Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 43 Það hafa verið sannkölluð forrétt- indi að eiga þig að sem vinkonu, það var vinátta sem aldrei brást, enda ræktarsöm og vinirnir margir. Við kveðjum þig, Magga mín, með söknuði og tárum. Þú gekkst tein- rétt alla leið. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Við stelpurnar sendum Palla, Guðmundi, Þórarni, Helgu og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Sigrún, Ása og Ingibjörg, Árósum, Danmörku. Ég kynntist Möggu fyrir rúmum þrjátíu árum. Þá var hún verkstjóri í Íshúsfélagi Ísfirðinga. Við áttum nokkur góð ár saman sem vinkonur en þá kom Palli vestur og tók hana með sér suður. Við héldum áfram að vera vinkonur, fórum í Sólarkaffi Ís- firðinga, dönsuðum og skemmtum okkur saman þar. En eftir að hún flutti í sveitina héldum við sambandi meira í gegnum síma en hittumst sjaldnar. Eitt af því sem við gerðum saman var að hætta að reykja. Við hringdum hvor í aðra nær daglega til styðja og styrkja og það var ótrú- lega lítið mál að hætta að reykja. Þegar ég flutti til Hafnarfjarðar vorum við báðar ánægðar með það, þá varð auðveldara að hittast og spjalla saman um lífið og tilveruna. Gömlu vinkonuböndin voru sterk, ekkert hafði breyst nema að við vor- um orðnar þroskaðar konur og ennþá skemmtilegri saman. En svo kom símtalið þar sem hún sagði mér frá því að aftur hefði fundist mein. Við vorum ákveðnar í því að það væri hægt að lækna meinið. Við héldum saman í þá erfiðu ferð sem Möggu beið. Hvað hún Magga mín var alltaf dugleg og jákvæð. Hún kom yfirleitt suður á fimmtudögum í meðferð á göngudeild og þangað sótti ég hana og við fórum saman á Kaffi Bleu og fengum okkur franska súkkulaðiköku með rjóma. Oft hittu stelpurnar okkur þar og þá var mik- ið talað og hlegið. Rétt fyrir páskana hélt Magga mikið og skemmtilegt matarboð heima í sveitinni sinni. Þar voru saman komnar yfir þrjátíu konur, sumar komu að vestan og Sigrún hennar kom frá Danmörku. Allar vildum við hitta Möggu og eiga með henni stund í hita og þunga dagsins. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld, Magga Geirs spilaði á gítarinn og við sungum saman langt fram á nótt. Við stelpurnar ákváðum að skella okkur saman til Köben. Gunnhildur var búin að skipuleggja ferðina frá A til Ö og við skemmtum okkur æð- islega saman. Ása kom til okkar og Magga mín var ánægð með það. Við fórum stundum saman í Skorradal- inn, síðast núna í október með stelp- unum. Þar hlógum við og grétum yf- ir gleði og sorgum lífsins og áttum yndislegar stundir saman þar. Laugardaginn 3. nóvember fórum við saman í afmæli. Magga hringdi í mig og sagði: ,,Sirrý, getur þú farið fyrir mig í búð? Mig vantar svartar kvartbuxur við rauðu peysuna mína.“ Gerði ég það með glöðu geði. Magga var alltaf fín og flott og spáði mikið í litina sem hún klæddist. Þetta var í síðasta skipti sem hún fór út með okkur stelpunum. Tíu dögum síðar var hún látin. Elsku Magga mín. Takk fyrir að vera mér svona góð vinkona og takk fyrir allt það sem þú kenndir mér í gegnum lífið. Ég veit að mamma þín tók vel á móti þér og við eigum eftir að hittast aftur þó að síðar verði. Hvíli þú í friði. Elsku Palli, Guðmundur, Þórar- inn, Helga Guðný og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Vinir eru verðmæti sem alltaf treysta má í vonleysi og sorgum þá reynir vel á þá. Að gleðjast yfir lífi og láni hvers og eins og launa alla góðvild og gleði þessa heims. (G.S). Sigríður Bragadóttir (Sirrý Braga.) Við kynntumst Margréti