Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 15 FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Eyjafjöll | Ungmennafélag Íslands hefur hug á því að stofna ung- mennabúðir í húsnæði Héraðsskól- ans í Skógum undir Eyjafjöllum. Starfsemin verður í anda ung- mennabúða UMFÍ á Laugum í Sæ- lingsdal nema hvað lögð verður áhersla á þjónustu við framhalds- skólanema. Hugsanlegt er að starf- semin þróist í áttina að óformlegum lýðháskóla sem yrði opinn fyrir er- lend ungmenni. Byggðasafnið í Skógum tók hús- næði Héraðsskólans í Skógum á leigu, fyrir hönd sveitarfélaganna, eftir að framhaldsskóli lagðist þar af. Edduhótelin hafa verið þar með starfsemi á sumrin. Forystumenn Rangárþings eystra buðu Ung- mennafélagi Íslands aðstöðu fyrir ungmennabúðir og hefur hug- myndin verið að þróast síðustu ár. Auglýst eftir forstöðumanni Auglýst verður eftir forstöðu- manni búðanna á næstunni, að sögn Sæmundar Runólfssonar, fram- kvæmdastjóra UMFÍ, og mun hann vinna úr þeim hugmyndum sem fyr- ir liggja um starfsemina ásamt nefnd sem stjórnar verkefninu. „Starfsemi okkar á Laugum hefur gengið mjög vel og aukist ár frá ári. Þangað koma nú tæplega tvö þús- und nemendur á ári,“ segir Sæ- mundur. Þar er tekið á móti 9. bekk- ingum og þeir fræddir um forvarnir og hvattir til þátttöku í félagsstarfi og tómstundastarfi af ýmsu tagi. Hugmyndin um ungmennabúðir í Skógum hefur þróast út í að bjóða þar upp á starfsemi fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri og að lögð verði áhersla á forvarnir með svip- uðum hætti og í ungmennabúðum grunnskólanemenda á Laugum. UMFÍ hefur sótt um stuðning rík- isins við þetta nýja verkefni. Sæmundur segir að aðstaðan í Skógum henti vel fyrir slíka starf- semi. UMFÍ er í samvinnu við danska lýðháskóla og þangað fer fjöldi íslenskra ungmenna. Sæ- mundur telur góða möguleika á að þróa starfsemina í Skógum frekar í framtíðinni, í áttina að starfsemi lýðháskóla að norrænni fyrirmynd og fá þangað nemendum frá Norð- urlöndunum. „Við höfum áhuga á að koma lífi í þennan gamla skólastað á ný. Þarna er heilmikil aðstaða sem mætti nýta meira,“ segir Elvar Eyvindsson, starfandi sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir þörf fyrir þessa starfsemi og treystir UMFÍ til að vinna verkið á réttan hátt. Þónokk- ur störf verða við búðirnar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Forn frægð Héraðsskóli og framhaldsskóli voru í Skógum í fimmtíu ár. Skólahaldi var hætt fyrir níu árum. Líf í héraðsskólann UMFÍ og heimamenn undirbúa stofnun ungmennabúða í húsnæði Héraðsskólans í Skógum undir Eyjafjöllum Eftir Dag Gunnarsson dagur@mbl.is EVRÓPUNEFND ríkisstjórnarinn- ar fundaði í gærmorgun með Joa- quín Almunia, framkvæmdastjóra gengis- og efnahagsmála innan ESB, og sagði hann að Íslendingar ættu ekki kost á öðru en að ganga í ESB til að geta tekið upp evruna. Ágúst Ólafur Ágústsson, og Illugi Gunnarsson, formenn Evrópunefnd- arinnar, segja að íslenska nefndin hafi fengið alveg skýr svör um að Almunia teldi að breyta þyrfti lögum ESB til að Íslendingar gætu tekið upp evru án inngöngu og að fyrir því væri ekki pólitískur vilji. „Almunia sagði að lagalega væri ekki möguleiki að fara þessa leið og að menn yrðu einfaldlega að vera að- ilar ef þeir ætluðu að taka upp evr- una,“ sagði Ágúst Ólafur í samtali við mbl.is. „Hann sagði að ekki væri hægt að líta til þeirra smáríkja sem hafa tekið upp evruna, eins og An- dorra, Mónakó, San Marínó og Vat- íkansins, með sama hætti og við myndum gera því þau ríki voru auð- vitað með gömlu myntir aðildarríkja Evrópusambandsins, líru, franka eða peseta og þessi ríki hefðu ekki sjálfstæða peningamálastefnu, hefðu ekki seðlabanka, þannig að það væri ekkert hald í þeim fordæmum.