Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 31 Hver sá sem hefur lifaðmeð hrossum þekkir lotn-inguna fyrir því hverju náttúran og sköpunin fá áorkað.“ Ég hef verið að blaða í Hestum, nýjustu bók Sigurgeirs Sigurjóns- sonar ljósmyndara. Hef tekið bókina upp af og til og notið þess að slást í huganum í för með hestum og reiðmönnum. Ég náði nefnilega, sem strákur og ung- lingur, að lifa með hestum og þekki því þessa lotningu sem Kristján B. Jónasson talar um. Hesturinn er óaðskiljanlegur hluti íslenskrar náttúru og á ein- hvern hátt einnig tákngervingur hennar.    Í Hestum eru hátt á annaðhundrað myndir – af hestum. Sigurgeir er margverðlaunaður ljósmyndari og bókagerðarmaður og kann sitt fag. Hér eru hestar á hlaupum, hestar í haga, graðhest- ar og stóðmerar, folöld og hestar í keppni, hestamenn og hesta- ferðir; hestar í þessari náttúru sem þeir eru óaðskiljanlegur hluti af. Þetta er bók sem sýnir, í margbreytilegum litum, hvernig íslenski hesturinn lítur út, hvað hann gerir og hvert er samspil manna og hrossa. Til að ná þessu fram beitir Sigurgeir öllu sínu „vopnabúri“. Hann tekur nær- myndir og víðmyndir, hann myndar upp á hross og niður á hross, hann leikur sér með hreyf- ingu eða frystir augnablikið, og margar bestu myndanna eru glæsilegar náttúrusýnir þar sem hrossin eru smá – en þessi óað- skiljanlegi hluti náttúrunnar.    Bókin er þannig óður til þess-arar séríslensku skepnu og samspils manna og hrossa. Hún nær ekki að sýna allt í þessu ferli – til að mynda er lítið gert með þann tíma ársins þegar hestar eru komnir í hús, þar sem hirt er um þá, tamið og riðið út. Þá finnst mér of lítið gert með hross í vetrinum, sakna þess að hafa ekki líka óveðursmyndir, klaka- hröngl í faxi og að maður þurfi að halla sér upp í storminn við að horfa á slíkar myndir. Og keppn- ishrossin og hestamót eru of áberandi fyrir minn smekk – kannski er það markaðsbragð að gera svo mikið úr þeim þætti. En Sigurgeir kann sitt fag og bókin er kostagripur – þetta er glæsi- legur myndheimur.    Texti Kristjáns B. er einmitteins og texti á að vera í bók sem þessari. Abbast ekkert upp á myndheiminn en stendur til hlið- ar, fullur af forvitnilegum upp- lýsingum, og vel stílaður. Krist- ján kann líka þá list að sækja upplýsingar hingað og þangað og vitna í aðra höfunda og gengna reiðmenn. Þarna eru þeir komnir Ásgeir Jónsson frá Gottorp og Sigurður Jónsson frá Brún, Hesta-Bjarni sem gaf sig ekki við tamningar, og svo er rifjuð upp Heimþrá eftir Þorgils gjallanda – um merina sem strýkur og stefnir „heim“, en ferst í óbyggðum.    Þetta eru bækur sem maðurgleypti í sig sem drengur í sveitinni hjá afa og ömmu. Við að blaða í Hestum Sigurgeirs rifjast upp þessir dagar, þegar strákurinn reið yfir Kjöl með afa sínum, tveir með sex til reiðar, og ekkert hljóð heyrðist í Kjal- hrauni nema skeifuglamur á klöppum. Þá fylltist maður þess- ari lotningu fyrir því sem náttúr- an fær áorkað, og lotningu fyrir ómetanlegri íslenskri náttúru sem ekki má granda. efi@mbl.is Lotning fyrir sköpuninni AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Hér eru hestar áhlaupum, hestar í haga, graðhestar og stóðmerar, folöld og hestar í keppni, hesta- menn og hestaferðir; hestar í þessari náttúru sem þeir eru óaðskiljan- legur hluti af. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurjónsson Hraði Eitt nafntogaðasta stökkhross íslenskrar kappreiðasögu, Nös, á Melgerðismelum upp úr 1980. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Föstudagur 26. september kl. 19.30 Eldur og ís - tónleikar utan raða Íslensk efnisskrá sem verður einnig flutt í tónleikaferð hljómsveitarinnar til Japan í október. Einstakt tækifæri til að hlýða á nokkur áheyrilegustu tónverk íslenskrar tónlistarsögu. Stjórnandi: Petri Sakari Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Hallfríður Ólafsdóttir Jón Leifs: Þrjú óhlutræn málverk Jórunn Viðar: Eldur Hafliði Hallgrímsson: Poemi Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine Áskell Másson: Rún Atli Heimir Sveinsson: Icerapp 2000 ■ Laugardagur 27. september kl. 17.00 Bandarískt brass - kristaltónleikar í Þjóðmenningarhúsinu Málmblásarasveit hljómsveitarinnar hefur leikinn í kammertónleikaröðinni Kristalnum með alkunnum glæsibrag. ■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30 Í austurvegi ■ Föstudagur 3. október kl. 21.00 Heyrðu mig nú - Gamelan STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS HAFI það farið framhjá einhverj- um, þá er nýhafin tónlistarhátíð í tilefni sjötugsafmælis Atla Heimis Sveinssonar, líklega afkastamesta og fjölhæfasta tónskálds þessa lýð- veldis. Birtist hún í viðamiklu tón- leikahaldi er hófst fyrr um sunnu- daginn með leikhúsperlum Atla í Þjóðleikhúsinu en lýkur með sjö- unda og síðasta viðburði n.k. marz þegar SÍ frumflytur 6. sinfóníu hans. Yfirskrift 2. viðburðar í röðinni var „Hátíðartónleikar“ og átti það vel við stemmninguna í fjölsetnum Salnum þar sem greina mátti margt fyrirmenna meðal áheyrenda. Vandaður frágangur tónleikaskrár, er spannaði alla seríuna og skartaði m.a. kjarnyrtum umsögnum afmæl- isbarnsins um verkin, gaf vonir um samsvarandi vandaðan flutning. Óhætt er að segja að þær vonir hafi staðizt fram í fingurgóma, því túlk- un hljómlistarmanna var almennt framúrskarandi góð. Þegar í fyrsta verki, Morgun- söngvar að vori (2006) fyrir tríó flautu, víólu og hörpu, var settur gæðastaðall kvöldsins með víð- feðmri meðferð Kolbeins Bjarna- sonar, Guðmundar Kristmunds- sonar og Elísabetar Waage á skemmtilega fjölskrúðugu sexþættu kammerverki; allt frá ljóðrænt inn- hverfri íhugun í galsafenginn súr- realisma. Þremenningarnir luku tríóhluta kvöldsins með stuttu en eftirminnilegu örverki til minningar um Manuelu Wiesler, Minning II, á nótum hlýlegrar angurværðar. Dona nobis pacem (1983) byggð- ist í fyrri hluta á friðarbæn úr kvæðabálki Pablos Neruda í upp- lestri Ólafíu Hrannar Jónsdóttur við stundum Flatterzunge-skrækan klarínettleik Guðna Franzsonar en lauk á kaþólska messutextanum við hafgúufagran „spezzato“-söng kvennakvartetts ofan af svölum. Þvínæst fluttu Marta Guðrún Hall- dórsdóttir og Blásarakvintett Reykjavíkur Landet som icke är (Edith Södergran) frá 1978, samið að pöntun sænsku Ríkiskonsert- anna en heyrðist nú fyrst á Íslandi 30 árum síðar. Þrátt fyrir fram- sækið tónmál og á köflum nærri martraðarkennt púlslaust flæði í anda 2. Vínarskólans (að með- töldum talsöng), ólguðu einnig ex- pressíf örgos í hviðum, og Marta Guðrún fór með krefjandi sópr- anhlutverkið af mögnuðu öryggi, ekki sízt í einsöngsvókalísu undir lokin. Að forngrískri leikhúshefð setti klaufslettandi satýrleikur – Rapp (1999) kostulegan endapunkt með sprækri framkomu Hamrahlíðar- kórs Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hér var rappað, sungið, klappað og stappað svo undir tók, við bráð- fyndinn básúnublástur fyrrverandi kórfélagans Helga Hrafns Jóns- sonar. Þó sumt gæti að vísu minnt á lausbeizlað gamlárskvöld á lok- uðu deildinni úr Pasolini-mynd, þurfti ekki að spyrja um áhrifin á jafnt yngri sem eldri hlustendur. M.ö.o. „ýkt geðveikt“ eins og hét á unglingamáli tilurðartímans – en engu að síður í samræmi við óút- reiknanleika hins íslenzka kamel- ljóns. Angurværð, galsi og geggjun Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Salurinn Kammerverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Sunnudaginn 21. september kl. 20. Kammertónleikarbbbbn @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.