Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 16
|mánudagur|8. 9. 2008| mbl.is Í húsakynnum Klifurhússins í Skútu-vogi æfa efnilegir klifrarar sig á ólík-um klifurleiðum í mismiklum halla.Reynist leiðin of erfið þegar hátt erkomið er í lagi að láta sig falla á gólf- ið því þar tekur þykk og mjúk dýna á móti manni. Strákarnir sem blaðamaður hitti létu þó smá mótvind ekkert á sig fá, þeir settu einfaldlega meira kalk á hendurnar og reyndu aftur, enda allir mjög áhugasamir. Sá fljótt árangur „Ég var alltaf að klifra í trjám en hafði aldrei prófað að klifra inni,“ segir Níls Nowenstein. Það breyttist þó fyrir ári þegar vinur hans, Matthías Tryggvi Haraldsson, kynnti Níls fyrir Klifurhúsinu og hafa þeir félagar verið duglegir að mæta síðan. Að- spurður hvað hann fái út úr klifrinu stendur ekki á svörum: „Adrenalín. Svo er þetta líka mjög góð æfing.“ Níls segist hafa fljótt séð árangur en hann hefur lært nokkrar gerðir af klifri, t.d. þar sem notuð eru mjög lítil grip sem reyna mikið á fingurgómana auk annarrar gerðar sem leggur áherslu á að klifrarinn noti ekki sérstök grip heldur þyngdina til að skipta milli hægri og vinstri. Níls og Matthías eru sammála um að eitt það erfiðasta við klifrið, fyrir utan að komast á toppinn, sé þegar þeir finni fyrir bruna í höndunum og fái blöðrur og sigg. Það hafi þó aðallega gerst þegar þeir fyrst byrjuðu að klifra. Hróðmar Helgason byrjaði í klifrinu fyrir fjórum árum eftir að frændi hans hafði próf- að og mælt með því. „Þetta er svo öðruvísi en allt hitt og styrkir allan líkamann,“ segir Hróðmar en sjálfur segist hann finna mik- inn mun á sér. Í upphafi hafi hann verið mjög grannur og kraftlítill og það tekið hann dálítinn tíma að komast vel af stað í klifrinu en á fjórum árum hafi hann styrkst mikið. Hróðmar nefnir að sérstaklega sé gaman að klifra úti við en það gerði hann oft meðan hann bjó vestanhafs. Þar fékk hann einnig sín fyrstu klifurmeiðsl en hann sleit liðamót löngutangar hægri handar á klifurmóti. Dagur Benedikt Reynisson var að mæta í fyrsta skipti á æfingu sem skráður korthafi í Klifurhúsinu en að eigin sögn hefur hann mætt þarna fjölmörgum sinnum áður – en alltaf bara til að taka þátt í æfingu með skátunum. Hann hafi hinsvegar alltaf langað að læra þetta og keypti sér því kort til að ná betri færni. Hann segir skemmtilegast að fara æ erfiðari leiðir og finna hvernig hann verður betri og betri. „Í upphafi náði ég bara fyrstu þremur kubbunum áður en ég datt en nú á þessu ári er ég byrjaður að ná eiginlega öllum leið- unum mjög hátt.“ Gott grip Klifrarar festa á sig poka af kalki sem þeir nota til að ná góðu taki á gripunum. Morgunblaðið/Kristinn Stökk Dagur kemst ekki hærra upp og bregður því á það ráð að stökkva niður á mjúkar dýn- urnar. Hann segist nýlega byrjaður að komast mjög hátt upp á klifurleiðunum. Reynt að klifra í hæstu hæðir Á haustin fer í gang margskonar íþróttastarf fyrir börn og unglinga. Klifur er ein íþróttanna í boði og leit Ylfa Kristín K. Árnadóttir inn í Klifurhúsinu til að kynnast sportinu og iðkendunum. Fimur Níls klifrar erfiða leið í miklum halla en sportið reynir á allan líkamann. Í Klifurhúsinu er stærsti klifursalur landsins. Þar geta klifrarar spreytt sig á svokallaðri grjótglímu sem er eitt afbrigði klettaklifurs. Húsið er rekið af Klifurfélagi Reykjavíkur. Um 250 manns eiga kort þar, en að auki mæta um 450 manns í hverjum mánuði til að prófa að klifra. Aldur klifrara er frá tveggja til 70 ára. Límböndin við gripin og fótstigin tákna mis- munandi leiðir. Neðst eru skráðar erfið- leikagráðurnar svo klifrararnir viti nokkurn veginn hversu erfiða leið þeir eru að velja sér. Kristján Þór Björnsson þjálfar 13-16 ára ung- linga en sjálfur byrjaði hann að klifra í Klif- urhúsinu. „Stundum eru krakkarnir á æfingu látnir velja sínar eigin leiðir en stundum þurfa þeir að fara eftir fyrirfram ákveðnum leiðum.“ Hann segir klifrið njóta vaxandi vinsælda en spurður hvað það sé sem fólk fái út úr klifrinu segist hann ekki vita nákvæmlega, nema ein- faldlega að það sé svo gaman að klifra. Margir hafi byrjað sem börn á að klifra í trjám en fært sig yfir í Klifurhúsið eftir því sem þeir urðu eldri. Á sumrin er boðið upp á leikjanámskeið fyrir 8-12 ára krakka en fyrir fullorðna eru námskeiðin útivið þar sem klifrað er í línu, fólki kennt að tryggja o.fl. Nýtur ört vax- andi vinsælda Morgunblaðið/Kristinn Þessa leið Leiðirnar eru merktar með mis- munandi lituðum límböndum. www.klifurhusid.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.