Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GUNNAR Ein- arsson, bæjarstjóri í Garðabæ, skrifar um jákvætt gildi afreks- íþrótta í Morg- unblaðinu 1. sept- ember sl. Umfjöllunina tengir hann frábærri frammistöðu ís- lenska handboltaliðsins á nýaf- stöðnum Ólympíuleikum í Peking. Gunnar segir m.a. að „þetta stærsta afrek íslenskra íþrótta- manna og viðbrögð þjóðarinnar við því sé holl áminning þess hversu mikilvægt er að hlúa að af- reksfólki“. Einnig segir Gunnar réttilega að afreksíþróttir skipti máli fyrir útbreiðslu íþrótta. Hann segir: „Þær geta skapað breidd, vakið áhuga ungmenna á iðkun íþrótta og laðað að sjálf- boðaliða til að sinna íþróttastarfinu. Þær hafa því uppeldislegt og heilsusamlegt gildi … og að afreks- íþróttafólk eru fyr- irmyndir sem hvetja einstaklinga, hópa og fyrirtæki til að leggja mikið á sig til að ná hámarksárangri. Við unnin afrek vex sjálfstraust og fram- takssemi ein- staklinga, hópa og jafnvel heillar þjóðar“. Ég tek undir hvert orð Gunn- ars í grein hans en langar í fram- haldi að minna á að ekki geta allir orðið afreksmenn, hvorki í íþrótt- um né á öðrum sviðum. Í raun er það einungis lítill hluti sem nær því marki að komast á þann stað að þeir teljist til afreksfólks í þeim skilningi sem hér um ræðir. Íþróttaiðkun hefur margs kon- ar gildi sem flest öll eru jákvæð. Það gildi sem skiptir ekki litlu máli þegar rætt er um íþrótta- iðkun er forvarnargildi íþróttaiðk- unar. Þess vegna er brottfall ung- linga úr íþróttum áhyggjuefni. Ýmsir hafa lagt sig í líma við að finna leiðir til að sporna við því. Vissulega viljum við hampa af- reksíþróttamönnum vel og lengi en gleymum ekki að hampa einnig hinum almenna íþróttaiðkanda og þeim stóra hópi barna og ung- linga sem kemur ekki endilega til með að fylla lið afreksíþrótta- manna. Afreksíþróttamennirnir okkar eru sannarlega jákvæðar fyr- irmyndir og hafa hvetjandi áhrif á stóran hluta barna og unglinga sem stunda íþróttir eða eru að hefja íþróttaferil sinn. Það er þó ekki sjálfgefið að öll börn upplifi þessi áhrif sem jákvæð fyrir sig persónulega. Það gætu t.d. verið þau börn sem, af ýmsum orsökum sem ekki verða reifaðar hér, búa yfir lágu sjálfsmati, hafa litla trú á sér og eru óörugg með sig. Kannski eru það einmitt þessi börn sem hætta íþróttaiðkun með- an þau eru enn á barnsaldri. Eins jákvætt sem tal um afrek og af- reksfólk á íþróttasviðinu er gæti sú umræða, verði hún ríkjandi yfir langt tímabil, virkað letjandi á börn sem hafa litla eða enga trú á sér. Samhliða því að fagna afreks- fólkinu eigum við einnig gæta þess að minnast á hina iðkendurna og með því stuðla að jafnvægi í um- ræðunni um iðkendur og íþrótta- iðkun. Ein leið sem nefnd hefur verið til að sporna við brottfalli ung- linga úr íþróttum er að íþrótta- hreyfingarnar sjái til þess að allir sem stunda íþróttir, án tillits til hvort þeir eru taldir efniviður í af- reksíþróttafólk eða ekki, fái tæki- færi til að mynda lið og þeim sé gefinn kostur á og hvattir til að keppa í greininni. Háleit markmið, hvort sem er í íþróttum eða á öðr- um sviðum eru gulls ígildi. Mark- miðið með íþróttaástundun er að hver og einn geti iðkað íþróttir á eigin forsendum, fundið kraft og metnað sem hægt er að búa að alla ævi. Samvera, samskipti, stemning, keppni, leikur og fræðsla eru allt hugtök sem tengja má jákvæðu gildi íþróttaiðkunar. Ekki geta allir orðið afreksíþróttamenn Kolbrún Bald- ursdóttir brýnir fólk til að gleyma ekki að hampa hin- um almenna íþróttaiðkanda »Markmiðið með íþróttaástundun er að hver og einn geti iðk- að íþróttir á eigin for- sendum, fundið kraft og metnað sem hægt er að búa að alla ævi. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. LÖG um mat á um- hverfisáhrifum fram- kvæmda hafa fjögur meginmarkmið. Í fyrsta lagi að tryggja að þeir aðilar sem gefa út fram- kvæmdaleyfi, oftast sveitarfélög, hafi feng- ið eins góðar upplýs- ingar og hægt er um umhverfisáhrif fram- kvæmdanna áður en þeir taka ákvörðun um það hvort gefa eigi út leyfið eða ekki. Í öðru lagi að lág- marka umhverfisáhrif fram- kvæmdanna. Í þriðja lagi að sjá til þess að almenningur sé upplýstur um umhverfisáhrif fram- kvæmdanna og hann eigi kost á að koma athugasemdum sínum á framfæri, og í fjórða lagi að stuðla að samvinnu og samráði hags- munaaðila að framkvæmdinni. Allt eru þetta skynsamleg og rökrétt markmið, til þess fallin að treysta ákvarðanatöku, styrkja lýðræð- islega þátttöku hagsmunaaðila og almennings í henni, og vernda nátt- úru Íslands. Ábyrgð og samráð Í 2. málsgrein 5. greinar laganna er kveðið á um það að í þeim til- vikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri geti Skipu- lagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverf- isáhrif þeirra skuli metin sameiginlega. Nýlega reyndi á þessa grein þegar ég úr- skurðaði að fram- kvæmdir álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykj- um til Húsavíkur skyldi meta sameig- inlega. Úrskurðurinn var umdeildur, enda hefur ákvæðinu ekki verið beitt áður, og miklir hags- munir í húfi. Því hefur verið haldið fram að sú ákvörðun að krefjast sameiginlegs mats muni fresta framkvæmdum verulega og þar með stefna þeim í hættu, jafnvel eyðileggja margra ára undirbún- ingsstarf. Frá upphafi hef ég hafn- að þeirri túlkun og bent á að ef vilji hagsmunaaðila væri fyrir hendi væri hægt að halda tíma- áætlun, enda sé umhverfismats- ferlið í eðli sínu samráðs- og sam- vinnuferli þeirra sem að framkvæmdinni koma, eins og lögin kveða á um. Það er ekki markmið laganna að banna framkvæmdir eða tefja fyrir þeim, heldur að leiða í ljós eins skýrt og unnt er hver umhverfisáhrif þeirra verða og lág- marka þau. Ætla mætti að það markmið ætti stuðning allra ábyrgra samfélagsþegna. Ályktun Samorku Svo bregður hins vegar við að samtök orkuframleiðenda, Sam- orka, láta frá sér fara ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að end- urskoða ákvörðun sína til að lág- marka þann skaða sem að óbreyttu gæti hlotist af úrskurðinum. Lýsa samtökin því yfir ef ekki náist ásættanleg niðurstaða í þeim efn- um telji stjórn Samorku nauðsyn- legt að dómstólar verði látnir skera úr um lögmæti úrskurðar ráðherra, vegna framtíðarhagsmuna orkuiðn- aðarins. Það er tvennt sem undrar mig í þessari yfirlýsingu. Í fyrsta lagi að landssamtök orkuframleiðenda skuli ekki styðja þá ákvörðun stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja lágmörkun umhverfisáhrifa fram- kvæmda vegna álvers á Bakka. Í annan stað að samtökin skuli álykta með þessum hætti þegar fulltrúar þeirra í samráðsferlinu vissu fullvel að lausn var í sjónmáli sem tryggir allt í senn, hagsmuni náttúrunnar, hagsmuni almennings og hagsmuni fyrirtækjanna sem í hlut eiga.. Það er bæði eðlilegt og mik- ilvægt að almenningur, fé- lagasamtök og fyrirtæki geri kröf- ur til ráðherra í ríkisstjórninni. En að sama skapi er eðlilegt að gera þá kröfu til ábyrgra samtaka eins og Samorku að þau sætti sig við lögin sem gilda í landinu og vinni samkvæmt þeim leikreglum sem þau setja okkur. Samorka og lögin í landinu Þórunn Sveinbjarn- ardóttir skrifar um ályktun Samorku » Það er tvennt sem undrar mig í þessari yfirlýsingu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er umhverfisráðherra. ÞRÁTT fyrir fjöl- margar aðgerðir rík- isstjórnarinnar í efna- hagsmálum að undanförnu tók Guðni Ágústsson þá ákvörð- un að snúa út úr þeim á fundaferð sinni um landið og í þinginu. Allsstaðar þar sem hann hefur mætt hef- ur hann kennt rík- isstjórninni um það mótlæti sem Íslend- ingar standa frammi fyrir í efnahags- málum um þessar mundir. Í umræðu um efna- hagsmál á Alþingi 2. september sakaði Guðni ríkisstjórnina um aðgerðarleysi og mátti helst á honum skilja að hækkun á olíuverði og hrávöruverði almennt væri henni að kenna og að lánsfjárkreppan væri einnig komin til af hennar sök. Þessar upphrópanir Guðna standast hins vegar enga skoðun eins og ýmsir, sem ekki