Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Tvítólaveizlan nefnist ný ljóða-bók eftir Ófeig Sigurðsson sem Nýhil gefur út. Í Tvítólaveizlunni stefnir Ófeigur Sigurðsson saman forneskjulegri dulúð og lostafullum viðfangs- efnum svo úr verður blanda sem skilur lesandann eftir tilfinn- ingalega stein- rotaðan, spólgr- aðan en þó annarlega háleit- an í hugsun, seg- ir í tilkynningu frá útgefanda. Höfundur fylgir bókinni úr hlaði með stuttum formála, þar sem hann gerir grein fyrir þeirri rannsókn á kyneðli, líkamleika, samruna og ást sem ljóðin byggj- ast á. Tvítólaveizlan sýnir sterk tök höfundar á óvenjulegu ljóð- formi og sleipu viðfangsefni, en um er að ræða fimmtu ljóðabók Ófeigs, sem einnig hefur gefið út skáldsöguna Áferð. Kápa bókarinnar er skrýdd teikningu eftir Harald Jónsson myndlistarmann.    Út er komin bókin Við veginneftir Herman Bang. Við veg- inn er meðal þekktustu verka nor- rænnar bókmenntasögu en hún var fyrst gefin út árið 1886. Bókin markaði upphaf impressjónisma í norrænum bókmenntum. Höfund- urinn er vel þekktur í sínu heima- landi, Danmörku, og hefur Við veginn margsinnis verið endur- útgefin þar í landi. Bókin fjallar í stuttu máli um Katinku sem gift er lestarstöðv- arstjóra plássins og lifir í ástlausu hjónabandi. Til þorpsins kemur Huus og fella þau hugi saman. Og í fyrsta skipti í sínu lífi upplifir Katinka hreina ást til annarrar manneskju en ekki fer allt eins og ætlað er … Orðastaður ehf. gefur út.    Vaka-Helgafell sendir frá sérKynlífsbiblíuna eftir Susan Crain Bakos í þýðingu Bergsteins Sigurðssonar. Bókin skiptist í átta kafla sem bera heiti á borð við „Forleikur“, „Kynlífsleikföng“ og „Munngælur“. Lesendur fræð- ast um nudd, gælur, inni- legar snert- ingar, upplýs- ingar um næmustu stað- ina, fullnæg- ingar, virkjun skilningarvita og ævafornar aðferðir, segir í tilkynn- ingu. Höfundur bókarinnar hefur tek- ið viðtöl við þúsundir karla og kvenna um kynlífshegðun og við- horf þeirra til kynlífs. Bakos hefur einnig skrifað fjölda greina og pistla um kynlíf, meðal annars fyr- ir Cosmopolitan, Maire Claire, Men’s Health og Penthouse.    Tarot-spákonan eftir Sang-SunPark er komin út hjá Eddu – útgáfu. Bókin er skrifuð í manga- stíl. Hún segir frá Pamelu sem er eigandi kaffi- hússins Tarot og það sem hún hefur á boð- stólum er harla óvenjulegt. Hún er spákona sem þjónar útvöldum hópi við- skiptavina sem sækjast eftir öðru en bara kaffi. Vampírur, álfar og aðrar verur sem hrærast í mannheimum koma til að láta ungu konuna spá um framtíð sína. En Pamela þarf að taka á myrku leyndarmáli áður en hún getur haldið áfram inn í næsta líf. BÆKUR Hermann Bang Eftir Ingibjörgu Þórisdóttur ingibjth@hi.is 31. ágúst voru 100 ár síðan rithöfundurinnog leikritaskáldið William Saroyanfæddist í Fresno í Kaliforníu. Hann varaf armenskum ættum, yngstur fjögurra systkina. Í tilefni afmælisins efnir Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í samvinnu við Norræna húsið til menningardagskrár sem tileinkuð er honum og upprunalandi hans, Armeníu. Að- algestur hátíðarinnar, dr. Dickran Kouymjian, forstöðumaður armenskra fræða við California State University, flytur erindi um Saroyan, en hann var einn af samferðamönnum Saroyans á seinni æviárum skáldsins í Fresno í Kaliforníu. Dagskráin hefst kl. 14 í dag í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Saroyan hóf ungur