Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hin fjölsnærða þungarokkssveitSystem of a Down er í híði um þessar mundir en síðast heyrðum við í henni á plötutvennunni Mezmerize/ Hypnotize (2005). Höfuðlagasmiður SOAD, Daron Malakian, hefur þó ekki setið með hendur í skauti en í sumar kom út plata sam- nefnd sveitinni Scars on Broad- way sem hann leiðir ásamt öðrum SOAD- lim, John Dolmayan. Tónlistin sver sig í ætt við SOAD, óhjákvæmilega, en Malakian segist einmitt alls ekki hafa ætlað að fjarlægjast þann hljóm eitthvað sérstaklega. „Ég vildi halda í einkenni mín sem lagasmiðs,“ sagði hann í spjalli við Billboard. „Scars … er þó meira rokk en þungarokk. Það kann að vera að það sé smáþungarokksgljái á þessu en þetta er fyrst og fremst rokk.“ Rick „töfralæknir“ Rubin aðstoð- aði Malakian lítið eitt við að berja gripinn saman en annars sá hann al- farið um að upptökustýra. Malakian segir þessa hljómsveit ekki vera hlið- arverkefni við SOAD, þetta sé það sem hann einbeiti sér 100% að nú um stundir. SOAD muni þó snúa aftur en hvenær nákvæmlega viti hann hins vegar ekki.    Ívikunni kom út ný plata eftir Bri-an Wilson, fyrrverandi arkitekt Beach Boys og helsta snilling sem dægurtónlistarsagan hefur af sér getið fyrr og síðar að mati margra. Platan heitir That Lucky Old Sun en á henni er Wilson að yrkja til æsku- áranna í Suður- Kaliforníu. Verk- ið, sem sam- anstendur af ellefu nýjum lög- um, var frumflutt á hljómleikum í Royal Festival- höllinni í Lundúnum á dögunum en í verkinu kemur einnig fyrir sagnaþul- ur og er það Van Dyke Parks, sam- starfsmaður Wilsons til margra ára, sem ljær honum rödd sína. Þetta er fyrsta hljóðversplata Wilsons síðan Gettin’ in Over My Head (2004).    Gæðasveitin Genesis reis upp úröskustónni í fyrra mörgum til mikillar gleði og túraði þvers og kruss um heiminn í þokkabót. Und- anfarin ár hefur hið merka forlag Rhino staðið fyrir veglegum endur- útgáfum á eldra efni sveitarinnar og ætlar að ljúka því í nóvember með út- gáfu á þrettán diska safnkassa. Já, ég sagði þrettán diska safnkassa. Kass- inn mun einfaldlega heita Genesis: 1970-1975, og á honum verða sjö geisladiskar og sex mynddiskar. Þar verða í heild sinni hljóðversplöturnar Trespass, Nursery Cryme, Foxtrot, Selling England by the Pound og The Lamb Lies Down on Broadway. Með hverri plötu fylgir mynddiskur með myndskeiðum og nýjum við- tölum við meðlimi. Þá verður plata með sjaldheyrðu efni, og þar munar mest um fjögur lög sem voru hljóð- rituð árið 1970 vegna heimild- armyndar um myndlistarmanninn Mick Jackson. Þau lög hafa aldrei komið fyrir almenningseyru áður. Þá verður og að finna hina ofur- sjaldgæfu sjötommu „Happy the Man“ sem hefur yfir sér áru hins goðsögulega í huga Genesisaðdá- enda. TÓNLIST Scars on Broadway Scott Weiland Genesis Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Randall Stuart „Randy“ Newman var oger sérkennilegur fýr. Aldrei þótti mérhann beinlínis skemmtilegur sem tón-listarmaður, músíkin hálfgerð soðgrýla af rytmablús og stássstofupoppi, en textarnir voru mergjaðir, meinhæðnir og hárbeittir. Það voru einmitt þeir sem gerðu að verkum að ég féll ger- samlega fyrir breiðskífunni Sail Away á sínum tíma, sérstaklega titillagi plötunnar þar sem Newman bregður sér í hlutverk þrælakaupmanns sem smalar saman fórnarlömbunum fyrir ferðina yfir Atlantshafið: Í Ameríku færðu nóg að éta þarft ekki að hlaupa um frumskóginn og rispa á þér fæturna Þú syngur bara um Jesú og drekkur vín daginn út, það er frábært að vera Ameríkani. Frábær lag með einkar meinlegum texta. Ýms- ir hafa