýsingar, þjón- ustu í sambandi við nám, vinnu og einkalíf og afþreyingu. Þau telja miðstöð geta verið góðan vettvang til að miðla reynslu sinni og til að kynnast íslenskum ungmennum. Þar væri hægt að setja saman blandaða hópa þar sem fólk frá mis- munandi löndum gæti hist og gert eitthvað skemmtilegt saman. Þá teldu þau mikilvægt að slík miðstöð væri ekki einungis með starfsemi á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig úti á landsbyggðinni. Þarna gæti einnig verið vettvangur fyrir Ís- lendinga að læra um mismunandi menningu og skilja betur fólk af er- lendum uppruna. Verkefnið Framtíð í nýju landi hófst sem aðstoð við ungmenni af víetnömskum uppruna en þróaðist síðan út í almennan umræðuvett- vang fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Að þessu þriggja ára til- raunaverkefni standa Rauði kross Íslands, Reykjavíkurborg, félags- og menntamálaráðuneyti, Alþjóða- húsið, Velferðarsjóður barna og Efling stéttarfélag. Lokaskýrslan verður lögð fram á málþingi sem haldið verður í Garðabæ 30. nóv- ember og afhent fulltrúum þeirra sem standa að verkefninu. Anh-Dao Tran verkefnisstjóri segir að bolt- inn fari nú til þeirra, þegar hún er spurð að því hvernig unnið verði úr þessum tillögum. Niðurstöður úr starfshópum á ráðstefnu ungmenna af erlendum uppruna sýna að ungmennin telja mikilvægt að Íslendingar séu opnari fyrir fólki af ólíku þjóðerni og líti á það sem jafningja sína MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR FULLYRÐINGAR um að okrað verði á almenningi komist Hitaveita Suðurnesja hf. (HS) eða önnur slík orkufyrirtæki í einkaeigu, byggist annaðhvort á vanþekkingu eða um beinar og vísvitandi rangfærslur er að ræða, að mati Júlíusar J. Jóns- sonar, forstjóra HS. Til þess að hægt yrði að okra á viðskiptavinum þyrfti að rýmka mjög gjaldskrárheimildir orkufyrirtækja og það hafi ekkert með eignarhald að gera. Mun lík- legra sé að allur rekstrarramminn yrði þrengdur enn frekar við einka- væðingu „og eftirlitsiðnaðurinn fengi enn einn spóninn í sinn sífellt stækkandi ask“. Morgunblaðið óskaði eftir nánari útskýringu Júlíusar á þeim orðum hans á fundi um málefni HS sl. fimmtudagskvöld að ekkert svigrúm yrði til að okra á fólki kæmust einka- aðilar í meirihluta í HS. Í greinargerð sem Júlíus sendi Morgunblaðinu kemur fram að tekjur HS séu í meginatriðum af raf- orkusölu (68%), vatnssölu (21%)og öðru (11%). Raforkusalan skiptist aðallega í fjóra þætti og fást 22% tekna af raforkudreifingu, 10% af raforkuflutningi, 36% af raforkusölu til almennings og 32% af raforku til stóriðju. Áætlað er að sá liður vaxi í 40% á þessu ári. Júlíus segir tekjur af raforku- dreifingu alfarið vera ákveðnar með tekjuramma sem settur er af Orku- stofnun og samkvæmt lögum sem skyldi dreifiveiturnar til raunveru- legs tapreksturs af þeirri starfsemi sinni. Þar er m.a. gengið út frá 3,8% arðsemi af fastafjármunum sem bundnir eru í rekstrinum. Það gæti með tímanum hækkað í 7,6%. Öllum megi vera ljóst að slík arðsemi sé langt undir raunkostnaði. Raforkuflutningur er í raun ekki tekjur HS hf. heldur er þar um að ræða innheimtu án þóknunar fyrir Landsnet hf. Samkeppni ríkir í raforkusölu Júlíus bendir á að eiginleg raf- orkusala sé nú samkeppnisgrein þannig að ef fyrirtæki eins og HS ákveði mikla verðhækkun geti við- skiptavinir einfaldlega