Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BJARNI Benedikts- son, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og for- maður utanríkismála- nefndar Alþingis, lét hafa eftir sér í þessum fjölmiðli að flokkurinn ætti að vera leiðandi afl í Evrópuumræð- unni. Hér kveður við nýjan tón. Eftir ákafa „ekki-á-dagskrá- stefnu“ í Evrópumálum virðist sem þetta leiðandi afl í íslenskum stjórn- málum sé að vakna af löngum dvala og sé að setja málið á dagskrá. Enda annað í raun illmögulegt í ljósi breytinga á fjölmiðlun og fjöl- miðlaumhverfi undanfarin ár. Í dag er ekki hægt að segja að mál séu „ekki á dagskrá“. Sú staðreynd að Írar sögðu NEI við Lissabonsáttmálanum í þjóð- aratkvæði fyrir skömmu breytir litlu fyrir umræðuna hér á landi. Enda ríkir hér áfram mikill óstöð- ugleiki í efnahagsmálum; gríðarleg verðbólga, svimandi háir vextir og krónan heldur áfram að vera „jó-jó gjald- miðill“. Hvorki fyr- irtæki né einstaklingar geta horft fram á veg- inn, forsendur dagsins í dag eru horfnar á morgun. Stöðugleiki er sem óskhyggja. Undanfarið hefur berlega komið í ljós að innan Sjálfstæð- isflokksins eru mjög skiptar skoðanir um tengsl Íslands og Evr- ópu og þar með afstöð- unnar til aðildar að ESB. Í þessu samhengi má t.d. benda á skýra af- stöðu Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs- ins, og Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins. Báð- ir hafa kallað eftir aðildarumræðum Íslands við ESB. Varaformaður flokksins, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, hefur einnig sagt að þjóðaratkvæði um að- ild að ESB sé raunhæfur kostur á næsta kjörtímabili og að hún treysti almenningi til þess að taka afstöðu í málinu. Þetta er holl og lýðræðisleg afstaða. Það má líkja saman hræring- unum innan Sjálfstæðisflokksins við hræringar sem lengi hafa átt sér stað innan sænska Jafnaðarmanna- flokksins. Sem er álíka stór flokkur í Svíþjóð og Sjálfstæðisflokkurinn hér á landi. Innan sænska Jafn- aðarmannaflokksins hafa verið skiptar skoðanir um ESB, sem með- al annars hefur leitt til þess að menn hafi sagt sig úr flokknum. Svíþjóð hefur verið aðildarríki ESB síðan 1995, en í valdatíð Gör- ans Perssons, forsætisráðherra (1996-2006), voru sænskir kratar að mörgu leyti tvístígandi gagnvart ESB og nýttu sér ekki þau tækifæri til áhrifa sem aðild fól í sér. Þrátt fyrir að segjast vera með af fullri al- vöru. Þegar borgaraleg ríkisstjórn, undir forystu hægrimannsins Fre- driks Reinfelts, tók við völdum, eftir sögulegan sigur haustið 2006, og þar sem Moderaterna , syst- urflokkur Sjálfstæðisflokksins, er leiðandi flokkur, var hinsvegar ákveðið snarlega að nú skyldi Sví- þjóð inn í kjarna ESB. Það er að segja, að hámarka kosti aðildar. Það var Carl Bildt núverandi ut- anríkisráðherra, fyrrum leiðtogi flokksins (1986-1996) og forsætis- ráðherra Svíþjóðar á árunum 1991- 1994, sem að stórum hluta stóð að mótun þessarar afgerandi stefnu- breytingar. Til að leggja áherslu á breytta stefnu var sérstakur Evr- ópumálaráðherra skipaður, Cecilia Malmström, frá Þjóðarflokki. Hún er fyrrum þingmaður Evrópuþings- ins, sat þar á árunum 