Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 33 a eiga að fara. var talinn mjög aupa bíl án þess mönnum að fara ið að mínum ráð- nkastjóri þá hef- er blómlegur eir skulda ekki aga um sigur ur berkla í bakið ar sjö ára gamall hann var að fyrir mér: g gleymi aldrei; var steypt mót maður bundinn rt hreyft nema hendur og fætur, og ekkert velt sér. Í þessu lá ég í tvö ár.“ Þetta var líf drengs án skólagöngu fyrstu árin. Samt var verið að reyna að kenna honum að lesa í rúminu, en hann vildi heldur láta aðra lesa fyrir sig. Hann var þess vegna ólæs þegar hann kom í barnaskóla og var þá orðinn tólf ára, og illa skrifandi. „Það voru afskaplega erfiðar stundir,“ sagði hann, „miklu verri en ég hef viljað hugsa um.“ Hann var um fermingu þegar honum varð ljóst að hann mundi aldrei ná venjulegri hæð manna. „Ég reyndi bara að hugsa ekki um það, og ef þetta hef- ur leitað á mig hef ég reynt að hrista það af mér og fengið mér önnur hugðarefni að hugsa um. Mér líður best þegar ég er eitthvað að starfa.“ Silli gekk ekki til prestsins þegar hann var fermdur, presturinn gekk til hans. Hann náði því að stunda nám í Verslunarskólanum og árið 1943 varð hann fram- kvæmdastjóri Sparisjóðs Húsavíkur og gegndi því starfi þar til sparisjóðurinn var lagður niður 1962, en þá var hann ráðinn útibússtjóri Landsbanka Íslands á Húsavík. Hann var áhugaljósmyndari og lengi fréttaritari Morg- unblaðsins og auk þess skrásetti hann leiði í ýmsum kirkjugörðum og samdi þætti um bóndabæi í sýslunni og búendur þar. Drengurinn sem kunni ekki að lesa fyrr en seint og um síðir og var í byrjun illa skrifandi reyndist á fullorðins- árum listaskrifari og auk þess eyddi hann mörgum árum í að lesa fyrir gamla fólkið. Á hverjum fimmtudegi var Silli mættur rúmlega sex upp á elliheimili og las upphátt í klukkustund og spjallaði síðan drjúga stund við gamla fólkið, fór síðan á sjúkrahúsið og spjallaði við þá sjúklinga sem hann þekkti og vissi að fáir mundu heimsækja. Það er dapurleg staðreynd að þegar Silli minn var orðinn gamall og úr sér genginn líkamlega voru þeir fáir sem komu til hans að spjalla, hvað þá að lesa fyrir hann. Ég held að hann hafi verið hræðilega einmana, en hann kvart- aði aldrei upphátt, maður svona fann þetta af líðan hans síðustu árin. Hann bjó einn alla tíð eftir að móðir hans lést. Ég var löngum glaður að þekkja Sigurð Pétur Björns- son, og verulega hreykinn af að hann skyldi kalla mig vin sinn. Hann sagðist eiga marga kunningja, en fáa vini. Ég trúi því fastlega að almættið hafi nú verðlaunað Silla á himnum með spengilegum splunkunýjum líkama og sé hann fyrir mér, snyrtilegan eins og hann alla tíð var, stolt- an að venju og augu hans eilíflega mild, eins og ég man þau þegar við sátum tveir saman og spjölluðum og hann kannski um leið að sauma út forkunnarfögur veggteppi eða þá púða. Hann var nefnilega listamaður líka. Það verður verulega gott að muna hann. Jónas Jónasson. essu. Þegar faðir hennar i með mönnum sínum kom g brenndi hann svo að ekki a hans fannst. En heilagur ynilega og tók burt líkama óf á þeim stað er kallaður r og lét hann gjöra bænhús nnar þar sem urðu margar og dýrðar Drottni og Jesú ara í rgöngum var Barbara afar vinsæll til siðaskipta. ndir