Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 22
gæludýr 22 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Því miður eru ekki allir jafn-glaðir um áramótin, néheldur hafa allir jafn-gaman af rakettum, kín- verjum og risatertum sem gerast nú æ algengari. Blessuð dýrin, hundarnir, kettirnir og meira að segja hestarnir, eru skelfingu lostin á gamlárskvöld þegar sprengj- uregnið dynur yfir. Aðdragandi gamlárskvölds getur líka verið þeim erfiður sem og dagarnir eftir áramót og loks þrettándinn því all- an þennan tíma má stöðugt heyra í rakettum og sprengjum. En hvað er til ráða? Mjög mikilvægt er að reyna að hafa dýrin á besta stað í húsinu á þessum tíma, þ.e. þar sem minnst- ur hávaði berst þeim til eyrna og þar sem hægt er að byrgja glugga svo þau verði ekki vör við glamp- ana og glæringarnar. Dýr eru nefnilega ekki aðeins hrædd við há- vaðann heldur líka eldglæringarnar og meira að segja lyktin veldur þeim óþægindum og hræðslu. Sjö af hverjum tíu eru hrædd Sumir gæludýraeigendur halda því fram að dýrin þeirra séu alls- óhrædd við sprengjulætin. Á heimasíðunni www.dyralaeknir.com, sem er heimasíða Helgu Finns- dóttur dýralæknis, var gerð könnun þar sem í ljós kom að sjö af hverj- um tíu dýrum voru hrædd, að sögn eigendanna. Því er augljóst að meirihlutinn er hræddur. Oft eru litlir hvolpar ekki sérlega ótta- slegnir fyrstu áramótin sín en ótt- inn vex með aldrinum. Af þessum sökum er rétt að gera ráðstafanir sé fólk með ung dýr sem ekki hafa upplifað áramót, svo að þau verði ekki hrædd. Kannski getur það dregið úr ótta þeirra þegar þau eldast. Dýraeigendur ættu líka að hafa hugfast að vera ekki með flugelda við húsvegginn heima hjá sér og annað, fara aldrei með dýr á brenn- ur né heldur fara út með þau á þessum tíma, nema í taumi. Ekki þarf mikið til að dýr verði skelfingu lostið og hverfi út í buskann séu þau laus. Hundar hafa hlaupið fyrir bíla af þessum sökum og ég þekki dæmi þess að ung tík sem var með fjölskyldunni í sumarbústað ærðist í kjölfar skotgleði nágrannans. Hún kippti svo snögglega í tauminn að eigandinn missti af henni og hún hljóp út í náttmyrkrið. Hún endaði með því að hlaupa fram af kletta- snös þar sem hún lét lífið. Skiljið dýrin aldrei eftir ein Margir fá róandi lyf fyrir gælu- dýrin hjá dýralæknum og halda að eftir það sé óhætt að skilja þau ein eftir. Það er hins vegar stranglega bannað. Dýrið verður miður sín þegar það er skilið eitt eftir, jafn- vel þótt það hafi fengið róandi lyf. Einnig er tilgangslaust að reyna að fá hrætt dýr til að leika sér, það hefur enga ró til þess. Það er um að gera að láta dýrið finna fyrir nærveru eigandans, byrgja glugga og leika róandi tónlist, sem kannski yfirgnæfir mesta hávaðann. Nokkur reynsla er komin hér á notkun Ferómons sem hefur sýnt sig að hafa verulega róandi áhrif á hrædda hunda og ketti. Þetta er efni sem skilst út frá fitukirtlum umhverfis spena tíkarinnar eftir got og á haus (vöngum) á köttum. Það hefur mjög róandi áhrif á af- kvæmin að því er fram kemur á heimasíðunni www.dyralaekn- ir.com. Ferómon er í vökvaformi í lítilli flösku. Hún er skrúfuð á svo- kallaða úðakló sem er stungið í raf- magnsinnstungu og dreifist efnið þá út í andrúmsloftið. Einungis hundar og kettir finna lyktina af efninu en það tekur efnið u.þ.b. tvær vikur að metta umhverfið. Eigi það að hafa sem best áhrif um áramótin þarf helst að setja úðak- lóna í samband tímanlega. Á www.dyralaeknir.com er að finna mörg ráð, undir fyrirsögninni Ára- mótin nálgast, varðandi hvernig best sé að hlúa að dýrunum um áramót. Skelfingu lostin í sprengjuregninu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hrædd Það kunna ekki allir að meta sprengjulætin á gamlárskvöld og því þarf að gera viðeigandi ráðstafanir. meðvitaðir um hættuna sem fylgir flugeldum og vita hvað börn þeirra eru að fást við á þessum tíma. Mörg börn slasast af vörum sem þau hafa ekki aldur til að meðhöndla, enda þekkja þau hætturnar ekki eins vel og fullorðnir.  12 ára og yngri mega ekki kaupa flugeldavörur og takmarkað er hvað 12 til 16 ára krakkar mega kaupa. Sá hópur má kaupa vörur sem eru ekki með neinum aldurstakmörkunum á, s.s. vörur sem ætlaðar eru innan- húss og sem nota má allan ársins hring.  Mörg alvarlegustu slysin verða vegna fikts eins og þegar verið er að taka flugelda í sundur, búa til eigin sprengjur eða breyta eiginleikum flugeldavara á annan hátt.  Gott er að horfa á myndbandið Ekkert fikt með börnunum sínum. Það er að finna á slóðinni http:// www.landsbjorg.is/cate- gory.aspx?catID=106  Flugeldavörur eru ekki leikföng og ekki má nota þær í hrekki. Oft verða slys af þessum völdum, þ.m.t. heyrnaskaðar.  