leitað annað. Gjaldskrár söluaðila eru nú mjög svipaðar og í meginatriðum undir heildsölugjaldskrá Landsvirkjunar sem er markaðsráðandi aðili í raf- orkusölu á Íslandi. Raforkusala til stóriðju er samkvæmt langtíma- samningum og verður því ekki breytt þó að eignarhald breytist. Formleg verðlagsákvæði gilda ekki um gjaldskrár á heitu vatni en afla þarf staðfestingar iðnaðarráðu- neytis á þeim. Júlíus segir að ekki hafi verið gerðar neinar athuga- semdir við gjaldskrárhækkanir á heitu vatni sem fylgi verðlagsbreyt- ingum. Hins vegar hafi t.d. staðfest- ingu á gjaldskrárhækkun Hitaveitu Ólafsfjarðar umfram verðlagsbreyt- ingar verið hafnað þótt sú hitaveita væri með eina lægstu gjaldskrá á landinu. „Það er því nokkuð ljóst að umtalsverða tekjuaukningu væri ekki unnt að sækja í hækkun gjald- skrár á heitu vatni,“ segir Júlíus. Sala á fersku vatni fylgir í meg- inatriðum fasteignamati með lítils háttar svigrúmi í álagningu. Aðrar tekjur eru af tengigjöldum, leigu- tekjum flutningskerfis og þjónustu- gjöldum t.d. fyrir gatnalýsingu. Að sögn Júlíusar eru þessir liðir í nokk- uð föstum skorðum og sveigjanleiki tiltölulega lítill. Orkufyrirtæki hafa ekki svigrúm til okurs Morgunblaðið/G. Rúnar Orka Orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi er knúið jarðvarma. Forstjóri HS segir gjaldskrárheim- ildir þröngar ÁSKORUN tæplega 5.200 íbúa á Suðurnesjum til sveitarstjórn- armanna um að tryggja að Hitaveita Suðurnesja haldi sínum verkefnum og verði í meirihlutaeigu sveitarfé- laganna verður tekin fyrir á næsta fundi stjórnar Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Hannes Friðriksson, íbúi í Reykja- nesbæ, stóð fyrir verkefninu. Listar lágu frammi á opinberum stöðum og fólk gat skráð sig á netinu. Nið- urstaðan varð sú að 5.169 íbúar tóku þátt. Hannes afhenti Steinþóri Jóns- syni, fráfarandi formanni Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, listana á aðalfundi SSS sem fram fór á Vall- arheiði (Keflavíkurflugvelli) sl. laug- ardag. Hannes vakti athygli á því þegar hann afhenti listana að fjöldi þátttak- enda samsvaraði liðlega helmingi þeirra íbúa sem tóku þátt í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá neyttu um 10 þúsund íbúar í sveitarfélög- unum fimm atkvæðisréttar. Steinþór Jónsson lét þess getið að málefni Hitaveitu Suðurnesja væru ekki á borði SSS. Hann þakkaði jafnframt áhuga íbúanna og sagðist þess full- viss að tekið yrði fullt tillit til vilja íbúanna. Ný stjórn SSS, sem kosin var á að- alfundinum, tekur málið fyrir og mun afgreiða það í samvinnu við sveit- arstjórnirnar, að sögn Steinþórs. Samstarf endurskoðað Steinþór ræddi um farsæla sam- vinnu sveitarfélaganna á Suð- urnesjum í þrjátíu ár í skýrslu sinni til aðalfundarins. Hann gat þess að á þessu starfsári hefðu komið upp mál þar sem hagsmunir sveitarfélaganna hefðu ekki farið saman. Flest mál af því tagi kæmu ekki inn á borð stjórn- ar SSS heldur væru rædd á milli bæjarstjóranna. Hann lét um leið í ljós þá skoðun sína að ný stjórn þyrfti að endurskoða samstarfið frá grunni og jafnvel hætta því í núver- andi mynd. Rætt í nýrri stjórn Tæplega 5.200 íbúar á Suðurnesjum skrifuðu undir áskorun vegna HS Ljósmynd/Víkurfréttir Áskorun Steinþór Jónsson tók við áskorun frá Hannesi Friðrikssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.