Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI DEATH RACE kl. 8:10D - 10:30D B.i. 16 ára DIGITAL DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára GET SMART kl. 5:50D - 8D - 10:10 LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 68.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! -L.I.B.TOPP5.IS -T.S.K - 24 STUNDIR -ÁSGEIR J. - DV VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SPENNA, HASAR OGTÖFFARASKAPUR EINS OG ÞAÐ GERIST BEST ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EKKI FYRIR BÍLVEIKA! "ALVÖRU STRÁKAMYND SEM KREFST ÞESS EINUNGIS AÐ ÞÚ SLÖKKVIR Á HEILANUM OGTAKIR VEL Á MÓTI HÖRÐU OFBELDI, FLOTTU KVENFÓLKI OG HEILMIKLUM TÖFFARASKAP" -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / ÁLFABAKKA DEATH RACE kl. 5:50D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL DEATH RACE kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára STAR WARS: CLONE WARS kl. 5:50D LEYFÐ DIGITAL Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÉG er búin að tékka mig út og sest út á götu með kaffið mitt,“ segir Valdís Óskarsdóttir, leikstjóri og klippari, stödd í Toronto þegar blaðamaður hringir í hana. Sveita- brúðkaup, fyrsta kvikmyndin sem Valdís leikstýrir, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni frægu þar í borg, TIFF, fimmtudagskvöldið sl. og voru viðtökur góðar, að sögn Valdísar. Fólk hafi hlegið mikið, „ó-að“ og „æ-að“, „ó-in“ þó öllu fleiri á frumsýningunni í Toronto en Reykjavík. „Alveg ljómandi góðar, miklu betri en ég nokkurn tíma bjóst við,“ segir Valdís um viðtökurnar úti. „Salurinn ó-aði og æ-aði, eitthvað var ekki alveg eins og mönnum fannst að það ætti að vera,“ segir Valdís hlæjandi. Íslendingar hafi líklega ó-að inn í sig. „Það var meiri þátttaka í mynd- inni hér.“ Margar hátíðir framundan Ertu búin að fá einhver tilboð þarna úti, um þátttöku á kvikmyndahátíðum t.d.? „Við erum að fara með myndina til Pusan í S-Kóreu, þar sem haldin er ein af þessum stóru asísku kvik- myndahátíðum. Síðan erum við búin að fá boð um að fara á London International og til Dubai og Tyrklands.“ Allt eru það hátíðir sem haldnar verða í vetur. Valdís segist ætla að fara til Pusan og gjarnan vilja fara til Tyrklands því þar eigi hún góða vini í kvikmyndabransanum, eftir að hafa unnið þar að kvikmynd árið 2004. Á nokkuð að gera Hollywood-útgáfu af Sveitabrúð- kaupi? „Nei, kanntu annan?“ segir Valdís og hlær, snýr sér svo aftur að viðtökunum. „Við höfum fengið virkilega góðar viðtökur alls staðar, allir sem hafa séð hana tala um hvað þeim hafi fundist hún skemmtileg og frábær. Við vorum í viðtölum í gær, ég og leikararnir, og þá töluðu menn líka um hvað þeir hefðu skemmt sér vel á henni og hvað þetta væri yndisleg mynd. Mér þykir voðalega vænt um það, að heyra að fólki líkar myndin.“ Leikararnir sem Valdís minnist á eru Víkingur Kristjánsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Gísli Örn Garðarsson. Partí og matarboð Er mikið um partí á hátíðinni? „Já, partíin eru í röðum og matarboðin í röðum. Fólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Ég var svo heppin að ég fékk flensu, og er enn með flensu, þannig að ég hef haldið mig frá þessum partíum. En hinir hafa verið dug- legir að sækja þau,“ svarar Valdís. Hún hafi farið í tvö matarboð, í annað skiptið út að borða með Baltasari Kor- máki og Sturlu Gunnarssyni í boði Kvikmyndamið- stöðvar. Hvað tekur svo við, á að leikstýra annarri mynd? „Ég myndi nú ekki segja að ég ætlaði að leikstýra ann- arri mynd, ég myndi segja að ég ætlaði að vinna með hópi af leikurum aftur í annarri mynd,“ svarar Valdís. Hvaða leikarar það verða segir hún ekki ljóst en mögulega verði í hópnum einhverjir þerra sem léku í Sveitabrúðkaupi. „Hugmynd að myndinni er komin,“ segir Valdís og hún vilji gjarnan vinna hana með svipuðum hætti og hún vann Sveitabrúðkaup. Spuni verði því hluti af vinnuferlinu. „Ég er nú fyrst og fremst klippari,“ segir Valdís, spurð hvort henni líki við leikstjórastólinn. „Ég vil meina það að leikstjórar séu ofmetnir,“ bætir hún við. Ánægð með viðtökur, önnur mynd í pípunum  Sveitabrúðkaup Valdísar Óskarsdóttur fékk góðar við- tökur í Toronto  Heldur meira um „ó“ og „æ“ en á Íslandi Sveitabrúðkaup Hanna María Karlsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. Valdís Óskarsdóttir Vefsíða Toronto International Film Festival: www.tiff08.ca BRÚÐGUMINN, nýjasta kvik- mynd Baltasars Kormáks, fær lofsamlega dóma á vefnum Twitchfilm. Í gagnrýni segir að kvikmyndin sé ein sú sterkasta sem komið hafi frá Norðurlönd- unum það sem af er ári. Erfitt sé að ná jafnvægi milli gaman- og harmleiks þannig að hvort tveggja sé trúanlegt og það takist Baltasar. Hann forðist ódýra brandara og leggi þeim mun meiri áherslu á heilsteyptar persónur. Leik- ararnir standi sig feikilega vel og niðurstaða sögunnar sé óaðfinn- anleg, líkt og alltaf hjá leikstjór- anum. Myndin sé skotheld hvar sem á hana sé litið. Brúðguminn, eða White Night Wedding eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto í gær- kvöldi. Sofandi brúðgumi Hilmir Snær Guðnason í hlutverki brúðgumans. Skotheldur Baltasar HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hefur blásið til karókíkeppni á YouTube- myndbandavefnum, að því er fram kemur á vefsíðu hljómsveitarinnar, Eighteen seconds before sunrise (www.sigur-ros.co.uk). Keppnin snýst um að endur- hljóðblanda lagið „Gobbledigook“ af nýjustu plötu sveitarinnar, Með suð í eyrum við spilum endalaust. Sigur Rósar menn segjast búnir að setja sönglausa mp3-útgáfu af laginu á YouTube með íslenskum og enskum lagatexta. Hljómsveitin muni svo skera úr um hvaða útgáfa gleðji mest eða geri mest fyrir lagið, „most gratifying“ eins og það er orðað á ensku. Sigurvegarinn mun að laun- um hljóta áritað lúxuseintak af plöt- unni nýju. Karókíkeppni Sigur Rósar Frekari upplýsingar má finna á YouTube: http://www.you- tube.com/group/Gobbledigook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.