1999-2006. Það er ljóst að leiðandi aðilar inn- an sænska Hægriflokksins hafa þá sannfæringu að Svíþjóð eigi að nota aðild til þess að vera fullgildur aðili og að ESB sé vettvangur til þess að hafa áhrif og ná fram brýnum hags- munamálum, bæði landsins og al- þjóðasamfélagsins, í samvinnu við önnur lönd innan ESB. Hér á landi er hinsvegar staðan sú að leiðandi aðilar á sama væng stjórnmálanna, eru á bremsunni, eða hafa verið til þessa, og maður fær það á tilfinninguna að það verði örlög málsins að það verði rætt fram í rauðan dauðann, án þess að nokkur vitræn niðurstaða fáist í málið. Er það kannski stefnan á meðan leiðandi aðilar innan sam- félagsins kalla í raun eftir alvöru stefnu í málinu? Og það skal tekið hér skýrt fram að ESB-aðild er hér ekki sett fram sem lausn á skamm- tímavanda, heldur stefna til fram- tíðar. Norðmenn höfnuðu aðild að ESB á sínum tíma. Gott og blessað, þeirra val. Þeir fengu þó að kjósa! Hér hafa heyrst þær raddir að við Íslendingar höfum svo litla reynslu af þjóðaratkvæði. Það eru að mínu mati léttvæg rök. Þjóð sem telur að- eins 313.000 manns getur auðveld- lega skipulagt og framkvæmt þjóð- aratkvæði. Enda gert við hverjar kosningar! Finnar gengu í ESB 1995 og tóku „allan pakkann“, með evru (2002) og öllu sem ESB tilheyrir. Danir, sem hafa verið með síðan 1973 og Svíar, eru þarna á milli, það sem vantar hjá þeim er evran. Engu að síður eru löndin virkir aðilar í samband- inu, sérstaklega í ljósi síðustu breytinga í Svíþjóð. Ísland er hins- vegar með annan fótinn inni (EES) og hinn úti. Er ekki kominn tími til að höggva á þennan hnút og ákveða hvar báðir fæturnir eiga að vera? Hvar eiga fæturnir að vera? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fjallar um aðild að ESB Gunnar Hólmsteinn Ársælsson »Er ekki kominn tími til að ákveða hvar Ís- land á að staðsetja gagnvart Evrópu og ESB? Hver á staðan eiginlega að vera. Höfundur er stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum. ÁRNI Johnsen fer mikinn, þessa dagana í fjölmiðlum, í umfjöllun sinni um íslenskt rétt- arkerfi. Ég ætla mér ekki að fjalla hér um þær lög- reglurannsóknir sem Árni fjallar um í grein sinni enda ekki í þeirri stöðu að svara til um einstaka aðgerðir lög- reglu. Það sem ég vil hér gera að umfjöll- unarefni eru þau orð, sem kjörinn þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur um einn starfs- hóp opinberra starfs- manna, rannsókn- arlögreglumenn sérstaklega og einnig lögreglumenn almennt auk lögmanna og dómara. Í grein, sem birtist í Morg- unblaðinu sunnudaginn 6. júlí sl. notar Árni lýs- ingarorðin „ … brjál- æðislegar ofsóknir rann- sóknarlögreglu …“, „ … þrjóska og skáldskap- artilþrif opinberra rann- sóknarlögreglu- manna …“, „ … heljar haustak og mannhatur rannsóknarmanna …“ og „ … þeir sem stjórn- uðu gangi málsins hjá embætti Ríkislög- reglustjóra eru settir í skjól og rassinn á þeim púðraður daglega með barnatalkúmi samtrygg- ingarinnar svo vel fari um þá í stólum sínum.