Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 41
konunnar og karlakórinn Fóst- bræður kyrja „Ísland ögrum skor- ið“.  Í tilefni dagsins er síðan vel við hæfi að borða þjóðlegan mat þegar hungrið fer að sverfa að í hádeginu og fátt slær út rjúkandi sviða- kjamma á BSÍ.  Ef smáfólk er með í för byrjar mesta fjörið fyrir það upp úr klukk- an eitt með allskyns leiktækjum og skemmtiatriðum í Hljómskálagarð- Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is STANSLAUS skemmtidagskrá verður í gangi í miðbæ Reykjavíkur í dag. Þeir sem fögnuðu þjóðhátíð- inni í nótt vilja örugglega taka það rólega í morgunsárið, en þeir Reyk- víkingar sem ekki verða komnir á fætur rétt fyrir tíu verða vaktir með samhljómi kirkjuklukkna borgarinnar. Veðurstofan lofaði í gær sól og blíðu og ekkert er því til fyrirstöðu að njóta þess besta sem í boði er í dag.  Mikilvægt er að hefja daginn með hollum og staðgóðum morg- unverði sem vegur upp á móti öllu kandíflossinu og sleikjósnuðunum sem venjan er að innbyrða á þess- um degi. Áður en haldið er að heim- an er líka rétt að huga að klæða- burðinum. Þeir sem ekki búa svo vel að eiga þjóðbúning geta klæðst fánalit- unum og haft íslenska lopa- peysu með- ferðis ef það skyldi kólna í veðri.  Klukkan 10.40 hefst hátíðardagskrá á Austurvelli og þá er upplagt að kynda undir ættjarð- arástinni með því að hlusta á ræðu fjall- inum. Þar verður meðal annars hægt að læra sirkuskúnstir í Sirk- usskóla Wallys. Síðan er hægt að rölta á barna- og fjölskylduskemmt- un á Arnarhóli klukkan tvö þar sem m.a. verða sýnd atriði úr vinsælustu barnaleikritum síðustu missera, t.d. Gosa og Skilaboðaskjóðunni.  Þjóðminjasafnið verður opið frá klukkan 10 til 17 og viðeigandi er að ganga einn hring um grunnsýn- ingu þess, staldra við í vinnustofu Jóns Sigurðssonar og votta afmæl- isbarninu virðingu sína. Í tilefni dagsins verður fyrsta forsetabíl lýðveldisins lagt við safnið, en hann hefur nýlega verið gerður upp.  Klukkan 21 um kvöldið verður síðan hápunktur hátíðarhaldanna í huga margra þegar stórtónleikar hefjast á Arnarhóli en þar koma fram meðal annarra Nýdönsk, Hjal- talín og Agent Fresco. Þegar þeim lýkur er hægt að fá sér snúning niðri á Ingólfstorgi við söng Ragga Bjarna, fráfarandi borgarlista- manns.  Síðastir á dagskránni eru hipp- hopp-tónleikar á Arnarhóli þar sem sumir af þátttakendum í nýafstöðnu rappstríði verða meðal flytjenda. Má því búast við rafmögnuðu and- rúmslofti í lok hátíðarhaldanna. Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjíjei Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lífið er yndislegt Nýdönsk er meðal þeirra hljómsveita sem troða upp á stórtónleikum á Arnarhóli í kvöld. Enginn ætti að missa af þeim. Nammi namm Sviðakjammi og stöppuð rót- arhnýði er þjóð- leg og góð máltíð í tilefni dagsins. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 41 Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „VIÐ erum að fást við hreint augnasælgæti, og sumir búning- arnir sem við gerum eru í raun bara sjónrænir, stórir og litríkir og kannski ætlað að ögra fólki,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sem með Þorgerði Þórhallsdóttur mynd- ar myndlistartvíeykið Flýjandi. Báðar eru þær 19 ára og stunda nám á fornmálabraut Mennta- skólans í Reykjavík og kennir Sunna Kristín því um listáhugann að báðar eiga listamann fyrir for- eldri. „Tískuáhuginn er svo eitt- hvað sem allar stelpur eiga sameig- inlegt,“ bætir hún við glettin. Fatnaður sem skúlptúr Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum Hins hússins Útgangspunkturinn í listsköpun Sunnu Kristínar og Þorgerðar er tíska. „Þetta eru hálfgerðir skúlp- túrar sem við búum til og klæð- umst og myndu þessi sköpunar- verk seint verða talin vænleg sem söluvara. Um daginn bjuggum við til dæmis til búning sem er sam- settur úr fimm veiðistöngum sem hanga frá baki og fram fyrir höfuð. Úr hverri stöng hékk lituð kúla sem táknaði hugmyndir okkar og drauma,“ segir Sunna og geta flest- ir getið sér til um hvað þær stöllur eru að fara með búningnum sem færi kannski nær að kalla tísku- gjörning. Er myndlist bara áhugamál? „Tíska sem gjörningalist er slag- orðið sem við höfum að leiðarljósi,“ segir Sunna Kristín og veltir um leið upp allskyns spurningum um hlutverk fatnaðar, tísku og mynd- listar í samfélaginu. „Það virðist einhvern veginn vera ríkjandi við- horf í samfélaginu í dag að það sem ekki skapar peninga sé tilgangs- laust.. Þjóðfélagið er vel sett en fátt sem nærir andann. Fólk jafn- vel fussar og sveiar og spyr fyrst af öllu: „Til hvers er þetta?““ segir hún. „Og kannski er myndlist eftir allt saman ekkert annað en áhuga- mál, en sem slíkt ekkert minna merkilegt en EM í fótbolta svo maður nefni dæmi um áhugamál sem ofboðslega margir hafa gaman af,“ segir hún. Sunna Kristín og Þorgerður verða á ferð um miðbæinn í sumar og leika sér með tískuskúlptúra og önnur listform. Má jafnvel vænta hljóðverka, innsetninga, ljósmyndasýninga og allskyns listrænna gjörninga. Fötin skapa ádeiluna Myndlistartvíeykið Flýjandi bræðir sam- an tísku, myndlist og ýmis önnur listform Morgunblaðið/G.Rúnar Ekki benda á mig Sunna Kristín og Þorgerður bregða á leik með tískuskotnum skúlptúr-gjörningi á Laugaveginum. 14.06.2008 1 13 15 31 34 9 9 0 2 5 8 0 2 5 6 30 14.05.2008 9 18 31 33 45 48 198 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.