Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 33 ✝ Jónína Finn-björg Björns- dóttir fæddist í Hafnarfirði 22. ágúst 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtu- daginn 1. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Björn Halldór Þórarinn Jónsson sjómaður í Hafn- arfirði, f. í Mjóafirði eystra 24. september 1896, fórst með línuskipinu Pap- eynni 20. febrúar 1933, kvæntur Ólafíu Þuríði Kristjánsdóttur hús- móður, f. í Kirkjuvogi í Höfnum 13. ágúst 1895 d. 8. september 1970. Systkini Jónínu voru Jóna Krist- ínu. Þau eru: 1) Ólafía, maki Matt- hías Matthíasson, börn Björgvin, Anna María og Elías. 2) Jón, maki Sigríður Guðjónsdóttir, dóttir Sús- anna. 3) Ingunn, maki Sveinn Leós- son, börn Ingvar, Birgir og Jónína. 4) Jóhann, maki Stefnía Stef- ánsdóttir, börn Birgir, Gunnar og Ingibjörg. 5) Björn, maki Sig- urbjörg Guðmundsdóttir, börn Guðmundur, Unnar og Jón. 6) Kristrún, maki Haraldur Haralds- son, dætur Inga Jóna og Bylgja. 7) Lára, börn Axel, Hulda og Ásta. 8) Ingvar, maki Sigríður Guðmunds- dóttir, börn Hafdís Erla, Steinunn Dagný, Ólafía, Jóhanna og Hanna Rakel. 9) Jóna Þuríður, maki Bjarni Þ. Jakobsson, börn Jakob, Stefanía og Ásdís. 10) Guðjón. Jónína og Ingvar bjuggu allan sinn búskap að Bræðraborgastíg 49 í Reykjavík. Sambýlismaður Jónínu síðustu árin var Steingrímur Pétursson bíl- stjóri. Útför Jónínu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. björg, f. 22. janúar 1922, d. 14. desember 1987 og Jóhann Krist- inn, f. 15. júní 1915, d. 8 desember 1982. Jónína giftist hinn 20. október 1945 Ingvari Hrólfi Jóns- syni vörubílstjóra í Reykjavík, f. 24. febr- úar 1922, d. 30. apríl 1989. Foreldrar Ingv- ars voru Ingunn Magnea Ingvarsdóttir húsfreyja og Jón Tryggvi Guðmunds- son trésmiður. Jónína ólst upp í Hafnarfirði en fluttist sem ung stúlka til Reykja- víkur og bjó þar alla tíð síðan. Jón- ína og Ingvar eignuðust 9 börn og ættleiddi Ingvar Ólafíu, dóttur Jón- Elsku mamma mín, allt í einu ert þú farin frá okkur, þetta var eitt- hvað sem við áttum ekki von á. And- lát þitt bar svo brátt að að við sitjum eftir höggdofa, en með minningar um yndislega persónu sem vildi allt gera fyrir alla. Í síðasta sinn sem ég sá þig á lífi var daginn fyrir andlát þitt, ég stóð í dyrunum á stofunni þinni á hjarta- deildinni og þú kvaddir mig með þessum orðum „Óla mín, Guð verði með þér.“ Ég var á leið til útlanda daginn eftir og þú varst aldrei hress með að ég væri á einhverju flakki. Þér létti alltaf þegar ég var komin heim aftur. En í þetta sinn fórst þú í ferðalag en ekki ég. Þegar ég sit hér og skrifa nokkur minningarorð um þig reikar hugur- inn aftur í tímann, þegar pabbi var á lífi, þið voruð alltaf samtaka um að láta okkur líða sem best. Hópurinn var stór, 10 systkinin, en þar sem hjartarýmið er nóg er alltaf pláss fyrir ást og umhyggju sem við fengum ómælda. Hugurinn reikar til æskuáranna, allir voru til- búnir á föstudögum kl. 5, mamma búin að baka, pakka niður mat og öllu sem til þarf, pabbi kemur heim úr vinunni og brunar með allan hóp- inn í sumarbústaðinn sem þið pabbi byggðuð við Þingvallavatn, hann var ykkar unaðsreitur og við