tekið þetta lag upp á sína arma, til að mynda svo ólíkir listamenn sem Ray Charles, Linda Ronstadt, Dave Van Ronk, Dave Matthews, Joe Cocker og Bobby Darin. Gagnrýni á Bandaríkin var ær og kýr Randy Newmans og þeirri skífu sem hér er tilnefnd sem poppklassík var til að mynda að finna annað frá- bært lag, „Political Science“, þar sem Newman syngur fyrir hönd Bandaríkjamanns sem ekki getur skilið af hverju aðrar þjóðir kunni ekki að meta allt það sem Bandaríkin hafa gert fyrir heimsbyggðina; sennilega sé eina leiðin til að snúa heiminum á sveif með þeim sé að sprengja öll önn- ur lönd (nema Ástralíu sem hentar svo vel fyrir skemmtigarð með kengúrum og brimströndum), enda hati allir Bandaríkjamenn hvort eð er: Búmm, London farin, búmm París farin meira pláss fyrir þig og mig og allar borgir um allan heim verða einsog hver annar amerískur bær. Ó, hve það verður friðsælt, við frelsum alla. Orð sem áttu býsna vel við vorið 1972 þegar Sail Away kom út, og eiga ekki síður við í dag, eða hvað? Sail Away er hápunkturinn á ferli Randy Newman að mínu viti, þó Trouble in Paradise hafi líka verið fín. Hann sló svo rækilega í gegn með laginu bráðfyndna „Short People“ nokkrum árum síðar (af plötunni Little Criminals frá 1977) og eins með lagið „I Love L.A.“ (af áðurnefndri Trouble in Paradise frá 1983). Ferill hans fjaraði svo smám saman út, eða svo virtist flestum því hann sendi ekki frá sér skífur í rúman áratug, frá því Land of Dreams kom út 1988 þar til Bad Love kom út 1999, enda var Newman upptekinn við kvikmyndatónlistarsmíð, og um daginn kom svo platan sem getið er í upp- hafi, Harps and Angels. Sail Away hljómar eðlilega best á vínyl, en til er fín útgáfa af plötunni á disk sem Rhino gaf út með fimm aukalögum sem ég hef ekki heyrt, eitt lagið óútgefið en hin aðrar útgáfur laga sem eru á disknum. Meinhæðinn og hárbeittur POPPKLASSÍK Þ essi endurreisn hefur nú gefið af sér ávöxt í líki plötunnar Forth sem kom út í endaðan ágúst. Þeg- ar meðlimir fornfrægra sveita leiða saman hesta sína að nýju er oft látið nægja að skottast á milli misstórra tónleikastaða og renna svo í gömlu slagarana. Slíkt dugði Ashcroft og hans mönn- um engan veginn og tilkynnt var um nýja plötu um leið og tilkynnt var um að sveitin væri orðin starfhæf á ný, sem var í júní fyrra. Fyrstu tón- leikar sveitarinnar voru svo haldnir í nóvember sama ár og seldist upp á þá á örskotsstund, sönnun þess að enn var afar rúmt um sveitina í hjarta Bretans. Stöðug togstreita Ashcroft og gítarleikarans Nick McCabe hafði í senn verið eldsneyti og dragbítur á tónlist sveitarinnar í gegnum tíðina, sem er vel þekkt minni úr rokksögunni. Sprengikrafturinn þeirra í millum var það sem gekk af sveitinni dauðri upprunalega, nokkuð sem henti ekki einu sinni heldur tvisvar. Þegar Ashcroft frétti svo af því að trommu- leikari sveitarinnar og góðvinur sinn, Peter Sal- isbury, væri hugsanlega að ganga inn í samstarf með McCabe, en Salisbury hafði unnið mikið með Ashcroft á sólóferli þess síðarnefnda, tók hann upp símann og sló á þráðinn til McCabe. Þeir grófu þá og þegar stríðsöxina og einnig náðust sáttir með Ashcoft og bassaleikaranum Simon Jones. Þannig var upprunalega liðs- skipan sveitarinnar komin saman í eina sæng á ný en Simon Tong, sem lék á gítar í sveitinni árabilið 1996 til 1999 er ekki með, en hann er upptekinn við störf í súpergrúppu Damon Al- barn, The Good, the Bad and the Queen. Samsláttur Tákn og tilvísanir leika um plötuna nýju. Sjá t.a.m. umslagið, sem prýtt er mikilúðlegri mynd af skýjum sem eru að opna sig fyrir sólinni. Ó já, hann