Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 17 AKUREYRI RÚMRI einni milljón króna til 27 verkefna var úthlutað úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa Fjarða- áls fyrir áramót. Mest fór í ferða- styrki, ríflega 600 þúsund, en einn- ig var veitt til útbreiðslustarfsemi og mótahalds. Hæsta styrkinn hlaut Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar, 175.000 krónur, vegna ferðakostn- aðar. Á seinasta ári var alls úthlutað þremur milljónum króna úr sjóðn- um í þremur úthlutunum. Sjóðurinn var stofnaður árið 2005. Síðan hef- ur um sjö milljónum króna verið út- hlutað til ýmissa verkefna tengdra íþrótta- og æskulýðsmálum á Aust- urlandi. Þriggja ára samningstímabil rann út um áramótin. Samninga- viðræður um áframhaldandi sam- starf Alcoa Fjarðaáls og UÍA um Sprett eru á lokastigi. Sprettur leggur fé í 27 íþróttaverk- efni á Austurlandi AUSTURLAND Reyðarfjörður | Útsala hefur und- anfarna daga staðið yfir á ýmsum hlutum úr starfsmannaþorpinu við Haga á Reyðarfirði. Hagi, sem er um 1 km frá þéttbýlinu á Reyð- arfirði, var til skamms tíma eitt fjöl- mennasta þéttbýli Austurlandsfjórð- ungs. Allt er selt að undanskildum raf- magnstækjum og húsgögnum sem verða látin fylgja búðunum er þær verða seldar. Meðal þess sem hefur verið til sölu eru ýmis tæki tengd þrifum, sængurföt og rúmföt, rusladallar, fatnaður, ljósabekkur, hitakassar fyrir matvæli og hitakönnur. Talsverður áhugi hefur verið á sölu munanna á Haga og búið að losa út mikið af því sem stóð til boða. Lausamunir seldir úr búðum Bechtel Fjarðabyggð | Í aðalskipulagsvinnu Fjarðabyggðar, sem nú stendur sem hæst, er horft á Búðareyri, þéttbýlið í Reyðarfirði, sem þróun- arsvæði. Olíutankar, sementssíló og fleiri iðnaðartengd mannvirki eru þar á tímabundnum leyfum og munu flytjast í stóriðjuhöfnina á Mjóeyri. Helga Jónsdóttir, bæj- arstjóri Fjarðabyggðar, segist sjá fyrir sér mjög fallegan miðbæ á Reyðarfirði þar sem endurnýjun verði á byggðinni. „Hér er raunverulegur möguleiki á glæsilegum og hlýlegum miðbæj- arkjarna,“ segir Helga. „Skipulags- lega er hér einstakt tækifæri til að gera miðbæ frá grunni, sem heldur utan um alla þjónustu, en það er augljós kostur. Reyðarfjörður yrði þá miðkjarni Fjarðabyggðar.“ Horft er til þess að Reyð- arfjörður verði miðstöð viðskipta, þjónustu og stjórnsýslu sveitarfé- lagsins. Hafnarstarfsemi verður áberandi á svæðinu og vísindasetur um álframleiðslu gæti orðið til þar. Á Norðfirði verður hins vegar sam- kvæmt hugmyndum aðalskipulags miðstöð menntunar og heilbrigð- isþjónustu, auk þess sem sjávar- útvegur er þar sterkur þáttur. Eskifjörður er gamli bærinn í Fjarðabyggð og byggir á ferðaþjón- ustu, afþreyingu og lifandi safn- astarfsemi, auk heilsutengdrar ferðaþjónustu. Á Fáskrúðsfirði sjá menn fyrir sér eftirsóttan byggða- kjarna sem hýsi rólegt og fjöl- skylduvænt samfélag. Hlutverk Mjóafjarðar í framtíð- inni veltur á göngum til Seyð- isfjarðar og Héraðs. Óvíst þykir hvort byggð helst þar til langframa, en fiskeldishugmyndir hafa ekki verið gefnar upp á bátinn þótt lax- eldi sé nú fyrir bí í firðinum. Frið- sæld og möguleikar til útivistar ein- kenni staðinn. Stöðvarfjörður er svo útvörður og andlit Fjarðabyggðar í suðri, með staðbundna ferðaþjón- ustu og blómlega liststarfsemi. Morgunblaðið/ÞÖK Miðbær Búðareyri við Reyðarfjörð hefur eflst mikið og tekur senn við sem miðkjarni Fjarðabyggðar allrar