eru í pólitík, hafa séð sig knúna til að benda á. Þetta kom til að mynda fram í fréttabréfi Glitnis sama dag og efnahagsumræðan fór fram. Í Morgunkorni greiningardeildar bankans kemur fram að þegar litið sé í baksýnisspegilinn sé ljóst að stjórnvöld hafi brugðist við breyttum aðstæðum í hag- kerfinu með ýmsum hætti und- anfarna mánuði. Fjallað er um það með hvaða hætti gjaldeyr- isforðinn hefur verið styrktur eins og svo oft hefur verið kallað á og hvernig Seðlabankinn hafi rýmkað reglur til að auka getu bankanna til að bregðast við vandanum. Þá er jafnframt bent á að bankinn hafi gengið inn í samstarf við ESB og EFTA um varnir gegn óstöð- ugleika á fjár- málamörkuðum. Í útvarpsviðtali sama dag við for- stöðumann greining- ardeildar Landsbank- ans kom þetta einnig fram. Auk þess benti fulltrúi bankans á að ástandið víða annars staðar væri síst betra en hér á landi og nefndi sérstaklega til sögunnar Bandaríkin, Bretland og Dan- mörku í tengslum við stöðuna á fast- eignamarkaði. Til viðbótar við það sem að framan er greint tilkynnti Geir H. Haarde forsætisráðherra lán- töku upp á 30 m.a. kr. sem er enn einn liðurinn í því að styrkja gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar. Hef- ur gjaldeyrisforðinn því verið fimmfaldaður á tveimur árum. Aðrar aðgerðir sem einnig miða að því að mæta erfiðleikum í efnahagslífinu eru skattalækkanir á fyrirtæki og einstaklinga. Þá hafa fyrstu skref í afnámi stimp- ilgjalda verið stigin og viðmiðum breytt hjá Íbúðalánasjóði en báð- ar þessar aðgerðir hafa það að markmiði að örva fasteignamark- aðinn. Af þessu má sjá að annaðhvort hefur formaður Framsókn- arflokksins ekki fylgst með eða hann hefur kosið að snúa út úr og fara vægast sagt frjálslega með sannleikann. Upphrópanir Guðna standast ekki skoðun Ármann Kr. Ólafsson gerir athugasemdir við ummæli Guðna Ágústssonar » Þessar upp- hrópanir Guðna standast hins vegar enga skoðun eins og ýmsir, sem ekki eru í pólitík, hafa séð sig knúna til að benda á Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er alþingismaður. EINHVER athygl- isverðasta lög- fræðilega yfirlýsing sem hæstarétt- arlögmaður hefur lát- ið hafa eftir sér er þegar Kristinn Hall- grímsson hrl., for- maður skilanefndar eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, lýsti því yfir í Frétta- blaðinu 8. maí 2008, að stjórn eign- arhaldsfélags trygg- inganna væri óbundin af lögum og starfaði í lagalausu umhverfi. Með þessari yf- irlýsingu hefur Krist- inn lögmaður jafn- framt staðfest að stjórn trygginganna hefur tekið sér umboð sitt utan laga og rétt- ar. Kristinn Hallgrímsson veit mæta vel að hann sjálfur breytti samþykktum félagssins með þeim hætti að þær uppfylla hvorki skil- yrði samvinnufélagalaga eða hlutafélagalaga og bjó því sjálfur til þetta lagalausa umhverfi sem hann vitnar til. Kristinn veit líka að árið 2002 var rík- isskattstjóra tilkynnt að nafni og tilgangi fé- lagssins hefði verið breytt 1994, Kristinn telur sennilega að svona smá breyting á samvinnufélagi eins og að setja það í laga- laust umhverfi megi bíða með í 8 ár að til- kynna. Í þessu lagalausa umhverfi taldi nú lög- maðurinn nú samt rétt að senda inn nýjar samþykktir árið 2004 þar sem stjórnendum trygginganna var heimilað að kjósa sjálfa sig í stjórn. Hins vegar kemst hæstaréttarlögmað- urinn Kristinn Hall- grímsson að því þetta lagalausa umhverfi eigi alls ekki við hina raunveru- legu eigendur og tryggingataka Samvinnutrygginga, þeir geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum með þeim kostnaði sem því fylgi, séu þeir ekki sáttir við það sem þeim er úthlutað úr hendi þeirra sem telja sig óbundna af lögum. „Er til lagalaust umhverfi“? Þorsteinn Ingason skrifar um Sam- vinnutryggingar Þorsteinn Ingason »…þar sem stjórn- endum trygg- inganna var heimilað að kjósa sjálfa sig í stjórn. Höfundur er fyrrverandi fiskverkandi og útgerðarmaður. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.