“ Í Kastljósi RÚV þriðjudaginn 8. júlí sl. bætir þingmaðurinn um betur og talar um „sam- tryggingu ríkislög- reglustjóraembættisins, ákveðins hóps lögfræð- inga, sem lögreglan kall- ar til og dómstólanna sjálfra“ í þeirri viðleitni sinni að útskýra þau orð sem hann hafði um þá „sem stjórnuðu gangi málsins“ hjá Ríkislög- reglustjóra. Það er hreint alveg með ólíkindum að, Árni Johnsen, þingmaður á hinu háa Alþingi Íslendinga, skuli leyfa sér að viðhafa slík lýsingarorð um starfs- menn hins opinbera. Orð hans bera vott um gríðarlega vanþekkingu á störfum lögreglu almennt og rann- sóknarlögreglu sérstaklega, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann hafi „ … kannski betri skilning á þessari lensku réttarkerfisins en margur annar.“ Það er óþolandi að þurfa að sitja undir slíkum, órökstuddum, gíf- uryrðum og dylgjum kjörins þing- manns þessarar þjóðar þegar hann tekur sig til, á opinberum vettvangi, og skrifar og talar um störf lögreglu. Gagnrýni er af hinu góða og á fylli- lega rétt á sér og lögregla, sem og aðrar stofnanir hins opinbera, er ekki hafin yfir gagnrýni. Það færi hins vegar betur á því að þeir sem slíkt skrifa færi skýr rök fyrir máli sínu. Ef rökin og sannanirnar, liggja ein- hvers staðar, sem styðja viðlíka full- yrðingar og fram koma í grein og máli Árna Johnsen færi vel á því að þingmaðurinn legði þau fram, máli sínu til stuðnings í stað þess að al- hæfa um heila stétt opinberra starfs- manna, sem og lögmanna og dómara í þessu landi. Ef rökin og sannanirnar liggja ekki fyrir færi betur á því fyrir viðkomandi að þegja. Vegur dyggðarinnar er vandrat- aður og mörgum manninum skrikar þar fótur eins og dæmin sanna. Ég er fullviss um það að ef einhver lög- reglumaður eða dómari hefði fengið tveggja ára dóm fyrir þjófnað og brot í opinberu starfi, ætti sá hinn sami ekki afturkvæmt í sína fyrri stöðu, þrátt fyrir uppreist æru – ef hún þá nokkurn tíma fengist. Ef slíkt tilvik kæmi upp, held ég að sá maður yrði álitinn galinn ef hann færi í fjölmiðla með yfirlýsingar um hve lögregla og dómstólar væru spilltir og vondir. Það hlýtur einnig að teljast ábyrgðarhluti af forráðamönnum Kastljóssins að fá Árna Johnsen í drottningarviðtal í sjónvarpið þar sem meginviðfangsefnið eru umrædd skrif Árna í Morgunblaðið. Í viðtalinu í Kastljósi slær Árni úr og í, rétt eins og í blaðagreininni, þegar hann er spurður út í fullyrðingar sínar um rannsóknarlögreglumenn og dómara og þá sem komið hafa að rannsóknum mála hjá Ríkislögreglustjóra. Þeir Kastljósmenn sem tóku viðtalið hefðu betur hætt við útsendingu þess þegar þeim varð það ljóst að Árni hafði ekk- ert nýtt fram að færa umfram til- hæfulausar aðdróttanir að lögreglu og dómskerfi, sem fram komu í grein hans í Morgunblaðinu. Látum vera að greinar eins og sú sem birtist í Morg- unblaðinu eftir Árna hinn 6. júlí sl., sleppi í gegn en það er ábyrgðarhluti að gefa reiðum og bitrum mönnum lausan tauminn, á sjónvarpsskjánum, fyrir framan alþjóð. Í Kastljósþættinum hafði Árni á orði að í haust hygðist hann koma fram með þingsályktunartillögur um breytingar á lögreglu- og dóms- málum. Í ljósi fortíðar Árna, tel ég að hann ætti síðastur þingmanna að koma að þessum málaflokki. Ef þess- um málum verður hreyft á Alþingi