vorum heilu sumrin þar og undum okkur vel. Mamma var mjög myndarleg, saumaði og prjónaði allt á okkur og var listakokkur. Eftir að ég varð eldri hugsaði ég um hvenær gerði hún alla þessa hluti með mörg börn og lítið húsrými og þá rann upp fyrir mér að það gerði hún þegar við sváf- um. Allir urðu að vera vel klæddir og maturinn tilbúinn á réttum tíma. Þú talaðir mikið um pabba síðustu dagana þína á spítalanum, hvað hann hafi verið góður maður og skemmtilegur, ég held að hann hafi verið hjá þér, kominn til að sækja þig og að nú séu þið saman, hann hefur beðið eftir þér lengi, einu ást- inni sinni og lífsförunaut. Ég kveð þig með þessu fallega ljóði, Mamma, eftir Friðrik Hansen sem hann orti til móður sinnar og segir svo mikið. Mamma, ég man þá daga, man þína hvítu sterku hönd. Ein kunni hún allt að laga og opna hlið í drauma lönd. Stoltari en stormaveldin, sterkari en élja kveldin varði hún æskueldinn, árdaga og fagra strönd. Góða ég sé þú grætur. Grátperla skín á vanga þér. Vakir þú veik um nætur, vakir og biður fyrir mér. Mamma, þitt móðurhjarta mildara en sólin bjarta sendir í húmið svarta sólskinið hvar ég fer. Takk fyrir að hafa verið mamma mín. Minning þín lífir í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Ólafía og Matthías. Elska amma, amma Jónína eins og við kölluðum þig. Nú kveðjum við þig með miklum söknuði og sorg í hjarta og þökkum þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við átt- um saman. Nú ertu komin á betri stað og Ingvar afi tekur vel á móti þér. Þessi orð eru fátækleg í sam- anburði við lífstíð af kærleik og ynd- islegum minningum, en við erum þakklátar fyrir að hafa haft þig hjá okkur eins lengi og við gerðum. Við munum aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði, elsku amma og guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þínar Inga Jóna og Bylgja Björk. Elsku Jónína amma, þín er sárt saknað. Það hvarflaði ekki að mér, þegar ég heimsótti þig nokkrum dögum áður á Landspítalann, að það yrði í síðasta skiptið sem ég fengi að hitta þig. Það var yndislegt að koma til þín á Bræðraborgarstíginn, enda var gestrisnin með einsdæmum mikil. Að hafa á uppvaxtarárunum átt ynd- islega ömmu eins og þig, sem sinnti barnabörnum sínum af einstakri umhyggju og alúð, voru mikil for- réttindi. Elsku amma, ég minnist þín sem glaðværrar og skemmti- legrar manneskju í viðræðum. Þú varst gjafmild og hjálpsöm, boðin og búin að aðstoða ef á þyrfti að halda, enda sívakandi um hag og þarfir fólksins þíns. Heimilið þitt bar vott um snyrtimennsku, allt var fágað og fínt í kringum þig, enda varstu metnaðarfull húsmóðir og sinntir heimili þínu af dugnaði og rausn. Amma, ég vil þakka þér allar sam- verustundirnar sem ég foreldrar mínir og bræður fengum að njóta með þér, bæði á Bræðraborgar- stígnum og eins í sumarbústaðnum á Þingvöllum. Oft var kátt á hjalla hjá ykkur afa og lékuð þið á als oddi og var þá margt brallað sér til skemmtunar. Mikil var ástin og umhyggja þín, elskulega amma mín. Þér var annt um velferð mína vil ég þakka gæsku þína. Glaðvær í anda ávallt varstu alúð og hlýju með þér barstu. (Ingólfur Ó. Ármannsson) Elsku