Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KOSTNAÐUR vegna meðferðar á legudeildum Landspítalans (LSH) er mjög sambærilegur við kostnað á sænskum sjúkrahúsum, samkvæmt samanburði sem heilbrigðisráðu- neytið og LSH létu vinna í samvinnu við sænska heilbrigðisráðuneytið og norræna DRG-setrið. Borinn var saman kostnaður hjá LSH og tutt- ugu sænskum sjúkrahúsum. Þegar einungis háskólasjúkrahús voru tek- in til samanburðar reyndist kostn- aður á LSH lægri en hjá þeim sænsku. Þetta kom fram í umfjöllun Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýs- inga á Landspítalanum, um árs- reikning spítalans á ársfundinum í gær. Anna Lilja sagði að meðallegutími hefði almennt verið lengri á LSH en á sænsku sjúkrahúsunum. Ein helsta ástæða lengri legutíma á LSH á undanförnum árum er að fram- haldsúrræði hefur skort og því dvöldu sjúklingar lengur á sjúkra- húsinu en ella. Anna Lilja sagði að á þessu ári hefði létt á þessum vanda. Fjárheimildir til rekstrar LSH voru í fyrra tæplega 35,4 milljarðar króna. Þar af voru sértekjur 2,867 milljarðar og jukust þær um rúm 23% frá árinu áður. Sértekjurnar voru aðallega vegna aukinnar þjón- ustu á rannsóknardeildum og göngu- deildum. Heildargjöld LSH í fyrra námu rúmlega 35,8 milljörðum króna og höfðu hækkað um 11,3% á milli ára. Launagjöld voru rúmlega 24 millj- arðar króna eða um tveir þriðju hlut- ar útgjaldanna. Launagjöldin höfðu hækkað um 10,5% frá fyrra ári. Rekstrargjöld, að meðtöldum S- merktum lyfjum, voru rúm 30% af heildargjöldum spítalans. Fjár- magnsgjöld (vextir) í fyrra námu 145 milljónum. Anna Lilja sagði það sýna glöggt hina erfiðu greiðslu- stöðu sem spítalinn glímdi við á árinu og þurfti þar af leiðandi að greiða talsverða dráttarvexti vegna vanskila við birgja spítalans. Gjöld umfram tekjur voru 436 milljónir í fyrra, eða 1,2% af veltu. Veittar voru 777 milljónir á fjáraukalögum til að greiða uppsafnaðaðan rekstrarhalla í efnahagsreikningi. Niðurstaða árs- ins varð því sú að tekjur LSH urðu 341 milljón umfram gjöld. Rekstrargjöld jukust um 9,6% milli ára. Samanlagður kostnaðar- auki vegna lyfja, lækninga-, hjúkr- unar- og rannsóknarvara jókst um rúm 12%. Þessir kostnaðarliðið hafa hækkað umfram hækkun neyslu- verðsvísitölu á undanförnum árum. Í máli Önnu Lilju kom fram að áhuga- vert væri að LSH, í samvinnu við Hagstofuna, gæfi út sérstaka spít- alavísitölu sem myndi endurspegla áhrif klínískra tækniframfara á kostnað þessara aðfanga. Skammtímakröfur í árslok voru 1.123 milljónir og höfðu hækkað um- talsvert milli ára. Orsök þess var m.a. mikil skuldasöfnun annarra heilbrigðisstofnana. Heildargjöld nær 36 milljarðar Samanburður sýnir að kostnaður vegna meðferðar á legudeildum Landspítalans er mjög sambærilegur eða lægri en á sænskum sjúkrahúsum                                             !! "!   #  !! "!     $%&$' $(%')* *%+,+ &' ))' (%&-& (%*-$ !"# $"$# !"# "# $"# "# "# !"# "# "# % &  &  % &  &             '(  ) '(  ) Í HNOTSKURN »Á venjulegum virkum degi ertekið á móti 255 sjúklingum á slysa- og bráðamóttöku Land- spítalans og 32 börn koma á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, samkvæmt ársskýrslu Landspítalans 2007. »Á sama degi leggjast 75 sjúk-lingar á legudeildir og 1.659 sjúklingar koma á dag- og göngudeildir. Sjúkrahústengd heimaþjónusta fer í 44 heimavitj- anir og 669 eru á legudeildum. »Á venjulegum degi fæðastníu börn á Landspítalanum, 55 sjúklingar fara í skurðaðgerð, tólf eru á gjörgæslu og 20 sjúk- lingar koma í blóðskilun. Á sama degi eru 63 sjúklingar svæfðir eða deyfðir af svæfingarsérfræð- ingum og 480 myndgreining- arrannsóknir eru gerðar. »Á venjulegum virkum degieru um 2.900 manns í vinnu á Landspítalanum, þar er eldaður matur fyrir 4.300 manns, þvegin 4,6 tonn af þvotti og 1.823 sím- hringingum svarað í símaveri spítalans. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra kynnti frumvarp um stofnun nýrrar sjúkratrygg- ingastofnunar í ríkisstjórn í gær- morgun. Sjúkratryggingastofnun mun heyra undir heilbrigðisráðu- neytið og á að taka til starfa 1. sept- ember næstkomandi. Guðlaugur Þór greindi frá þessu á ársfundi Land- spítalans sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. „Þeir kostir sem ætlunin er að ná fram með starfsemi sjúkratrygg- ingastofnunarinnar og markvissri notkun á mismunandi greiðslukerf- um eru aukið gegnsæi á starfsemi sjúkrahúsa, aukinn hvati til afkasta og sveigjanleiki til að beina starfsemi í ákveðinn farveg miðað við þörf á hverjum tíma. Þannig verður einfald- ara að taka á biðlistum og að efla ákveðna þjónustu í samræmi við stefnu ráðuneytis og áherslur á hverjum tíma. Markmiðið er að til verði fjármögnunarkerfi sem með ákveðnu gegnsæi stuðlar að trausti milli kaupenda og seljanda þjónustu, fjölbreytilegri rekstrarformum, markvissari fjárveitingum og bættri fjármálastjórn heilbrigðisstofnana,“ sagði Guðlaugur Þór. Meginávinningur fyrir sjúkra- húsið verður að framlög munu fylgja umfangi starfsemi. Hin nýja sjúkra- tryggingastofnun á ekki að valda byltingu í fjármögnun heilbrigð- iskerfisins, en löngu þarfar breyt- ingar verða engu að síður innleiddar. Þær munu m.a. lúta að skilgreiningu á kostnaði, kaupum á þjónustu og samþættingu ábyrgðar og valds yfir fjármálum. Guðlaugur Þór sagði að nefnd sem skipuð var í byrjun ársins væri að leggja lokahönd á tillögur um hvern- ig styrkja mætti heilsugæslu á höf- uðborgarsvæðinu þannig að hún gegndi betur því hlutverki að vera undirstaða heilbrigðisþjónustunnar og fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Hann kvaðst hafa ákveðið að útvíkka verksvið nefndarinnar þannig að hún gerði einnig tillögur varðandi skipu- lag heilbrigðisþjónustu á Reykjanesi, í Hafnarfirði, á Suðurlandi og Vest- urlandi. Skipulag endurspegli þjónustu Ráðgjafarnefnd um málefni Land- spítalans, undir stjórn Vilhjálms Eg- ilssonar, mun kynna heilbrigð- isráðherranum skýrslu sína í sumarbyrjun. Guðlaugur Þór upp- lýsti að í henni yrði m.a. lögð mikil áhersla á að skipulag spítalans end- urspeglaði sem best áherslu á þjón- ustu við skjólstæðinga hans. Það yrði m.a. gert með því að leggja áherslu á dreifstýringu þar sem fjárhagsleg og fagleg ábyrgð færi saman. „Starfs- fólk fái, eftir því sem kostur gefst, svigrúm til þess að takast á við ábyrgð og taka þátt í þróun spítalans jafnframt því sem áhersla verður lögð á teymisvinnu. Þá verður vís- inda- og kennsluhlutverki Landspít- alans gert hátt undir höfði.“ Stefnt er að því að kynna vinnings- tillögu í hönnunarsamkeppni um nýj- an Landspítala undir lok þessa árs. Þá verður og undirritaður samn- ingur um hönnun nýja spítalans og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustunga verði tekin í lok ársins 2009. Ætla má að hönnun og bygging meginhluta sjúkrahússins taki alls um sjö ár. 100 milljarðar á ári Íslendingar verja um 10% af verg- um þjóðartekjum, um 100 milljörðum króna, til heilbrigðismála á ári og eru meðal þeirra þjóða sem mestu verja til málaflokksins. Guðlaugur Þór sagði ákveðin hættumerki fólgin í því hve þjóðin væri ung. Reynslan sýndi að