samkvæmt aðalskipulagi sem er í vinnslu. Miðkjarni Fjarða- byggðar skapaður Neskaupstaður | Bræðsla Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað hlaut nýlega viðurkenningu frá Vinnueftirliti fyrir að ljúka áhættumati á vinnustaðnum. Þar með er Síldarvinnslan fyrst fyrirtækja á Austurlandi til að komist í svokallaðan A-flokk fyr- irtækja. Það þýðir að í framtíð- inni mun Vinnueftirlitið ekki koma til að taka út vinnustaðinn, heldur sér Síldarvinnslan sjálf um úttektir á öryggi í bræðslu sinni. Það var Guðjón B. Magnússon viðhaldsstjóri hjá SVN sem stýrði vinnu við áhættumatið, en að hans sögn er matið sterkt og gott tæki til að koma öryggismálum í lag í fyrirtækjum. Allir starfs- menn vinnustaðarins tóku þátt í vinnu við gerð áhættumatsins. Öryggi gott hjá SVN Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Öryggi Fulltrúi Vinnueftirlitsins afhendir SVN öryggisvottun fyrir bræðslu. Neskaupstaður | Nýlega var undir- ritaður verksamningur milli sveitar- félagsins Fjarðabyggðar og Nestaks ehf. á Norðfirði vegna stækkunar á verkkennsluhúsi Verkmenntaskóla Austurlands. Byggt verður ofan á þak fyrstu hæðar eldri hluta hússins. Mun ný- byggingin skaga út fyrir hæðina og standa þar á steyptum súlum og vegg. Veggir aðalhluta byggingarinnar verða steyptir. Þak aðalbyggingar- innar mun verða klætt með stáli og borið uppi af límtrjám. Húsið verður einangrað að utan og klætt með trefjaplötum. Gólfflötur viðbyggingarinnar verð- ur 300 fm að stærð. Stefnt er að því að framkvæmdir við bygginguna hefjist í mars á þess ári og eru áætluð verklok í desember nk. Byggt við hús VA HVORKI púkar, tröll né jólasveinar verða á sveimi á félagssvæði íþróttafélagsins Þórs á þrett- ándanum. Stjórn Þórs hefur ákveð- ið að halda ekki þrettándagleði, en slík skemmtun hefur verið reglu- lega á vegum félagsins síðan 1934. Sigfús Ólafur Helgason, formað- ur Þórs, segir ástæðu fyrir ákvörð- un stjórnar félagsins þá að miklar framkvæmdir standi yfir á fé- lagssvæðinu, þess vegna sé nær ómögulegt að halda skemmtunina utandyra og erfitt sé að halda hana inni í Boganum án þess að jarð- vegur berist þangað inn og í gervi- grasið vegna framkvæmdanna. Formaður Þórs tók skýrt fram í gær að ekki væri verið að slá sam- komuna af til frambúðar. Þrett- ándagleðin hefði verið býsna vel sótt, en farið yrði yfir stöðuna og athugað hvort e.t.v. sé ástæðu til þess að endurskoða samkomuna að einhverju leyti fyrir næsta ár. Morgunblaðið/Kristján Þórsarar aflýsa þrett- ándagleði HÓTEL verður rekið í byggingu sem rís á næstu misserum á svæð- inu neðan við Sparisjóð Norðlend- inga í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að á hótelinu verði um 70 her- bergi, a.m.k. til að byrja með, en ráð gert fyrir möguleika á því að þeim megi fjölga ef ástæða þykir til. Fjár- festar hafa viðrað hugmyndir um annað hótel í næsta nágrenni, skv. áreiðanlegum heimildum Morgun- blaðsins, en líkur á því að þær verði að veruleika eru sagðar hverfandi. Deiliskipulag í vinnslu Svæðið þar sem nýja byggingin rís er svokallaður Glerárgötureitur nyrðri, einn fimm reita sem bæj- aryfirvöld ákváðu fyrir nokkru að skipulagðir yrðu á næstu árum, í tengslum við þær gríðarlegu breyt- ingar sem fyrirhugaðar eru á miðbæ Akureyrar skv. alþjóðlegri sam- keppni sem fram fór. Það var skosk- ur arkitekt, Graeme Massie, sem átti verðlaunatillöguna. Vinna við deiliskipulag Glerárgöt- ureits