hafa verið gerðar af ru og er hún m.a. á frægri ndurreisnartímans, Sixt- a, gerð af Rafael. Á þessu ur heilög Barbara ásamt fætur Guðsmóðurinnar. Barbara sé nú lítt þekkt á hún víða miklu hlutverki. r elds og því er hún tilbeðin eldingum og hitasótt og er ndari málmbræðslumanna. ga vill til að mynd eld-dýrð- ru fannst í Kapelluhrauni k, einmitt þar sem málm- ú fram. Hún mun einnig yrirbæna vitavörðum, arki- rum og byggingamönnum, verndari jarðfræðinga og nna. Athyglisvert er að ar Barböru hefur verið komið fyrir í Héðinsfjarðargöngum fyrir tilstilli kaþólsk manns sem þar starfar. Heilög Barbara lét meira að segja til sín taka í síðustu heimsstyrjöld. Hermenn frá Belgíu lentu í herkví óvinanna og bjugg- ust við dauða sínum. Hétu þeir á heilaga Barböru og brá þá við skjótt. Vandi þeirra leystist á óskiljanlegan hátt. Heit sitt efndu hermennirnir með því að reisa við litla Barbörukapellu sem orðin var rúst. En hvaða ályktanir skyldi mega draga af þessum fundi á Skriðuklaustri? „Fundur styttunnar styður kenningar um að klaustur á Íslandi hafi verið mun svipaðri klaustrum í Evrópu en áður hafði verið talið og að þau hafi gegnt mikilvægu félagslegu hlutverki í samfélagi sínu bæði hvað snertir umönnun sjúkra og einnig hafi fátækt fólk átt þar athvarf. Um þetta setti Vilborg Auður Ísleifsdóttir fram hugmynd í doktorsritgerð sinni; Sið- breytingin á Íslandi. Þess má geta að þegar svarti dauði geisaði á 14. öld stóðu menn ráðþrota gegn þeirri miklu vá. Þá var búinn til hóp- ur dýrðlinga, einskonar „sérfræðinga- teymi“ dýrðlinga; Fourteen Holy Hel- pers. Þar skipar heilög Barbara annað sæti og er talin vernda fólk fyrir hitasótt og skyndidauða. Á listanum yfir dýrð- lingateymið hafði hver og einn ákveðið hlutverk. Sennilega hefur Barbara haft tvíþættu hlutverki að gegna á Skriðuklaustri, hún hefur verið verndardýrðlingur klausturs- ins vegna þess hlutverks að sinna sjúkum og svo hefur hún sennileg líka átt að vernda það gegn eldi. Vel hefur komið í ljós í uppgreftinum á Skriðuklaustri það hlutverk klaustursins að taka við sjúkum og reyna að lækna þá, það sýna lækn- ingaáhöld sem grafin hafa verið upp, leif- ar af lækningaplöntum sem ræktar voru í garði klaustursins, og það sést á sjúkling- um þeim sem grafnir voru í klausturgarð- inum. Þar fundust m.a. nokkrir sem báru skýr einkenni sárasóttar, sem áður var talið að hefði ekki borist svo snemma til Íslands. Það ber aftur vott um að Ísland hefur fjarri því verið eins einangrað og áður var talið af mörgum. Þvert á móti virðist Ísland hafa verið í miklu sambandi við Evrópu. Klaustur miðalda voru undir beinni stjórn Vatíkansins og svo hefur það ugg- laust verið hér á landi líka. Líklegt er að verksvið heilagrar Bar- böru hafi þá fyrst víkkað út til muna þeg- ar svarti dauði ógnaði mannkyninu hvað mest á miðöldum. Styttan er greinilega gerð á þessum tíma og því er eðlilegt að álykta að hlut- verk hennar hafi ekki síst verið að vernda fólk gegn sótthita og bráðum dauða.