amma, nú ertu komin á annað tilverustig og megi algóður Guð blessa þig og varðveita. Þín nafna Jónína M. Sveinsdóttir. Elsku amma og langamma Með söknuði og sorg í hjarta kveðjum við þig. Sjá hér tímans brotnar bára, byltist fram með straumi ára. Geirar milli hærðra hára, hrukkótt ennið nýtur sín. Þetta er hún amma mín. Þótt hún sömu verkin vinni, vefi, tæti, kembi, spinni, alltaf er hennar sama sinni, sífelld vinnugleði og fjör. Svona eru ömmu ævikjör. Þú skalt ömmu fótspor feta, frjálsa æska, mikil geta. Enginn má hér annan letja, þótt æskan virðist hvílugjörn. Við erum ömmu barnabörn. (Haraldur Hjálmarsson.) Elsku amma og langamma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær eru okkur dýr- mætar. Minning þín lifir. Anna María, Snæbjörn, Snæbjörg, Harpa María, Kaj Arnar. Elsku amma mín. Ég man þá morgna svo vel sem þú varst að passa mig eins og þeir hafi verið í gær, alltaf tókstu jafn vel á móti mér með hafragraut og rúgbrauði, og sátum við saman, þú, ég og Stein- grímur og ég talaði allan tímann og alltaf nenntir þú að hlusta á mig, sama hvað ég bullaði. Svo þegar við vorum búin að borða var ég send í mælingu hjá Steingrími og séð hvað ég hafði stækkað mikið eftir matinn, alltaf hafðir þú jafn gaman af því. Svo liðu árin og við hittumst ekki jafn oft, en alltaf var jafn gott að koma til þín, því alltaf áttir þú brún- kökuna góðu. Elsku amma mín, ég er svo glöð að hafa getað komið upp á spítala og kvatt þig áður en þú fórst. Ég á eftir að sakna þín mikið. Ég veit að það var tekið vel á móti þér uppi, ég bið bara að heilsa afa. Þitt barnabarn, Stefanía Helga. Jónína Finnbjörg Björnsdóttir Elsku amma mín. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim stundum sem ég fékk að eyða með þér og ég get ekki lýst því með orðum hvað ég lærði mikið af þér. Ég mun verða ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kveðja þig og alltaf varstu nú með húmorinn og gleðina í lagi. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Þitt barnabarn, Jakob Leó Bjarnason. HINSTA KVEÐJA Ég man ekki eftir Stínu frænku nema bú- andi á Ránargötunni. Fyrstu minning- arnar þaðan eru úr eldhúsinu í kjall- aranum, þar sem hún gaf mér amerískar pönnukökur og síróp úr flösku út á. Ég man ennþá eftir bragð- inu og hversu merkilegt mér þótti þetta, venjulegt síróp var nefnilega úr grænni málmdós með mynd af ljóni ut- an á og venjulegar pönnukökur voru allt öðruvísi, býsna góðar líka en hversdagslegri í samanburðinum. Á þessum árum vorum við bræðurnir stundum í pössun hjá Stínu og Mána, þegar foreldrar okkar fóru í ferðalög innanlands eða utan. Kannski var Stína að reyna að gera mig að KR-ingi – ég t.d. man eftir henni með mig á jólaböllum í gamla KR-heimilinu þar sem Haukur Mortens spilaði undir dansi. Í annað sinn sendi Stína mig með Maggý frænku á Völlinn að sjá KR spila sinn fyrsta Evrópuleik í fót- bolta, við Liverpool, sem vann sann- færandi sigur og ég verið sannfærður aðdáandi liðsins síðan, þ.e. Liverpool. Ég man líka eftir sögum af þeim systkinum, þ.e. úr barnæsku Jóa pabba míns og Stínu og bræðra þeirra. Þær sögur gerðust sumar líka á Rán- argötunni, reyndar í