Ekki má vera með flugeldavörur á brennu. Jafn saklaus hlutur og blys getur valdið slysi þar vegna þess hversu lítið svigrúm er.  Áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Margir virða þetta ekki og ljót slys hafa orðið hjá karlmönnum á besta aldri af þessum sökum.  Huga þarf að dýrum þegar flug- eldar eru sprengdir, sérstaklega hundum, köttum og hestum. Best er að halda þeim innandyra sé þess kostur, hafa kveikt á útvarpi hjá þeim og byrgja glugga. Nú líður að áramótum ogflugeldasölustaðir hafaverið opnaðir. Margireru farnir að huga að flugeldunum og skiptir litlu á hvaða aldri þeir eru. En þessi tími er ekki hættulaus. Um hver áramót verða slys af völd- um flugelda og eru brunar þar al- gengastir. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, sem þakka má almennri notkun flugeldagler- augna. Algengasta orsök slysanna er vangá og/eða vankunnátta, þ.e. ekki er farið eftir leiðbeiningum. Flestir slasast um áramótin sjálf en alltaf eru nokkrir sem slasast dagana á undan og eftir, helst ungir strákar. Slysin eru þó ekki náttúrulögmál og hægt er að halda áramót án þeirra. Það verður reyndar ekki gert nema allir átti sig á þeim hættum sem tengjast flugeldum og mik- ilvægi þess að fara eftir öllum leið- beiningum sem gefnar eru. 800-1200°C hiti Ákveðin lög gilda um flugelda og þau eru ekki sett að ástæðulausu. Þegar við sjóðum vatn er hitinn um 100°C en þegar flugeldum er skotið upp er hitinn sem þeir gefa frá sér frá 800 til 1200°C. Leiðbeiningarnar sem fylgja flugeldunum taka mið af þessari hættu og ef ekki er farið eft- ir þeim aukast líkur á slysum til muna.  Börn eiga ekki að umgangast flugeldavörur nema undir eftirliti fullorðinna. Foreldrar verða að vera  Flugelda á að geyma á þurrum stað, þar sem börn ná ekki til og ekki er mælt með að geyma þá milli ára.  Lesið vel allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldum áður en skotið er upp.  Flugeldagleraugu eiga allir að nota, sama hvort þeir eru að skjóta upp eða bara að horfa á.  Hendur þeirra sem skjóta upp eða eru með handblys eru best varðar ef notaðir eru skinn- eða ullarhanskar.  Þegar skotið er upp á að geyma flugeldana fjarri þeim stað sem skot- ið er upp á og aldrei á að hafa flug- eldavörur í vasa, ekki einu sinni eld- spýturnar. Tvö brunaslys urðu um síðustu áramót út frá rokeld- spýtnastokki í vasa.  Skjótið upp á opnu svæði í um 20 metra fjarlægð frá húsum, bílum og einstaklingum og látið þá sem fylgj- ast með standa vindmegin við skot- stað.  Aldrei má kveikja í flugeldum meðan haldið er á þeim, aðeins á sér- merktum handblysum.  Rakettur verða að hafa trausta undirstöðu þegar þeim er skotið upp, sem og standblys og skotkökur. Athugið að þau þurfa mikið rými.  Aldrei má halla sér yfir vöru sem verið er að bera eld að, heldur skal tendra á kveiknum með útréttri hendi og víkja strax frá.  Ef flugeldur springur ekki skal hella vatni yfir hann, en ekki reyna að kveikja í honum aftur.  Brunasár á að kæla strax með 15- 20°C vatni. Nei, það kem- ur ekki neitt fyrir mig … Morgunblaðið/Sverrir Öryggi Mikilvægt er að gæta varúðar við flugeldaskotin á gamlárskvöld og eiga t.a.m. bæði þeir sem skjóta og þeir sem horfa á að bera hlífðargleraugu. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Sigrún A. Þorsteinsdóttir sviðstjóri slysavarnasviðs Slysavarnafélaginu Landsbjörg ÞEIR sem telja sig með góðri sam- visku geta innbyrt dökkt súkkulaði í miklu magni yfir hátíðirnar ættu að hugsa sig um tvisvar. Í leiðara breska læknatímaritsins The Lancet segir að fullyrðingar um að dökkt súkkulaði sé hollt kunni að vera misvísandi. Dökkt súkkulaði er vissulega ríkt af and- oxunarefninu flavanoid sem talið er gott fyrir hjartað, vandinn er hins vegar sá að margir súkku- laðiframleiðendur fjarlægja þetta andoxunarefni úr súkkulaðinu á framleiðsluferlinu þar sem bragðið af því er frekar biturt. Margar gerðir af dökku súkkulaði eru því einfaldlega fullar af fitu og sykri – sem hvort tveggja er slæmt fyrir hjarta og æðar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að dökkt súkkulaði getur verið gott fyrir hjartað, kann að lækka blóðþrýsting og vinna gegn þreytu. Það eitt að súkkulaðið sé dökkt á litinn getur hins vegar verið misvís- andi. Þegar súkkulaðiframleiðendur búa til sælgæti er hægt að dekkja kakómassann og fjarlægja samt hin bitru andoxunarefni segir í leiðara The Lancet. „Neytendur vita hins vegar ekkert um flavanoid-innihald súkkulaðisins þar sem framleið- endur geta þessara upplýsinga ekki í innihaldslýsingu.“ Morgunblaðið/Þorkell Súkkulaði Það eitt að súkkulaðið sé dökkt á litinn tryggir ekki að það sé gott fyrir hjartað. Dökkt súkkulaði – ekki svo hollt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.