Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Morðin í smábæn- um Kauhajoki í Finnlandi á þriðjudag vekja óhug og hrylling. Matti Saari, 22 ára iðnskólanemi, réðst vopn- aður byssu inn í skólann sinn, skaut tíu manns til bana, kveikti í og beindi síðan skot- vopninu að sjálfum sér. Óhug- urinn er meiri en ella vegna þess að þetta er önnur árásin af þessum toga í Finnlandi á tæpu ári. Í fyrra myrti Pekka-Eric Auvinen átta manns í bænum Jokela og fyrirfór sér síðan. Greinilegt er að Saari fór að fyrirmynd Auvinens. Leitin að svörum er hafin og þessi harmleikur mun ugg- laust leiða til þess að vopna- löggjöf Finna verður endur- skoðuð og aðgangur að skotvopnum takmarkaður. Almenn byssueign er óvíða meiri en í Finnlandi. Ekkert var gert eftir árásina í fyrra, en nú hlýtur að koma að því. Sjónir manna munu einnig beinast að finnsku skólakerfi. Fyrst og fremst verður spurt hvernig andlegt ástand Saaris gat farið fram hjá sam- ferðamönnum hans. Honum er lýst sem venjulegum manni, en þó kemur fram að hann hafi orðið fyrir einelti í hernum og átt erfitt með að komast yfir það. Saari hafði sett ýmislegt á netið, þar á meðal mynd- skeið af sjálfum sér að munda byssu og var yfirheyrður vegna þeirra á mánudag en sleppt að því loknu. Nú er spurt hvers vegna honum hafi verið sleppt; hvers vegna byssur hans hafi ekki verið gerðar upptækar. Þegar leit- að var í herbergi hans eftir árásina fannst yfirlýsing um að hann hataði mannkynið og eina ráðið væri að grípa til vopna. Of margir harmleikir af þessum toga hafa átt sér stað í skólum víða um heim. At- burðirnir í Finnlandi sýna að þeir geta gerst hvar sem er, líka á Íslandi. Það er enginn blóraböggull. En árásin undirstrikar mik- ilvægi þess að hlúa að ein- staklingnum og koma í veg fyrir einelti. Saari byrjaði að leggja á ráðin um árásina fyr- ir sex árum. Hversu margir skyldu fremja glæpi af þess- um toga í huganum? Hvernig er hægt að koma þeim til hjálpar? Einangrun örfárra ein- staklinga er of dýru verði keypt. Í Finnlandi ríkir nú þjóðarsorg. Hugur Íslend- inga er með Finnum. Einangrun örfárra einstaklinga of dýru verði keypt} Finnar syrgja Helgi Hjörvar,þingmaður Samfylking- arinnar, setti fram áhugaverða hugmynd í grein hér í blaðinu í gær; að einkavæða einstakar virkjanir sem nú eru í al- mannaeigu. Þingmaðurinn segir að ekki þyrfti að vera um varanlegt framsal að ræða; til dæmis mætti selja rekstur Kára- hnjúkavirkjunar á leigu til 40 ára og aðrar virkjanir til 20 eða 30 ára, en svo fengi ríkið þær að nýju til rekstrar eða endurútboðs. Rök Helga fyrir slíkri sölu eru þrenns konar; að losa um fjármuni ríkisins, laða er- lenda fjárfestingu að íslenzk- um orkuiðnaði og hvetja til framrásar í orkuiðnaði og út- rás með tilkomu nýrra fjár- festa og fyrirtækja. Þetta eru sams konar rök og Morgunblaðið hefur fært fram með einkavæðingu orku- framleiðslufyrirtækja. Eins og Helgi Hjörvar bendir á, hefur skapazt grundvöllur fyrir slíka einka- væðingu með nýrri löggjöf um orkumark- aðinn, þar sem skýrt er kveðið á um að orkulindir í eigu hins opinbera megi ekki fram- selja varanlega og dreifiveitur skuli sömuleiðis vera í almannaeigu. Hins veg- ar skiptir engu meginmáli hver á fyrirtækin sem fram- leiða orkuna. Með því að frelsa þau úr opinberu eign- arhaldi skapast grundvöllur fyrir orkuútrás, sem þarf ekki að verða eins pólitískt um- deild og t.d. áformin um REI og Landsvirkjun Power hafa verið. Helgi Hjörvar hefur velt upp nýjum fleti á málinu. Það er athyglisvert að þessi rödd heyrist nú úr Samfylkingunni og bendir til að meiri sam- hljómur kunni að vera innan stjórnarflokkanna um málið en margur hélt. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra tekur í Morg- unblaðinu í dag vel í hug- myndina, en segir að einkavæðingaráform í orku- geiranum hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn. Er ekki kominn tími til? Er ekki kominn tími til að ræða einkavæðingu í orkugeiranum?} Einkavæðing virkjananna O rkuspárnefnd gerir ráð fyrir því, í spám sínum fyrir næstu áratugi, að hluti Íslendinga leggi bens- ínhákunum og setjist undir stýri á rafmagnsbílum. Nefndin geng- ur svo langt að spá því, að hluti af öðrum orku- gjöfum á bifreiðakosti landsmanna verði ekki bara rafmagn, heldur einnig vetni og met- angas. Metangas myndast við niðurbrot á líf- rænum úrgangi eins og í mýrum og á urðunar- stöðum sorps. Með öðrum orðum – með nýtingu metangass erum við að endurnýta sorp til að keyra áfram farartækin okkar eða hita húsin ef því er að skipta. Ekki síður má segja að rafmagnsbílar henti mjög vel hér á Íslandi. Við framleiðum mikið rafmagn með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er óhætt að segja að margar þjóðir horfi hýru auga til Ís- lands þegar orkuauðlindir okkar eru annars vegar. Við er- um svo heppin að geta svarað nánast allri okkar orkuþörf með heitu vatni og rafmagni og möguleikar til að knýja bíla okkar til framtíðar eru verulegir. Það gæti því verið mjög spennandi fyrir heimilin í landinu að skoða kosti þess að aka um á rafmagnsbílum enda er rekstrarkostn- aður slíkra bíla afar lágur. Það sem hefur kannski fyrst og fremst vantað er þokkalegur markaður fyrir rafmagns- bíla. Bílaframleiðendur hafa einbeitt sér að því að fram- leiða sparneytnari bensín- og díselvélar sem er vel. Einn- ig hafa framleiðendur horft til svokallaðrar „tvinntækni“, sem nýtir bæði bensín og rafmagn. Minna hefur farið fyr- ir hreinum rafmagnsbílum, enda ekki marg- ar þjóðir sem gætu boðið upp á rafmagn sem raunhæfan kost á móti eldsneytinu. Þegar horft er til vetnisframleiðslu horfir málið öðruvísi við. Vetni er orkuberi, og til að framleiða vetni þarf mikla rafmagnsfram- leiðslu. Fyrir þjóð eins og okkur gæti það þýtt að við þyrftum að virkja verulega til að knýja áfram vetnisframleiðsluna. Þess vegna kann vel að vera að sá kostur sé síðri en sá sem rafmagnsbíllinn hefur í för með sér. Nú þegar eru farnar af stað tilraunir með rafmagnsbíla hérlendis. Um nokkurt skeið hafa sum orkufyrirtæki haft slíka bíla til um- ráða og hafa þeir fyrst og fremst verið nýttir innanbæjar. Nýverið hóf Orkusalan, sem er einn af stærstu söluaðilum rafmagns til almennings í landinu, samstarf við Fljótsdalshérað um innstungur fyrir rafmagnsbíla. Fyrirtækið setti upp sérstakar inn- stungur í sveitarfélaginu sem eru hugsaðar til þess að stinga rafmagnsbílum í samband. Með þessu vill fyrirtækið benda á kosti þess að nýta rafmagnið til þess að knýja farartæki og um leið hvetja til orkusparnaðar í landinu. Þótt flestir séu enn á þeirri skoðun að bílar sem knúnir eru af eldsneyti verði ráð- andi á markaðinum má vel hugsa sér það að á heimilum þar sem til staðar eru tveir og jafnvel þrír bílar sé raf- magnsbíllinn mjög álitlegur kostur. Að þessu eigum við að stefna. Mér finnst framtak Orkusölunnar lofsvert. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Setjum í samband! Með ofurgreiðslur stjórnenda í sigtinu FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is O furlaun forstjóra og yf- irmanna bandarískra fjármálastofnana eru nú í brennidepli. Bandarískir þingmenn vilja að fyrirhuguðum björgunar- aðgerðum stjórnvalda fylgi skilyrði um laun og greiðslur til stjórnenda fyrirtækjanna sem leita hjálpar. Kröfur þingmannanna eru í takt við almenningsálitið. Það stingur í augu að stjórnendurnir á Wall Street fái milljónir dollara í vasann, en skatt- greiðendur sitji uppi með reikning- inn. „Einkavæðið gróðann, þjóðnýtið tapið,“ er ein lýsingin á því, sem nú er að gerast. 