næsta húsi við það sem síðar varð heimili Stínu og fjölskyldu. Ein sagan segir að eitt sinn hafi þau tvö dottið saman í faðmlögum út um glugga á rishæð. Þau sluppu meira og minna ósködduð þótt fallið væri hátt, en þarna bjó fjölskyldan þá stundina. Samkvæmt lýsingum þá áttu þau systkinin heimili býsna víða um bæinn í uppvextinum, fóru úr einu leiguhúsnæðinu í annað og bjuggu við ansi kröpp kjör á stundum. Kannski hefur þessi flækingur um bæinn átt þátt í því að Stína var á Ránargötu 44 alla mína ævi. Smám saman lagði fjöl- skyldan æ meira af húsinu undir sig. Stína flutti upp á miðhæðina og þar bjó hún sér og Mána sérlega fallegt heimili. En ég vissi alltaf að hún hafði áður átti heima á tímabili í Ameríku, átti og misst mann og eignast Róbert, Túa og Maggý þar. Þótt ljóst sé að líf hennar hafi ekki alltaf verið dans á rósum man ég aldrei eftir Stínu frænku öðruvísi en sérlega fallega klæddri og alltaf léttri og kátri. Líka þegar hún neyddist til að styðja Mána, seinni manninn, um allt árum saman, hann er svo voðalega slæmur í fótun- um, sagði hún. Ég frétti ekki fyrr en eftir á að hann hefði verið með MND. Það er einmitt dæmigert fyrir hana og hennar fólk að vera ekki að gera of mikið úr sínum vandamálum, það var alltaf frekar dregið úr en hitt. Maggý var auðvitað alltaf stoð og stytta mömmu sinnar og Mána, enda nábúi á Ránargötunni. Það var gaman að upplifa úr fjarlægð samheldnina og væntumþykjuna sem ávallt ríkti þar. Sjá svo í verki nú í seinni tíð hversu vel þau mæðginin Máni yngri og Maggý studdu og önnuðust Stínu þegar ald- urinn færðist yfir og líkaminn fór að bila. Stína frænka var ótrúlega stolt af börnunum sínum og barnabörnum og öllu sínu fólki. Það er ég líka og sendi þeim öllum dýpstu samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Kjartan Jóhannesson. Það er með brosi og hlýhug í hjarta sem ég minnist Kristínar Jóhannes- dóttur eða ömmu Stínu eins og allir í kringum mig kölluðu hana. Ég kynnt- ist ömmu Stínu fyrir um 10 árum og við náðum strax vel saman. Þarna var á ferðinni dugleg, hreinskilin, skemmtileg og yndisleg manneskja. Eftir að Gunnar Atli, sonur minn, fæddist, langömmubarn ömmu Stínu, urðum við tíðir gestir á Ránargötunni. Það var alltaf gott að koma í heimsókn, drekka kaffi og spjalla saman um lífið og tilveruna. Það er ómetanlegt að Kristín Jóhannesdóttir ✝ Kristín Jóhann-esdóttir fæddist í Gíslholti við Rán- argötu í Reykjavík 4. ágúst 1922. Hún and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 2. nóvember síðastliðinn. Kristín var jarð- sungin frá Fossvogs- kirkju 9. nóvember sl. hugsa til baka og rifja upp allar þær góðu stundir sem við áttum saman í stofunni hjá ömmu Stínu, Maggý, Mána og Mána litla. Gunnar Atli hefur nú misst tvo frábæra spila- félaga, fyrst Mána og nú ömmu Stínu. Hann á eftir að sakna góðra stunda við spila- mennsku og einnig þeirrar hlýju sem alltaf beið hans þegar hann kom á Ránargötuna. Amma Stína sá ekki sólina fyrir honum og var honum alltaf svo góð. Það er sárt að kveðja, en fallegar minningar gleðja og verma hjartað. Bæði ég og Gunnar Atli mun- um geyma þær lengi og hugsa til ömmu Stínu með