Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 43 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA MARTA HJARTARDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést á öldrunardeild L-1 á Landakoti miðvikudaginn 4. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Heiðar V. Viggósson, Margreta Björke, Júlía Katrín Björke, Helgi Arnar Alfreðsson, Olga Ingrid Heiðarsdóttir, Halldóra Björk Heiðarsdóttir, Halldór Björke Helgason. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIF ANDREAS JOHANSEN, f. 08.06.1934, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. júní. Jarðað verður í Skoger kirke, Noregi, þriðjudaginn 24. júní. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða önnur styrktarfélög. Anna Björnsdóttir, Freyr Leifsson, Heidi Gravbråten, Arna Kristín Johansen, Edda Áslaug Johansen, Neil Collier, Saga Tryggvadóttir, Tekla Tryggvadóttir, Frida Freysdóttir, Sondre Freysson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR MAGNÚS ÞORKELSSON bifvélavirki, Efstaleiti 71, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 1. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka öllum þeim er auðsýndu samúð sína og hlýhug við andlát Halldórs og útför. Guð blessi ykkur öll. Eygló Sigfúsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Torfason, Halldóra Margrét Halldórsdóttir, Hilmar Hafsteinsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG Þ. GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 12. júní á Landspítalanum Fossvogi. Útförin verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 23. júní kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðbjörn Sigvaldason, Jónína M. Árnadóttir, Kristján Jóhann Sigvaldason, Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, Gísli Freyr Guðbjörnsson. ✝ Dóttir okkar, móðir, systir, tengdamóðir, sambýliskona og amma, VALGERÐUR MARGRÉT GUÐNADÓTTIR, Hvannhólma 20, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 12. júní. Guðni Þórðarson, Sigrún Jónsdóttir, Guðni Þór Scheving, Helga Rós Reynisdóttir, Halla Sigrún Ingvarsdóttir, Arna Fríða Ingvarsdóttir, Jón Snævarr Guðnason, Þórdís Unndórsdóttir, Sigrún Halla Guðnadóttir, Ólafur Ólafsson, Einar Pétursson og barnabörn. ✝ Sigurlína Svan-hvít Sigurðar- dóttir fæddist í Hafnarfirði 8. sept- ember 1913. Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Jónsson fiskmatsmaður, f. í Hafnarfirði 18. ágúst 1871, d. 4. nóv- ember 1947, og kona hans Þórólína Ingi- björg Þórðardóttir, ættuð úr Fljótshlíð, f. 16. febrúar 1886, d. 24. október 1961. Alsystk- in Svanhvítar eru Þórunn Dag- björt f. 1915, Guðný Ágústa f. 1916, Ásta f. 1917, Þórður f. 1919, dreng- ur f. 1924 og Guðbjörg f. 1928. Systkin samfeðra eru Gísli Konráð f. 1898, Guðmundína Margrét f. 1900, Jón f. 1902, Kristján f. 1905 og Valgeir f. 1909. Systkin Svan- hvítar eru öll látin. Sonur Svanhvítar er Egill Svanur Egilsson, f. 11. nóv- ember 1944, kona hans er Maggý Guð- mundsdóttir, f. 9. júlí 1942. Sonur þeirra er Sturla Egilsson, f. 17. maí 1974, kona hans er Hildur Erlingsdóttir, f. 24. júní 1976, þau eiga þrjá syni. Þeir eru Egill Steinar, f. 4. júlí 2000, Erling Orri, f. 4. mars 2003, og Eiður Darri, f. 27. júní 2006. Útför Svanhvítar fór fram í kyrrþey. Þegar hátíðarhöldin vegna 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar stóðu sem hæst lést Svana móður- systir mín í hárri elli. Hún var einn elsti íbúi bæjarins, tæplega 95 ára gömul. Svana fæddist í Hafnarfirði, ólst þar upp og bjó alla sína ævi, lengst af að Austurgötu 29b eða um það bil hálfa öld. Henni þótti mjög vænt um Hafnarfjörð, enda fylgdist hún með bænum stækka úr fámenn- um útgerðarbæ þar sem allir þekkt- ust í fjölmennan bæ með margbreyti- legu atvinnulífi. Það var gaman að spyrja Svönu um menn og málefni og ekki kom maður að tómum kofanum hjá henni því að hún þekkti mjög vel til í bænum og var ákaflega minnug bæði á gamalt og nýtt. Svana er sú síðasta sem kveður úr stórum systkinahópi en hún átti sex alsystkin og fimm hálfsystkin. Mögu- leikar til menntunar voru ekki miklir og systkinin byrjuðu snemma að létta undir á heimilinu. Hún fór ung að vinna og var enn á barnsaldri þegar hún byrjaði í vist og vann við það á sumrin fram á unglingsár en þá tók fiskvinnan við eins og algengt var í Hafnarfirði á þeim tíma. Mestan hluta ævi sinnar vann hún við fisk- vinnslu, lengst af hjá Jóni Gíslasyni, frænda sínum, þar til hún hætti störf- um fyrir aldurs sakir. Þrátt fyrir háan aldur var hún stál- minnug og fylgdist vel með öllum ætt- ingjum sínum, ungum sem gömlum, enda mjög frændrækin. Hún eignað- ist snemma myndavél og var iðin við að mynda vini og vandamenn og til er ómetanlegt safn mynda sem hún hef- ur tekið í gegnum tíðina. Eftir hana liggur einnig mikil og ákaflega vel unnin handavinna. Svana var einstaklega nægjusöm og hógvær kona og vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér og var jafnan já- kvæð þótt aldurinn færðist yfir og heilsunni hrakaði. Svana eignaðist soninn Egil Svan. Um árabil bjó hún hjá honum og Maggý konu hans. Þar naut hún líka samvista við Sturlu, son þeirra, sem var augasteinninn henn- ar. Hann og kona hans Hildur eiga þrjá myndarlega syni, sem hafa verið henni til ómældrar gleði undanfarin ár. Ég sendi Svani, Maggý, Sturlu, Hildi og sonum samúðarkveðjur mín- ar. Sigrún Haraldsdóttir. Svanhvít Sigurðardóttir, móður- systir mín, kvaddi lífið af sama æðru- leysi og hún lifði því. Hún var alltaf sjálfri sér samkvæm. Sagði skoðun sína umbúðalaust og af meira hisp- ursleysi en maður á að venjast, en í því fólst engin vandlæting. Þegar hún sagði kannski „óttalega er þetta ljót úlpa sem þú ert í“ var hún ekki að hneykslast á smekkleysi úlpueigand- ans heldur tjá sig um málið. Hún var ærleg á öllum sviðum og tók lífinu eins og það kom. Var hvorki upptekin af fortíðinni né áhyggjufull um fram- tíðina. Núið var hennar tími. Hún ólst upp á Austurgötu 29b í Hafnarfirði, elst fimm barna Þórólínu Þórðardótt- ur og Sigurðar Jónssonar. Á æskuár- um vann hún um tíma hjá Ásmundi bakara, en starfaði lengst af sem fisk- vinnslukona hjá Jóni Gíslasyni, út- gerðarmanni í Hafnarfirði, en þau voru bræðrabörn. Í þá daga var slíkt starf erfiðisvinna og oft kalsamt, en ekki minnist ég þess að hafa heyrt Svönu kvarta. Reyndar man ég ekki eftir að hún hafi nokkurn tíma verið veik. Þegar foreldrar mínir giftust byggðu þau við húsið á Austurgöt- unni. Við systkinin ólumst því upp í sama húsi og afi og amma, Svana frænka og sonur hennar, Egill Svan- ur Egilsson. Faðir minn var sjómaður og langdvölum í burtu og þegar afi féll frá árið 1947 varð Austurgata á vissan hátt kvennahús. Þær amma, mamma og Svana réðu þar ríkjum og vinkonur þeirra voru tíðir gestir. Við eldhúsborðið hjá ömmu var lengi set- ið og mikið spjallað. Svana frænka mín var því meira en venjuleg frænka okkar systkinanna þegar við vorum að vaxa úr grasi og Egill sonur henn- ar nánast bróðir okkar. Myndavélar voru ekki í hvers manns eigu á þess- um árum, en Svana keypti sér eina slíka og sparaði hana ekki. Hennar vegna eru til skemmtilegar myndir af okkur krökkunum á öllum aldri. Hún fékk sér líka kvikmyndavél, sem í dag þætti frumstæð, en af því að hún lán- aði mér hana geta börn mín nú séð hvernig þau töluðu, hlógu og hlupu á barnsaldri. Þegar við Egill byggðum okkur hús fengum við fyrir tilviljun samliggjandi lóðir. Við búum því enn hlið við hlið. Hann útbjó íbúð fyrir Svönu í húsinu og þar hefur hún verið umvafin af Agli, Maggý konu hans, sem er einstök manneskja, og Sturlu syni þeirra, augasteini ömmu sinnar. Svana fór lengst af gangandi allra sinna ferða og fylgdist vel með öllu. Sagði til dæmis um leið og hún gekk framhjá: „Sigþór, það vantar mold á silfurreyninn hjá þér!