er nauðsynlegt að þar komi að málum menn með þekkingu og reynslu á þessu sviði og í samráði við fagaðila. Það færi betur á því að þingmað- urinn, í þeirri viðleitni sinni að „spúla dekkið“, gerði það þannig að hann færi að eigin ráðum og léti þá sem njóta eiga vafans, njóta hans. Það færi betur á því að þingmaðurinn rifi bjálkana úr eigin augum áður en hann mundar sig við það að leita eftir flísum í augum annarra. Það færi afar vel á því að þingmaðurinn bæði lög- reglumenn, lögfræðinga, yfirmenn löggæslumála og dómara afsökunar á órökstuddum gífuryrðum sínum. Að telja sig sjá flís Snorri Magnússon fjallar um grein Árna Johnsen og viðtal við hann í Kastljósi Snorri Magnússon » Það færi afar vel á því að þingmaðurinn bæði hlutaðeig- andi afsökunar á órökstuddum gífuryrðum sín- um. Höfundur er formaður Landssambands Lögreglumanna. AÐ undanförnu hef- ur mikið verið fjallað um frammistöðu dóm- ara í knattspyrnu- leikjum á Íslandi á yf- irstandandi keppnistímabili, eink- um í Landsbankadeild karla. Ýmsar skraut- legar uppákomur hafa litið dagsins ljós og ekki allar til þess fallnar að auka veg- semd íslenskrar knattspyrnu. Mig langar til að leggja orð í belg, enda tel ég málið mér skylt, hafandi fylgst vel með í boltanum í hartnær 50 ár, sem leikmaður, þjálfari, for- ystumaður í knattspyrnudeild og stuðningsmaður. Það hefur verið haft eftir dómurum að umhverfi það sem þeir starfa í hafi versnað með árunum og ef rétt er þá ætti KSÍ að skoða orsakir þess og af- leiðingar og koma síðan með tillögur til úrbóta. Hefur harðari fréttamennska í dag slæm áhrif, þegar leikmenn og þjálf- arar eru fengnir í viðtöl strax að leik loknum, þegar mönnum getur verið heitt í hamsi eftir tapleik eða eftir ósanngjarna dóma, að þeirra mati? Það er auðvelt að sitja uppi í stúku eða heima í stofu og segja að leikmenn og þjálfarar eigi að hafa hemil á sér og sætta sig við alla úr- skurði dómara, hversu ósanngjarnir eða rangir sem mönnum finnast þeir vera. Spennustig er oft hátt meðan á leik stendur, enda mikið í húfi. Úrslit leikja geta skipt sköp- um fyrir afkomu þjálf- ara (og að einhverju leyti leikmanna) svo það er eðlilegt að mönnum sé ekki sama, en að sjálfsögðu eiga allir að sýna hverjir öðrum kurteisi og íþróttaanda, jafnt leikmenn og þjálf- arar gagnvart dómara og öfugt. Hefur framkoma stuðningsmanna knattspyrnufélaga versnað og ef svo er, hvers vegna? Það er reyndar ekkert nýtt að ein- staka svokallaðir „stuðningsmenn“ eru á stundum orðljótir fram úr hófi og hafa nokkur félög orðið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við slíku. Á leikvöllum landsins er blandaður hópur áhorfenda, karlar og konur á öllum aldri og sömuleiðis börn og unglingar sem læra það sem fyrir þeim er haft og apa oft eftir þeim sem eldri eru. Það að halda með einu félagi þarf ekki að þýða skítkast í garð leik- manna og fylgismanna annars félags. Eru leikmenn og þjálfarar orðljót- ari en áður meðan á leik stendur? Ég efast um að svo sé. Það hefur oft verið sagt að dómarar eigi að dæma með augunum en ekki eyr- unum. Það getur ekki verið rétt að refsa mönnum harðar fyrir