fyrir um 15 árum. Það var þegar þau Páll réðust til starfa fyrir Trésmiðafélagið sem umsjónarmenn að Stóra-Hofi. Fé- lagið hafði þá nýlega fest kaup á jörðinni. Síðan þá hafa þau verið órjúfanlegur hluti af paradísinni okkar fyrir austan. Þau hafa sinnt þeim verkefnum sem þörf hefur verið á hverju sinni. Alltaf tilbúin að bregðast við þegar á hefur þurft að halda. Allt sjálfsagt og alltaf glöð og hress. Ef þau voru á ferðinni að sinna einhverju sem sneri að félaginu, þá litu þau gjarnan við. Bæði saman eða sitt í hvoru lagi. Aufúsugestir. Við höfum fylgst með Margréti í veikindum hennar og dáðst að hvernig hún brást við. Alltaf hélt hún sínu striki og þeg- ar hún var spurð hvernig hún færi að því var svarið: „Það er ekki ann- að í boði.“ Að leiðarlokum viljum við þakka Margréti samfylgdina. Við vonum að Páll haldi áfram að líta við þegar hann er á ferðinni. Páli og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór og Sólrún. Ég vil minnast Margrétar Svein- björnsdóttur með nokkrum fátæk- legum orðum en leiðir okkar Mar- grétar lágu saman þegar hún kom til starfa sem stuðningsfulltrúi að Þjórsárskóla haustið 2004. Hún var hlýleg og glöð í vinnunni, samvisku- söm og dugleg og lét sér annt um nemendurna. Við spjölluðum stund- um saman um lífið og tilveruna m.a. um Ísafjörð en hún bar sterkar taugar til æskustöðvanna. Því miður nutum við Margrétar ekki lengi þar sem hún veiktist fyrri hluta ársins 2006 og erfiðir tímar voru framundan en Margrét barðist eins og hetja við sjúkdóm sinn. Við vonuðumst alltaf til að hún myndi sigra en vegir guðs eru órannsakan- legir. Það er sárt að horfa á eftir henni hverfa burt í blóma lífsins. Margrét var listræn og bjó til marga fallega hluti, ég geymi fal- lega blómið mitt til minningar um hana og þakka henni góða samfylgd. Á bak við fjöllin sól er sigin, það syrtir að og kvölda fer, og burt í aldahafið hniginn og horfinn þessi dagur er. En lof sé guði, er líf mér gaf og ljóssins dýrð að gleðjast af. Nú færist yfir húmið hljóða, ég halla mér á svæfilinn, og barnavininn blíða, góða ég bið að senda engil sinn, þá hlýt ég ljúfa hvíld og frið, því hjá mér vakir englalið. (Margrét Jónsdóttir.) Kæri Palli, Þórarinn og Helga Guðný, Við Bjarni sendum ykkur sam- úðarkveðjur og biðjum að góður guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Rut. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja góða vinkonu mína, Mar- gréti Sveinbjörnsdóttur, sem nú hefur yfirgefið þetta tilverustig svo langt um aldur fram. Við Margrét erum báðar aldar upp á Ísafirði en við kynntumst eig- inlega ekki fyrr en við vorum báðar orðnar mæður og vorum nágrannar þegar hún bjó með Guðmund sinn lítinn í Tangagötunni. Við tengd- umst ekki síst fyrir það að synir okkar eru frændur. Allar götur síð- an höfum við haldið sambandi. Ég á margar góðar minningar um Mar- gréti, ein er t.d. hve gaman var að vera með henni á Sólarkaffi Ísfirð- inga. Það var svo gaman að vera með henni því hún þekkti alla og fyllti því vel upp í skörðin hjá mér í þeim efnum. Margrét var lærð fisk- vinnslumaður og starfaði sem verk- stjóri í „íshúsinu“ á Ísafirði um ára- bil. Það skýrir m.a. þennan mikla fjölda vinkvenna sem hún átti. Já, enga aðra konu en Margréti hefi ég þekkt sem á annan eins fjölda af vinkonum. Margar hennar vinkonur hafa einnig gegnt hlutverki stórfjöl- skyldu í hennar lífi. Ekki síst í veik- indum hennar hafa þær getað létt undir með þeim hjónum við tíðar ferðir hennar til Reykjavíkur. Sirrý Braga, Guðný