Morgunblaðið - 24.11.2008, Side 6

Morgunblaðið - 24.11.2008, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Áfallið og stórfjölskyldan Grand Hótel – þriðjudaginn 25. nóvember frá kl. 18:30–20:00 1. Fjölskylduhjúkrun Sigrún Þóroddsdóttir hjúkrunarfræðingur krabbameinsteymis Barnaspítala Hringsins. 2. Áfallið og stórfjölskyldan Vigfús Bjarni Albertsson prestur á LSH. 3. Kaffiveitingar 4. Frá sjónarhóli afa Gunnar Tómasson afi krabbameinssjúks drengs lýsir sinni reynslu. 5. Umræður Fundarstjóri: Gunnar Ragnarsson, formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Allir velkomnir FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FORSTÖÐUMAÐUR verðbréfamiðlunar hjá Virð- ingu hf. er grunaður um stórfelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Hann er meðal annars grun- aður um að hafa millifært mörg hundruð milljónir króna frá Virðingu inn á bankareikning samverkamanna sinna og um að hafa misnotað trúnaðarupplýsingar til að eiga viðskipti sem teljast óeðlileg miðað við stöðu mannsins. Hinn grunaði staddur í Dubai Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá Virðingu snemma á föstudag. Alls fóru tólf manns á vegum deildarinnar inn í fyrirtækið og lögðu hald á ýmis gögn sem talin eru geta varpað skýrara ljósi á málið. Rannsóknin beinist ekki að Virðingu heldur meintum brotum forstöðumannsins. Hann er staddur í Dubai sem stendur og hefur enn ekki verið handtekinn né yfirheyrð- ur. Maðurinn er væntanlegur til landsins í dag. Tveir aðrir menn voru handteknir og yfirheyrðir á föstudag vegna málsins. Annar er bróðir forstöðumannsins og starfar hjá stóru íslensku fjárfestingafélagi. Hinn er al- mennur starfsmaður hjá opinberu fyrirtæki. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á rannsóknin upptök sín í ábendingu um brot á lögum um peninga- þvætti. Sú ábending vísaði leiðina að einkahlutafélagi sem mennirnir þrír tengdust. Rannsóknin beinist nú að grunsamlegum millifærslum forstöðumannsins á hundr- uðum milljóna króna af fjármunum sem voru í vörslu Virðingar inn á persónulega bankareikninga samverka- manns hans. Sá er almennur starfsmaður hjá opinberu fyrirtæki og gat ekki skýrt hvernig hann hafði komist yf- ir mörg hundruð milljónir króna. Hluti upphæðanna var síðan færður til baka á per- sónulegan bankareikning forstöðumannsins. Auk þess er hann grunaður um að hafa misnotað trúnaðarupplýs- ingar sem hann bjó yfir vegna stöðu sinnar til að eiga óeðlileg gjaldeyrisviðskipti. Hann seldi líka gjaldeyri skömmu áður en Virðing gerði slíkt og keypti svo aftur skömmu síðar þegar gengi gjaldmiðlanna hafði lækkað aftur. Með því nýtti hann sér innherjaupplýsingar um hvenær Virðing hygðist selja gjaldeyri og hafði af fjárhagslegan ávinning. Peninga- þvættishluti rannsóknarinnar beinist að þeim aðferðum sem mennirnir notuðu til að koma þessum ávinningi und- an. Risavaxnar millifærslur  Forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Virðingu grunaður um auðgunarbrot og peningaþvætti  Talinn hafa millifært hundruð milljóna  Tveir aðrir handteknir Í HNOTSKURN » Tólf lögreglumenngerðu húsleit á skrifstofu Virðingar á föstudags- morgun. » Forstöðumaður hjá fyr-irtækinu er grunaður um að hafa millifært hundruð milljóna án heimildar og nýtt trúnaðarupplýsingar til að hagnast. » Maðurinn er talinn hafaátt tvo samverkamenn. Annar þeirra vinnur hjá stóru fjárfestingafélagi. Hann er bróðir forstöðu- mannsins. » Yfirvöld og Virðing hf.leggja áherslu á að rann- sóknin tengist ekki fyrirtæk- inu sjálfu heldur meintum brotum starfsmanns þess. Eftir Önund Pál Ragnarsson og Guðmund Sv. Hermannsson EÐLILEGT og jafnvel óhjákvæmi- legt er að gera breytingar við stjórn- völinn, eftir þær hremmingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum. Þetta var meðal þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, sagði á flokksstjórnarfundi í Garðabæ á laugardag. Hún sagði kröfuna um kosningar enduróma í Samfylkingunni enda ætti flokkurinn sér rætur í ríkri lýð- ræðishefð og skellti því ekki skolla- eyrum við umræðunni. Þess vegna væri eðlilegt að í þessum nýja flokki endurómaði þessi krafa. Hvorki af né á með kosningar Jafnframt sagði Ingibjörg Sólrún að kosningar nú myndu henta Sam- fylkingunni vel að mörgu leyti. Flokkurinn hefði margsinnis bent á það sem fór aflaga í efnahagsstjórn síðustu kjörtímabila. Hættuna á því að þenja út fjármálakerfið án bak- stuðnings í Evrópusambandinu og evrunni. Þá hefði flokkurinn góðan stuðning í samfélaginu, sem kæmi fram í könnunum. „En við getum ekki látið það eitt stjórna okkur þeg- ar við tökum afstöðu,“ sagði hún. „Í mínum huga er forgangsröðin á svona tímum einföld: Fyrst kemur fólkið og svo flokkurinn.