Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 27 Fótfrár Voðalega getur þetta fólk verið lengi að labba þennan smá spöl, hugsaði hundurinn Kaffon með sér á bráðnandi ísbreiðu við Langasjó í vikunni. Árni Sæberg Blog.is Svanfríður Lár | 11. júlí Lífsleiknin á Litla Hrauni Það er aðdáunarvert hvernig stelpunni frá Stokkseyri hefur tekist að blása ferskum vindum inn í starfið á Litla Hrauni. Þar er í nógu að snúast og má segja að fangarnir sjálfir séu áhugasamastir um að gera umhverfi sitt vistlegra. Vinnuaðferðir þingmannsins fyrrverandi eru virkilega enn ein skrautfjöður í hatt hennar sem þó er þegar fjöðrum hlaðin. Það er ekki nóg með að Margrét skapi verkefni fyrir strákana, heldur læra þeir að hugsa um sig og umhverfi sitt af virðingu. Búið er að taka til og mála og þeir hafa fengið námskeið í því að þrífa frá âœAllt í rusliâ foringjanum og nöfnu Margrétar. Einnig hafa verið haldin matreiðslunámskeið og nú er svo komið að á þremur deildum fangelsisins elda fangarnir sinn mat sjálfir og sjá um innkaupinn. Og hún læt- ur ekki þar við sitja nú ætla strákarnir að rækta garðinn sinn sjálfir. Með aðstoð Auðar I. Ottisen hjá tímaritinu Sum- arhúsið og garðurinn er stefnan tekin á sjálfbæran matjurtargarð og sjáum bara til það verður örugglega gaman að sjá matjurtirnar vaxa og dafna á hrauninu. ... Meira: maddit.blog.is Jón Bjarnason | 11. júlí „Sjálfstæðið er sívirk auðlind“ Margur spyr sig nú hverra erinda „ESB- trúboðarnir“ ganga hér á landi ef ekki má ræða kosti og galla þeirra samninga sem við höf- um gert við Evrópusam- bandið á undanförnum árum og end- urmeta stöðu þeirra ef þörf er á. Jafnframt verði opinskátt og for- dómalaust metnir möguleikar á auknu samstarfi við ESB , sem og önnur ríki, út frá reynslunni, sjálfstæði þjóðarinnar og hagsmunum íslensks almennings bæði til skemmri og lengri tíma. Í ný- legri skoðanakönnun Gallup kom fram að um 90% þjóðarinnar vill óbreyttan Íbúðalánasjóð sem þjóni öllum íbúum landsins jafnt. „ESB- trúboðarnir“ vilja hins vegar Íbúðalánasjóð feigan. Meira: jonbjarnason.blog.is Hulda Elma Guðmundsdóttir | 11. júlí Það var þá einhvers að sakna Ég get tekið undir með fyrrverandi Frakklands- forseta að matur sé í Englandi er ekki góður, vægt til orða tekið. Þetta minnir á grín sem gert var að þeim þjóðum sem stóðu að stofnum Evrópusambandsins. Þar var m.a. sagt að eftir stofnunina yrðu Bretar matgæðingar sambandsins og Þjóðverjar skemmtikraftar. Meira: heg.blog.is ÍSLENSKA hagkerfið stendur nú frammi fyrir alvarlegri vanda en sést hefur um áratugi. Verði ekkert að gert stefnir í hrinu gjaldþrota hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum, auk atvinnuleysis og dýpkandi kreppu á húsnæðismarkaði. Fjár- málageirinn er nú fyrstur til að súpa seyðið af þessu ástandi með láns- fjárkreppu en þar kann ástandið þó enn að eiga eftir að versna ef fast- eignaverð lækkar umtalsvert og veð- hæfni eigna veikist eins og spáð er. Timburmenn og alþjóðavandi Greina má þrjár meginástæður þess vanda sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Í fyrsta lagi glíma Íslendingar við timburmenn ofhitnunar í hagkerfinu. Þar fór saman mikil skuld- setning og framkvæmdagleði sem í reynd fór veru- lega fram úr því sem okkar litla hagkerfi gat borið. Í þeim efnum eiga allir einhverja sök; ríki, sveit- arfélög, atvinnulífið og ekki síst fjármálastofnanir landsins. Í öðru lagi glímir íslenska þjóðin líkt og aðrar þjóðir Vesturlanda við hina alþjóðlegu fjár- málakreppu sem endurspeglast í lækkandi gengi hlutabréfa um allan heim, minna framboði lánsfjár og auknum óróleika á mörkuðum. Að vonum hafa Íslendingar lítil áhrif á þá heildarmynd og margt bendir nú til að kreppan sem þegar hefur læst klón- um í hagkerfi Bandaríkjanna muni leggjast með vaxandi þunga á hagkerfi margra Evrópuríkja á næstu misserum. Í þriðja lagi er