nyrðri stendur nú yfir og lýk- ur að öllum líkindum í lok næsta mánaðar eða í byrjun mars. Fljót- lega eftir það ætti að skýrast hve- nær framkvæmdir geta hafist. Það er félagið Njarðarnes ehf. sem hefur byggingarrétt á svæðinu, en félagið er að fullu í eigu Spari- sjóðs Norðlendinga og eina verkefni þess þróun á umræddum bygging- arreit. Í byggingunni verður, auk hótels- ins, ýmiss konar starfsemi, verslun, þjónusta og hugsanlega veitinga- rekstur, auk hefðbundinna íbúða. Þá verður í húsinu bílakjallari og Morg- unblaðið veit að til skoðunar er möguleiki á því að göng verði úr bílakjallaranum, undir Glerárgötu yfir í Hof, menningarhúsið sem nú rís handan götunnar. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum bílastæðum við Hof, heldur að stæði í nágrenninu verði nýtt, m.a. vestan Glerárgöt- unnar og þess vegna þykja göng geta verið mjög hentug. Vildu hótelturn við Hof Svo virðist sem töluverð trú sé á aukinni ferðaþjónustu í höfuðstað Norðurlands því aðrir fjárfestar hafa sýnt því áhuga að reisa hótel þarna skammt frá; hótelturn niðri við sjóinn á milli Hofs, menningar- hússins nýja, og líkamsræktarstöðv- arinnar Átaks. Hugmyndin um hót- elturninn hefur verið lauslega viðruð við bæjaryfirvöld, en þar á bæ þykja áformin vart raunhæf og ekki gert ráð fyrir því að þetta mál fari í formlegt ferli í kerfinu á næst- unni. Nýtt 70 herbergja hót- el og áhugi fyrir öðru Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Miðbærinn Fyrirhugað hótel verður í húsi sem rís við Sparisjóðinn, sem blasir við fyrir miðju. Myndin er tekin úr menningarhúsinu Hofi sem nú rís. Í HNOTSKURN »Á Akureyri eru a.m.k. 140hótelherbergi. Að auki eru í bænum nokkur gistiheimili og mikill fjöldi íbúða í eigu verka- lýðsfélaga. Þegar menningar- húsið Hof verður tekið í notkun standa vonir til þess að þar verði ráðstefnur og slíkir viðburðir þannig að spurn eftir gistirými eykst væntanlega. Göng undir Glerárgötu úr bílakjallara nýbyggingar og í Hof? FJÁRHAGSÁÆTLUN sveitarfé- lagsins Fjallabyggðar fyrir árið 2008 gerir ráð fyrir því að rekstrarniður- staða verði jákvæð um 104 milljónir króna. Áætlað er að handbært fé verði 366 milljónir í lok þessa árs, sem er 23% af heildartekjum. Áætl- aðar eru framkvæmdir fyrir um 244 milljónir í sveitarfélaginu á árinu. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Á þessu ári á að ljúka við stækkun leikskólans í Ólafsfirði og kaupa á snjótroðara fyrir skíðasvæðið á Siglufirði. Þá á að halda á áfram framkvæmdum við gatnagerð, vatnsveitu, fráveitu, hafnir, auk við- halds og uppbyggingu á ýmsum eignum bæjarins. Framkvæmdir við framhaldsskóla Stærsti einstaki þátturinn innan áætlunarinnar eru 65 miljónir sem ætlaðar eru til byggingafram- kvæmda við framhaldsskóla með höfuðstöðvar í Ólafsfirði. Nýverið auglýsti menntamálaráðuneytið eftir verkefnisstjóra sem ætlað er að vinna að undirbúningi að stofnun framhaldsskólans í samvinnu við stýrihóp sem menntamálaráðherra skipaði á árinu 2007. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjallabyggð segir: „Áætlun ársins 2008 ber með sér að sveitarfélagið er að auka verulega við framkvæmdir frá árinu 2007 og er það m.a. gert til eflingar atvinnulífs í Fjallabyggð en áhrifa kvótaskerðingar er þegar far- ið að gæta á atvinnumarkaði Fjalla- byggðar.“ Framkvæma á fyrir 224 milljónir kr. í Fjallabyggð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.