Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Side 8
Eftir Bjarna Klemenz bjarni.klemenz@gmail.com Á nokkurra ára millibili tröllríða sjálfshjálparrit heiminum; Samræðurnar við Guð áttu sviðið árið 1995. Í kringum aldamótin 2000 skaust síðan bókin Lögmálin sjö um velgengni upp á stjörnuhimininn. Ég leit á það sem siðferðislega skyldu mína að vera á móti þessu, leit niður á Samræðurnar og Lög- málin án þess að hafa kynnt mér ritin sér- staklega. Það er ekki nógu ídealískt, einum of fáránlega einfalt að leyndardómurinn að baki tilverunni sé aðgengilegur öllum mönnum í bókabúðum. Ég er einn af þeim sem þykjast sjá í gegnum allt saman, hef haldið í þá trú að ég geti aðeins skilið leyndardóminn með því að arka ótroðnar slóðir og komast á ókunnan stað. Þegar Leyndarmálið birtist á sjónarsviðinu mátti ég varla sjá titilinn án þess að herpast saman af vanlíðan, sú tilfinning magnaðist eftir að Leyndarmálið varð að metsölubók út um all- an heim. Ég komst í andlegt ástand gagnvart bókinni, varð þunglyndur yfir þessari stað- reynd, fékk Leyndarmálið á heilann, fór að rífa mig niður á kostnað velgengni þess. Og jafnvel þótt það hafi verið þurrkað út af metsölulistum í dag, og tómarými skapast fyrir nýja bók, Mátt- inn í núinu, hefur áhugi minn á Leyndarmálinu ekki minnkað. Fyrir viku heimsótti ég afa. Hann hafði varla tíma til að taka á móti mér því hann var of nið- ursokkinn í Dr. Phil. Á stofuborðinu blasti svo við DVD-diskurinn af Leyndarmálinu. Það var þrengt að mér frá öllum áttum, Dr. Phil og Leyndarmálið, afi í hnotskurn. Það var sann- kallaður útsprengileiki tómleikans að sjá Dr. Phil ráða fram úr vandamálum fólks. Áhorfend- urnir voru þrælslega ákafir að geðjast honum, klöppuðu og fögnuðu eftir að sjónvarpsstjórinn hafði komið með snjallar lausnir, hlógu sam- kvæmt skipun. Í mér vaknaði löngun til að kynnast Leynd- armálinu, horfa á myndbandið til að magna upp hressandi mannhatur, njóta þess að vera einn um að sjá í gegnum leyndarmálið, vera einn um að vita betur en allir hinir. Ég skellti diskinum í tölvuna. Leyndarmálið hófst á seiðandi dul- arfullu hvísli sem fangaði undirvitundina strax. Ég komst fljótt inn í annan heim, gleymdi mér yfir myndbandinu, reiðin rjátlaðist af mér og ég fylgdist einfaldlega með af brennandi áhuga. Flestir áróðursherrar leyndarmálsins eru heimspekingar, rithöfundar, sjáendur og ým- islegt annað tilfallandi, og minna á bílasölu- eða símasölumenn. Ein spurning heimspekings, sem kallaði fram minningu um bílasala í Bílabúð Hvert er leyndarmálið á bak við Leyndarmálið, bókina sem hefur farið eins og eldur í sinu um víðan heim. Höfundur mátti vart sjá titilinn án þess að herpast saman af vanlíðan. Hann við- urkennir fordóma sína. Það var svo undarlegur atburður í lífi hans sem afhjúpaði leyndarmálið. Benna, vakti athygli mína; hann spyr hvernig standi á því að eitt prósent af mannfjöldanum stjórni rúmlega níutíu og sex prósentum af heimsauðæfunum, útskýrir svo að þetta eina prósent skilji leyndarmálið öfugt við hinn stóra meirihluta. Það kom mér strax á óvart hversu mikil áhersla er lögð á það að fólk geti komist yfir stórar fjárhæðir, draumahús, bíla og önnur ver- aldleg gæði, ef það hagar lífi sínu eftir ráðlegg- ingum þeirra. Það var eitthvað við múgæs- inguna í kringum myndbandið sem hélt mér við efnið, andlegur máttur allra, samanþjappaður kraftur þeirra. Leyndarmálið felst einfaldlega í því að óska nógu heitt; biðja andann í flöskunni um að upp- fylla óskirnar; hugsa sigrihrósandi, lostafullar, gráðugar, ljótar, fallegar eða dásamlegar hugs- anir, varpa þeim út í heiminn, inntak hugs- ananna er algert aukaatriði, heimurinn svarar kallinu ef þær eru matreiddar rétt ofan í hann. Ef maður sendir frá sér illsku kallar maður hana yfir sig í einu formi eða öðru. Ástæðan er sú að heimurinn að mönnunum meðtöldum tengist sama rafsegulsviðinu; maðurinn sendir frá sér rafsegulbylgjur, við það titrar heimurinn á sama „orkusviði“ og viðkomandi. Að baki hugsunum okkar ríkir einhvers konar lögmál, sem höfundur Leyndarmálsins, Rhonda Byrne, kallar aðdráttarlögmálið („law of attraction“). Það gerir okkur kleift að hlutgera hugsanirnar, jafnvel láta þær líkamnast. Gott dæmi um þetta er fjárfestari í DVD- myndbandi Leyndarmálsins, sem segist hafa skapað Vision Board, eins konar töflu þar sem hann hengdi ljósmyndir af því sem hann vildi komast yfir, eins og bíl, úr eða sálufélaga. Fimm árum seinna flutti hann til Kaliforníu, opnaði kassa, ásamt syni sínum, sá þá mynd af húsi á töflunni. Hann hafði algerlega óafvitandi flutt inn í draumahúsið sitt. Það gerðist án vitundar hans. Þetta var svo sláandi að hann brast í grát með syni sínum. Það kom mér svolítið á óvart að hann skyldi hafa gleymt ljósmyndinni af draumahúsinu. Leyndarmálið virkar aðeins ef maður sér hlut- ina fyrir sér í smæstu smáatriðum, finni virki- lega fyrir nærveru þeirra þótt þeir séu fjarver- andi, jafnvel ekki til. En ég losaði mig við allar efasemdir, það var ekki rúm fyrir þær í huga mínum. Rithöfundurinn Jack Canfield var forvitnileg- asti sölufulltrúi leyndarmálsins. Áður en hann kynntist leyndarmálinu þénaði hann átta þús- und dollara á ári. En eftir að hafa kynnst leynd- armálinu ákvað hann að breyta um lífsstíl, og setti sér það markmið að þéna hundrað þúsund dollara á einu ári. Hann lýsir því í myndbandinu að hann hafi ekki haft hugmynd um það hvernig hann ætti að komast yfir upphæðina, hafði enga skothelda markaðsáætlun, ákvað einfaldlega að samræma áætlanir sínar eftir lögmáli leynd- 8 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.