Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „VIÐ sjáum að við getum það sem við setjum okk- ur,“ sagði Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Ís- lands í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í Laugardalshöll í gær. Við útskriftina kynnti hún ný áfangamarkmið í uppbyggingu skólans, en stefnt verður að því á næstu fimm árum að byggja upp 4-6 afburðasvið eða stofnanir sem hafi fulla burði til þess að skara fram úr á alþjóðavísu. „Ég tel að við eigum síðan að setja markið enn hærra og að í tengslum við uppbyggingu afburða- sviða eigi skólinn að leggja áherslu á að minnsta kosti eitt þessara sviða eða stofnana verði í hópi 10 fremstu á sínu sviði í heiminum,“ sagði Kristín. Til þess þyrfti þó að sækja mikinn fjárhagslegan stuðning til al- þjóðlegra styrktarsjóða og fyrir- tækja. Máli sínu til stuðnings reifaði Kristín þann árangur sem þegar hefur náðst eftir síðustu mark- miðsáætlun skólans sem kynnt var árið 2006. Meðal þeirra markmiða var t.d. að tvöfalda fjölda birtra greina um niður- stöður vísindarannsókna í al- þjóðlegum tímaritum, en þeim birtingum hefur nú þegar fjölgað um 35%. Þá einsetti skólinn sér að fjölga nýdoktorum í störfum á 5 árum, en þeim hefur þegar fjölgað um 50% á tveimur árum. Eins benti Kristín á að störfum í Fræðasetrum Háskólans á landsbyggðinni hefur fjölgað um 60%, sértekjur skólans hafa aukist um 33% og vel gengur að auka við fjölda útskrifaðra doktora. Að sögn Kristínar tókst einnig að endurskoða stjórn- kerfi og uppbyggingu skólans á undraskömmum tíma, en nýtt skipulag mun taka gildi hinn 1. júlí næstkomandi. „Allt þetta eru mikilvægir áfangar í sókn skól- ans í hóp fremstu háskóla,“ sagði Kristín, og nú væri að því komið að setja ný áfangamarkmið sem geri skólann betri á alla lund. Háskóla Íslands bæri að taka þátt í að móta framtíð samfélagsins, og uppbygging af því tagi sem nú er á prjónunum væri mikilvægur þáttur í að hraða uppbyggingu þekkingarsamfélags á Íslandi. HÍ byggir upp 4-6 afburðasvið  Kristín Ingólfsdóttir útskrifaði 1.082 kandídata í stærstu brautskráningu í sögu skólans í gær  Stefnt að því að háskólinn nái alþjóðaforystu á sumum sviðum Kristín Ingólfsdóttir Í HNOTSKURN »Í gær var einnig stærstabrautskráning í sögu Há- skólans í Reykjavík. 423 nem- endur með 28 mismunandi prófgráður útskrifuðust. »Þá var brautskráð í síðastasinn frá Kennaraháskól- anum, en hinn 1. júlí næstkom- andi sameinast hann Háskóla Íslands. Kandídatar voru 495, þar af 87 úr meistaranámi. »Frá Háskólanum á Akur-eyri útskrifuðust 328 kandídatar í gær. MUN meira verður malbikað í borginni í sum- ar en undanfarin ár að sögn Theodórs Guð- finnssonar, deildarstjóra á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Auknar fjárveitingar gera nú mögulegt að fara betur inn í hverfin en verið hefur en víða eru gamlar götur enn á sínu fyrsta slitlagi og endurnýjunin því brýn. Hækkun olíuverðs mun draga töluvert úr svigrúminu en gert er ráð fyrir að malbik- unarvinnan verði a.m.k. 30% dýrari en í fyrra. Fjórir verktakar vinna fyrir borgina í sum- ar og má því gera ráð fyrir malbikunarvinnu á mörgum stöðum í borginni í einu þegar vel viðrar. Drafnarfell mun sjá um fræsingar samkvæmt útboði og Bergsteinn, Loftorka og Höfði um malbikun. Er vinnan nú komin á fullt víða um borg. jmv@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Fleiri götur fræstar í borginni í sumar Eftir Andra Karl andri@mbl.is HANNA Birna Kristjánsdóttir, nýr oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- vík og tilvonandi borgarstjóri, talaði fyrir fullu húsi á opnum fundi í Val- höll í gærmorgun. Hún þakkaði sýnt traust og sagði höfuðverkefni að styrkja á ný