Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 15 lesbók „MEIRA skítapakkið þessir arab- ar,“ segir Tommi gamli við Danna afastrákinn sinn í skáldsögu Einars Kárasonar Þar sem djöflaeyjan rís. „Þú skalt passa þig á þeim … Til- búnir að drepa mann eins og ekkert sé.“ Samræður þessar, sem í skáld- sagnaheimi Einars fara fram ein- hvern tíma á ofanverðum sjötta ára- tugnum, eru ágætt dæmi um það hvernig þeir sem hversdagslega þurfa að glíma við fordóma í lífi sínu, líkt og braggabúarnir, kunna sömu- leiðis að búa yfir fordómum og fælni í garð þeirra sem eru öðruvísi. Fyrir nútímalesendum bókarinnar er þó hætt við að „arabahatrið“ sem þarna birtist hafi yfir sér annan blæ en það gerði á útgáfutímanum. Eftir 11. september árið 2001 hafa fordómar í garð múslima stóraukist á Vest- urlöndum, og óttinn við að þeir „drepi mann eins og ekkert sé“ er orðinn uggvænlega útbreiddur. Ný- legri bók, Íslam með afslætti, sem ritstýrt er af Auði Jónsdóttur og Óttari M. Norðfjörð, er beint gegn slíkum viðhorfum með þeim hætti sem vonandi er áhrifaríkastur – að opna fyrir umræðu og miðla fróðleik. Á þriðja tug höfunda leggur fram verk sín – ritgerðir, skopmyndir, hugleiðingar – í bók sem samkvæmt formála ritstjóra er hugsuð sem tímabært inngrip í samfélags- umræðuna á Íslandi um íslam. Þetta er ljóslega þarft framtak. Þá er nokkur áhersla lögð á að bókin hafi verið tekin saman með hraði, og er þar til útskýringar vísað bæði til mikilvægis málefnisins og nauðsynj- ar þess, ef ætlunin er að taka þátt í „umræðunni“, að vera ekki of seinn á sér. Þessi flýtir skilar sér hins veg- ar inn í bókina á óæskilegan hátt. Umgjörð og uppsetning greina er flaustursleg, mikilvægar bók- fræðilegar upplýsingar vantar um erlendar greinar sem birtast í þýð- ingu sem og þær greinar sem ekki voru skrifaðar sérstaklega fyrir út- gáfuna, lítið samræmi er milli grein- anna (t.d. hvað neðanmálsgreinar varðar) og, síðast en ekki síst, eru þýðingar á erlendum greinum oft illa unnar. Af þessum ástæðum tel ég ákvörðun ritstjóra um að „hraða“ út- gáfunni misráðna. Málefnin sem hér er fjallað um hafa verið við suðu- mark um árabil og munu halda áfram að vera það. Hroðvirknisleg vinnubrögð grafa hins vegar undan þeim árangri sem bók sem þessi ætl- ar sér að ná og á þess kost að ná. Nokkuð víst er að lesendur munu velta fyrir sér titlinum sjálfum, sem kann í fyrstu að virðast óheppilegur (ekki er það ætlun bókarinnar að birta „ódýra“ mynd af íslam? Eða framsetja einhvers konar málamiðl- unarmynd af menningar- og trúar- heimi múslima?), en hann má einnig lesa sem vísun í grein Sigurðar Ólafssonar, „Skrímslið undir rúm- inu“, sem einmitt er eitt af athygl- isverðari erindum bókarinnar. Þar er fjallað um hugmyndafræðilega og þjóðfélagslega baksögu skopmynda- birtingarinnar í Jótlandspóstinum árið 2005, og segir m.a.: „Auk þess var fáránlegt að heyra kröfur sumra um sjálfsritskoðun fjölmiðla sem héðan í frá ættu að veita íslam ein- hvern afslátt frá þeirri almennu reglu að trúarbrögð megi hafa að háði og spotti í fjölmiðlum, alveg eins og hvað annað“ (titillinn vekur að vísu ekki síður margar spurn- ingar í þessu samhengi). Óhætt er reyndar að segja að skopmynda- málið sé hornsteinn bókarinnar þar sem (óeðlilega) stór hluti hennar (tæplega tuttugu greinar) er lagður undir umfjöllun um það. Í bók sem að nafninu til fjallar um íslam en ekki skopmyndirnar sem slíkar er þetta hlutfall dálítið skrítið – er virkilega svona fátt annað sem brennur á fólki? En þungamiðja málsins birtist þó skýrt, en hún er sú að þegar horft er á raunverulegar kringumstæður múslima í Evrópu og á Norðurlöndunum blasir við valdalaus (og í mörgum tilvikum fót- umtroðinn) minnihlutahópur. Hæðn- isleg umfjöllun um slíka hópa er að sjálfsögðu ekki „hetjuleg“ beiting tjáningarfrelsis heldur auvirðileg misbeiting þess. Glíma bókarinnar við skopmyndamálið birtist reyndar á einn heldur undarlegan hátt í verk- inu. Því lýkur með 12 skopmyndum sem ætlað er að ráðast á íslensku þjóðarsálina (og hugsanlega