Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIKIL spenna er enn í Kenía vegna deilna um niðurstöður forsetakosn- inganna en stjórnarandstæðingar segja að beitt hafi verið svikum til að tryggja Mwai Kibaki forseta endur- kjör. Forsetaefni stjórnarandstæð- inga, Raila Odinga, aflýsti í gær fjöldafundi í höfuðborginni Naíróbí þegar lögregla sló hring um fund- arstaðinn og meinaði fólkinu að- göngu. Talið er að um 350 manns hafi fallið í óeirðum í kjölfar kosn- inganna 27. desember og um 70.000 manns misst eða flúið heimili sín. Þórunn Helgadóttir, sem rekur barnaheimili í Naíróbí á vegum ABC-hjálparstarfsins, komst í gær- kvöld heim frá Tansaníu með tals- verðar birgðir af mat og öðrum nauðsynjum. Fólk í Naíróbí hefur víða verið innilokað á heimilum sín- um matarlaust í marga daga, versl- anir eru margar lokaðar og þær sem eru opnar selja mat á uppsprengdu verði. Börnin á ABC-heimilinu voru í gær byrjuð að reisa tjöld á lóð heimilisins til að veita nauðstöddum skjól. Þórunn segir að allt hafi virst með kyrrum kjörum þegar hún kom um kvöldið, búið að opna einhverjar verslanir og talsvert af fólki á ferli. Lognið á undan storminum „Við fyrstu sýn sá maður ekki að eitthvað væri að en það var bara eins og lognið á undan storminum. Ástandið núna er alveg hrikalegt, það er að breytast úr vondu í enn verra. Það eru fátækrahverfi hérna í kringum hverfið okkar. Fólk kemur hingað í hópum úr hverfunum, þorir ekki að sofa inni í húsum sínum, sums staðar er verið að kveikja í húsum og það óttast að brenna inni. Stundum á það ekki einu sinni vatn að drekka. Starfsfólkið hefur verið að gefa því eitthvað smávegis, tvær kart- öflur eða vatnssopa, en við eigum svo lítið. Plássið hjá okkur er ekki mikið en við ætlum að taka inn til okkar mæður með lítil börn og erum að senda bílinn aftur til Tansaníu í fyrramálið að ná í meiri mat. Stór svæði í borginni og í vesturhluta landsins eru á barmi hungursneyð- ar.“ Þórunn segir að víða liggi lík í skurðum í fátækrahverfunum eftir átök glæpagengja sem sum séu gerð út af stjórnarliðum og stjórnarand- stæðingum. Líkhús séu þegar full. Heimildarmenn hennar í vesturhér- uðunum segja að þar sé það fyrst og fremst lögreglan sem skjóti á fólk og beiti óspart vopnum sínum. Hún hef- ur eftir þeim að þar hafi yfirvöld fengið liðsinni lögreglunnar í grann- ríkinu Úganda. Utanríkisráðuneytið í Reykjavík ráðleggur Íslendingum frá ferðalög- um til Kenía. Í tilkynningu frá ráðu- neytinu er þeim sem nú eru í landinu eða ættingjum þeirra bent á að hafa samband við borgaraþjónustu utan- ríkisráðuneytisins eða neyðarþjón- ustu þess eftir lokun í síma 545 9900. „Stór svæði á barmi hungursneyðar“ Þórunn Helgadóttir segir ástandið í Kenía fara enn versnandi Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÁRIÐ 2008 gekk í garð í Evrópu og hafði með í farangrinum fjöldann all- an af nýjum lögum, sem öll eiga það sameiginlegt að takmarka nokkuð frelsi borgaranna. Þeir eru að vísu margir og kannski í meirihluta, sem fagna hertum reglum um reykingar, mengun og auglýsingar um ruslfæði, en ófáum finnst sem hið alsjáandi auga Stóra bróður sé um það bil að gera þeim lífið óbærilegt. Í Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal tóku gildi um áramótin lög, sem banna reykingar á veitinga- húsum, krám og