Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 21 flestir á sömu skoðun. Raunar var um það rætt í boðinu hvernig þarna gæfist gott tæki- færi til að fá sér kaffi og með því um jólin – yfirleitt væru allir of saddir yfir hátíðirnar til að geta hugsað sér að setja tertusneið eða smáköku ofan í sig. x x x Það er af sem áðurvar,“ hugsaði Vík- verji sem man þá tíð þegar boðsgestir voru varla búnir að kyngja síðasta hangikjötsbit- anum þegar gestgjafar tóku til við að bera hverja hnallþóruna af ann- arri á veisluborðið, ásamt dýrindis ístertum, formkökum og a.m.k. sex- tán sortum af smákökum. Einhvern veginn átti fólk ekki í teljandi vand- ræðum með að pota þessum veit- ingum í sig, þrátt fyrir kjötát und- angenginna daga. x x x Í þá daga taldi móðir Víkverja líkaöruggast að innsigla smáköku- boxin fyrir jól svo þær kláruðust ekki fyrir helstu veislurnar, svo mik- ill var ágangur afkomenda hennar í góðgætið. Þó hefði magnið sennilega dugað ofan í meðalbæjarfélag úti á landi. Í dag bakar Víkverji aðeins þrjár til fjórar sortir af smákökum fyrir jólin (einfalda uppskrift) sem hefði þótt heldur snauður afrakstur aðventunnar í hans ungdæmi. Engu að síður dagar þessar örfáu kökur oftast uppi í boxunum eftir hátíð- irnar og finnast kannski í þeim þeg- ar rykið er dustað af þeim ári síðar. Kannski þetta sé til marks um þá ofgnótt sem við flest búum við í dag? Víkverji hefur orðiðvar við það þessi jól hvernig matar- smekkur fólks breytist í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn síðan Vík- verji var barn var ákveðið að hafa kaffi- boð í fjölskyldu hans um jólin í stað hangi- kjötsveislu. Ástæðan var sú að allir í stórfjöl- skyldunni þóttust vera búnir að fá nægju sína af þungu kjötmeti yfir hátíðirnar, og þó voru aðeins búnir tveir dag- ar af jólahaldinu. Í stað ketsins góða komu því ilmandi brauðréttir, í stað uppstúfs voru tertusneiðar og í stað kartaflna voru smákökur. Víkverja þótti þessi breyting mjög til batnaðar og voru ættingjar hans      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Gamlárskvöld er aðalkvöld ársins hjá mér ogþað er alfarið fjölskyldukvöld,“ segir Hans-ína Hrönn Jóhannesdóttir eigandi Blóma-gallerís. „Eftir mikla vinnu í desember er maður oft þreyttur um jólin og þess vegna hefur sú hefð myndast að áramótin eru ein allsherjarveisla. Þetta kvöld borðum við góðan mat og börnin mín fimm, barnabörnin og þeir tengdasynir sem komnir eru í heimsókn. Við erum alltaf með grillaðan humar í forrétt, en aðrir réttir eru breytilegri og til dæmis er- um við að spá í að vera með nautalundir í aðalrétt þetta árið. Síðan er hefð fyrir því að ganga niður á Ægissíðu á brennu og svo er gert mikið af því að skjóta upp flugeldum. Einn þeirra er alltaf tileinkaður mömmu og það fylgjast allir með þegar að hann er sendur upp á slaginu tólf.“ Hansína leggur töluvert upp úr áramótunum og tví- leggur m.a. á borð því að um miðnættið bætast fleiri ættingjar í veisluna. „Tengdaforeldrar mínir byggðu þetta hús og systk- ini mannsins míns voru vön að koma saman hjá þeim í Granaskjólinu á gamlárskvöld og við höfum reynt að viðhalda þeirri hefð.“ Miðnæturborðið dekkar Hansína með hvítu og eru þá ýmsir smáréttir á borðum. „Ég legg töluvert upp úr því að vera með stóra heimatilbúna skreytingu á borðinu, enda standa allir saman við borðið og syngja „Nú árið er liðið“. Hvíti liturinn er alltaf ráðandi í þessari skreytingu og með honum nota ég silfraða og lillaða litatóna sem hafa á sér hreinlegt og fallegt yf- irlit sem mér finnst eiga vel við nýtt ár og hækkandi sól.“ Morgunblaðið/Frikki Miðnætti Voldug skreyting setur svip sinn á seinna veisluborðið sem Hansína dekkar jafnan á gamlárskvöld. En í kringum það hópast gestir á nýjársnótt til að syngja saman „Nú árið er liðið“ . Aðalkvöld ársins Hýasinta Hvíti liturinn er ráðandi hjá Hansínu. Silfur Smá glamúr skap- ar alltaf réttu áramóta- stemninguna. Ég legg töluvert upp úr því að vera með stóra heima- tilbúna skreytingu Hansína Hrönn Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.