fram- kalla svipuð viðbrögð í íslenskum brjóstum og höfundar ímynda sér að hafi gert vart við sig meðal þeirra múslima sem brugðust hart við dönsku skopmyndunum). Hvað sem lesendum kann að finnast um þessar myndir þá get ég ekki séð að sér- staklega þurfi að sanna að hægt sé að móðga eða misbjóða fólki með myndefni. Það liggur fyrir (við- brögðin við endurútgáfu Tíu lítilla negrastráka sýndu það svo dæmi sé nefnt) enda þótt ritstjórar virðist hafa efasemdir. Þegar um jafnfjölbreytt úrval greina er að ræða og hér er raunin eiga skoðanir eftir að vera skiptar um hvað stendur upp úr, en að mínu mati voru greinarnar eftir Magnús Þór Bernharðsson, Þórhall Heim- isson, Hauk Má Helgason, Gísla Hvanndal, Viðar Þorsteinsson og Magnús Þór Snæbjörnsson, auk áð- urnefndrar greinar Sigurðar, hreint fyrirtak. Og þótt sum skrifin séu ansi rýr er hægt að fullyrða að bókin kemur oft á framfæri snörpum at- hugasemdum um málefni sem ekki er lengur hægt að tala um á þann hátt sem Tommi gamli gerði í Djöflaeyjunni, eins og það standi okkur víðsfjarri, og í því liggur gildi hennar. Þetta er bók um nútíma sem fyrir nokkru hefur borið að garði á Íslandi en hefur kannski hingað til ekki verið veitt sú athygli sem hann krefst. Rýnt í skopmyndir Árvakur/Golli Óttar M. Norðfjörð Tekist á við fordóma í bók um íslam. Björn Þór Vilhjálmsson Greinasafn Ritstjórar Auður Jónsdóttir og Óttar M. Norðfjörð Nýhil. Reykjavík. 2008. 188 bls. Íslam með afslætti BÆKUR Morgunblaðið/ÞÖK Opin umræða Auður Jónsdóttir er annar tveggja ritstjóra. Sigrún Hún hefur verið að uppgötva Bergman upp á nýtt að undanförnu. Gláparinn Ég hef verið að uppgötva Ingmar Bergmanupp á nýtt, horfði á Fanny og Alexander fyrir jól og hún hafði mikil áhrif á mig enda margslungin kvikmynd sem fjallar um sann- leika og blekkingu í samskiptum fólks. Síðasta mynd sem ég sá var Sjöunda innsiglið eftir Bergman. Ótrúleg mynd sem hefur aug- ljóslega haft mikil áhrif á kvikmyndagerð- armennina David Lynch og Lars von Trier, ekki síst þegar kemur að því að skapa óhugnað í kringum hið órökrétta og draumkennda. En það er einmitt svipuð stemning sem einkennir eina bestu barnamynd sem ég hef séð lengi, teiknimyndina Chihiro og nornirnar eftir jap- anska listamanninn Hayao Miyazaki. Eins konar Lost Highway fyrir börn. Líkt og í dönsku teiknimyndinni Drengurinn sem vildi gera hið ómögulega eftir Jannik Hastrup er aldrei fullkomlega ljóst hvort eða hvernig hið góða sigrar hið illa, og báðar fjalla þessar barnamyndir um það hvernig hægt er að lifa með sorginni og takast á við hið ómögulega. Kannski ekki ósvipað og Persepolis eftir Mar- jane Satrapi sem er enn ein teiknimyndin sem ég má til með að nefna enda ekki síður falleg, flókin og harmræn en hinar tvær. Líkt og þær er hún jafnframt nauðsynlegt mótvægi við þá Disney-hugmyndafræði sem sífellt er haldið að okkur og börnin okkar sleppa sjaldan undan. Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur. Lesarinn Ég ranglaði inn í bókabúð um daginn ograkst þar á bók eftir Doris Lessing sem ég hafði ekki séð áður: Time Bites. Hafði hana með mér heim og hef verið að glugga í hana síðan mér til mikillar ánægju. Jafnvel titillinn er skemmtilegur: Tíminn bítur eða Tímabit eða Glefsur tímans … og undirtitillinn er Views and Reviews, sem einnig er hægt að túlka á fleiri en einn veg. Þetta er semsé greinasafn um aðskiljanlegustu hluti, en að- allega þó um rithöfunda og bækur. Ásamt spaklegum greinum um Virginiu Woolf, Tol- stoj, Jane Austen, Stendahl, Bulgakov og fleiri eru stuttir kaflar um ellina, ketti, vinnu- herbergi Dorisar o.fl. Doris Lessing er ein af þessum öfundsverðu manneskjum sem varð- veita húmorinn, skarpskyggnina og rót- tæknina fram á elliárin. Mæli eindregið með Time Bites! Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur. Ingibjörg „Doris Lessing er ein af þessum öfundsverðu manneskjum sem varðveita húmorinn, skarpskyggnina og róttæknina fram á elliárin,“ segir Ingibjörg um nóbelskáldið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.