hver einstaklingur eldri en 65 ára kostaði heilbrigðiskerfið um fjórfalt meira en þeir sem yngri væru. Landspítalinn mun ekki njóta sín sem tæknivætt háskólasjúkrahús nema til staðar sé öflug heilsugæsla og að hægt verði að bjóða langleg- usjúklingum upp á viðunandi lausnir. Hlutfall þeirra sem þurfa á lang- tímaumönnun að halda hefur aukist með hækkandi aldri fólks á Vest- urlöndum. Guðlaugur Þór sagði að við þyrftum að horfast í augu við þetta brýna viðfangsefni heilbrigð- iskerfa á Vesturlöndum. Breyta þarf fjárveitingum Nauðsynlegt er að gera hið fyrsta breytingar á fjárveitingum til Land- spítalans þannig að stór hluti þeirra verði breytilegur og tengist starf- seminni í ríkara mæli, að mati Björns Zoëga, framkvæmdastjóra lækninga, sem nú gegnir starfi forstjóra Land- spítalans ásamt Önnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Þetta kom fram í setningarávarpi Björns á ársfundi Landspítalans. Hann kvaðst telja að fé þyrfti að fylgja verkum sem unnin væru og sagði að slíkt fyr- irkomulag væri í takt við stjórn- arsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Björn sagði að úrvalsþjónusta við sjúklinga væri meginverkefni spít- alans. Því hefði verið ákveðið að beina sjónum sérstaklega að verklagi innan spítalans og þar væri víða verk að vinna. Hann taldi tækifæri eink- um felast í því að samræma verklag og vinnuferla. Með því mætti koma í veg fyrir tvíverknað, efla gæði og bæta nýtingu fjármuna. Samhliða því skapaðist tækifæri til vísindarann- sókna. Björn taldi einkar brýnt að nota tækifærið nú til að skapa nýtt verklag sem legði grunninn að far- sælli starfsemi í nýrri byggingu spít- alans. Meðal verkferla sem endurskoð- aðir hafa verið undanfarið til að bæta þjónustu við sjúklinga og auka skil- virkni er nýtt verklag við móttöku á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi. Það miðar að því að stytta biðtíma þar. Einnig nýtt verklag við endur- lífgun og fræðslu til starfsmanna í tengslum við það, svonefnt GÁT- teymi sem er viðbragðsteymi gjör- gæsludeilda vegna bráðatilfella á legudeildum. Einnig vakti Björn at- hygli á svonefndu fljótgreiningarferli vegna sjúklinga sem greinast með æxli í brjóstholi. Þeim er boðið að koma til rannsóknar að morgni og kl. 15 sama dag liggja fyrir niðurstöður sem eru kynntar sjúklingnum og áframhaldandi meðferð ákveðin ef þörf er á henni. Þá kom fram hjá forstjóranum að á hverju ári stunda um þúsund nem- endur nám á Landspítalanum og að þar er unnið umfangsmikið vísinda- starf í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir. Sérstakur gestur ársfundarins var Frank B. Cerra, forseti heilbrigð- isvísindaskólans í Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hélt erindi um samskipti slíks skóla við háskóla- spítalann og þverfaglega menntun og rannsóknir. Einnig voru nokkrir starfsmenn Landspítalans heiðraðir og afhentir fjórir styrkir úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bents Schevings Thorsteinssonar. Sjúkratryggingastofnun mun auka sveigjanleika í heilbrigðiskerfinu Forstjóri Landspít- alans sagði á ársfundi spítalans í gær að nauð- synlegt væri að fjár- veitingar yrðu breyti- legar og að peningar fylgdu verkum sem unnin væru Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ársfundur Landspítala 2008 Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að fyrsta skóflustunga að nýju háskólasjúkrahúsi verði tekin undir lok árs 2009 og hönnun og bygging meginhluta spítalans taki sjö ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.