efnahagsvandi þjóðarinnar mun meiri en vera þyrfti þar sem ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar situr með hendur í skauti. Stjórnin hefur nú í meira en ár sýnt getuleysi sitt til að takast á við þennan vanda, sem þeir þó um síðir hafa áttað sig á að er til staðar. Þess vegna sjá allir að ríkisstjórnin hefur gengisfellt sjálfa sig, slöpp og áhrifalítil. Sjálfskaparvíti peningamálastefnunnar Helsta lífsmark efnahagsstjórnarinnar hér á landi er að finna í hávaxtastefnu Seðlabankans. Gallinn er bara sá að sú stefna er röng og gerir illt verra. Í samræmi við þann skilning á samhengi efnahagsstærða sem menn áður ætluðu rétta var vöxtum ætlað að draga úr eftirspurn og þar með verðbólguþrýstingi. Fljótlega kom hins vegar í ljós að í okkar opna hagkerfi höfðu vextirnir tiltölulega lítil áhrif í þessa veru, en stuðluðu hins vegar að verulegri hækkun á gengi krónunnar. Þar með lækkaði verð á innflutningi sem dró mjög úr verð- bólgu. Hið háa gengi hefur valdið slagsíðu á hagkerfinu með vaxandi viðskiptahalla og miklum þrengingum fyrir útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar. Nú liggur það fyrir að þessi aðferð getur ekki gengið upp án stóráfalla fyrir þjóðarbúskapinn enda hefur rík- isstjórnin ekki ráðið við neitt og verðbólgan stað- reynd. Þvert ofan í fögur fyrirheit rík- isstjórnarinnar hefur krónan fallið um 40% frá áramótum. Þar með hafa lífs- kjör allra Íslendinga verið skert veru- lega. Slöpp ríkisstjórn ber verulega ábyrgð í þessu efni. Á síðustu misserum hefur stýri- vaxtastefnan leitt Seðlabankann lengra og lengra inn í ófæru ok- urvaxta sem þó duga ekki til því er- lendir spákaupmenn, sem Seðlabank- inn hefur reitt sig á í vaxandi mæli, hafa orðið takmarkaða trú á íslenskri efnahagsstjórn. Fullvíst má telja að stýrivextir þyrftu að vera miklu hærri en þeir nú eru til að gengi íslensku krónunnar hækkaði svo mjög að verðhækkanir myndu ganga til baka. Slíkar ráðstafanir myndu þó aðeins duga í fáa mánuði áður en að skuldadögum kæmi á nýjan leik. Aðferðin líkist mest því gamalkunna húsráði að pissa í skóinn sinn. Dýrkeypt barátta Nýlega boðaði Seðlabankinn að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum fram á næsta ár, þ.e. 15,5%, sem eru hæstu stýrivextir í heimi. Á meðan eru stýri- vextir í viðmiðunar- og nágrannalöndum okkar hvergi hærri en 4-6%. Þessi vaxtastefna mun dauð- rota allar framfarir og nýsköpun í þeim efnahags- vanda sem nú ríkir, og gildir þar einu hvort horft er til atvinnulífs eða heimilanna í landinu. Við núver- andi aðstæður er sú hætta fyrir hendi að skuldug fyrirtæki, sem eru í sjálfu sér vel stæð, stefni í gjaldþrot, þegar fjármagn skortir og vextir eru í brjáluðum hæðum, því þá stöðvast allar fjárfest- ingar. Ef stjórnvöld gera alvöru úr því að halda hér óbreyttum stýrivöxtum mun kreppa atvinnuleysis og gjaldþrota verða til muna dýpri en ella og þján- ingar heimilanna miklu meiri. Þessi aðferð þýðir á mannamáli að stefna ríkisstjórnarinnar í gegnum Seðlabankann er röng lyfjagjöf við sjúkdóms- einkennum hagkerfisins. Það er ekki í samræmi við hagfræðikenningar að halda uppi háum stýrivöxtum í hagkerfi sem er á leiðinni inn í alvarlegt samdráttarskeið. Þetta vita Bandaríkjamenn og Bretar. Bæði bandaríski og breski seðlabankinn hafa lækkað vexti þrátt fyrir vaxandi verðbólgu og verðbólguhorfur. Hér eru hins vegar sterkar líkur á að hagkerfið sé nú þegar á leið inn í mun hraðari kólnun en áður hafði verið spáð. Á Íslandi er því afar brýnt að slíkt ferli hefjist sem fyrst. Það er ekkert sem segir að Seðlabankinn geti ekki þegar hafið vaxtalækkun. Slík stefnu- breyting gæfi skuldugum heimilum og atvinnulífi nýja von. Ótímabær veisla Framsóknarflokkurinn hefur allt frá valdatöku núverandi ríkisstjórnar lagt áherslu á að stjórnvöld taki á efnahagsvanda þjóðarinnar. Með því er flokkurinn ekki að fría