“ Væri ástæða til að grafa upp á þekktum klausturstöðum til að skoða hvort hlut- verk þeirra hefur verið svipað og sýnist vera á Skriðuklaustri? „Það hefur verið grafið upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Uppgröfturinn á Skriðuklaustri gæti hjálpað til að lesa úr þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi frá uppgrefti í Viðey og á Kirkjubæjar- klaustri. Ástæða virðist því til að skoða þau gögn betur nú út frá þessari nýju hugmynd um hlutverk Skriðuklausturs sem starfrækt frá 1493 til rösklega 1550. Eftir það féllu rústirnar í gleymsku nema hvað kirkjan var notuð áfram en lögð af á 18. öld. Klaustur hafa öll sameiginleg einkenni Skriðuklaustur samanstóð af kirkju, klausturhúsum í kring sem höfðu ákveðin hlutverk hvert og klausturgarði með brunni. Alls var þarna um að ræða bygg- ingar á 1.300 fermetra svæði. Þótt engin tvö klaustur líti alveg eins út hafa þau öll ákveðna grunnþætti sem eru nauðsynleg til að klaustrið geti gegnt hlutverki sínu. Fundur styttu heilagrar Barböru í upp- greftinum á Skriðuklaustri styrkir þá hugmynd mjög að þar hafi verið einskon- ar sjúkrahús, hlutverk Barböru var sem fyrr sagði einkum slíkt á þeim tíma sem klaustrið var reist. Þetta tímabil einkenn- ist mjög af ýmsum hamförum og pestum. Sárasóttin sem þá blossaði upp í Evrópu er gjarnan tengd við landafundina, þegar Ameríka fannst, það að hún hafi borist hingað svo snemma sem rannsóknir á Skriðuklaustri vitna um sýnir að Ísland var partur af hinni evrópsku heild og klaustur hér á landi voru hluti af þeim al- þjóðlegu stofnunum sem klaustur mið- alda voru. Skriðuklaustur virðist hafa verið Ágústínusarklaustur þótt það sé ekki al- veg öruggt. Við höfum þó engin bréf um slíkt, Skriðuklaustursbréf eru glötuð.“ Eru fleiri gripir Skriðuklausturs er- lendir? „Já, við erum með ýmsa gripi erlendis frá sem fundust við uppgröftinn, t.d. reiknimynd sem innflutt er. Sjúkdómarn- ir eru líka merki um þessi tengsl við út- lönd sem fyrr sagði og byggingin sjálf. Það er gaman að geta bent á að hér á landi hafi fundist þetta líkneski af heilagri Barböru. Athyglisvert er að brotin voru dreifð um svæðið en líklega hafa þau dreifst um þegar túnið var sléttað þarna og kannski hefur einhver tekið andlitið með sér og komið því fyrir í klausturhús- unum. Margir telja að klaustrin hafi verið rænd og eyðilögð þegar kaþólsk trú lagð- ist hér af, um það eru kenningar t.d. hvað snertir klaustrið í Viðey. En hvort svo hefur verið á Skriðuklaustri er ekki gott að segja um.“ Mikilvægt að ljúka uppgrefti á Skriðuklaustri Hvað voru klaustrin hér mörg? „Þau voru níu, þrjú hafa verið grafin upp og einnig hafa farið fram rannsóknir á Munkáþverá, þ.e. á rituðum heimildum þaðan. Gaman væri auðvitað að geta graf- ið upp þar. En mjög mikilvægt er þó að ljúka fyrst uppgrefti á Skriðuklaustri. Ég tel að þar megi fá heildarupplýsingar sem mikilvægar séu til samanburðar við upp- gröft annarra klaustra á Íslandi. Ég tel að það þurfi þó ekki endilega að grafa þau öll upp svo rækilega sem gert er á Skriðu- klaustri. Sú heildarmynd sem þar fæst getur hjálpað til að túlka ritaðar heimildir og athuganir á hinum klaustrunum. Ég er raunar mjög bjartsýn á að það takist að ljúka uppgrefti á Skriðuklaustri, það hef- ur gengið ágætlega að fjármagna þessar framkvæmdir til þessa. Verði hins vegar ekki lokið við þennan uppgröft er þetta þriðji uppgröftur á klaustri hérlendis þar sem margir lausir endar verða. Ein