“ Hún átti skemmtilegt og fallegt ævikvöld, var mikils metin mamma, amma og langamma og látin finna það. Hún fylgdist með Sturlu vaxa úr grasi og finna hana Hildi. Drengirnir þeirra þrír kórónuðu svo lífsgæfu fiskvinnslukonunnar frá Austurgöt- unni. Síðustu árin bjó hún á Hrafnistu og undi sér vel. Herbergið hennar var eins og stássstofa og hún tók virkan þátt í því starfi sem boðið var upp á. Agli frænda mínum, Maggý, Sturlu og Hildi færi ég innilegar samúðar- kveðjur frá fjölskyldunni í næsta húsi og bið Svönu frænku minni Guðs blessunar. Sigþór Sigurðsson. Hún var elst hálfsystkina föður míns og hét fullu nafni Sigurlína Svanhvít, þótt hún kallaði sig aldrei annað en Svanhvíti, en meðal systk- inanna og frændfólksins var hún allt- af kölluð Svana. Systkinin í Sigurðar Jónssonar- húsi á Austurgötunni í Hafnarfirði voru alls 12 úr tveimur hjónaböndum, þótt aðeins 10 kæmust til fullorðins- ára. Nú hafa þau öll farið á vit feðra sinna, Svana þeirra síðust og elst. Þó að Sigurður, afi minn, hafi að sínu leyti haft nóg að leggja fyrir sig og sína, þá var lífsbaráttan erfið fyrir barnmargar fjölskyldur, sem á fyrri helmingi síðustu aldar bjuggu oftast nær í svokallaðri þurrabúð, og var al- gengt á þeim tíma í Hafnarfirði, og því fá tækifærin fyrir börnin að sækja sér nokkra menntun að ráði, þar sem þau urðu flest að fara að vinna um leið og aldur leyfði, sum skömmu eftir fermingu, til þess að drýgja tekjur heimilisins. Svana var þar engin und- antekning. Hún bar það líka með sér að hafa átt erfiða og annasama ævi, enda vann hún við margvísleg störf, m.a. fiskvinnslustörf hjá frænda okk- ar, Jóni Gíslasyni. Þó fannst mér hún alltaf vera vel sjálfmenntuð og lesin á margan hátt. Hún var afar vel vinn- andi og vandvirk við allt, sem hún gerði, og var líka margt til lista lagt. Það bera m.a. hannyrðirnar hennar vott um. Það var alltaf gaman að hitta hana og tala við, enda margfróð um margt, sérstaklega um lífið í Hafn- arfirði fyrr á árum, þótt öll systkinin væru heldur þögul um æskuár sín í bænum. Það hefur líka verið erfitt að vera einstæð móðir á þessum tíma, en Svana átti góða fjölskyldu, sem studdi hana vel, enda bjuggu margar kyn- slóðir saman í þessu litla húsi Sigurð- ar, afa míns, á Austurgötunni. Svana bjó vel að því, þó að hún byggi ekki þar nema lítinn tíma. Ég heyrði snemma talað um þessa frænku mína. Þótt faðir minn talaði lítið um systkini sín og æskuárin, og lítið sambandið milli þeirra yfirleitt, þá minntist hann oft á Svönu, fyrir ut- an Ágústu, systur þeirra, og mér fannst hann halda meira upp á þær en önnur systkini sín, enda voru þau þrjú heldur ekki svo mjög ólík í sér. Þó að mér fyndist ég hafa þekkt báðar systurnar alla tíð af frásögnum föður míns af þeim, sérstaklega þó Svönu, þá kynntist ég hvorugri þeirra samt neitt að ráði fyrr en seint og um síðir og finnst ég ríkari á eftir. Þegar komið er að þessari kveðju- stund, eftir alltof stutta viðkynningu að mínu mati, er mér efst í huga ein- lægt þakklæti fyrir góða viðkynningu og skemmtilegar samverustundir gegnum tíðina. Ég bið Svönu allrar blessunar, þar sem hún er nú. Guð geymi hana og varðveiti, og veri með afkomendum hennar, sem ég votta mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning góðar frænku. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Svanhvít Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.