Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Taflfélag Bolungarvíkur hefur náð þriggja vinninga forskoti eftir fyrri hluta Íslandsmóts taflfélaga sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Bolvíkingar tefla fram sterkasta stórmeistara Hollendinga Loek Van Wely á 1. borði og hafa auk þess tvo úkraínska stórmeistara innan sinna vébanda auk þeirra öfl- ugu íslensku skákmanna sem gengu til liðs við félagið sl. vor. Bolvíkingar náðu rösklega 75% vinningshlutfalli eftir fyrstu fjórar umferðirnar, hafa 24½ vinning af 32 mögulegum og töpuðu aðeins einni skák. Það henti Jón L. Árnason í viðureigninni við Gunnar Björnsson sem tefldi fyrir B-lið Hellis en Íslandsmót skák- félaga hefur löngum boðið upp á óvænt úrslit. A-lið Hellis er ekki langt undan með 22½ vinning og virðist vera eina liðið sem getur veitt Bolvíkingum keppni. Íslandsmót taflfélaga er stærsta og umfangsmesta skákkeppni hér- lendis á hverju ári. Yfir 300 skák- menn hvaðanæva af landinu sátu að tafli um helgina og margir komnir langan veg að hitta gamla félaga úr baráttunni. Nokkur ný lið eru í þess- ari keppni og má þar t.d. nefna Máta, sem er skipað býsna öflugum skákmönnum sem margir tefldu áð- ur fyrir Skákfélag Akureyrar. Ekk- ert kynslóðabil er í þessari keppni, yngstu skákmennirnir í kringum 10 ára aldur og þeir elstu komnir á ní- ræðisaldur. Allmikill fjöldi erlendra skákmanna setur svip á keppnina. Fjölnir er með tvo af bestu sænsku stórmeisturunum í dag, þá Emm- anuel Berg og Pontus Carlsson, einnig Eistlendinginn Sulskis. Þrátt fyrir þennan liðsstyrk töpuðu Fjöln- ismenn stórt fyrir Bolvíkingum, 2:6 sem einnig unnu Taflfélag Reykja- víkur með sama mun. Í 2. deild eru Selfyssingar með Tiger Hillarp Persson og Vestmannaeyingar hafa fengið gamlan félaga, Louis Galego, til sín aftur. Staðan í 1. deild eftir fyrstu fjórar umferðirnar er þessi: 1. Taflfélag Bolungarvíkur 24½ v. (af 32) 2.-3. Hellir og Fjölnir – skákdeild 21½ v. 4. Taflfélag Reykjavíkur A-sveit 15½ v. 5. Hellir B-sveit, Skákfélag Akureyrar og Haukar – skákdeild 11½ v. 8. TR B- sveit 10½ v. Bolvíkingar munu mæta Helli í lokaumferð mótsins. Eyjamenn með örugga forystu Taflfélag Vestmannaeyja hefur undanfarin ár verið með eitt sterk- asta liðið í 1. deild en á síðasta keppnistímabili var skyndilega hver einasti útlendingur á braut og liðið féll í 2. deild. Eftir snarpa endur- skipulagningu eru Eyjamenn nú aft- ur í baráttuskapi og leiða keppnina í 2. deild eftir fjóra örugga sigra: 1. Taflfélag Vestmannaeyja 19 v. 2. Haukar B-sveit 16 v. 3. KR – skákdeild 14 v. 4. Skákfélag Selfoss 10½ v. 5. Taflfélag Garðabæjar 10½ v. 6. Skákfélag Reykjanesbæjar 9 v. 7.-8. Skákfélag Akureyrar og Hellir C-sveit. 8½ v. Í 3. deild er B-sveit Taflfélags Bolungarvíkur með öflugt lið gam- alla liðsmanna og er á toppnum með 21½ v. af 24 mögulegum og á víst sæti í 2. deild að ári. TR C-sveit kemur í 2. sæti með 15½ v og Tafl- félag Akraness er í 3. sæti með 14½ v. Frammistaða Bolvíkinga í fyrstu og þriðju deild er athyglisverð og bendir til þess að mikill kraftur sé í starfsemi félagins. Aðalstyrkur fé- lagsins hefur alltaf verið félagslegs eðlis því mikil og skemmtileg stemn- ing hefur ávallt verið í kringum Bol- víkingana í gegnum árin. Í 4. deild eru 30 lið og virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur MÁTA sem tefla í fyrsta sinn í deildinni. Þar eru skákmenn á borð við Arnar Þorsteinsson og Pálma Pétursson og þyrfti ekki að koma á óvart að þetta lið næði í efstu deild innan skamms tíma. En staða efstu liða er þessi: 1. Mátar 19½ v. 2. Taflfélag Bol- ungarvíkur C-sveit 18 v. 3. Víkinga- klúbburinn A-sveit 17½ v. Skákstjórn um helgina var í öruggum höndum Ríkharðs Krist- jánssonar og Ólafs Ágrímssonar. Það er mikið starf að sjá um svo viðamikla keppni. Helst má setja út á þegar mótsstjórnin stillir upp á borðum með taflmönnum úr fjöl- mörgum ólíkum settum. Hvað varð- ar umfjöllun fjölmiðla er frammi- staða sumra afar slök. RÚV má bæta sig en auglýsingastjóri þeirrar stofnunar teflir nú fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. Bolvíkingar með örugga forystu Í þungum þönkum Gríski stórmeistarinn Halkios teflir fyrir Bolvíkinga. Morgunblaðið/hag Alþjóðlegt yfirbragð Svíarnir Pontus Carlsson (tv.) sem teflir fyrir Fjölni í baráttu gegn Björn Ahlander sem teflir fyrir Hauka. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is SKÁK Rimaskóla Íslandsmót skákfélaga – fyrri hluti 3.-5. október 2008 Amma Sigrún var góð og skemmtileg kona. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og hún var líka alltaf tilbúin að taka á móti okkur grislingunum. Eins og flestir vita var amma gift afa Ragnari og átti þrjú börn og sjö barnabörn. Þau öll reyndust ömmu vel og hjálpuðu henni að ganga í gegnum erfiðustu tímana. Við komum til hennar í heimsókn næstum annan hvern dag og alltaf var amma með svo margt að gera handa okkur, til dæmis að föndra, perla og teikna og lita og margt fleira. Ég man sérstaklega vel eftir því hvað amma var mikil lista- kona. Hún bjó til alls konar töskur og belti og hún bjó einnig til háls- men, sem öllum fannst og finnst al- veg rosalega flott. Allir nánustu ætt- ingjar og vinir ganga með þannig. Ég er alltaf spurð hvar svona háls- men fáist og alltaf svara ég stolt að amma mín hafi búið það til. Amma var einnig dugleg að prjóna eins og mamma hennar, prjónaði peysur á allt liðið. Oftast var piparkökubakst- ur fyrir jólin og ég, Ragnar, Berg- steinn, Ævar og Eva bökuðum fínar piparkökur sem voru mjög vinsælar. Amma og afi bjuggu til kökur fyrir allar afmælisveislur. Amma bakaði kökurnar og afi setti kremið á og krakkarnir fengu svo að raða á smarties í alls konar mynstrum. Amma átti hús með afa á Stykkis- hólmi sem var mjög skemmtilegt og spennandi að fara í og það var hell- ingur sem hægt var að gera. Elsku amma, minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín ömmustelpa Þórunn María. Sigrún Ólafsdóttir ✝ Sigrún Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1950. Hún lést á líknardeild Landspítalans 17. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 25. sept- ember. Það var vont að fletta Mogganum á laugardagsmorgni og sjá kennara sinn brosa til sín á síðum minn- ingagreina. Sigrún Ólafsdóttir var um- sjónarkennari minn til fjölda ára þegar ég gekk í Ölduselsskóla. Bekkurinn minn naut góðs af nærveru henn- ar, umsjá og kennslu í nokkur ár en tími okk- ar saman var rofinn vegna veikinda Sig- rúnar. Hún hreif okkur með sér frá fyrsta degi og sýndi okkur einstakt fordæmi með öllum gjörðum sínum. Hún var ekki bara kennari okkar heldur einnig vinur og fyrirmynd. Eins og fram hefur komið í skrif- um um Sigrúnu fór hún ekki alltaf hefðbundnar leiðir í kennslunni. Það var fyrir tilstilli hennar að 5. SÓ lagðist í gerð haiku-ljóða í samvinnu við bekk í Bandaríkjunum árið 1993. Samskiptin fóru fram í gegnum tölvu sem þekktist varla á þessum tíma en Sigrún var fljót að tileinka sér tæknina. Í kjölfar þessarar sam- vinnu var gefin út bók sem ég held að við eigum flest í bókahillunum hjá okkur enn þann dag í dag. Þegar maður lítur til baka og fer yfir skólagöngu sína í huganum eru það vissir kennarar sem standa upp úr. Starf kennara er ótrúlega mik- ilvægt og hefur mjög mótandi áhrif á líf barna. Sigrún hafði einstaka hæfi- leika á þessu sviði. Ég held ég tali fyrir gamla SÓ-bekinn þegar ég færi henni okkar hinstu þakkir fyrir að hafa haft áhrif á það hvaða menn við höfum að geyma í dag. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu Sigrúnar á þessum erfiðu tímum. Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir. Haustið 1956 var tekin í notkun glæsileg nýbygging Hjúkrun- arskóla Íslands við Ei- ríksgötu í Reykjavík. Auk kennslustofa og annars skólahúsnæðis var þar óvenju falleg og rúmgóð heimavist þar sem allir nemendur skólans fengu vel bú- in einkaherbergi auk þess sem þar voru hlýleg kaffihorn þar sem gott var að setjast niður og spjalla eftir erfiða vakt. Við nýnemar skólans Ingibjörg Norðkvist ✝ Ingibjörg Norð-kvist fæddist á Sigufirði 10. apríl 1936. Hún lést á heimili dóttur sinn- ar 22. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram 30. ágúst í kyrrþey. þetta haust vorum fyrsti hópurinn sem flutti inn. Það var skylda að búa í skólan- um, þótt sum ættu heimili í grennd við skólann. Það voru ekki allir ánægðir með það fyrirkomulag en eftir á að hyggja var það harla gott. Kynnin urðu nánari og vinátta myndaðist sem entist ævilangt. Við nýnemarnir komum alls staðar að af landinu en mér fannst stúlkurnar að norðan færa ferskan andblæ inn í hópinn. Meðal þeirra voru Húnvetn- ingarnir Hrefna Björnsdóttir úr Svartárdalnum og Anna Hafsteins- dóttir úr Langadalnum, sem báðar létust langt um aldur fram, og Ingi- björg Marinósdóttir, þá nýstúdent frá MA, sem nú hefur kvatt okkur. Allar voru þær sögufróðar, orð- heppnar og með elskulegan húmor. Okkur er mikill söknuður að þeim. Í hópinn okkar bættust síðar tveir piltar sem urðu fyrstu íslensku hjúkrunarmennirnir, Geir Frið- bertsson sem nú er látinn og Rögn- valdur Stefánsson búsettur í Dan- mörku. Þeir gáfu hópnum sannarlega sinn sérstaka svip. Inga Mar, eins og við kölluðum hana oft- ast, var óvenju glæsileg ung stúlka, fríð og vel á sig komin og gædd þeim heillandi eiginleika að geta greint það kátlega í hversdagsleikanum sem breytti honum í hátíð gleði og skemmtunar. Hún var auk þess af- bragðs námskona og hlaut verðlaun fyrir námsárangur við útskrift. Ég fluttist skömmu síðar til Súðavíkur og um líkt leyti settist Inga að á Ísa- firði enda gift miklum myndar Ísfirð- ingi, Theódór Norðkvist. Þar urðu fagnaðarfundir okkar og samskiptin urðu tíð að sjálfsögðu. Síðar skildu að lönd og jafnvel álfur en það hafði engin áhrif á tengsl okkar. Hver sá sem átti Ingu að vini átti hana alltaf að. Lífið var Ingu ekki alltaf létt. Hún missti Margréti elstu dóttur sína í blóma lífsins og hafði þá misst Tedda sinn skömmu áður af slysförum. Þessi þungbæru áföll urðu til þess að Inga dró sig nokkuð inn í skel gagn- vart samfélaginu en tengsl hennar og barnanna voru alltaf náin og mikil. Hún starfaði á Sjúkrahúsi Ísa- fjarðar til starfsloka eða í rúm 40 ár. Einn sólskinsdag í fyrra heimsóttum við hjónin Ingu í raðhúsið sem þau Teddi byggðu fyrir rúmlega 40 árum. Þar var hennar ríki, hún vildi ekki yf- irgefa það né Ísafjörð þótt börnin væru öll flutt suður. Hún sýndi okkur garðinn sinn kæra og sagði okkur sögur tengdar trjám og blómum, minningar voru rifjaðar upp og hjartanlega hlegið enda Inga í essinu sínu eins og í gamla daga. Hún var heillandi glöð og þannig munum við hana og þökkum henni samfylgdina í hálfa öld. Við vottum elskulega barnahópn- um hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkur og felum hana góðum Guði. Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Margs er að minn- ast, margs er að sakna. Ég vil þakka Gíselu fyrir allar samveru- stundirnar þau 49 ár sem hún var samferða okkur í lífinu, allar góðu og höfðinglegu móttökurn- ar í sveitinni okkar, eftir að við flutt- um þaðan. Börnin mín eiga góðar minningar frá heimsóknum okkar í sauðburðinn og réttirnar. Ég heimsótti hana á sjúkrahúsið í byrjun september, þá var hún mjög veik, við áttum saman góða stund. Sagði ég henni að ég væri á leið til Þýskalands, hún var mjög Gisela Halldórsdóttir ✝ Gisela Halldórs-dóttir fæddist í Þýskalandi 3. apríl 1934. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. sept- ember síðastliðinn. Gisela var jarð- sungin frá Reykhóla- kirkju 24. sept. sl. glöð fyrir mína hönd og sagði það fallegt land, óskaði hún mér góðrar ferðar. Ég faðmaði hana og þakkaði henni fyrir allt og óskaði henni góðs bata. Hún komst heim í nokkra daga en lést 17. september sl., var ég þá stödd í hennar fallega landi. Lýs milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Matthías Joch.) Ég og fjölskylda mín sendum Reyni, Reynhardi, Ingu og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Megi hún hvíla í friði. Alda Garðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.