kaffihúsum og finnst sumum sem þar með sé horfin sú rómantíska stemning, sem ein- kennt hafi þessa staði í meira en öld. Í Þýskalandi þar sem stórir og kraft- miklir bílar eru í hávegum hafðir hafa þeir, sem mest menga, verið bannaðir víða í miðborgum, þ. á m. í Berlín, og í Mílanó á Ítalíu eru þeir skattlagðir sérstaklega. Í Bretlandi hafa tekið gildi lög, sem banna sjón- varpsauglýsingar um ruslfæði og þá einkanlega á þeim tímum, sem börn horfa mest á sjónvarp. „Ég hef reykt 40 sígarettur á dag síðan ég var 12 ára og get ekki hætt núna,“ segir Ali, kráreigandi í Berl- ín, og hið íhaldssama dagblað Die Welt minnti á, að eitt af baráttu- málum byltingarsinnaðra manna á 19. öld hefði verið frelsi til að reykja hvar sem er. Í Frakklandi hafa líka sumir áhyggjur af, að verið sé að kveða í kútinn hina frönsku frelsis- hugsjón, „Liberte“. Franski félagsfræðingurinn Henri Pierre Jeudy bendir á það í Liberation, að fólk hafi lengi notað áfengi og tóbak til að slaka á og lík- lega hafi það komið í veg fyrir marga byltinguna. Það sé því aldrei að vita nema bannið eigi eftir að koma af stað óvæntum hræringum. Er frelsið á undanhaldi? Sumum finnst sem ríki Stóra bróður sé að verða að veruleika með nýjum lögum gegn alls konar óhollustu AP Kófið Vestur í Nebraska vilja menn banna reykingar með öllu í ríkinu. SVONA er víða umhorfs í Napólí á Ítalíu um þessar mundir, rotnandi sorphaugar á götunum og lífið í borg- inni að verða mörgum með öllu óbærilegt. Ástæðan er ekki sú, að sorphreinsunarmenn séu í verkfalli, heldur vantar nýja sorphauga. Vill ekkert sveitarfélaganna í kringum borgina sjá þá innan sinna marka og því er hvergi hægt að koma ruslinu fyrir. Veldur það sjúk- dómahættu og margoft hefur verið kveikt í því. AP Napólí að drukkna í sorpi Dubai. AFP. | Bloggarar í Sádi- Arabíu berjast nú fyrir því að fræg- asti starfsbróðir þeirra, Fouad al- Farhan, verði leystur úr haldi lög- reglu. Hann var handtekinn á skrif- stofu sinni í Jeddah 10. desember, sakaður um að hafa „brotið gegn reglum“ að sögn dómsmálaráðu- neytisins en ekki er vitað hvar hann er nú í fangelsi. Farhan gagnrýndi nýlega 10 nafngreinda ráðamenn, þ. á m. milljarðamæringinn Al-Walid bin Talal og yfirmann dómstólanna, Sheikh Saleh al-Luhaidan. Farhan segist á bloggsíðu sinni, (www. alfarhan.org) vilja tryggja „frelsi, virðingu, réttlæti, jafnrétti, samráð og önnur gildi íslams sem ekki eru höfð í heiðri“. Segist hann þannig vilja búa í haginn fyrir börnin sín í framtíðinni. Aðeins einn fjölmiðill í landinu, Arab News, sem kem- ur út á ensku, hefur skýrt frá handtökunni. Farhan for- dæmdi oft trú- arofstæki. Í grein 3. desem- ber, eftir að skýrt var frá handtöku um 200 liðs- manna al-Qaeda hryðjuverka- samtakanna, sagði hann að þótt kyrrt væri í ríkinu núna væri ekki búið að uppræta starf al-Qaeda í landinu. „Þegar börnin okkar alast upp í umhverfi þar sem allri andstöðu er vísað á bug verða þau auðveldlega fórnarlömb og tæki í höndum þeirra sem boða ofbeldi,“ sagði hann. Þekktasti bloggari Sádi- Arabíu enn í haldi lögreglu BANDARÍSKI öldungadeildar- þingmaðurinn John McCain hef- ur nú mest fylgi meðal repúblik- ana á landsvísu sem frambjóð- andi þeirra í for- setakosning- unum í haust. Kemur þetta fram í nýrri könnun en í henni fær McCain atkvæði 