að skrifa og í rúman ára- tug skrifaði hann margar smásögur og sendi í blöð og tímarit. Það var þó ekki fyrr en 1933 að ein af sögunum sem Saroyan sendi til stóru tímaritanna vakti verðskuldaða athygli, þótti nýstárleg og öðruvísi. Árið 1934 tók útgáfufyr- irtækið Random House saman sögurnar hans og gaf út fyrstu bók hans sem bar heiti tit- ilsögunnar The Daring Young Man on the Fly- ing Trapeze and Other Stories. Bókin varð metsölubók og nafn Saroyans varð þekkt. Sög- urnar hans þóttu ljúfsárar og fyndnar og stundum jafnvel barnslega einlægar. Árið 1940 hlaut hann Pulitzer-verðlaunin, sem hann hafn- aði með þeim orðum að ekki væri hægt að meta listina til fjár. Stuttu eftir gekk Saroyan í hjónaband með Carol Marcus sem var sautján árum yngri, en um svipað leyti var hann kvaddur í herinn. Eftir nokkra dvöl í Englandi sneri hann heim til Bandaríkjanna og hóf skriftir á ný. En heimurinn hafði breyst á þessum árum eftir heimstyrjöldina síðari. Viðhorf fólks til lífsins og tilverunnar var með öðrum hætti. Evrópa var í sárum og þó að Bandaríkin hefðu sloppið við árásir þrátt fyrir mannsfall erlendis þá hafði stríðið mikil áhrif á sálarlíf fólks. Hin glaða, kærulausa stemning frá 3. og 4. áratug 20. aldar var horfin. Rithöfundar og aðrir lista- menn aðhylltust nýjar róttækar stefnur eins og tilvistarstefnu og fjarstæðustefnu eða abs- úrdisma, svo dæmi séu tekin. Bækur Saroyans voru enn gefnar út en vinsældir höfðu dvínað mikið, hann naut ekki lengur hylli almennings eftir heimstyrjöldina síðari. Þáttaskil urðu í lífi Saroyans snemma á 6. áratugnum. Hann var þá 43 ára og hóf nýtt skeið eftir hið stormasama hjónaband hans og Carol sem endaði með sárum skilnaði. Skrif hans urðu nú af öðrum toga. Hinar viðkvæmu mannlegu persónur smásagna hans urðu nú að víkja fyrir annarri persónu sem var ekki síður mannleg en kannski ögn beiskari. Saroyan hóf að skrifa eigin endurminningar. Fyrsta endurminningabókin hét The Bicycle Rider in Beverly Hills eða Hjólreiðamaðurinn í Beverly Hills. Í þeirri bók, sem kom út árið 1952, var Saroyan hreinskilinn við lesendur sína og sagði frá uppruna sínum og æskuárum eins og þau voru í raun og veru, hvernig dvöl á munaðarleysingjahæli hafði haft áhrif á hann, hvernig dauði föður hans hafði skerpt skilning hans, alltof snemma, á fallvaltleika lífsins. Um miðjan 6. áratuginn ferðaðist Saroyan mikið til Evrópu. Og árið 1960 keypti hann íbúð í París þar sem var, eins og í Fresno, mjög fjölmennt samfélag Armena. Saroyan hélt alltaf tryggð við uppruna sinn þótt hann skrif- aði aldrei mikið um málefni Armena. Eftir því sem hann eltist gerðist armenski þátturinn þó mikilvægari í verkum hans og síðustu ár æv- innar skrifaði hann nokkur leikrit sem beinlínis fjalla um málefni armensku þjóðarinnar. Þema leikritanna er útlegð þeirrar þjóðar. Saroyan var hálfgerður útlagi sjálfur, Armeni í Banda- ríkjunum, Bandaríkjamaður í Armeníu. Á yngri árum þótti hann of róttækur en á efri ár- um heldur gamaldags. Hann virtist aldrei falla almennilega inn í umhverfi sitt. Svo virðist sem á frægðarárum Saroyans hafi töluvert verið þýtt eftir hann hér á landi. Strax árið 1940 þýddi Halldór Laxness smá- söguna Harri og birtist hún í Tímariti Máls og menningar. Á fimmta áratugnum birtust auk hennar a.m.k. fimm aðrar smásögur eftir hann í þýðingu ýmissa rithöfunda, t.d. Halldórs Stef- ánssonar og