misjafnlega saklaus orð sem sögð eru í hita augnabliksins heldur en gróf brot sem geta slasað mótherja. Í sjónvarpsleikjum frá Englandi, er auðvelt að lesa af vörum manna blótsyrði sem byrja á „f“ sem notuð eru gagnvart andstæðingunum og á stundum beint gegn dómaranum, án þess að honum þyki nauðsynlegt að svara með viðvörun eða áminningu/ gulu spjaldi. Ekki er ég að mæla þessu bót, en það er ekkert samræmi í því að í einu landi geti leikmenn sagt „fuck off“ við eða í átt til dómarans án refsingar, en í öðru megi menn ekki nefna andskotann á nafn án þess að fá að líta gult spjald. Hvað þarf til að verða góður knatt- spyrnudómari? Mig grunar að það fyrsta sem þeim aðilum sem stjórna dómaramálum hjá KSÍ og íslenskum knattspyrnu- félögum dettur í hug sé: Yfirgripsmikil þekking á knatt- spyrnulögunum. Vissulega er slík þekking mikilvæg og reyndar forsenda þess að fólk geti náð dómaraprófi og í kjölfarið dæmt knattspyrnuleiki, en ég tel tvö atriði mikilvægari. Þekking á knattspyrnunni sjálfri eða eins og stundum er sagt, að „þekkja leikinn í leiknum“. Dómarar geta kunnað knattspyrnulögin upp á 10, en ef þeir þekkja ekki leikinn, þá geta þeir ekki greint á milli viljandi brota og óviljandi, sjá ekki mun á broti eða leikaraskap og verða aldrei góðir dómarar. Dómarar sem eru sterkir karakt- erar lenda ekki í vandræðum. Þeir öðlast virðingu leikmanna og þjálfara og þeir þurfa ekki að hafa stjórn á leiknum með því að veifa spjöldum í tíma og ótíma. Slíkt ber vott um óör- yggi en ekki góða dómgæslu. Ég hef oft heyrt að mistök dómara séu bara partur af leiknum og menn verði að sætta sig við þau. Ég er ekki sammála. Mistök í dómgæslu eru óæskilegur partur af leiknum og það ætti að vera markmið KSÍ og dóm- aranefndar að fækka þeim eins og mögulegt er. Um leið fækkar óæskilegum atvik- um eins og þeim sem við höfum orðið vitni að undanfarið. Hvað er til ráða? Mér hefur lengi fundist sem knatt- spyrnudómarar á Íslandi væru eins og sérríki í íslenska knattspyrnu- heiminum … og vilji vera það. Ég veit ekki hverjir meta frammistöðu dóm- ara á vegum KSÍ, en það ætti að vera dómstóll eða nefnd sem innihéldi ekki bara knattspyrnudómara heldur einnig þjálfara og leikmenn, aktíva sem fyrrverandi. Þá kæmu örugglega fram sjónarmið sem væru öllum dóm- urum hollt að heyra. Að lokum: Leikmenn hafa aðhald frá þjálfara; ef þeir standa sig ekki vel missa þeir sæti sitt í liðinu. Þjálf- arar hafa aðhald frá stjórn knatt- spyrnudeildar eða -félags; ef árang- urinn er ekki viðunandi að mati stjórnar, þá er þjálfarinn rekinn eða samningur ekki endurnýjaður. En það vantar betra aðhald með starfi dómara. Þar á að byrja ef menn vilja betri dómgæslu og meiri virðingu fyr- ir starfi dómarans. Með knattspyrnukveðju. Um dómgæslu og dómaramál Hörður Hilmarsson skrifar um knatt- spyrnudómara Hörður Hilmarsson »Dómarar sem eru sterkir karakterar öðlast virðingu leik- manna og þjálfara og þurfa ekki að stjórna leiknum með því að veifa spjöldum í tíma og ótíma. Höfundur er framkvæmdastjóri ÍT ferða og fyrrum knattspyrnuþjálfari og leikmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.