Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 15
árs gamlar fréttir þar sem hann eys eldi og brennisteini yfir NATO og hyllir talibana og að vera svo með honum á fundum í dag þar sem hann eys eldi og brennisteini yfir talibana og fordæmir illvirki þeirra sem hann áður lofaði.“ Brennivín og byssuburður Eftir hádegi hrindir Börkur því í verk sem ákveðið var á samhæfing- arfundinum eða er í símanum „að leiðrétta fréttir eða finna út hver sé höfundur einhverrar fréttar sem manni finnst vafasöm“. Frá því fyrir skömmu fór mikill tími hjá honum í að teikna upp landslag fjölmiðlanna, búa til skrá þar sem koma fram upplýsingar um stefnu fjölmiðilsins, áhrif hans, gæði og símanúmer á helstu forsvarsmenn. „Fyrir vikið fór ég á fund margra þeirra og hef kynnst mörgum blaða- og sjón- varpsmönnum vel.“ – Er eitthvað hversdagslegt við þessa tilveru? „Já, þetta er eiginlega mjög hversdagsleg tilvera. Með öllu sem því tilheyrir, viðhaldi á líkamanum, tannburstun, þvotti, áti, vinnu fyrir framan tölvuna, gríni og spjalli við samstarfsfélagana og ekki frá- brugðið eðlilegum dögum heima á Íslandi, ef undan er skilið að menn ganga ekki um með vélbyssur á bakinu í Lækjargötunni. Það eru líka sjaldséð skilti fyrir utan kaffi- húsin á Laugaveginum þar sem stendur að bannað sé að drekka áfengi ef maður er vopnaður. Brennivín samhliða byssuburði er ekki vinsælt hér.“ – Hefurðu komist í hann krapp- an? „Nei, ég hef ekki komist í hann krappan.“ – Gera Íslendingar gagn í Afgan- istan? „Já, þeir gera gagn og eru yf- irleitt mjög vel liðnir. Það eru um átta Íslendingar á flugvellinum sem gegna mikilvægu hlutverki í rekstri vallarins. Í Meymanar eru nokkrir Íslendingar sem hafa þó nokkurt fé til umráða í þróunaruppbyggingu svæðisins og leggja fé og vinnu í ýmiskonar verkefni eins og að byggja brunna, efla skólastarfið og annað aðkallandi fyrir Afganana í Meymanar. Hér í höfuðstöðvunum erum við nokkur sem leggjum fjöl- miðladeild NATO lið og ég hef ekki orðið var við neitt nema mikla ánægju með framlag okkar.“ Kvikmynd á kvöldin Börkur vinnur að kvikmynd með- fram störfum sínum í Afganistan, en prufutökur fóru fram í fyrrahaust og ætlar hann að taka hana upp í lok sumars. Hann segir vel hægt að gefa sér tíma til að vinna að mynd- inni meðfram störfunum „Já það er hægt. Ég reyni að vera ekki í vinnunni á kvöldin og næ þá yfirleitt tveimur til þremur tímum í vinnu í handritinu áður en ég fer að sofa. Það er ekki svo erfitt að þvinga sig til þess. Hvað ætti maður svo- sem að gera annað hérna? Það eru 2 þúsund manns í þessum búðum og af því eru aðeins rúmlega 100 stelp- ur. Hlutföllin eru sem sagt 20 strák- ar á hverja stelpu. Samkeppnisað- ilar um athygli stúlknanna eru síðan fílefldir karlmenn á milli tvítugs og þrítugs sem gætu hæglega hlaupið tvö til þrjú maraþon fyrir hádegi, lyft og sveiflað lóðum eins og þau væru tannstönglar og eru líklegir til að bryðja grjót í hádegismat til að herða sig.