Siglaugs Brynleifssonar. Skáld- saga hans, Leikvangur lífsins (The Human Co- medy) kom út árið 1946 í þýðingu Guðjóns Guðjónssonar. Á sjötta áratugnum var heldur minna birt eftir Saroyan, en Leikfélag Reykjavíkur setti þó upp leikritið Hæ, þarna úti í leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar árið 1957. Það var einnig flutt í Ríkisútvarpinu 1975 í leikstjórn Péturs Einarssonar. Fleiri leikrit Saroyans hafa verið flutt í útvarpinu, t.a.m. Indælisfólk árið 1967 í leikstjórn Benedikts Árnasonar og Perlan og skelin árið 1968 í leikstjórn Baldvins Halldórs- sonar. Á síðustu árum hafa komið út á íslensku þrjú smásagnasöfn eftir Saroyan, Kæra Greta Garbo í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar og Ég heiti Aram og Geðbilun í ættinni í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Ljúfsár Saroyan ERINDI »Hinar viðkvæmu mannlegu persónur smásagna hans urðu nú að víkja fyrir annarri persónu sem var ekki síður mannleg en kannski ögn beisk- ari. Saroyan hóf að skrifa eigin endurminningar. Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is E ins og lesendur muna áreiðanlega ekki – því enginn man neitt stundinni lengur á okkar tímum, síst af öllu það sem lesið er í dagblöðum sem deyja í dagslok, hvað þá í menningarkálfinum sem flýgur í körfuna með barnaþrautum og íþróttum – þá skrifaði ég alveg hreint frábæran pistil hér í fyrra sem hét: Vinsamlegast breyttu bókinni! Nei, annars, ég er að blekkja, þetta var enginn tímamótapistill, maður verður bara að beita brögðum svo fólk festi sig við lesturinn; pistillinn fjallaði samt sem áður um pínulítið at- hyglisvert mál. Ég hafði farið á upplestur í Berl- ín hjá breskum höfundi, Roger nokkrum Boyes, sem las upp úr bók sinni, My Dear Krauts, sem lýsir skrautlegu lífi miðaldra Breta í Þýskalandi og örvæntingarfullri leit hans að þýsku konuefni í því augnamiði að lina skattbyrðarnar. Bókina skrifaði Boyes á ensku, Ullstein-útgáfan þýddi handritið á þýsku og gaf út. Á Kaffee Burger las Boyes úr orginal-handriti sínu; írónísku, engilsaxnesku og ísmeygilegu. En þegar spenntir og alþjóðlegir áheyrendur spurðu um útgáfu bókarinnar á Englandi – sem þeim fannst auðvitað liggja beint við – komu vöflur á höfundinn. Hann sagði að slíkt væri í ... eh, snú- inni athugun. Útgefandi á Englandi væri vissu- lega áhugasamur en vildi þó að bókinni yrði breytt dálítið svo hún félli betur að smekk Eng- lendinga. Þetta hljómaði furðulega. Engu skipti þótt höfundurinn væri (fyndinn) Englendingur, skilaboðin voru þau að gera þyrfti textann væn- legri fyrir enska lesendur – þeir hefðu annan húmor en Þjóðverjar og bókin væri auk þess mun gagnrýnni á breskt samfélag en þýskt. Og slíkt gæti farið illa í Tjallann. Að mati útgefand- ans. Í pistli mínum stóð til skýringar: „Þeir vilja helst gefa út bók sem gæti heitið A Year in the Scheisse,“ sagði Boyes kaldhæðinn, og vísaði þar í vinsæla bók Stephens Clarke, A Year in the Merde, um hrakfalladvöl ungs Breta í París í eitt ár. „En þetta er bara ekki þannig bók.