Hólmgeirs, Margrét Geirs og Sigrún Bergs voru konur sem voru í hlutverkum systranna að ógleymdum saumaklúbbnum sem m.a. gerði sér lítið fyrir og bauð henni með sér til Kaupmannahafnar á liðnum haustdögum. En minningarnar á svona kveðju- stundu eru margar og ég flögra fram og til baka í tíma, á þeim rúmu 30 árum sem við höfum þekkst. Með ánægjulegri minningum verður þó boðið sem Margrét bauð til í upphafi liðins sumars. „Mig lagnar svo til að hafa almennilegt partí,“ sagði hún við mig, þegar hún hringdi og vissi þá að Sigrún Bergs var væntanleg í heimsókn frá Danmörku. Það leist mér vel á og um leið og ég hafði sótt Sigrúnu á Völlinn var brunað sem leið lá austur að Leiti. Þangað mættu vel yfir 20 vinkonur Mar- grétar, sem áttu það allar sameig- inlegt fyrir utan að vera vinkonur Margrétar að vera frá Ísafirði. Veikindin voru lögð til hliðar það kvöldið (ef það er þá hægt). Feðg- inin Palli og Helga þeyttust um og þjónuðu vinkonunum eins og þaul- æfðir þjónar. Ísfirðingarnir keppt- ust við að segja sögur, eins og þeim einum er lagið og rifja upp með Margréti margt af því skemmtilega sem á daga þeirra hafði drifið. Sög- urnar voru margar ótrúlega skemmtilegar, sumar m.a.s. sungn- ar. Margrét hafði ekki undan að taka af sér gleraugun og þerra „blönduð“ tárin sín. Þetta er ótrú- lega ljúf minning, sem lengi á eftir að lifa með okkur vinkonum hennar sem þarna vorum. Margrét undi sér vel í sveitinni með Palla sínum og börnunum, heimilið hennar og fjöl- skylda voru stolt hennar og gleði. Ég vil með þessum orðum þakka góðri vinkonu ánægjulega samfylgd. Elsku Palli, Guðmundur og fjöl- skylda, Helga og Þórarinn, þið hafið nú misst mikið og ég votta ykkur innilega samúð. Að lokum eins og segir í spámanninum: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. María Kristjánsdóttir og fjölskylda. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Seljahlíð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar. Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Arnór Sveinsson, Hrafnhildur Rodgers, Sigurbjörn Sveinsson, Elín Ásta Hallgrímsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, FJÓLU ÞORLEIFSDÓTTUR ljósmóður, Hólavegi 21, Sauðárkróki Þorleifur Ingólfsson, Brynja Ólafsdóttir, Guðmundur Örn Ingólfsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jóhann Helgi Ingólfsson, Hrönn Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR E. ARNÓRSSON, lést á Univ. of Minn. Medical center í Minneapolis miðvikudaginn 21. nóvember. Denise R. Osgood, Guðrún Sigurðardóttir, Borghildur Sigurðardóttir, Halldór Arnarsson, Eðvarð Arnór Sigurðsson, Jóna Björk Þrastardóttir, Davíð Jón Sigurðsson, Hrafnhildur Yrsa Georgsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Ásmúla, er látinn. Lilja Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri fimmtudaginn 22. nóvember. Vigfús Björnsson, Ingibjörg Ragnheiður Vigfúsdóttir, Sófus Guðjónsson, Björn Vigfússon, Guðrún María Kristinsdóttir, Guðríður Elísa Vigfúsdóttir, Jón Þór Sverrisson, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Daníel Þorsteinsson, Arna Emilía Vigfúsdóttir, Kristján Árnason, Sigríður Rannveig Vigfúsdóttir, Guðmundur Sigþórsson, María Björg Vigfúsdóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, bróður, mágs og frænda, ÁRNA BERGS EIRÍKSSONAR. Lucinda S. Árnadóttir, Eyrún Rós Árnadóttir, Eyþór Árni Árnason, Jóhanna Þorbjörg Eiríksdóttir, Richard Hull, Clyde Eiríkur Hull, Caisy Hull.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.