Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 274. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er NEYÐARLÖG Á ÍSLANDI  Alþingi samþykkti lög um fjármálamarkaði  Fjármálaeftirlitið fær víðtækar heimildir  Skuldir bankanna eru þjóðinni ofviða  Glundroði einkenndi gjaldeyrismarkaði Eftir Baldur Arnarson baldur@mbl.is ÞÝSKA stjórnin leggst gegn hugmyndum um sameigin- legan björgunarpott evrópskra ríkja til að rétta við fjár- málafyrirtæki á fallanda fæti, á sama tíma og stöðugt fjölgar í hópi þeirra Evrópuríkja sem hyggjast ganga í ábyrgðir fyrir sparifjárinnstæður þegna sinna. Spánverjum sárnar að hafa ekki verið boðið á neyðar- fund fjögurra Evrópusambandsríkja, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Bretlands, í París um helgina, þar sem reynt var að finna leiðir út úr efnahagsþrengingunum. Þessi óánægja kom fram í þeirri gagnrýni Pedros Solbes, fjármálaráðherra Spánar, að skort hefði á sam- stillt átak Evrópusambandsríkjanna við kreppunni. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabank- ans, vildi hins vegar meina að sameiginlegar björgunar- aðgerðir evrópskra ríkja á undanförnum dögum vitnuðu um samstöðu innan Evrópusambandsins, sem gengur nú í gegnum mestu efnahagslægðina í sögu evrunnar. Líkt og í Bandaríkjunum lækkuðu hlutabréf frekar í verði í Evrópu í gær og má nefna að franska hlutabréfa- vísitalan CAC 40 féll um 9%, á næstversta deginum í sögu sinni. | Leiðaraopna Titringur í Evrópu  Þjóðverjar leggjast gegn hugmyndum um björgunarpott  Áframhaldandi lækkanir á hlutabréfavísitölum í álfunni Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STJÓRNVÖLD gripu í gær til rót- tækustu aðgerða í efnahagsmálum sem gripið hefur verið til í sögu þjóð- arinnar. Með lögum sem Alþingi samþykkti í gær fékk Fjármálaeftir- litið (FME) víðtækar heimildir til að taka yfir stjórn fjármálastofnana sem ekki geta staðið við skuldbind- ingar sínar. „Sú hætta er raunveruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sog- ast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot. Engin ábyrg ríkisstjórn teflir fram- tíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafn- vel þótt sjálft bankakerfi þjóðarinn- ar sé í húfi. Til slíks höfum við, ráðamenn þjóðarinnar, ekki leyfi,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Skuldabréf með 60% afföllum Erlendir lánardrottnar eru þegar farnir að selja skuldabréf íslensku bankanna með allt að 60% afföllum. Þeir vilja frekar fá eitthvað fyrir bréfin en ekki neitt. Staða viðskiptabankanna hefur breyst mjög á skömmum tíma. Það sem breyttist frá sunnudagskvöldinu var að stórum lánalínum var lokað bæði á Landsbankann og Kaupþing. Þar spilaði annars vegar inn í lækk- un lánshæfismats eftir að ríkið ákvað að fara inn í Glitni og hins vegar gengisfall krónunnar. Mikið af tryggingum fyrir lánum í erlendri mynt er í íslenskum krónum og verð- ur minna virði þegar krónan fellur. Í gærkvöldi var gengið út frá að FME myndi yfirtaka rekstur bæði Glitnis og Landsbanka. Lands- bankamenn höfðu þó ekki heyrt neitt frá FME í gærkvöldi. Heimildar- maður innan bankans sagði að hann yrði opinn í dag eins og venjulega.  Neyðarlög | 2-9 og 11-17. Eftir Agnesi Bragadóttur og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur STJÓRNVÖLD gera sér fulla grein fyrir því að þegar aðgerðir Fjármálaeftirlitsins eru komnar til framkvæmda í íslenskum fjármálastofnunum mun lánstraust Íslendinga skaðast. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins taldi ríkisstjórnin þó að fórna yrði minni hagsmunum fyrir meiri, þ.e. hagsmuni alls almennings. Nýir bankar um inn- lenda starfsemi munu að líkindum líta dagsins ljós í vikunni og fullyrt er einnig að lánstraust ríkis- sjóðs muni ekki bíða skaða af, jafnvel batna. Ekki liggur fyrir hversu miklum fjármunum er- lendir lánardrottnar tapa á því ef innlendir bank- ar greiða ekki upp lán sín að hluta eða öllu leyti. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að Seðlabankinn hafi metið það þannig að eini bank- inn sem ætti raunhæfa möguleika á að komast í gegnum þrengingarnar sé Kaupþing. Því hafi ver- ið ákveðið að veita Kaupþingi 500 milljarða króna erlent brúarlán gegn því að bankinn setti öll hlutabréf sín í danska bankanum FIH að veði, en hann er talinn mun meira virði en svo. Stjórnvöld fullyrða að bankastarfsemi nýrra banka muni verða með eðlilegum hætti þar sem almenningur sæki sína venjulegu bankaþjónustu. Þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var í gær spurður hvaða bankar myndu „rúlla“ svaraði hann að menn vissu um örlög Glitnis sem hefði þegar leitað á náðir Seðlabankans og það lægi sömuleiðis fyrir að Landsbankinn hefði sætt áhlaupi í Bretlandi í gær. Kaupþing hefði fengið fyrirgreiðslu hjá Seðlabanka út á trygg veð. Morgunblaðið/Kristinn Þungar byrðar „Ákvörðun um umfangsmiklar björgunaraðgerðir til handa íslensku bönkunum er því ekki spurning um að skattgreiðendur axli þyngri byrðar tímabundið heldur varðar hún stöðu íslensku þjóðarinnar í heild sinni til langrar framtíðar,“ sagði Geir H. Haarde í ávarpi til þjóðarinnar. Stofna nýja banka  Útlit fyrir að nýir bankar líti dagsins ljós í kjölfar alþjóðlegrar lausafjárkreppu  Iðnaðarráðherra talar um „örlög“ Glitnis og segir Landsbanka hafa sætt áhlaupi  Telja forsendur | 8 og 12 Lífeyrissjóðirnir sjá fram á að eignir sjóðanna eigi eftir að rýrna umtalsvert. Hugsanlega munu þeir fresta áformum um að færa heim eignir sínar. Ef illa fer fyrir einhverjum bönk- um á næstu dögum hefur það víðtæk áhrif enda er bæði fólk og fyrirtæki hluthafar í viðskipta- bönkunum. Alger glundroði einkenndi gjald- eyrismarkaði og erfitt var að sjá raunverulegt gengi krónunnar. Gengi evru fór upp í allt að 250 krónur í gær. Erlendir lánardrottnar eru farn- ir að selja skuldabréf íslenzku bankanna með allt að 60% afföll- um. Þeir horfa fram á mikið tap af lánum sínum. Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 41 26 8 03 .2 0 0 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.