“ Síðan er liðið rétt rúmt ár. Og hvað gerist þegar ég labba inn í Eymundsson í Austurstræti í vikunni, nýkomin frá útlandi? Rek ég mig þá ekki í gula kilju sem stendur út af borðbrún – og hvað heitir hún? A Year in the Scheisse, eftir Roger Boyes! Svik og prettir, maðurinn lét undan pressunni. Undirtitillinn er meira að segja Getting to Know the Germans og forsíðan er skreytt skotheldum klisjum: Volkswagen-bjöllu (gömlu týpunni), Bæjara með ölkrús, þýska fánanum, Schäfer- hundi, manni að sparka bolta o.s.frv. Og þetta er engin ný bók heldur sama sagan og Boyes las úr á Kaffee Burger í Berlín, eða eins og segir á kápunni: „First published in Germany as My Dear Krauts, this book was a runaway best- seller.“ Á sínum tíma skrifaði ég með hneyksl- unarvotti: „Ekki er ljóst hvernig máli þessu mun lykta. Á Boyes var helst að skilja að hann væri til í að breyta einhverjum atriðum – sem vissu- lega má túlka sem útsölu. Tóni bókarinnar verð- ur þó varla breytt nema endurskrifa hana alla.“ Kannski er ofmælt að halda því fram að höf- undurinn hafi lagst alveg í endurskrif en á til- einkunarsíðu stendur samt: „This version is for Ruth and the Dartmoor gang.“ Orðalagið „this version“ er játning þess að þetta sé breytt út- gáfa textans, ekki bara breyttur titill, og í fljótu bragði fæst það staðfest. Svona kafli var til dæmis örugglega ekki í upphaflegu útgáfunni: „We take our bodies seriously here – it’s not the bloody Kit-Kat Club.“ The reference was to Berlin’s most grotesque sex-club, the place to be flogged on a crucifix. (bls. 93) Þýskir lesendur bókarinnar þurfa varla skýringu á Kit-Kat- klúbbnum, en enskir þurfa hana. Og „Schoene- feld“ flugvöllur, var áreiðanlega stafsettur öðru- vísi í fyrri útgáfu. Þetta eru náttúrlega smáat- riði, en miðað við hversu fráhverfur Boyes var titlinum einum og sér, í fyrra, er ekki annað að sjá en hann hafi gleypt söluræðu Summersdale- útgefandans hráa og sest við umskrif. Þá er um tvennt að velja fyrir kaupandann. Lesa ensku versjónina og gleyma því hvernig höfundurinn gekk á svig við fyrri orð, eða skríða á fjórum fót- um í gegnum þýska „orginalinn“ og telja sig þar komast nær guði og kjarnanum. Lagfæringarnar sem Boyes hefur fallist á eru annars kaldhæðnislegri en ella þegar haft er í huga að hann hefur um árabil verið fréttaritari breskra fjölmiðla í Þýskalandi og vinnur þannig – að eigin sögn – beinlínis við að sjóða þýska menningu niður í klisjur sem selja má á tveimur mínútum. Samt veit enginn betur en hann, haf- andi búið í Þýskalandi í þrjátíu ár, að Þjóðverjar eru margflóknari en svo að þeir eigi skilið að tengjast einungis október-drykkjum, hnébuxum og varðhundum í hugum fólks. En mögulega er Boyes nú samt orðinn milljóner, því hrak- fallasögur Ameríkana og Englendinga í ókunnum löndum eru þrautreynd og afar vinsæl tegund bóka. P.S. Afsakið, eitt enn: hvers vegna hefði kiljan A Year in the Scheisse kostað mig þúsundkall (7.99 pund) ef ég hefði rekist á hana á flugvelli í London, en heilan tvöþúsundkall af því ég sá hana fyrst í Austurstræti? Vegna þess að fast bókaverð gildir ekki milli landa og við erum greinilega enn svo langt í burtu að verðgildi allra hluta tvöfaldast við flutningana. Maður hlýtur þá sjálfur að vera tvöfalt meira virði, heimkominn. Fallegt. Hann breytti bókinni A Year in the Scheisse eftir Roger Boyes kom nýlega út í Englandi. Bókin kom fyrst út á þýsku en var upphaflega skrifuð á ensku. Ensku útgef- endurnir eru grunaðir um að hafa krafist breyt- inga á bókinni fyrir Englandsmarkað. Þar hefði fólk annan húmor og bókin væri auk þess mun gagnrýnni á breskt samfélag en þýskt. Gaf höf- undurinn eftir? Hér er fenginn botn í málið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.