“ Börkur grettir sig. „Maður eyðir ekki tíma í að glápa á stelpur í svona vonlausum að- stæðum og bíður bara með það þangað til maður kemur heim. Það er mun betra að eyða kvöldinu með stelpunum í handritinu mínu þar sem þær láta mun betur að stjórn og gráta eða hlæja þegar ég ákveð að láta þær gera það, annað en þess- ar raunverulegu hérna í búðunum sem hlæja að annarra manna brönd- urum og glápa á allt aðra stráka heldur en mig. Svo eru þær flestar vopnaðar vélbyssum hérna þannig að maður tekur enga áhættu í þess- um fáu viðreynslutilraunum sínum; þær myndu ekki láta sér nægja að slá mann utan undir ef maður myndi móðga þær.“ Kvikmyndin var raunar ástæðan fyrir því að Börkur fór til Afganist- an, því hann fjármagnar hana að hluta til sjálfur. „Ég hef það alltaf fyrir sið að fara í stríð til að fjár- magna kvikmyndir mínar,“ segir hann og hlær. „Fyrsta bíómyndin mín, Sterkt kaffi, var borguð með dvöl minni í Bagdad. Og nú kemur NATO sterkt inn með því að greiða mér góð laun og fjármagna þannig næstu bíómynd.“ Misalvarleg vandræði Hugmyndin að kvikmyndinni kviknaði fyrir einu og hálfu ári og hefur Börkur síðan unnið að hand- ritinu og æft með leikurum, en í burðarhlutverkum eru Jón Páll Eyjólfsson, Björn Thors, Edda Heiðrún Bachman, Halldór Gylfa- son, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Guðrún Bjarnadóttir. „Þetta er gamanmynd um tvö pör sem eiga í misalvarlegum vandræð- um með að ná saman og hvernig þau vinna sig út úr þeim vandræðum eða vinna sig inn í enn meiri vand- ræði, eftir því hvaða dæmi úr mynd- inni við tökum.“ – Svo ertu með skáldsögu í burð- arliðnum? „Já, ég var langt kominn með hana áður en ég kom hingað út en er núna búinn með hana. Hún kemur út í haust og nefnist „Hvernig ég hertók höll Saddams“. Þetta er lýs- ing á frægðarför íslenska hersins til Írak, ástum hersins, örlögum, mór- ölsku niðurbroti og loks skipulegu undanhaldi mínu úr sprengjuregn- inu í Bagdad. Það er mjög afslapp- andi að geta eytt síðustu klukkutím- unum fyrir svefninn í að laga setningar í sögunni.“ – Hvers saknarðu á Íslandi? „Flestalls, ég sakna þess að geta ekki daðrað við afgreiðslustúlkur, ég sakna ferska loftsins, tuðsins í félögum mínum, nálægðarinnar við fjölskylduna og þá sem maður elsk- ar; ég sakna plássins, að geta verið einn einhvers staðar, að geta hreyft sig í herberginu sínu án þess að rek- ast í skápa eða ókunnugt fólk sem plantað er í herbergið mitt – eini staðurinn þar sem maður getur ver- ið einn í Kabúl er þegar maður fer að kúka.“ pebl@mbl.is Rigning Halldór Gylfason og Björn Thors í tökum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 15 Krókhálsi 5 - 110 Reykjavík - Sími 517 8050 - Sportbudin.is Ha, útsala? Já, 10 daga útsala á eldri stangaveiðibúnaði í Sportbúðinni, Krókhálsi 5 hefst í dag. Opið í dag frá 12 til 16 30 til 60% afsláttur Öndunarvöðlur á hálfvirði Veiðijakkar á hálfvirði Kaststangir á hálfvirði Flugustangir á hálfvirði Kasthjól á hálfvirði Fluguhjól á hálfvirði Misstir þú af síðustu útsölu Sportbúðarinnar? Þessari sem allir eru að tala um. Ætlarðu líka að missa af þessari? Renndu við og gerðu góðan díl í sumarbyrjun Takmarkað magn og aðeins í 10 daga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.