Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÉG hefði þurft að bíða í eitt eða tvö ár áður en ég hefði komist inn á bið- listann, bara af því að lækninum mín- um hugnaðist ekki að ég færi í að- gerðina strax. Ég vildi ekki sitja undir því að hann tæki ákvörðun um það hversu lengi ég kveldist heima hjá mér,“ segir Elvar Guðjónsson við- skiptafræðingur. Hann var á síðasta ári orðinn draghaltur og sárkvalinn vegna slitinnar mjaðmar. Bæklunar- læknir sem hann leitaði til sagði hon- um að harka af sér og bíða þar til verkirnir versnuðu svo hann gæti ekki sofið. Þá skyldi hann komast á biðlista eftir mjaðmaskiptaaðgerð. Elvar var ósáttur við svörin og leitaði annað. Hann hafði samband við finnskan bæklunarskurðlækni sem hefur um árabil framkvæmt hundruð mjaðmaaðgerða sem þykja betri fyrir ungt fólk en mjaðmaskiptin, en Elvar er 48 ára gamall, sem þykir ekki hár aldur þegar mjaðmaslit er annars vegar. Mjaðmarkúlan er þá löguð og fóðruð. Hann spurðist fyrir hjá Tryggingastofnun (TR) um hvort aðgerð í Finnlandi fengist greidd en fékk neikvæð svör, þar sem einn læknir á Akureyri hefði framkvæmt nokkrar slíkar aðgerðir hérlendis. Sá tjáði Elvari að hann hefði litla reynslu af þessu og að biðtím- inn væri 8-10 mánuðir. Elvar beið því í tvær vikur, fór svo til Finnlands í desember 2007 og greiddi ferðina og aðgerðina sjálfur, um 1,6 milljónir króna. Hann segist engar upplýsingar hafa fengið hjá lækninum sínum hér um þennan möguleika, og við það er hann einnig ósáttur. Lærði um réttindi sín eftir aðgerðina Eftir heimkomuna komst Elvar að raun um að sam- kvæmt EES-reglum eiga sjúklingar rétt á því að aðgerð- ir sem gerðar eru í öðrum EES-löndum en heimalandi þeirra fáist greiddar út úr almannatryggingum ef að- gerðirnar eru nauðsynlegar. Hann hefur sótt um greiðsl- una hjá TR. „Við erum að bíða eftir svari þaðan. Ef það verður ekki jákvætt endar það væntanlega með því að ég fer í mál við íslenska ríkið og læt á þetta reyna,“ segir Elvar. „Finnski læknirinn vill meina að þessar upplýsingar sem ég fékk hér heima séu bara gamaldags og úreltar, að maður þurfi að eyða bestu árum ævi sinnar í að vera sárkvalinn og ómögulegur og þurfi svo að bíða eftir að- gerð í eitt eða tvö ár þegar loksins er komið að manni.“ Átti að bíða sárkvalinn  Vill að Tryggingastofnun ríkisins greiði mjaðmaaðgerð sem gerð var í Finnlandi  Íslenskur læknir sagði honum að bíða þar til verkirnir ykjust, til að komast á biðlista Í HNOTSKURN »EBE-reglugerð númer1408/71 kveður á um rétt sjúklinga til heilbrigðisþjón- ustu yfir landamæri aðildar- ríkja EES. »Þar segir að sjúklingareigi rétt á að nauðsynleg aðgerð, sem gerð er í öðru að- ildarlandi en heimalandi, fáist greidd heima fyrir. »Ekki hefur verið látiðreyna á ákvæðið hérlendis en lögfræðingur Elvars segir einstaklinga hafa unnið slík mál fyrir dómstólum í Evrópu og niðurstöðuna iðulega hafa ráðist af því hvort þjónustan teljist nauðsynleg í skilningi reglugerðarinnar. Elvar Guðjónsson GRUNN- og framhaldsskólar landsins hefjast flestir í vikunni og má gera ráð fyrir að um 4.200 börn leggi leið sína í skólann í fyrsta skipti. „Umferðarstofa leggur mikla áherslu á það að for- eldrar láti börnin sín, ef mögulegt er, ganga til og frá skóla í stað þess að þau séu keyrð,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Meira umferðaröryggi