heild- armynd myndi nægja til að bera saman sem fyrr sagði. Uppgröftur felur auðvitað í sér vissa eyðileggingu á rústum, allt er tekið í burtu. Helgafellsklaustur hefur verið talsvert í umræðunni en það veit enginn fyrir víst hvar það klaustur hefur staðið. Það var raunar þannig á Skriðuklaustri að ekki var talið að klaustrið hefði staðið þar sem raunin var að það fannst. Jarðsjáin er mikilvæg Með jarðsjá var hægt að staðsetja rúst- ir Skriðuklausturs. En það var ekki hægt fyrr en með uppgrefti að ákvarða að um klaustrið væri að ræða, á jarðsjánni kom bara fram að þarna hefðu verið byggingar sem náðu yfir 1.300 fermetra svæði. Í Þykkvabæ hefur verið grafið upp bæjar- stæði í Kúabót, nú er ég að velta fyrir mér hvort þar sé um að ræða klausturbæinn. Þar hafa komið upp mjög merkilegir grip- ir, m.a. líkneski sem varla hafa verið til á venjulegum bæjum. Jarðsjáin er mjög gott tæki til að skipu- leggja vinnu, en hún kemur auðvitað ekki í stað uppgraftar. Með jarðsjánni er ekki hægt að sjá merki um sjúkdóma og fjöl- margt annað sem kemur fram við upp- gröft og rannsóknir honum tengdar. Það hefur oft verið talað með nokkru neikvæði um klaustur og rekstur þeirra, nema hvað snertir skriftir á handritum. Menn hafa talað um að þau hafi sogað til sín mikið fjármagn en hafi hlutverk þeirra verið að sinna um sjúka og fátæka hafa þau sannarlega skilað þeim fjármunum út í samfélagið. Fólk greiðir fyrir komur sín- ar á Landspítalann, þannig hefur það ef til vill líka verið með klaustur. Það er raunar áhugavert hve karllæg sjónarmið eru ávallt fyrir hendi. Þegar við fundum styttubrotin héldum við helst að um væri að ræða einhvern postulanna, karl auðvit- að. Það kom því gleðilega á óvart að um væri að ræða konu, heilaga Barböru. Eitt af því merkara sem gerst hefur við uppgröftinn á Skriðuklaustri er einmitt að tekið var til við að skoða bakgrunn klausturbygginganna þar. Konur hafa verið lítt sjáanlegar í sögu miðalda á Ís- landi. En á Skriðuklaustur kom þó í ljós að í kór kirkjunnar hafði kona verið jörð- uð. Þá er vitað að það var kona, Cecilia Þorsteinsdóttir, sem gaf jörðina undir klaustrið á Skriðuklaustri. Hún var ein- stæð móðir með sjö börn. Rík kona sem gift hafði verið frænda sínum, fjórmenn- ingi að frændsemi við hana. Hann dó þeg- ar hún gekk með sjöunda barnið. Vegna skyldleika þeirra var hjónabandið ólög- legt og börnin réttlaus hvað arf og sálu- hjálp snerti. Hún sneri sér til margoft biskups til að rétta hlut barnanna og síðar til páfa, en án árangurs. Hún gaf því jörð- ina Skriðu til friðþægingar fyrir börn sín, sáluhjálp þeirra. Það eru til mörg sambærileg dæmi frá Norðurlöndum um það, að konur hafi gef- ið jarðir undir klaustur. Þess má líka geta að það er að koma út bók með greinum um Skriðuklaustur og sögu þess. Það er Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri sem gefur bókina út. Í henni er fjallað um ýmsa þætti sem snerta klaustrið og upp- gröftinn þar. “ ra verndari Skriðuklausturs kriðuklaustri reyndist vera af heilagri Barböru. Samanburðarstyttan Þessa styttu not- aði franski sérfræðingurinn hjá Louvre- safninu í París til að greina styttuna frá Skriðuklaustri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.