sig ábyrgð, en á það skal þó bent að fyrri ríkisstjórn náði hjöðnun verðbólgu með samræmdum aðgerðum aftur og aftur. Núver- andi ríkisstjórn hvarf frá þessu og voru veisluhöld hennar, með þá sjóði sem myndaðir hafa verið á liðnum árum, alls ótímabær vorið 2007. Það sama má segja um útgjaldaaukningu við fjárlagagerð ársins 2008. Slík útgjaldaaukning á þeim tíma, og þau skilaboð sem hún gaf til atvinnulífs og almenn- ing, hefur ekki orðið til að milda áhrif af þeirri efna- hagskreppu sem þá var fyrirséð. Hvar er styrking gjaldeyrisforðans? Við framsóknarmenn höfum lagt fram mótaðar tillögur um það hvernig leiða megi hagkerfið út úr þeim vanda sem nú blasir við þannig að lágmarka megi þann skaða og sársauka sem fylgir skarpri niðursveiflu. Flokkurinn setti fram slíkar tillögur síðasta vetur og mun nú enn freista þess að setja fram leiðsögn í þeim efnum þar sem mjög vantar á að sitjandi ríkisstjórn bregðist við vandanum. Forsætisráðherra hefur allt frá aðalfundi Seðla- banka Íslands lagt áherslu á styrkingu gjaldeyr- isforða bankans. Heimildar til lántöku vegna þess var svo aflað á seinustu dögum þingsins, meðal ann- ars með atbeina okkar framsóknarmanna. Það er mjög alvarlegt og hættulegt íslensku hagkerfi að boða aðgerðir sem þessar án þess að orðum fylgi efndir. Skilaboð okkar til hins alþjóðlega fjár- málageira eru þar með þau að orðum okkar sé ekki treystandi. Aðrir kunna að leggja þetta svo út að staða hagkerfisins sé svo bágborin að okkur takist ekki að afla lánsfjár á viðunandi kjörum. Það eru slæm skilaboð sem geta í bráð og lengd skapað van- traust og skaðað orðspor okkar og lánshæfni ann- arra íslenskra aðila á markaði. Hvar stendur hníf- urinn í kúnni, herra forsætisráðherra? Mýkjum lendinguna Framsóknarflokkurinn hefur oftar en nokkur annar stjórnmálaflokkur átt þátt í að leiða íslenskt hagkerfi á ögurtímum. Flokkurinn vill enn leggja þar sitt lóð á vogarskálarnar og telur sig hafa mikið fram að færa við ríkjandi aðstæður. Hér að ofan hefur verið drepið á þrjár leiðir í þessum efnum, lækkun stýrivaxta, styrking gjald- eyrisforðans og þörfin á samstilltum og ákveðnum aðgerðum ríkisstjórnar og Seðlabanka. Við þá miklu niðursveiflu sem fyrirséð er þurfa ríki og sveitarfélög einnig að koma til og ljóst að ekki er raunhæft að reka ríkissjóð með afgangi á næstu ár- um. Skyldur ríkis og sveitarfélaga eru með allt öðr- um hætti þegar kreppir að í þjóðfélaginu. Það er skoðun okkar framsóknarmanna að þessir aðilar geti og eigi að stuðla að mýkri lendingu í hagkerf- inu, sem er öllum almenningi á Íslandi mikilvægt. Eftir Guðna Ágústsson »Ef stjórnvöld gera alvöru úr því að halda hér óbreyttum stýrivöxtum mun kreppa at- vinnuleysis og gjaldþrota verða til muna dýpri en ella og þján- ingar heimilanna miklu meiri. Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Gengisfelld ríkisstjórn Guðbjörg Erlingsdóttir | 11. júlí 2008 Batnandi mönnum … … gengið svo langt að segja að skattfé okkar borgaranna sé illa varið í þennan málaflokk. Hvaða enda- lausa vitleysa og fáfræði er þetta, hvað með alla þá sem hafa náð ótrúlegum árangri með líf sitt og telj- ast í dag til góðborgara þessa samfélags, erum við að segja þeim að fé okkar hafi verið illa varið í þá? … Stundum er það eina sem þarf : vin- semd, virðing og að fólki sé gert kleift að lifa mannsæmandi lífi og komið fram við það eins og jafningja. Fíklar í bata eru gott fólk, fólk eins og ég og þú, ég geri fastlega ráð fyrir að þeir sem á áfangaheimili dvelja séu ein- mitt það fólk, fólk sem er búið að fara í meðferð en þarf á frekari aðstoð að halda til að sá árangur sem náðst hefur í meðferðinni nái út í lífið. Ég fyrir mitt leyti óttast ekki um barnið mitt með áfangaheimili fyrir fíkla í hverfinu, en eitt slíkt er einmitt í mínu hverfi. Meira: ofurskutlan.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.