Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 40
30 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Skoðaðu Mín borg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is Skipholti 50b • 105 Reykjavík skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Sparaðu, láttu Ný sumardekk Dekkjaskipti Enska úrvalsdeildin Liverpool - Blackburn 4-0 1-0 Fernando Torres (5.), 2-0 Torres (33.), 3-0 Daniel Agger (83.), 4-0 David N‘Gog (90.). Chelsea - Bolton 4-3 1-0 Michael Ballack (40.), 2-0 Didier Drogba (48.), 3-0 Frank Lampard, víti (60.), 4-0 Didier Drogba (63.), 4-1 Andy O‘Brien (70.), 4-2 Chris Basham (74.), 4-3 Matthew Taylor (78.). Middlesbrough - Hull 3-1 1-0 Sanli Tuncay (3.), 1-1 Nick Barmby (9.), 2-1 Matthew Bates (29.), 3-1 Marlon King (90.). Portsmouth - West Brom 2-2 1-0 Younes Kaboul (33.), 1-1 Jonathan Greening (48.), 1-2 Chris Brunt (62.), 2-2 N. Kranjcar (65.). Sunderland - Manchester United 1-2 0-1 Paul Scholes (19.), 1-1 Kenwyne Jones (55.), 1-2 Federico Macheda (76.). Tottenham - West Ham 1-0 1-0 Roman Pavlyuchenko (65.). Wigan - Arsenal 1-4 1-0 Mido (18.), 1-1 Theo Walcott (61.), 1-2 Mikael Silvestre (71.), 1-3 Andrei Arshavin (90.), 1-4 Alexandre Song (90.). Stoke - Newcastle 1-1 1-0 Abdoulaye Faye (33.), 1-1 Andy Carroll (81.). Aston Villa - Everton 3-3 0-1 Marouane Fellaini (19.), 0-2 Tim Cahill (23.), 1-2 John Carew (33.), 1-3 Steven Pienaar (54.), 2-3 James Milner (56.), 3-3 G. Barry, víti (67.). Manchester City - Fulham 1-3 1-0 Stephen Ireland (28.), 1-1 Clint Dempsey (50.), 1-2 D. Etuhu (59.), 1-3 Dempsey (83.). Allt um enska boltann á Vísir.is. ÚRSLIT GOLF Lokadagur Masters-mótsins 2009 verður í minnum manna um langan tíma. Eftir frábæran dag þar sem menn sáu tvo af bestu kylfingum heims sækja grimmt og spila frábært golf varð loka- spretturinn uppfullur af dramatík sem endaði með að fyrsti Argent- ínumaðurinn frá upphafi fagnaði sigri á Masters-mótinu. „Þetta er stór stund enda draum- ur allra golfara að vinna Masters- mótið. Ég er svo fullur af tilfinn- ingum að ég get varla talað,“ sagði Angel Cabrera, sem er 39 ára Arg- entínumaður. Hann er aðeins í 69. sæti á heimslistanum og hefur eng- inn sigurvegari Masters-mótsins verið neðar á listanum síðan farið var að taka saman heimslistann 1986. Angel Cabrera og Kenny Perry voru jafnir fyrir lokadaginn en Cabrera var í vandræðum á loka- hringnum. Á saman tíma og hann var að fá skolla, spilaði Perry af miklu öryggi við hlið hans og þeir félagar heyrðu síðan hvað eftir annað mikil fagnaðarlæti þegar tveir efstu menn heimslistans, Phil Mickelson og Tiger Woods, settu á svið stórsókn. Þeir Mickelson og Woods, léku frábært golf en vantaði báða aðeins upp á í lok dagsins til þess að setja alvöru pressu á forystumenn- ina. Mickelson endaði á níu högg- um undir pari og var einu höggi á undan Woods sem fékk skolla á síð- ustu tveimur holunum. Kenny Perry var í raun kom- inn með aðra höndina inn í græna jakkann þegar aðeins tvær holur voru eftir því þá var hann með tveggja högga forustu. Perry fékk hins vegar skolla á tveimur síð- ustu holunum eftir að hafa leikið 22 holur í röð á pari eða betra og á endanum voru því þrír menn jafn- ir. Perry hefði orðið elsti sigurveg- ari Masters-mótsins frá upphafi og bætt met Jack Nicklaus frá 1986. „Ég fæ líklega aldrei svona tækifæri aftur en ég naut þess að spila. Ég var búinn að vinna mótið en tapaði því. Angel gafst ekki upp og ég stoltur af honum,“ sagði hinn 48 ára gamli Perry. Hann hefur áður misst af sigri á risamóti eftir umspil en það var á PGA-meistara- mótinu fyrir þrettán árum. Chad Campbell datt út á fyrstu holu umspilsins en Angel Cabrera sýndi ótrúlega seiglu með því að bjarga sér út úr miklum vand- ræðum og tryggja sér áframhald á umspilinu gegn Kenny Perry. Perry var mjög nálægt því að setja niður langt pútt og tryggja sér sigurinn en það var aðeins of stutt. Cabrera spilaði síðan næstu holu umspilsins nánast óaðfinnan- lega og tryggði sér sigur. Cabrera gat varla lýst tilfinn- ingunni þegar Trevor Immelman, sigur vegarinn frá því í fyrra, klæddi hann í græna jakkann í mótslok. „Ég fékk gæsahúð og hristist allur,“ sagði Cabrera. Nú geta landar hans loksins hugsað hlýlega til Mastersmótisins sem fór svo illa með landa hans Roberto de Vicenzo sem hafði tryggt sér umspil á mótinu 1968 en skrifaði vitlaust skorkort og missti titilinn til Bob Goalby. Það er talið líklegt að sigur Cabrera geti komið af stað golfæði í heimalandi hans enda eru menn á því að hann geti gert það sama fyrir argentínska golfið og Diego Maradona gerði fyrir argentínsk- an fótbolta og Manu Ginobili gerði fyrir argentínskan körfubolta. „Masters-mótið er Masters- mótið. Ég geri bara það sem ég geri og það hefur ekkert með það að gera hvað Maradona og Gino- bili gera á sínum sviðum. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta íþróttin í Argentínu og það að ég hafi unnið Masters-mótið breytir því ekkert,“ sagði Cabrera. ooj@frettabladid.is Lokadagurinn var frábær Argentínumaðurinn Angel Cabrera vann Masters-mótið eftir þriggja manna umspil við Kenny Perry og Chad Campbell. Phil Mickelson og Tiger Woods stálu sviðsljósinu af forystumönnunum á lokadeginum en voru bara of langt á eftir. STAL TITLINUM Kenny Perry missti frá sér sigurinn til Cabrera. NORDICPHOTOS/AFP KOMINN Í JAKKANN Trevor Immelman klæðir Angel Cabrera í græna jakkann. NORDICPHOTOS/AFP ANGEL CABRERA FRÁ ARGENTÍNU Fæddur: 12. september 1969 í Argentínu Hæð/Þyngd: 183 sm / 95 kg Besti árangur áður á Masters: 8. sæti 2006 Sigrar á risamótum: 2 (líka PGA 2007) 1. hringur 68 högg (-4) 2. hringur 68 högg (-4) 3. hringur 69 högg (-3) 4. hringur 71 högg (-1) Fuglar 20 (6-5-5-4) Pör 44 (10-12-11-11) Skollar 8 (2-1-2-3) LOKASTAÐAN Á MASTERS-MÓTINU -12 Angel Cabrera, Kenny Perry og Chad Campbell (Cabrera vann í umspili ) -10 Shingo Katayama -9 Phil Mickelson -8 John Merrick, Steve Flesch, Tiger Woods og Steve Stricker -7 Jim Furyk, Hunter Mahan og Sean O’Hair -6 Camilo Villegas og Tim Clark -5 Todd Hamilton og Geoff Ogilvy -4 Aaron Baddeley og Graeme McDowell -3 Nick Watney FÓTBOLTI Í annað skiptið í röð reyndist hinn sautján ára Ítali, Federico Macheda, hetja Manchester United nú um helg- ina. Hann kom inn á sem vara- maður gegn Sunderland og skor- aði sigurmark leiksins, rétt eins og hann gerði gegn Aston Villa í upphafi mánaðarins. Ben Foster, markvörður United, telur þó engar líkur á því að Macheda verði leyft að leyfa góðu gengi að stíga sér til höfuðs. „Strákurinn er nokkuð rólegur og þar fyrir utan fengi hann ekki að komast upp með neitt annað,“ sagði Foster og sagði að fyrir- liðinn Gary Neville myndi fara fremst í þeim flokki. „En þetta er auðvitað ótrúleg saga. Hann skoraði sigurmarkið gegn Aston Villa og svo aftur nú. Svona hefur hann verið í varalið- inu allt tímabilið,“ sagði Foster. - esá Annað sigurmark Federico Macheda í röð: Báðir fætur á jörðinni MIKILVÆGUR Federico Macheda hefur reynst gulls ígildi. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, fékk að sjá markaleik þegar hann var í gær meðal áhorf- enda á fyrsta Íslendingaslagnum í sænsku kvennadeildinni á tíma- bilinu. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir héldu þá áfram sigurgöngu sinni með Djurgården eftir 3-2 útisig- ur á stelpunum hennar Elísabetar Gunnarsdóttur í Kristianstad. Guðbjörg varð þó að sætta sig við að fá á sig sitt fyrsta mark og það var alíslenskt því Erla Steina Arnardóttir jafnaði leikinn í 1-1 eftir sendingu Hólmfríðar Magnús- dóttur og varð fyrst til að skora hjá Guðbjörgu. Guðbjörg var búin að halda hreinu fyrstu 198 mínúturn- ar sem hún spilaði í deildinni. Djurgården hefur unnið alla þrjá leiki sína en Elísabet Gunnars- dóttir og stöllur hennar í Kristian- stad eru enn án stiga. Allir fimm íslensku leikmennirnir voru í byrj- unarliðum sinna liða en auk fyrr- nefndra fjögurra spilaði Guðný Björk Óðinsdóttir allan leikinn með Kristianstad. Margrét Lára Viðarsdóttir kom inn á sem varamaður á 66. mínútu í 3-0 útisigri Linköping á Hammar- by og lagði upp lokamarkið fyrir Caroline Seger. Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku allan leikinn með Örebro sem tapaði 4-0 fyrir Kopparbergs/ Göteborg. Eftir fyrstu þrjár umferðirnar eru Djurgården og Kopparbergs/ Göteborg efst með fullt hús. LdB FC Malmö, Linköping og Umeå IK eru síðan öll með sex stig. Kristian- stad er eina liðið sem ekki hefur fengið stig. - óój Íslendingaslagur í sænsku kvennadeildinni í gær: Sigurður sá markaleik ERLA SKORAÐI Erla Steina Arnardóttir skoraði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.