“ Hún sagði að enginn hefði hag af því, aðrir en andstæðingar flokksins, að hefja umræðu um kosningar fyrr en ákvarðanir yrðu teknar. Þá yrði umræðan um kosningar líka að taka mið af því með hverjum Samfylk- ingin vilji vinna, hvernig Evrópumál- unum verði best komið og hvernig flokkurinn ætli að fá stuðning við að- ildarumsókn til Evrópusambandsins í gegn. „Er það ekki mikilvægasta málið?“ sagði hún. Almennt voru á fundinum mjög skiptar skoðanir um hvort kjósa ætti í bráð. Hátt í 40 manns fluttu ræður og höfðu á því ýmsar skoðanir. Andr- és Jónsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, ritaði á vefsíðu sína eftir fundinn, að þingmenn hefðu hvíslað því að hon- um eftir ræðu Ingibjargar, að hugs- anlega vildi formaðurinn kosningar, en gæti bara ekki sagt það hreint út fyrr en eftir áramót. Hin ótrúlegu ummæli Davíðs Ingibjörg kom líka inn á milli- ríkjadeiluna við Breta. Hún kvað al- gjöra óvissu um ástæður þess að hryðjuverkalögum var beitt gegn Ís- landi, þar sem ekkert hrun hefði blasað við bresku samfélagi vegna Icesave-reikninganna. Einmitt þetta gæfi færi á málsókn gegn Bretum. Hins vegar væri framkoma Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra ótrúleg í því máli. „Að maður í þessari stöðu segist einn vita um ástæðurnar en vilji ekki segja þjóðinni frá því.“ Þær upplýsingar gætu leitt til þess að Ís- lendingar endurskoði málsókn- arforsendur sínar gagnvart Bretum. Eðlilegt að breyta til við stjórnvölinn eftir áfallið Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannamót Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristján L. Möller og Rannveig Guðmundsdóttir ræðast við. Hagsmunir Samfylkingar stjórni ekki umræðu um kosningar RÍKISSTJÓRNIN nýtur stuðnings 31,6 prósenta landsmanna sam- kvæmt könnun sem Fréttablaðið birti í gær. 68,4 prósent kváðust ekki styðja stjórnina. Sjálfstæðismenn eru dyggustu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og styðja 88,2 prósent þeirra hana en 50,4 prósent Samfylkingarfólks. Þá styðja 8,3 prósent framsóknarmanna stjórnina og 3,8 prósent stuðnings- manna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkurinn Samkvæmt könnuninni er Sam- fylkingin stærsti stjórnmálaflokkur- inn á Íslandi, með 33,6 prósenta fylgi. 27,8 prósent styðja VG og 24,8 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi Framsóknarflokks mælist 6,3 prósent, fylgi Frjálslynda flokksins er 4,3 prósent og 3,3 prósent sögðust myndu kjósa annað. Hringt var í 800 manns á vegum Frétttablaðsins og skiptust svarend- ur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Tæpur þriðj- ungur styður ríkisstjórnina Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HÓPUR fólks sem tapaði fjármunum í peningabréfasjóði Landsbankans gagnrýnir uppgjör sjóðsins og sættir sig ekki við yfir 31% tap á eign sinni. Kristín Helga Káradóttir er talsmað- ur hópsins, en í síðustu viku fengu fulltrúar hans fund með yfirmanni eignastýringar Landsbankans, Stef- áni H. Stefánssyni, áður stjórnarfor- manni peningabréfasjóðsins, og Hannesi Hafstein lögfræðingi. „Við vildum fá svör, m.a. um það hvernig sjóðurinn hefði fjárfest. Það kom fram hjá Stefáni að 33% sjóðsins voru skuldabréf í Kaupþingi sem fór líka á hausinn. Skömmu fyrir gjald- þrot virðast bankarnir hafa verið í e.k. „ástarþríhyrningi“ og fjárfest hver í öðrum, sem vart telst skynsamleg fjárfestingarstefna á óvissutímum. Þeir viðurkenndu það á fundinum að hún hefði verið óskynsamleg.“ Peningabréfahópurinn hyggst gefa stjórnvöldum tiltekinn frest til að ákveða hvort komið verði til móts við kröfur hans. „Við erum ekki að biðja um að fá inneign okkar greidda á morgun. Við viljum einungis að við okkur verði rætt um mögulegar úr- bætur. Við gætum t.d. sætt okkur við að fá mismuninn greiddan inn á verð- tryggðan reikning sem yrði laus eftir nokkur ár. Aðrir möguleikar til úr- bóta gætu falist í skuldajöfnun, skattaafslætti, eða því að fólk fengi hlutabréf í nýju bönkunum.“ Kristín Helga segir að hópurinn hafi undir höndum gögn sem sýni að á örfáum dögum fyrir gjaldþrotið hafi 70 milljarðar, eða um 40%, streymt út úr sjóðnum. „Af þeim 172 milljörðum sem voru í sjóðnum 1. október voru aðeins 102 milljarðar eftir 17. október og engar hreyfingar voru eftir 3. októ- ber. Við viljum að rannsakað verði hvort innherjar hafi verið í þeim hópi sem innleysti bréfin sín þessa daga. Við munum boða til almenns fundar þeirra sem töpuðu fé í sjóðnum, og fara dómstólaleiðina til að ná fram okkar rétti ef með þarf. Við ætlum ekki að sætta okkur við þetta.“ Sættum okkur ekki við þetta Í HNOTSKURN » Meðlimir hópsins eru núum 100 og fjölgar hratt. » Hópurinn vill að tap sjóðs-ins verði rannsakað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.