felist í minni umferð ökutækja í kring- um skólana en auðvitað sé mikilvægt að börnin fylgi öruggri leið. Mannaráðningar ganga þokkalega „Það hefur kannski ekki gengið jafnhratt og við von- uðumst til,“ segir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, formaður Skólastjórafélags Íslands, aðspurður hvernig gangi að manna skólana. Í síðustu viku hafi til að mynda vantað 25 kennara í Reykjavík en ástandið sé þokkalegt úti á landi. |16 Þúsundir á leið í skólana  Umferðarráð beinir til foreldra að láta börn frekar ganga í skólann Morgunblaðið/Golli Nemendur Þessi prúðu börn labba eflaust öll í skólann. SÍMINN hefur tilkynnt um nokkrar hækk- anir á verðskrá fyrirtækisins hinn 15. sept- ember næstkom- andi. Hækka sím- reikningar fyr- irtækja og ein- staklinga að meðaltali um 4% og segir fyrirtækið ástæðurnar liggja í kostnaðaraukningu í rekstri sem tengist meðal annars launaskriði og breytingum á gengi krónunnar. Símtölin verða dýrari Þögn er gulls ígildi. ÓTTAR Felix Hauksson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, tefldi til sigurs með lifandi tafl- mönnum í Árbæjarsafni í gær. Davíð Kjart- ansson og Arnar E. Gunnarsson urðu efstir og jafnir á Stórmóti Taflfélags Reykjavíkur og Ár- bæjarsafns sem einnig var haldið þar í gær. Morgunblaðið/Frikki Teflt á tánum í Árbæjarsafni JARÐSKJÁLFTAHRINA var um 15 km austur af Grímsey í gær. Hrin- an var með smáhléum og langflestir skjálftanna fremur smáir að því er sjá mátti á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar eru birtar niðurstöður sjálfvirkra jarðskjálftamælinga. Höfðu orðið um hundrað skjálftar austur af Grímsey frá því aðfaranótt laugardags. Laust eftir klukkan fimm í gær- morgun varð jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig um 11,2 km austur af Gríms- ey. Á sömu mínútunni varð jarð- skjálfti upp á 3 stig um 6 km norð- norðvestur af Þeistareykjum. Að sögn starfsmanns á Veðurstofu Íslands var ekki búið að fara yfir þessar sjálfvirku mælingar. Enn skelfur jörð við Grímsey                                               !         Langflestir skjálftanna fremur smáir ENGINN samdráttur er í verk- efnum hjá fyrirtækinu Fasteigna- viðhaldi. Verkefnin hafa hlaðist upp í sumar, að sögn Guðmundar Dýra Karlssonar, eins eigenda fyrirtækisins. Fasteignaviðhald annast m.a. steypuviðgerðir, klæðningu á hús- um, gluggaskipti og þakviðgerðir. Guðmundur segir að sumarið í ár hafi verið eitt hið besta í átta ára sögu fyrirtækisins. Hann er nú með þrjú stór verkefni á borðinu að virði allt að hundrað milljónum króna. Ástæður þessara anna við fast- eignaviðhald nú eru nokkrar, að mati Guðmundar. Ein er sú að í þenslunni var erfitt að fá iðnaðar- menn í viðhaldsverkefni. Önnur er ástandið á fasteignamarkaði. Fólk sem ekki hefur getað selt húsnæði ákveður að láta laga það. Þá hefur slæmt tíðarfar á liðnum vetri haft sín áhrif. Mikil vætutíð reyndi á húsin og varð víða vart leka, sem ýtti við mörgum að láta gera við. Guðmundur bendir á að jafnt íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, opin- berar byggingar og mannvirki þarfnist viðhalds. Hann segir verkefnin deilast tiltölulega jafnt á milli hverfa á höfuðborgarsvæð- inu. | Fasteignir Morgunblaðið/Þorkell Viðhald Hlynna þarf að fasteignum. Nóg að gera í viðhaldi húsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.