stöðu flokksins í borg- inni, sem hefur verið í frjálsu falli. „Nú verður vörn snúið í sókn,“ sagði Hanna Birna og bætti við að hún væri tilbúin til að axla þá ábyrgð sem fylgir oddvitastöðunni. „Allt frá því síðastliðið haust hafa borgarbúar og landsmenn fylgst með því hvernig flest lögmál stjórn- málanna hafa á vettvangi borgar- stjórnar verið brotin. Meirihlutar hafa komið og farið. Stjórnmála- menn hafa sömuleiðis komið og far- ið. Umrótið hefur um flest minnt á eitthvað allt annað en við erum vön frá þeim vettvangi, að minnsta kosti þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við völd,“ sagði Hanna Birna. Hún bar ekki fram skýringu á umrótinu en sagði skort á samráði, skort á upp- lýsingum og of mikinn hraða ein- kennandi fyrir atburðarásina. Af henni þurfi að læra. Sárast, sagði Hanna Birna, væri fyrir borgarfulltrúa að finna traustið þverra meðal stuðningsmanna flokksins, en það hafi hún helst merkt á niðurstöðum nýlegra skoð- anakannana. „Þetta hefur reynst okkur og sérstaklega mér og öllum sem starfa í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sárast að meðtaka. Það er nefnilega ekkert mál að mæta andstöðu og jafnvel andúð frá and- stæðingum sínum. En þegar skila- boð um vonbrigði og skort á trausti berast frá eigin stuðningsfólki verð- ur róðurinn bæði þungur og sár.“ Hanna Birna sagðist oft hafa verið spurð að því í liðinni viku, hvort hún hafi tekið rétta ákvörðun. Hún sagð- ist hugsanlega taka áhættu en ekki hafa efast um ákvörðunina eitt augnablik. Áhættan væri þess virði. „Nú verður vörn snúið í sókn“  Nýr oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík vonar að umrótstímar innan borgarstjórnar séu að baki  Hún segist reiðubúin að axla þá ábyrgð sem fylgir oddvitastöðunni og ætlar sér að endurvinna fylgi „ÉG ER mjög þakklát fyrir það hvernig [Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son] hefur haldið á þessu máli. Margir hafa spurt mig hvort það sé ekki snúið fyrir mig að taka við þar sem hann er áfram í hópnum. Ég segi afdráttarlaust nei,“ sagði Hanna Birna. Hún lofaði störf Vil- hjálms, sem átti ekki heiman- gengt, og bað gesti um að klappa fyrir honum. Hanna Birna sagði Vilhjálm oft og tíðum hafa hlotið ómaklega gagn- rýni og það væri flokknum til happs að halda starfskröftum hans. „Mér finnst ótrúlega mikil- vægt að hafa hann með okkur. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að hann sé tilbúinn að vinna áfram með þessum hópi. Ég er þakklát fyrir það og hlakka til að vinna með honum.“ Mikilvægt að Vilhjálmur haldi áfram LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu leitaði síðdegis í gær 11 ára gamallar fatlaðrar stúlku. Stúlkan fór að heiman frá sér í Hafnarfirði um tólfleytið í gær. Litla stúlkan var ófundin þegar Morgunblaðið fór í prentun. Lögreglan notaði þyrlu við leit- ina að stúlkunni, en leitað var í hrauni, skammt frá heimili stúlk- unnar. Einnig stóð til að spor- hundar aðstoðuðu við leitina. Leitað að 11 ára stúlku TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni á Suðurnesjum aðfaranótt laugardags. Þrisvar þurfti að hafa afskipti af íbúum í heimahúsum vegna ónæðis í tengslum við skemmtanahald. Þá var tvisvar tilkynnt um áflog í Hafnargötu í Keflavík en þau leyst- ust fljótlega upp. Lögreglumenn stöðvuðu þrjá ökumenn vegna umferðalagabrota. Sá fyrsti ók á 99 km/klst. þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. á Reykjanesbraut. Annar virti ekki stöðvunarskyldu og sá þriðji var grunaður um ölvun við akstur í Grindavík. Flogist á í Hafnargötu Morgunblaðið/Frikki Oddvitinn Hanna Birna sagði mikilvægt að endurvinna traust flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.