275-faldur launamunur Það er kannski ekki kyn að mönn- um skuli blöskra. Um miðjan sjö- unda áratuginn voru meðaltekjur forstjóra stórra fyrirtækja í Banda- ríkjunum 25-faldar meðaltekjur verkamanns, samkvæmt tölum Economic Policy Institute (www.epi.org). Í fyrra var þessi munur 275-faldur. Hagsmunaverðir og sérsamtök berjast nú um á hæl og hnakka gegn þaki á greiðslur til stjórnenda, að því er kemur fram í dagblaðinu The New York Times í gær. „Það er ekki við hæfi að ríkisstjórnin ákveði laun framkvæmdastjóra,“ segir Scott Talbott, varaforseti hjá samtök- unum Financial Services Round- table. Hann hefur hins vegar ekkert á móti björgunaraðgerðunum. Sérfræðingar eru þó margir þeirr- ar hyggju að óhjákvæmilegt sé að takmarka laun stjórnenda fyr- irtækja, sem leita sér hjálpar. Annað væri ósanngjarnt gagnvart þeim, sem hefðu komist hjá vandræðum og væru ekki hjálpar þurfi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um það hvernig koma megi böndum á greiðslur til stjórnenda, þar á meðal að banna árangurs- tengdar greiðslur, sem fjár- málaráðuneytið telur ekki við hæfi eða óhóflegar og einnig að setja skil- yrði um að stjórnendur afsali sér launum eða starfslokagreiðslum reynist of mikið hafa verið gert úr afkomu fjármálastofnunarinnar. Önnur hugmynd gengur út á það að dreifa greiðslum á lengra tímabil, til dæmis tíu ár, þannig að stjórn- endur hafi ekki skammtímahags- muni í huga, heldur hugsi fram á við. Umræðan um ofurtekjur á sér ekki bara stað í Bandaríkjunum og það á ekki heldur við um þróun ofur- launa. Á viðreisnarárunum hefur launamunur á Íslandi sennilega ekki verið nema fimm- til fjórfaldur. Ekki hyggilegt að ganga fram af almenningi Óhætt er að fullyrða að hann hafi margfaldast síðan, þótt tölur séu ekki handbærar. Laun, kaupaukar og kaupréttir hafa reglulega vakið umtal á Íslandi og fyrir tveimur ár- um sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra á blaðamannafundi að ekki væri hyggilegt af fyrirtækjum að ganga fram af almenningi. Umræðan um ofurlaunin og vangaveltur um aðgerðir hafa einnig farið fram í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi. Alistair Darling, fjár- málaráðherra Breta, telur að taka eigi til rækilegrar skoðunar að setja reglur um greiðslur. Meginrökin fyrir því að setja mörk eru þau að ofurgreiðslurnar ýti undir áhættusama hegðun og sókn eftir skyndigróða. Christopher Dodd, formaður bankanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, var ómyrkur í máli þegar Henry Paulson, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, og Ben S. Bernanke seðlabankastjóri kom fyrir nefndina og sagði að „höf- undar þessara hamfara“ ættu ekki að auðgast á þeim. Reuters Yfirheyrsla Henry Paulson fjármálaráðherra, Ben B. Bernanke seðla- bankastjóri og Christopher Cox, formaður Verðbréfa- og kauphallareft- irlitsins, fyrir bankanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. „Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs í New York greiddi stjórn og starfsmönnum í fyrra 16 millj- arða dollara, fimm stærstu fjár- festingabankarnir greiddu samtals 36 milljarða dollara. Þýskur rík- isborgari getur ekki gert sér þessa upphæð í hugarlund, hún sam- svarar árslántökum þýska fjár- málaráðherrans. Maður spyr sig ósjálfrátt hvort allt sé með felldu á fjármálamörkuðunum.“ Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Þýskalands, í grein, sem birtist í febrúar í fyrra, sex mán- uðum áður en fjármálakreppan hófst. „Það á að taka sársaukann á Wall Street og breiða hann út til skattborgaranna. Þetta er fjár- hagslegur sósíalismi og óam- erískt.“ Jim Bunning, öldungadeildar- þingmaður repúblikana frá Ken- tucky, í yfirheyrslum á þingi um fyrirhugaðar fjármálabjörgunar- aðgerðir Bush-stjórnarinnar. ALLT MEÐ FELLDU? ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.