Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 30
20 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég verð að segja það, ég dáist að sjálfsöryggi þínu. Starfs- manna- hald Framkvæmdastjóri Þetta gengur vel Kam- illa! Ég er hérna! Allt undir styrkri stjórn! Ég ég að setja tónlist á? Útvarpið? Eitthvað rólegt og þægilegt? Fréttir á færeysku? Ég skal sjá hvort það eru einhverjir diskar hérna. Palli, nafnið þitt er á hnetusmjörskrukkunni. Einmitt. Ég merkti mér allar þær fæðutegundir sem eru mér mikilvægar. Það er ekkert sem fer eins mikið í taugarnar á mér og þegar ég fer í ísskápinn og sé að það sem mig langar í er ekki til! Það er allt merkt þér, nema piparrótin og gulrótar- safinn! Já, hvað er piparrót eiginlega? Jæja, þá er fríið búið! Nú förum við heim! Arg! En ég vil ekki hætta því að liggja og slappa af í sólinni og gera nákvæm- lega EKKERT! ARG! En Mjási, það er einmitt það sem þú gerir heima! Það er rétt! Drífum okkur af stað! Ókei Bína, segjum sem svo að ég myndi ákveða að passa börnin þín meðan þið farið í þessa skyndilegu ferð til Havaí... ... hvenær leggið þið þá af stað? Leigu- bíllinn er kominn! Hvað við „skyndilega“ skilur þú ekki? Ég ætla svo að ná mér niður á þér! Páskarnir kölluðu fram þörf til að rýna eilítið í hina heilögu bók og velta upp boðskap hennar. Enda nauðsynlegt að vita af hverju maður er í fimm daga fríi frá vinnunni. Burtséð frá því hvaða trúarbrögð menn aðhyll- ast eru flestir sammála um að Biblían er ansi mögnuð lesning enda ekki margar bækur sem fjalla um samband mannverunnar við æðri máttarvöld af jafn miklum þunga og sannfæringu. Af einhverjum ástæðum festist ég aðallega í frásögnum af glímu mannsins við freistinguna. Eflaust réð tíðarandinn þar mestu og sagan af eyðimerkurgöngu Jesú, þar sem skrattinn sjálfur reynir að freista hans með gulli og grænum skógum er stórbrotin, kölski alltaf jafn undirförull og veit sínu viti þegar kemur að því að finna veiku blettina í breysku eðli mannsins: mannskepnan virðist eiga auð- velt með að falla fyrir völdum og ríkidæmi. Jesú var auðvitað ekki nema hálfur maður í Biblíunni og hálfur Guð og gat því staðist glæsilegt tilboð frá helvíti. Ef til vill hefði þessi saga mátt liggja á náttborði valda- stéttarinnar sem nú horfist í augu við þá bláköldu staðreynd að sá sem birtist þeim í eyðimörkinni, reisti þá upp frá örbirgð og vosbúð var ekki þarfi þjónninn með vatnssopann heldur Lúsifer í dulargervi. Kannski hefðu stjórnmálamennirnir mátt lesa söguna af Júdas sem sveik herra sinn fyrir þrjátíu silfurpeninga. Í það minnsta eiga örsögur Biblíunnar af baráttunni við freistinguna vel við í nútím- anum, svo lengi sem mennirnir eru reiðu- búnir til að festa verðmiða á sálu sína og samvisku. Freistingin á náttborðinu NOKKUR ORÐ Freyr Gígja Gunnarsson NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.