er sannarlega upprisinn. Myndin und- irstrikar um leið áferð tónlistarinnar sem ein- kennist af löngum, ballöðukenndum rokkurum sem fara iðulega upp fyrir sex og sjö mínútna markið. Lögin skríða hnarreist áfram og yfir þeim er reisn og höfgi. Umslagið kallar líka óneitanlega fram titilinn á fyrstu breiðskífu sveitarinnar frá 1993, A Storm in Heaven, og er áferðin á umslögunum áþekk. Það er líkt og það sé verið að loka ein- hverjum hring og menn séu að byrja ferskir á nýjan leik (Jones hefur látið hafa eftir sér að meðlimir hyggist halda sveitinni gangandi áfram, allir sem einn séu þar sammála og þessi endurreisn hafi skipt þá miklu máli). Tónlistin er að vísu ekki eins sýrð og surg- andi og á fyrstu plötunni en vissulega tekur McCabe þannig spretti og á vissan hátt ber Forth með sér samslátt á öllum skeiðum sveit- arinnar (sýrt viðgjafardjammið á A Storm in Heaven, heiftúðlegt og epískt rokkið á A Nort- hern Soul og svo innhverft, ballöðukennt dramarokkið á Urban Hymns). Í opnunarlaginu, „Sit and Wonder“ segir þá „I sit and wonder, I often wonder, I’ve been waiting for this moment to come.“ Og burtséð frá ást á tónlist, endurreistu bræðralagi og slíku þá þarf enginn að segja mér að dræmar sólóplötur Ashcroft, sem nú eru orðnar þrjár, hafi ekki verið hvati að þessari upprisu. Innst inni hefur Ashcroft líklega verið að bíða eftir andartakinu sem hann talar um í textanum frá því að sveitin lagði upp laupana fyrir ellefu ár- um síðan. Kennisetningar Það gagnast kannski lítið að vera að fjargviðast eitthvað út í þessar sólóplötur en eitt er víst að Ashcroft sóló hefur ekki verið að virka. Eftir sæmilegasta upphaf (Alone With Everybody, 2002) voru næstu tvær marflatar (Human Conditions, 2002 og Keys to the World, 2006). Líkt og með svo marga viðlíka listamenn er eins og botninn detti úr er „betri helmingurinn“ hverfur á braut. Neistinn sem myndast við nún- inginn hverfur einfaldlega. Einhvern veginn grunar mann að enginn sé jafn feginn að The Verve sé kominn saman aftur og einmitt Rich- ard Ashcroft. Ashcroft ku samningsbundinn upp á það að hljóðrita nýja sólóplötu en erfitt er þó að ímynda sér að hann – eða útgáfan – hafi mikinn áhuga á slíku nú um stundir. Sveitin er enda komin til að vera – rétt einu sinni – samkvæmt Jones. Viss Messías endaði reyndar sína upp- risu á því að hverfa að lokum til himna – fyrir fullt og fast, þó hann hafi að vísu aldrei að eilífu dáið samkvæmt kennisetningunni. The Verve var reyndar búin að tryggja sér sæmilegasta ei- lífðarsess í rokksögubókunum í fyrstu atrennu en líklega má alltaf gera betur. Þið afsakið þessar Biblíutilvísanir allar en það er bara eitt- hvað við Richard Ashcroft blessaðan sem knýr mann út í þetta. En að brjóta bandið upp í þriðja sinn væri hreinlega kjánalegt samkvæmt hinum jarðbundna Jones. Hvort Messíasinn og McCabe eru í sama gír er hins vegar annað mál. ...og sjá, hann er upprisinn! Fyrir ellefu árum síðan var The Verve „stærsta“ hljómsveit Bretlands. Þriðja plata sveitarinnar, Urban Hymns, bar með sér dramatískt, fágað og upphafið popprokk sem svínvirkaði á alla vegu. Leiðtoginn, Richard Ashcroft, lét Messías- arkomplexa sína flæða fram sem aldrei fyrr og lýðurinn fagnaði. Við aldahvörf lagðist sveitin hins vegar í kör en eins og sannur Messías reis Ashcroft upp frá dauðum í fyrra. Himnasending Richard Ashcroft, söngspíra The Verve, er skýjum ofar yfir því að sveit hans sé komin aftur á ról. Ný plata, Forth, kom út 25. ágúst en ellefu ár eru síðan gæðaskífan Urban Hymns kom út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.