Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 34
„Fólk jafnvel fussar og sveiar og spyr fyrst af öllu „til hvers er þetta?“,“ segir hún … 41 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA leggst gríðarlega vel í okk- ur,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, forsprakki hljómsveit- arinnar Senuþjófanna, sem leikur ásamt Megasi í Höllinni í Vest- mannaeyjum hinn 3. júlí næstkom- andi. Aðspurður segir Guðmundur að Megas hafi ekki spilað í Eyjum í fjöldamörg ár, en þótt hann viti ekki nákvæmlega hversu mörg árin eru hafi hann heyrt einhvern segja að líklega séu um 18 ár síðan Eyjamenn hafi notið nærveru kappans. „Við ætlum að leika ný lög í bland við margar af perlunum sem Megas hefur samið í gegnum tíðina. Allir ættu þannig að hafa gaman af. Við höfum verið að spila víða um landið og það er mikil tilhlökkun í okkur að spila í Eyjum. Við lofum kraftmikl- um og góðum tónleikum,“ segir Guð- mundur. Eingöngu ábreiður Samstarf Megasar og Senuþjóf- ana hófst í kringum upptökur á plöt- unum Frágangi og Hold er mold sem komu út í fyrrasumar og -haust. Báðar hlutu plöturnar mikið lof gagnrýnenda, en um var að ræða fyrstu plötur Megasar í sex ár og voru þær því löngu tímabærar. Samstarf Megasar og Senuþjóf- anna mun síðan bera enn frekari ávöxt nú í sumar því þriðja plata þeirra er væntanleg upp úr miðjum júlí. Að sögn Guðmundar hefur plat- an þegar hlotið nafn, en hún mun heita því skemmtilega nafni Á morg- un. Guðmundur segir að platan verði frábrugðin hinum plötunum tveimur að því leyti að á henni verði ein- göngu að finna tökulög – svokallaðar ábreiður. Forsala aðgöngumiða á tónleikana fer fram í Sparisjóði Vestmannaeyja og hefst fimmtudaginn 18. júní. Miðaverð í forsölu er 2.000 kr. en 2.500 kr. við inngang. Þá er einnig hægt að tryggja sér miða með því að senda póst á net- fangið megas@heimaey.is. Megas heldur tónleika í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Megas Ætli Árni Johnsen muni taka nokkur lög með kappanum? Ný plata meistarans, sem heitir Á morgun, kemur út um miðjan júlí  Eins og fram kemur í mynda- grein hér til hliðar var mikið um dýrðir í fimm ára afmæli Reykjavik Grapevine í Viðey á föstudaginn. Þar kom hljómsveitin Dáðadrengir fram í fyrsta skipti í um það bil þrjú ár, en eins og margir eflaust muna bar sveitin sigur úr býtum í Músíktil- raunum árið 2003. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá sveitinni síðan 2005 þegar upp úr samstarfinu slitn- aði. Þeir voru þó tilbúnir til þess að gera vinum sínum á Grapevine þann greiða að spila í afmælinu, og ekki skemmdi fyrir að þeim var boðið far með þyrlu út í eyjuna. Nú er spurn- ing hvort Dáðadrengir hafi komið af stað nýju „trendi“ meðal hljóm- sveita, svipuðu og einkaþotu- „trendi“ íslenskra auðmanna … Dáðadrengir fluttir með þyrlu til Viðeyjar  Út er kom- inn kassi með fimm geisla- plötum sem sagðar eru innihalda 100 bestu lög lýð- veldisins. Það er Sena sem gefur safnið út, en 30 einstaklingar voru fengnir til að velja þau 30 lög sem þeir töldu bestu lög íslenskrar dæg- urtónlistar, og voru 100 lög svo tek- in úr þeim niðurstöðum. Sérstaka athygli vekur að Bubbi Morthens á flest lög í safninu, en hann er flytj- andi 10 laga á plötunum, ýmist einn eða með hljómsveit. Þá eru 12 lag- anna flutt á ensku, eða 12%, sem verður að teljast nokkuð merkileg tölfræði. Það skýtur hins vegar nokkuð skökku við að þekktustu tónlistarmenn Íslandssögunnar, Björk og Sigur Rós, eigi ekkert lag í safninu. Á því er þó eðlileg skýr- ing; þau vildu hreinlega ekki eiga lög á plötunum. Björk og Sigur Rós ekki á topp 100 Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÞETTA eru myndir af hand- járnum. Ísland handjárnað við Nor- eg, Ísland handjárnað við breska herinn, Ísland handjárnað við Bandaríkin …“ segir Alexander Zaklynsky um eitt verka á mynd- listarsýningu sem verður opnuð í dag. Umrætt verk er eftir Katrínu Jónsdóttur og er eitt af mörgum til- brigðum við sjálfstæðisbaráttuna sem við minnumst 17. júní. Alexander og Davíð Örn Hall- dórsson eru sýningarstjórar sýn- ingarinnar sem verður í Lost Horse Gallery, sem Alexander rekur ásamt Agnari Agnarssyni. Galleríið er við Skólastræti 1, í húsi sem áður hét Nýmörk og var upphaflega hesthús og fjós en síðan hafa lista- menn löngum unnið í húsinu. Þar munu alls tólf listamenn í yngri kantinum sýna. En hver eru tengsl þessarar kynslóðar við þjóðhátíð- ardaginn? „Það er mjög misjafnt, en ég sjálfur ber hlýjar tilfinningar til dagsins og á frá honum góðar minningar,“ segir Davíð og bætir við að þessi spurning hafi einmitt vaknað í ferlinu. „Fólk er hins veg- ar mjög mislangt komið í rann- sóknum sínum, sum verkin hafa beina skírskotun í 17. júní en ann- ars eru þetta tilraunir í sem eru mislangt á veg komnar.“ En lista- mennirnir bera sjálfstæðinu gott vitni. „Það sem mér finnst áberandi er hvað öll verkin eru mismunandi. Við erum öll sett undir sama hatt sem ungir myndlistarmenn en verkin eru gjörólík,“ segir Davíð. Goddur skrifar leiðara í sýning- arskrá og þeir Sigtryggur Berg Karlsson og Ásmundur Ásmunds- son verða með uppákomur og svo verður húllumhæ fram eftir kvöldi. Þjóðhátíð í hesthúsi  Myndlistarsýning opnuð 17. júní klukkan 17 í Lost Horse Gallery í Skólastræti  Tólf ungir myndlistarmenn, tveir gjörningar og húllumhæ fram á kvöld Morgunblaðið/Kristinn Týndir hestar Alexander Zaklynsky og Davíð Örn Halldórsson nutu veðurblíðunnar í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tómas Magnússon Davíð Örn Halldórsson Halldór Ragnarsson Jóhanna Helga Þorkelsdóttir Hrafnhildur Guðmundsdóttir Guðmundur Thoroddsen Þrándur Þórarinsson Bergþór Morthens Helgi Örn Pétursson Katrín Friðriksdóttir Alexander Zaklynsky Aron Bergmann Listamennirnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.