22% repúblikana, tveimur prósentustig- um meira en Rudy Giuliani, sem lengst af síðasta ári var með lang- mest fylgi sem forsetaframbjóð- andi. Í þriðja sætinu er Mike Hucka- bee, fyrrverandi ríkisstjóri í Ark- ansas en hann var talinn líklegur til að sigra í forkosningunum í Iowa, sem fram fóru í gærkvöld. Í september sl. höfðu margir af- skrifað McCain, sem þá var með 16% en Giuliani með 33%, en þessir þrír, sem nefndir hafa verið, falla allir undir 5%-skekkjumörkin. Meðal demókrata hefur Hillary Clinton mest fylgi á landsvísu, 46%, Barack Obama hefur fulltingi 26% en John Edwards, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaður, fékk at- kvæði 14% í könnuninni. McCain með forystuna John McCain NORSK yfirvöld reyna nú að hafa uppi á togaranum Nemanskí sem stakk af frá Kirkenes í norð- anverðu landinu á sunnudag. Tog- arinn var kyrrsettur vegna skorts á skírteinum og er áhöfnin grunuð um ólöglegar veiðar á Barentshafi. Stakk af FIMM létu lífið og um 70 manns særðust þegar öflug bílsprengja sprakk í gær nálægt herstöð í borg- inni Diyarbakir í suðausturhluta Tyrklands. Árásarmenn eru að sögn ráðamanna í héraðinu úr röð- um herskárra Kúrda. Mannskætt tilræði HAGVÖXTUR í Litháen var 10% á síðasta ári en talið er að verulega muni úr honum draga á þessu ári. Mikill fjöldi Litháa hefur farið vest- ur á bóginn í vinnu og þess vegna hefur orðið að leita vinnuafls í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. 10% hagvöxtur TALSMENN leikfangaiðnaðarins í Hong Kong segja hættu á, að loka verði hundruðum leikfangaverk- smiðja í Kína. Er ástæðan sú, að margar verslanakeðjur í Banda- ríkjunum, Evrópu og víðar hafa sagt upp samningum við þær vegna gallaðrar vöru og jafnvel eitraðrar. Óttast lokanir HUGSANLEGT er, að tími stóru flugeldanna, tertnanna og bombanna verði brátt liðinn. Í Svíþjóð er til dæmis gert ráð fyrir, að þetta fýrverkerí verði með öllu bannað eftir 2010. Innan Evrópusambandsins, ESB, er nú unnið að nýjum reglum um skotelda og ára- mótasprengjur og í Svíþjóð er hafin vinna við að flokka allt dótið upp á nýtt með tilliti til ör- yggis og þeirrar hættu, sem af því getur staf- að. Þar er talið víst, að bannað verði að selja stærstu flugeldana og sprengjurnar. Þá á um leið að stórherða eftirlit með því, að ekki sé verið að sprengja nema á tilteknum tíma. Stórir flugeldar líklega bannaðir ÞAÐ segir sína sögu um gengis- leysi dollarans, sem var sterk- asti gjaldmiðill í heimi um langan aldur, að ekki er lengur tekið við honum á helstu ferðamannastöð- um á Indlandi, til dæmis við Taj Mahal. Í mörg ár fengust 50 indverskar rúpíur fyrir dollarann og aðgangs- eyrir að eftirsóttustu ferðamanna- stöðunum var þá fimm dollarar eða 250 rúpíur. Síðan hefur gengi dollarans gagnvart rúpíunni verið á niðurleið og því hefur verið ákveðið, að hér eftir verði aðeins tekið við rúpíum. Við Taj Mahal- grafhýsið, sem er eins konar óður til ástarinnar, hefur ekki verið tek- ið við dollurum síðan í nóvember og aðgangseyririnn hefur hækkað mikið, kominn í 750 rúpíur. Gengi dollarans hefur hríðfallið gagnvart öllum öðrum helstu gjaldmiðlunum og ein afleiðing þess er sú, að dregið hefur úr utanlandsferðum Bandaríkja- manna. Vilja ekki sjá dollara á ind- verskum ferðamannastöðum STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.