Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Annar hvíta-björn gekk á land á mánudag og nú við Hraun á Skaga. Ákveðið var að fara aðra leið en fyrir tveimur vikum þegar hvíta-björninn var af-lífaður strax. Til stóð að svæfa dýrið og flytja það aftur heim til Græn-lands. En styggð kom að birninum þegar bílar nálguðust hann og hann stefndi út í sjó. Stjórn-endur á vett-vangi töldu skynsam-legast að skjóta dýrið. Danskur sér-fræðingur kom til landsins til þess að skjóta deyfi-lyfi í dýrið, en hann komst aldrei nógu nálægt því. Hann sagðist algjör-lega sam-mála því að eini kosturinn í stöðunni hefði verið að af-lífa dýrið. Hjalti J. Guðmundsson, sviðs-stjóri náttúru-auðlinda hjá Umhverfis-stofnun, sagði að allir sem þátt tóku í björgunar-tilraununum á Hrauni væru daprir yfir enda-lokum ís-bjarnarins. Í umhverfis-ráðuneytinu er unnið að viðbragðs-áætlun vegna komu hvíta-bjarna, og verður henni nú flýtt. Björgun hvíta-bjarnar mis-tókst Morgunblaðið/RAX Á fimmtu-dag var gerð mikil breyting á starfsemi Íbúðalána- -sjóðs. Lán-veitingar sjóðsins munu nú miðast við kaup-verð eigna í stað brunabóta-mats en hlut-fallið verður enn 80%. Þetta verður kaup-endum tvímæla-laust til mikilla hags-bóta. Hámarks-lánið hækkar úr 18 í 20 milljónir, sem er gott fyrir ungt fólk sem hyggur á sín fyrstu íbúða-kaup. Þessar að-gerðir ríkis-stjórnarinnar þykja afar já-kvæðar og mikil-vægt skref í átt að um-bótum fasteigna-markaðarins. Ingibjörgu Þórðardóttur for-manni Félags fasteigna-sala finnst að hámarks-lánið hefði mátt hækka enn meir og láns-hlutfall til fyrstu kaupa hækka í 90%. Breytingar hjá Íbúða- lánasjóði Ingibjörg Þórðardóttir Sigur-sæl Bræðra-bylta Bræðrabylta, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, hlaut ný-lega verð-laun á þremur stuttmynda-hátíðum. Hún fékk aðalverð-launin á Kratkofil- stuttmynda-keppninni í Bosníu, aðal-verðlaunin á Milan Gay & Lesbian Film Festival og einnig svokölluð „Youth Jury Prize“ á alþjóð-legu stuttmynda-keppninni í Huesca á Spáni. Kjartan fær riddara-krossinn Kjartan Sveinsson, tónlistar-maður og liðs-maður hljóm-sveitarinnar Sigur Rósar, hlaut heiðurs-merki hinnar íslensku fálka-orðu, riddara- krossinn, fyrir ný-sköpun í tón-list. Kjartan gat ekki veitt krossinum við-töku á Bessa-stöðum þar sem hann var að spila á tón-leikum í New York í MoMA-listasafninu Gler-lykillinn af-hentur Gler-lykillinn, nor-rænu glæpasagna-verðlaunin, hafa verið af-hent. Stieg Larsson heitinn fékk hann fyrir Luftslottet som sprängdes. Larsson fékk líka Gler-lykilinn fyrir fyrstu söguna sína, Män som hatar kvinnor, árið 2006. Stutt Á fimmtu-daginn tók gildi samkomu-lag milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gaza um vopna-hlé. Það náðist með milli-göngu Egypta, en þeir hafa í nokkra mánuði beitt sér fyrir við-ræðum deilu-aðila. Nú verður bundinn endi á flug-skeyta-árásir á Ísrael frá Gaza, þar sem Hamas fer með stjórnina. Fyrir Gaza-menn skiptir mestu að Ísraelar hætti að ein-angra svæðið og hindra að-drætti elds-neytis og annarra nauð-synja. Ehud Barak, varnar-mála-ráðherra Ísraela, sagði að erfitt væri meta líkurnar á því hve lengi vopna-hléð myndi halda. Varir vopna-hléð? Um 70 manns hafa beðið bana í grimmi-legum árásum stuðnings-manna Roberts Mugabes for-seta frá fyrri um-ferð forseta-kosninga 29. mars. Þúsundir manna hafa þurft að þola bar-smíðar og pyntingar, þeirra á meðal nokkrir af helstu ráð-gjöfum Morgans Tsvangirais, forseta-efnis Lýðræðis-hreyfingarinnar og konur þeirra. Stuðnings-menn Mugabes hafa beitt ýmsum að-ferðum til að tryggja Mugabe sigur í kosningunum. Þeir hafa kveikt í húsum stuðnings-manna Lýðræðis-hreyfingarinnar til að hrekja þá á flótta og koma í veg fyrir að þeir geti kosið. Sagt er að 25.000 manns hafi misst heimili sín í árásunum. Stjórn Simbabve hefur bannað hjálpar-samtökum að starfa á svæðum þar sem Lýðræðis-hreyfingin nýtur stuðn-ings. Hundruð þúsunda sveltandi Simbabve-manna fá enga því hjálp. Of-beldi og dráp í Simbabve Reuters Fólk fagnar for-manni Lýðræðis-hreyfingar- innar. Á þjóð-hátíðar-daginn lék Sigur Rós á sér-stökum tón-leikum í tengslum við sýningu Ólafs Elíassonar, Take Your Time í MoMa-safninu í New York. Uppá-klædd Sigur Rós og lit-rík strengja-sveitin Amiina léku lög af eldri plötum sveitarinnar við mikla hylli áhorfenda. Allt ætlaði svo að ganga af göflunum þegar hvít-klædd blásturs-sveit undir stjórn Samúels J. Samúelssonar bættist við á sviðinu og tók undir með sveitinni. 17. júní í New York Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjáls-íþrótta-kona úr Ármanni setti á fimmtu-daginn Íslands-met í sjö-þraut. Þá lauk hún keppni með 5.524 stig á afar sterku móti í Tékk-landi. Með þessum árangri bætir Helga Margrét gamla Íslands-metið um 122 stig. Helga er aðeins á sínu sautjánda aldurs-ári og varð á dögunum Norður-landa-meistari í sínum aldurs-flokki í sjö-þraut. „Mark-mið sumarsins var að fara yfir 5.500 stig og auðvitað ná þessu Íslands-meti, þannig að ég er ó-trú-lega glöð með þetta,“ sagði Helga Margrét. Setti Íslands-met í sjö-þraut Morgunblaðið/Valdís Thor Helga Margrét . Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.