Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 43 Hvernig fannst þér Skaup- ið? Ágætt. Reykirðu? (Spurt af síð- ustu aðalskonu, Jóhönnu Guðrúnu söngkonu.) Ég hef dregið stórlega úr reykingunum og fer nú að hætta þessari vitleysu. Lýstu eigin útliti. Hálfsköllóttur, líkamlega vel byggður en labba stundum eins og mörgæs ef ég passa mig ekki. Hvaðan ertu? Úr Reykjavík, en ég er ættaður af Suðurlandi og Melrakkasléttu. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú varst ungur? Hótelstjóri. Hvaða bók lastu síðast? Það er svo langt síðan að ég man það ekki. Ég er að meðaltali ár með eina bók. Á hvaða plötu hlustar þú mest þessa dagana? Mugison. Uppáhaldstónlistarmaður? David Bowie. Helstu áhugamál? Golf, fótbolti og bjór. Hvað uppgötvaðir þú síð- ast um sjálfan þig? Hvað ég er laginn og óhræddur við rafmagn, er hætt- ur að slá út þó að ég sé að skipta um ljós. Hvað eyddirðu miklum peningum í flugelda þetta ár- ið? Um 20.000. Sérðu eftir þeim peningum núna? Alls ekki, enda fóru þeir í björgunarsveitirnar. Tapaðirðu eða græddirðu á hlutabréfamarkaðinum á síðasta ári? Tapaði, en ég næ því til baka einhvern tíma. Hvaða fjölmiðil notast þú helst við? Netið. Hvaða fjölmiðli treystir þú best? Morgunblaðinu. Uppáhaldsleikari? Kjartan Guðjónsson. Uppáhaldsleikkona? Þær eru nokkrar og allar góðar vinkonur mínar, en þess utan – ætli ég segi ekki bara mamma, þó að hún sé ekki leikkona. Ég nota iðulega eitthvað í hennar fari þegar ég er að búa til karaktera. Sú erlenda borg sem þú heldur mest upp á? New York. Draumahlutverkið þitt? Einhver af ræningjunum í Kardimommubænum. Hvert er erfiðasta hlutverk þitt til þessa? Ég man ekki eftir neinu erfiðu. Frægasti vinur þinn í dag? Ætli það sé ekki Baltasar Kormákur. Fyndnasti maður sem þú hefur hitt? Ég þekki marga mjög fyndna, hvern á sinn hátt, mér finnst t.d. Rúnar Freyr Gíslason mjög fyndinn þó að hann hafi ekki trú á því sjálfur. Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið? Þjóðleikhúsið. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Sástu Pressu á Stöð 2? KJARTAN GUÐJÓNSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR LEIKUR ÓBILGJARNAN RITSTJÓRA PRESSUNNAR Í NÝJUM SAMNEFNDUM SAKAMÁLAÞÆTTI SEM HÓF GÖNGU SÍNA Á STÖÐ 2 Á SUNNUDAG. EF AÐ LÍKUM LÆTUR VERÐUR HANN AÐ ÞÁTTARÖÐINNI LIÐINNI ORÐINN FRÆGARI EN BALTASAR KORMÁKUR. Vel byggður Kjartan Guðjónsson sér ekki eftir pening- unum sem hann eyddi í flugelda um áramótin. Morgunblaðið/Golli Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is „Það er líka sjaldgæft að verða vitni að jafn kraftmikilli sýningu og þessari, jafn miklum galsa, jafn fumlausum tökum á forminu, jafn afdráttar- lausri túlkun, jafn tilgerðarlausri en jafnframt útpældri sviðsmynd…“ Þröstur Helgason Lesbók MBL, 29. des. Ívanov e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur fös. 4/1 & lau. 5/1 örfá sæti laus Konan áður e. Roland Schimmelpfenning Háski og heitar tilfinningar lau. 5/1 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna sun. 6/1 kl. 14 uppselt sun. 6/1 kl. 17 aukasýn. örfá sæti laus ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Kvikmyndir Háskólabíó og Regnboginn Nóttin er okkar (We Own the Night) bbbnn Leikstjórn: James Grey. Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Eva Mendes, Mark Wahlberg, Robert Duvall. Bandaríkin, 105 mín. TALSVERÐUR metnaður er lagð- ur í nýjustu kvikmynd leikstjórans James Grey, Nóttin er okkar (We Own the Night), en hér er í útliti, litaskala, tónlist og grunnþemum skírskotað til lögreglu- og glæpa- mynda 8. áratugarins. Sögusviðið er úthverfi New York-borgar árið 1988 en titillinn vísar til þekkts slagorðs lögreglunnar í New York frá því á 9. áratugnum um að hún muni bera sigur úr býtum í baráttunni við eit- urlyfjasalana um „yfirráðin yfir nóttinni“. Reyndar er fátt í kvik- myndinni sem styður þá fullyrð- ingu, glæpamennirnir sem í þessu tilviki eru rússneskir innflytjendur virðast stunda sína starfsemi alls óhræddir við yfirvöldin. Sjálf stend- ur lögreglan vanmáttug og ráðþrota frammi fyrir miskunnarleysi inn- flytjendanna og nýrri fíkniefnaöldu. Inn í þennan heim flækist Bobby Green (Phoenix), ungur maður á uppleið sem rekur íburðarmikinn skemmtistað, skemmtir sér af mikl- um krafti og er í góðu sambandi við rússneska eigendur staðarins. Green felur hins vegar fjölskyldu- fortíð sína fyrir vinum og sam- starfsmönnum en bæði faðir hans og bróðir eru háttsettir lög- reglumenn. Sú stund kemur að Bobby þarf að velja á milli þessara tveggja heima, réttvísinnar og fjöl- skyldunnar eða frama í veröld gjá- lífsins, og hann velur hið fyrrnefnda þótt hann stofni sér þannig í hættu. Þetta er spennandi mynd og vel gerð, en gölluð. Henni vindur fram í rólegheitunum, og er talsvert rækt lögð við persónusköpun, bakgrunn þeirra og samfélagslegt samhengi. Sagan verður hins vegar einkenni- legum einfaldleika að bráð á öðrum sviðum og virðist handritið ekki hafa verið hugsað nægilega vel til enda. Þannig eru ýmsir þættir sem tengjast umfjöllun myndarinnar um skipulagða glæpastarfsemi snubb- óttir og tengsl Bobbys við hana eru ósennileg. Eftir sem á líður tekur klisjunum líka að fjölga og sagan fer að mörgu leyti út af sporinu. Þetta er kvikmynd sem stendur engu að síður fyrir sínu og vel það, þar sem nokkur atriði eru listilega vel útfærð þó svo að heildin sé ekki nægilega sterk. Heiða Jóhannsdóttir Barist í bökkum Vanhugsuð „Sagan verður hins vegar einkennilegum einfaldleika að bráð á öðrum sviðum og virðist handritið ekki hafa verið hugsað nægilega vel til enda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.