Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Grásleppan veiðist vel  Einni bestu grásleppuvertíð í manna minnum er að ljúka í Stykk- ishólmi. Sjómenn segja að í sumar hafi þeir fengið 70% meira af hrogn- um en í fyrra. Mikið kemur af skötu- sel í netin. » 11 Lítil lundaveiði  Lundaveiði í Vestmannaeyjum í sumar var aðeins brot af því sem var á árum áður. Ástæðan er við- komubrestur í stofninum og styttri veiðitími. Óttast menn að lundaveið- ar verði bannaðar. » 12 Hátíð orðlistar  Orðlist í hæsta gæðaflokki þótti einkenna Hólahátíð sem lauk í gær. Þar flutti Páll Skúlason, fv. rektor, hátíðarræðu, Matthías Joannessen las frumsamin ljóð og Einar Sig- urbjörnsson predikaði. » 9 Minni kortavelta  Notkun greiðslukorta í júlí bendir til þess að einkaneysla hér á landi hafi minnkað talsvert. Samdrátt- urinn hér er í samræmi við það sem gerst hefur í nágrannalöndum. » 14 Rússaher fer frá Georgíu  Rússar lofa að draga til baka her- lið sitt í Georgíu í dag en halda eftir rússneskri friðargæslu. Angela Mer- kel segir Georgíumenn geta fengið aðild að NATO, en Condoleezza Rice segir orðspor Rússa í molum. » 13 SKOÐANIR» Staksteinar: Skítt með kerfið! Forystugreinar: Stuðningur við Georgíu | Eitt allsherjarklúður Ljósvaki: Ábyrgð í verki? UMRÆÐAN» Álnotendur eru undirstaða áliðnaðar Þeir sem ekki fengu … LÍÚ og Sameinuðu þjóðirnar Elskulegheit og bros Viðhald á húsum orðið vel tímabært Ævintýri innikattar Hvaða munur er á pottum …? Brjáluð baðherbergishönnun FASTEIGNIR » Heitast 18°C | Kaldast 12°C  Hægur vindur. Dá- lítil rigning vestast á landinu, einnig aust- anlands. Annars skýj- að að mestu og þurrt. » 10 Andreas Constant- inou ólst upp við blús og pönk og blandar því saman á nýrri plötu í „grunge“-stíl. » 30 TÓNLIST» Grískuskotið grugg FÓLK» Eiginmaðurinn leikstýrði ástaratriðunum. » 34 Kvikmyndin Ráð- gátur: Ég vil trúa fær aðeins hálfa stjörnu hjá gagnrýn- andanum Heiðu Jó- hannsdóttur. » 33 KVIKMYNDIR» Myndskrípið Ráðgátur FÓLK» Jós svívirðingunum á báða bóga. » 31 TÓNLIST» GusGus fyllti húsið á Nasa um helgina. » 32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Dóttir Heath Ledgers fær laun … 2. Tvær sprengjur á Costa del Sol 3. Einn með allar tölur réttar 4. Mikill erill í Stykkishólmi Auratal Eigandi Toyota Land Cruiser- jeppa þurfti að fá þverboga yfir þak jeppa síns á dögunum. Á heimasíðu Toyota segir að þverbogarnir kosti 28.871 krónu, en við nánari könnun hjá Toyota sagði afgreiðslumaður að þeir kostuðu 26.021 krónu. Hjá N1 við Bíldshöfða var verð- ið öllu skaplegra, eða 15.190 krón- ur. GS Varahlutir, Bíldshöfða 14, náðu þó viðskiptunum örugglega, en þar fengust þverbogar á 7.800 krónur. Jeppaeigandinn sparaði sér 18.221 krónu með því að skipta ekki við umboðið. rsv@mbl.is Það dró til tíð- inda á Ólympíu- leikunum um helgina þar sem Usain Bolt frá Jamaíka setti heimsmet í 100 metra hlaupi og Williams- systur endurheimtu gull- verðlaunin sín í tvíliðaleik í tennis frá því í Aþenu fyrir tveimur árum. Michael Phelps, sundmað- urinn óstöðvandi, náði takmarki sínu og vann sér inn átta gull á Ólympíu- leikunum og hefur enginn náð slíkum árangri áð- ur. Hann setti sjö