Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 49 Hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí, þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson.) Lárus bróðir minn hefur kvatt þessa jarðvist og er okkur öllum brugðið. Hugurinn hvarflar til Hveragerðis þar sem hann bjó í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu en þau sáu ásamt pabba að mestu um uppeldið sökum veikinda og síðan fráfalls móður hans. Lárus var greindur maður og hafði alla möguleika til náms því pabbi lagði mikla áherslu á það við okkur systkinin að við lærðum öll eitt- hvað sem kæmi okkur að gagni í framtíðinni. Ungur að árum kynnt- ist Lárus fallegri stúlku henni Sonju sem síðan varð eiginkona Lárus Jóhannes Kristjánsson ✝ Lárus JóhannesKristjánsson fæddist á Ísafirði 9. júní 1942. Hann lést af slysförum 4. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju 16. maí, í kyrrþey. hans og eignaðist með henni tvo ynd- islega og ljúfa drengi þá Kristján Helga og Guðmund. Þau voru öll einstaklega glað- leg og strákarnir allt- af brosandi og skemmtilegir, og Lárus sívinnandi dugnaðarforkur. Lár- us var handlaginn og mikill verkmaður. Til eru sögur af honum þar sem hann smíð- aði hin ýmsu tæki, m.a. skurðgröfu sem börnin í sveitinn hjá Sigga frænda í Litla- Hvammi notuðu í nokkur ár. Lár- us var mikill bílaáhugamaður og minnist ég þess þegar hann bauð mér í bíltúr á þriggja dekkja bíln- um sínum sem ekki voru algengir, hvorki þá né í dag og hvað hann hafði gaman af skelfingarsvipnum sem kom á mig þar sem mér fannst eitthvað vanta undir bílinn. Það var oft stutt í prakkarann hjá Lalla bróður mínum. Synir Lár- usar stækkuðu og gáfu honum og Sonju fimm mannvænleg barna- börn. Það varð okkur því öllum mikið áfall þegar Guðmundur yngri sonur þeirra hjóna greindist með heilaæxli og féll frá aðeins 23 ára gamall frá eiginkonu og ungri dóttur. Kristján eldri sonur Lárusar á ásamt eiginkonu sinni fjögur börn og hafa þau alltaf búið í nágrenni við afa og ömmu og var afinn stolt- ur af hópnum sínum og nefndi það við mig í hverju samtali hvað þau væru góð við sig og hvaða áföng- um í lífi sínu þau væru að ljúka í það og það sinnið. Lárus missti Sonju sína eftir stutt en snörp veikindi fyrir rúmum tveimur ár- um og hefur Kristján minn elsku- legi frændi misst mikið á stuttum tíma, en hann á góða að. Ég veit að glaðværð hans og jákvæðni hjálpa honum á erfiðum stundum. Síðustu misserin var Lárus bróðir minn í sambúð með góðri konu sem hann sagðist veita sér mikla hamingju og veit ég að hann sagði þar satt. Lárus hafði gaman að því að ferðast og var farinn að áætla ferð til heimalands sambýliskonu sinn- ar núna í sumar og var tilhlökk- unin mikil. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð gefi aðstandendum öllum styrk á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Lárusar bróður míns. Soffia K. Kristjánsdóttir. Agnes Bjarnadótt- ir hjúkrunarfræðing- ur er látin og var út- för hennar gerð frá kapellunni á Bispebjerg í blíðskap- arveðri laugardaginn 10. maí sl. Við Agnes kynntumst í 11 ára bekk í Laugarnesskólanum hjá hinum frábæra kennara Auði Ei- ríksdóttur og við vorum svo lán- samar að fá vinnu sumarið eftir í garðyrkjustöð Eiríks Hjartarsonar föður Auðar í Laugardal. Þetta var rigningarsumarið mikla, en við undum okkur þarna vel við að hlúa að rósum í gróðurhúsunum eða að planta trjám og blómum og reyta arfa. Ekki spillti fyrir að fá að kynnast þessu gróna menningar- heimili. Við sóttumst eftir að komast í Kvennaskólann í Reykjavík og komumst báðar inn og stunduðum þar nám í 4 ár. Við fengum svo Agnes Bjarnadóttir ✝ Agnes Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 17. maí 1943. Hún lést á heimili sínu í Kaup- mannahöfn 30. apríl sl. Útför Agnesar fór fram frá Bispe- bjerg-kapellu hinn 10. maí sl. áhuga á að læra hjúkrun að loknu námi. En fengum þá að vita að