bros á vör. Ég votta hennar nánustu dýpstu samúð mína. Guð geymi elsku ömmu Stínu. Sara Lind. Stína á Ránó var hluti af lífi okkar bræðranna nánast frá fæðingu okkar. Þegar við vorum minni þótti okkur brosmilda konan sem bjó á hæðinni undir ömmu Svövu dálítið eins og úr öðrum heimi. Hún klæddi sig í öðru vísi föt en Íslendingar, talaði öðru vísi og hafði yfir sér annað fas. Hún var alltaf óvenjulega fín og dömuleg, vel til höfð og hafði yfir sér einhvern klassa sem við sjávarþorpararnir áttum ekki að venjast. Hér var vitanlega um að ræða áhrif af langri Ameríkudvöl Stínu, sem hún tók á áreynslulausan og eðlilegan hátt með sér inn í hið dag- lega líf á Ránargötu 44. Í meira en 30 ár lágu leiðir fjöl- skyldu okkar saman við leiðir þeirra Stínu og Mána í gegnum búsetu í fjór- býlinu Ránargötu 44. Þegar búið er í sama húsi í svo langan tíma fer ekki hjá því að fólk kynnist öllum hliðum nágranna sinna og það ber vott um gæði þeirra hjóna og góða lund að í þessari nánu sambúð yfir þriggja ára- tuga skeið hljóp aldrei snurða á þráð- inn, jafnvel þótt við hefðum á stundum gefið tilefni til viðbragða. Öðrum okk- ar er til dæmis minnisstætt þegar hann á menntaskólaárum laumaðist til að taka með sér unga snót niður í þvottahús (til að styggja ekki ömmu) seint um kvöld. Af augljósum ástæð- um var þess gætt að hafa ljósin í þvottahúsinu slökkt og allt tal lækkað niður í hvísl. Þótt komið væri vel fram yfir háttatíma átti vesalings Stína eitt- hvert erindi niður í þvottahúsið þetta kvöld, og viðbrigðin sem hún stundum var, fékk næstum því hjartaáfall þegar hún gekk inn á ástleitna unglinga í myrkrinu þar sem hún bjóst ekki við neinu nema hreina og þurra þvottinum sínum. Hér hefði engum þótt mikið þótt Stína hefði aðeins látið skína í tennurnar en það gerðist ekki og á þetta atvik var aldrei minnst, hvorki fyrr né síðar (unglingnum til mikils léttis). Stína var alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum íbúum Ránó, hvort sem það var unga parið frá Eyjum sem bjó í kjallaranum 1971-1975, ömmu Svövu sem bjó á 2. hæðinni um 20 ára skeið, eða piltunum ungu sem þetta rita og bjuggu á 2. hæðinni góðan hluta 10. áratugar síðustu aldar. Hvort sem það var egg, mjólkurdreitill, rakhnífurinn hans Mána gamla eða bara að fá að horfa á sjónvarpið, alltaf var okkur tekið opnum örmum eins og gömlum fjölskyldumeðlimum. Vegna þessara nánu tengsla tók það okkur sárt að finna fyrir áhyggjum Stínu af því hver myndi nú kaupa 2. hæðina á Ránó þeg- ar við bræður héldum til náms í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og tengsl fjölskyldu okkar við Ránar- götu 44 voru rofin. Stína á Ránó, við bræðurnir þökkum þér kærlega samveruna með okkur og fjölskyldu okkar, umburðarlyndið og stuðninginn við á köflum vesældarlega búmennsku ungra pilta, og óbrigðulan velvilja þegar við þurftum að leita til þín með ýmislegt smálegt. Maggý, Mána litla og öðrum ætt- ingjum vottum við dýpstu samúð okk- ar, en hugsum hlýlega til Mána gamla sem gleðst nú yfir endurfundum við ástsæla eiginkonu sína handan þessa heims. Leifur Geir og Birgir Hrafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.