“ Illugi Gunnarsson sagði að afstaða Almunia kæmi ekki á óvart. „Alm- unia túlkar lög ESB sem heimila öðrum ríkjum að nota evruna mjög þröngt. Þetta eru lög sem menn hafa notað til að semja við önnur ríki um notkun á evrunni og Almunia telur að þeim þyrfti að breyta ef þau ættu að ná yfir Ísland og hann telur póli- tískt útilokað að gera slíkt.“ „Ferðin hefur verið mjög gagnleg. Það hefur allt gengið mjög vel og nú höfum við einnig fengið mjög afger- andi svör embættismanna hvað varð- ar upptöku evrunnar. Síðan leggja íslensk stjórnvöld sitt mat á þetta þegar þau fara að velta framtíðar- skipan mála fyrir sér,“ sagði Illugi að lokum. Upptaka evru útilokuð Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar fundaði með Joaquín Alm- unia og hafði hann sömu afstöðu og aðrir embættismenn ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Illugi Gunnarsson HÉRAÐSSKÓLI tók til starfa í Skógum á árinu 1949 eftir að Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslur tóku við stórum hluta jarðarinnar Ytri-Skóga í Austur- Eyjafjallahreppi að gjöf. Eigendur jarðarinnar gáfu landið í þeim til- gangi að stofnaður yrði skóli á staðnum. Héraðsskóli og síðar framhaldsskóli var þar í fimmtíu ár. Framhaldsdeild var stofnuð við Héraðsskólann í Skógum árið 1974 í samstarfi við Menntaskólann á Laugarvatni. Fjölbrautaskóli Suð- urlands var stofnaður á Selfossi árið 1981 á grunni margra skóla á Suðurlandi. Þá var tekið upp áfangakerfi í Skógum og frá 1991 voru þar aðeins tveir fyrstu bekkir framhaldsskóla. Nemendum fór fækkandi og þegar ríkið hætti rekstri Skógaskóla 1989 tóku heimamenn byggingarnar á leigu í þeim tilgangi að reka hann áfram sem einkaskóla með nýjum náms- brautum. Skólahald lagðist síðan alveg af árið eftir. Skóli í héraði í hálfa öld Á MIÐVIKUDAG náðist samkomu- lag um að Kaj Leo Johannesen, leið- togi Sambandsflokksin, yrði nýr lögmaður Færeyja. Hann tekur við af Jóannesi Eidesgaard sem hefur gegnt því starfi í rúm fjögur ár. Utanríkisráðherra verður Jørg- en Niclasen, leiðtogi Fólkaflokks- ins, og að sögn færeyska útvarpsins þykir líklegt að Eidesgaard taki embætti fjármálaráðherra. Jafnaðarflokkurinn fær einnig ráðuneyti menntamála og heil- brigðismála. Kaj Leo er 44 ára gamall og hefur setið á fær- eyska lögþinginu frá árinu 2001. Hann hefur starfað við sjó- mennsku og sjáv- arútveg auk þess að stunda við- skipti. Hann var á tímabili einn þekktasti knattspyrnumaður Fær- eyja. Nýr lögmaður í Færeyjum Kaj Leo Johannesen Ábyrgar fiskveiðar, vottun og merki á íslenskar sjávarafurðir Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, varaformaður Fiskifélags Íslands Ashutosh Muni Ayurveda – Leið til betra lífs Helgarnámskeið í indverskum heilsufræðum Ayurveda með jógameistaranum og lækninum Ashutosh Muni í Gerðubergi 26.–28. september Fjallað verður um hvernig við getum bætt and- lega og líkamlega heilsu, með því að haga lífinu í samræmi við líkamsgerð, sem okkur verður hjálpað að greina á námskeiðinu. Ayurveda dýpkar skilning á andlegu leiðinni og skýrir hvaða áhrif lífsmáti og daglegar neyslu- venjur hafa á andlegt líf okkar og líkamlega heilsu. Ashutosh Muni er læknir og hefur djúp- stæða þekkingu á vediskum fræðum þar sem hann hefur helgað líf sitt andlegri iðkun og jógaástundun. Þetta er tækifæri til samveru með einstökum meistara jógavísindanna sem áhugasamir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Upplýsingar og skráning: Einar 861 2101, Kristbjörg 861 1373, Áslaug 694 8475, yoga@simnet.is og www.muni.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.