aldurstak- markið væri 18 ár. Á þeim tíma voru tvö ár feikilega langur tími fyrir 16 ára stúlkur, ekki hvað síst vegna þess að nú gátum við farið að vinna fyrir okkur. En Agnes ákvað að fara til Danmerkur og læra hjúkrun. Hún innritaðist og fékk starf á Bispebjerg sjúkrahús- inu og þar lauk hún námi 1967. Hún starfaði alla tíð síðan á Bispe- bjergi, að undanskildum 2 árum, sem hún og Erik Rasmussen, mað- urinn hennar, bjuggu í Seattle i Bandaríkjunum. Eftir heimkom- una frá Seattle festu þau hjónin kaup á einbýlishúsi á Bispebjerg, þar sem drengirnir þeirra tveir eru fæddir og þar bjó hún áfram eftir að synir hennar voru upp- komnir og Erik maður hennar lát- inn. Agnes var kát og skemmtileg og við áttum margar góðar stundir saman. Hún var orðhög, gat sett saman stökur og hafði mjög gam- an af kveðskap, einkum vísum Ká- ins enda var hann norðlenskur að uppruna eins og hún, þó ekki væri hann Siglfirðingur. Agnes var mikil atorkukona. Og fengi hún góða hugmynd lét hún ekki sitja við orðin tóm. Eftir að við höfðum útskrifaðist úr Kvennó fannst henni að við ættum að leggja meiri stund á þýsku. Hún fann því þýska konu af gyðinga- ættum, Edith Daudistel, flótta- konu í Reykjavík, og fékk hana til að taka okkur í þýskutíma. Þessi hrakta kona miðlaði okkur af lífs- reynslu sinni jafnframt þýsku- kennslunni, ekki síður en önnur þýsk kennslukona, Salome Nagel, hafði gert í Kvennaskólanum. Okkur Agnesi hefði þó síst grun- að þá að báðar ættu eftir að búa lengi erlendis og Agnes nánast alla starfsævi sína, þó ekki yrði það í Þýskalandi. Nokkrum vikum fyrir andlát Agnesar hafði ég samband við hana til að vita hvort hún ætlaði í hina árlegu ferð okkar skólasystr- anna úr Kvennaskólanum. Hún var þá böguð af afleiðingum beinbrots og gat ekki farið. En nú er hún lögð í aðra ferð. Hún verður minn- isstæð öllum sem kynntust henni. Ég kveð mína kæru skólasystur og við Úlfur sendum sonum henn- ar Andreas Bjarna og Olafi Jóni og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur, einnig aldraðri móður hennar, Olgu, og bræðrum Hall- dóri, Bjarna og Ágústi og fjöl- skyldum þeirra. Helga Hjörvar. Fallin er frá Elsa Vilmundardóttir jarðfræðingur. Ég kynntist henni fyrst fyrir meira en þrjátíu árum vegna sameiginlegs áhugamáls, sem var vísinda og heimspekistörf frænda míns dr. Helga Pjeturss. Á þess- um tímamótum vil ég sérstaklega þakka ræktarsemi hennar við minningu hans og málefnið. Fyrir nokkrum árum var gefin út bók sem heitir: Dr. Helgi Pjet- urss og jarðfræði Íslands. Bar- áttusaga íslensks jarðfræðings í upphafi 20. aldar. Elsa var höf- undur þeirrar bókar ásamt þeim Samúel D. Jónssyni rafvirkja- meistara og Þorsteini Þorsteins- syni lífefnafræðingi. Þegar bókin var í vinnslu veitt- ist mér sú ánægja að fara með höfundunum á mínar heimaslóðir. Við komum að Hlíð og litum á hvamminn sem kenndur er við Helga, þar sem hann hafðist gjarna við í tjaldi. Þar þótti hon- um gott að hvílast við léttan lækj- arnið. Að Hellisholtum í Hruna- mannahreppi fórum við einnig og skoðuðum jarðlögin, þar sem Helgi fann fyrstu sannanirnar fyrir því að ísöldin hefði skipst í allmörg jökulskeið með hlýskeið- um á milli. Það er skemmst frá að segja að bók þessi er afbragðsgóð og var þáttur Elsu í því verki unnin af frábærri fagmennsku. Nokkrum árum fyrr gaf Heim- spekistofa dr. Helga Pjeturss út aðra bók sem heitir: Dr. Helgi Pjeturss. Samstilling lífs og efnis í alheimi. Sömu aðalhöfundar eru að þessu riti og skrifaði Elsa þætti um ævi, störf og þróun hug- mynda dr. Helga Pjeturss. Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir ✝ Elsa GuðbjörgVilmund- ardóttir fæddist 27. nóvember 1932 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 23. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 7. maí. Elsa lagði mikla vinnu og alúð í þetta verk, sem öllum má vera ljóst sem lesið hafa. Það var ekki auð- velt fyrir vísinda- manninn að sýna kenningum Helga velvilja. Það átti meðal annars að vera lítt vísindalegt að halda fram tilvist jarðstjarna í öðrum sólkerfum. Nú er komið í ljós hverjir höfðu á réttu að standa í því efni. Það er góð aðferð af hálfu vís- indamanna að kynna sér málin áður en þeir mynda sér skoðanir. Það gerði Elsa svo af bar. Nýalssinnar þakka henni sam- fylgdina. Páll Ragnar Steinarsson. Með þessum fá- tæklegu orðum vil ég kveðja þig, elsku Magga, og þakka þér fyrir hve góða granna við eignuðumst, þegar við flutt- um á Vesturholtið á móti húsinu ykkar Grétars. Kynni okkar byrjuðu nú samt með smáharm- leik, því við höfðum ekki búið nema skamma stund þar þegar það slys varð að keyrt var yfir hvíta persaköttinn okkar, sem dó. Ég stóð grátandi úti á götu, með Sebastian í fanginu, þegar þú komst aðvífandi til mín, tókst utan um mig huggandi og full af hlýju og skilningi. Þú leiddir mig inn í hús, þar sem við settumst með kaffisopa og ræddumst hug- hreystandi við. Þetta finnst mér lýsa þér vel, umhyggja fyrir dýrum og mönnum. Sama kvöld Margrét Vilbergsdóttir ✝ Margrét Vil-bergsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1946. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Foss- vogi að morgni 17. maí síðastliðins og fór útför hennar fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 23. maí. toppaði Magga hug- ulsemina og kom til mín með fallegan blómvönd og lítið sætt samúðarkort sem á stóð: Sofðu rótt elsku Sebast- ian, þinn vinur Pjakkur. En þá áttu þau Magga og Grét- ar köttinn Pjakk. Þótt þið hafið flutt síðan héldum við sambandi og okkur þótti vænt um heimsókn ykkar Grétars í sumarbústaðinn okkar, þá með litla sæta hundinn ykkar hann Lússó. En okkar bústaður er skammt frá ykkar. Það sem við áttum sameiginlegt var að elska dýrin, náttúruna og alla gullmolana í kringum okkur, ásamt því að dunda við alls konar handverk og dúllerí. Enda bar fallegt heimili ykkar Grétars þess merki. Með söknuði þökkum við allar góðar stundir og biðjum góðan Guð að vernda og styrkja Grétar og ástvini þína í sorg og söknuði. Blessuð sé minning þín. Kveðja, Elín Birna, Ómar og fjölskylda, Vesturholti 6. Elsku Max frændi, Ég er nú bara að skrifa þessar línur því ég er svo þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að kveða þig, bæði þegar ég fékk að eyða góðum stundum með þér í desember á Friðrik Max Jónatansson ✝ Friðrik MaxJónatansson fæddist á Djúpavogi hinn 1. nóvember árið 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 14. maí síð- astliðins og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 28. maí. síðasta á og svo núna eftir að þú varst búin að fá hvíldina. Ég er búin að vera í burtu frá landinu lengi, en á sterkar minningar um þig bæði sem lítil stelpa og þegar ég kom í heimsókn seinna. Þú varst alltaf meira en frændi minn þar sem ég bjó hjá þér og mömmu, Aðalheiði systur þinni, á Seyð- isfirði góðan hluta af mínum fyrstu árum. Mínar fyrstu minningar um þig eru um hvað ég hlakkaði til að sjá þig þegar þú komst alltaf heim úr vinnunni í há- deginu og þegar við spiluðum veiðimann og ólsen, ólsen á kvöld- in. Á seinni árum man ég þegar við bjuggum öll í Reykjavík, ég var komin til Jönu Valborgar ömmu og Ingvars afa, og hvað það var gaman þegar þú komst í heim- sókn. Ekki var nú verra þegar þú kynntist konunni þinni henni Lí- ney, og þegar þið komuð heimsókn með dæturnar ykkar tvær Önnu Dísu og Berglindi. Ég átti líka góðar stundir með ykkur fjölskyldunni seinna þegar þið bjugguð á Seyðisfirði og Grét- ar Valur var kominn í heiminn. Mest man ég samt húmorinn sem við áttum sameiginlegan alla tíð. Ég veit að þú ert kominn á góð- an stað, elsku Max, og þú átt eins stórt pláss í hjarta mínu og þú hef- ur alltaf átt. Guð veri með móður þinni og fjölskyldunni sem þú læt- ur eftir. Þín frænka, Eydís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.