heimsmet á leikunum og í einu keppn- isgreininni sem út af stóð, 100 metra flugsundi, setti hann nýtt ólympíumet. » Íþróttir Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is NEMENDUR framhalds- og há- skólanna geta frá og með deginum í dag sótt um Námsmannakort Strætó bs. á vefnum. Fyrirkomulag- ið er töluvert breytt frá fyrra ári og má til að mynda nefna að nú fá nem- endur með lögheimili úti á landi ekki lengur ókeypis í strætó. Eigendur ákváðu breytingar Nemendur þurfa að vera með lög- heimili í einu þeirra sex sveitarfélaga sem standa að námsmannaverkefni Strætós til að fá námsmannakortin. Þetta þýðir að nemendur með lög- heimili utan höfuðborgarsvæðisins eða íbúar Garðabæjar fá ekki lengur frítt í vagnana, en nemar í Garðabæ geta þó keypt kortin á 3.100 krónur. „Sveitarfélögin eru í grunninn að kaupa strætókort fyrir sinn íbúa. Þess vegna er viðmiðun númer eitt að þú þarft að vera með lögheimili í einhverju af þessum sex sveitar- félögum sem taka þátt í verkefninu og í öðru lagi verðurðu að vera skráður í skóla,“ segir Reynir Jóns- son, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þannig að ef þú ert búsettur í öðru sveitarfélagi, sem er utan þessara sex sem borga verkefnið, þá færðu ekki frítt í strætó,“ bætir hann við, en sú ákvörðun hafi verið tekin af sveitarfélögunum sem að verkinu standa. Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, hafði ekki heyrt af þessari ákvörðun, en sagði að ef rétt reyndist myndi Stúdentaráð beita sér í málinu af hörku. Í fyrra voru útbúin kort fyrir alla nemendur og þeim dreift í skólum. Nú þarf hver og einn að sækja um kortin á vefsvæðinu straeto.is/saek- jaumkort. Til þess að geta lokið um- sóknarferlinu þarf viðkomandi nem- andi að hlaða inn rafrænni mynd af sér sem verður prentuð á kortið. Stefnt er að því að umsækjandi fái kortið afhent í síðasta lagi á föstudag í vikunni eftir að hann sækir um. Nemar utan af landi fá ekki lengur frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu  Formaður SHÍ boðar harða andstöðu  Garðbæingar þurfa líka að borga Morgunblaðið/Kristinn Strætó Sumir nemar eiga að borga. GRINDVÍKINGAR gerðu sér lítið fyrir og lögðu FH- inga að velli, 1:0, í Kaplakrika í gærkvöld og skutu Hafnfirðingana þar með af toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Andri Steinn Birgisson skoraði sigurmark Suðurnesjaliðsins. Þetta nýttu Keflvíkingar sér til hins ýtrasta en þeir burstuðu Þróttara, 5:0, og hafa nú náð tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá urðu ekki síður óvænt úrslit á Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarar Vals töpuðu, 0:1, fyrir HK sem þar með komst í fyrsta skipti í sumar úr botnsæti deild- arinnar. Þar sitja nú Skagamenn sem gerðu jafntefli gegn Fylki, 2:2. Möguleikar Vals á að verja titilinn eru nú litlir. Keflavík er með 36 stig á toppnum, FH 34 og Valur 29 stig þegar sex umferðir eru eftir. | Íþróttir Morgunblaðið/hag Keflvíkingar komnir í toppsætið á ný Óvæntir ósigrar FH og Vals á heimavelli Barátta Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, hefur betur í viðureign við FH-inginn Atla Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.