Morgunblaðið - 24.11.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 24.11.2008, Síða 30
30 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 ANNA S. Snorradóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Í hent- ugum tíma. Í bókinni eru 29 ljóð sem flest voru ort á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Viðfangsefni Önnu eru af svip- uðum toga og í fyrri ljóðabók- um hennar og ljóðin eru stutt og hnitmiðuð. Þau bera vott um næmt innsæi og óvenjulega skynjun höfundarins. Fyrri ljóðabækur hennar heita: Þeg- ar vorið var ungt, Bak við auga, Í speglasal, Kona í rauðri kápu og Fimmtíu limrur sem kom út 2006. Anna er fædd árið 1920 og á árum áður var hún einkum þekkt fyrir að sjá um útvarpsþætti fyrir börn og fullorðna. Bókmenntir Anna S. yrkir um hentugan tíma Anna S. Snorradóttir HÁSKÓLAKÓRINN flytur Messías eftir Georg Friedrich Händel í kvöld og annað kvöld í Neskirkju. Hvorir tveggju tónleikarnir hefjast kl. 20. Einsöngvarar eru Þórunn Marinósdóttir sópran, Sibylle Köll alt, Hlöðver Sigurðsson tenór og Valdimar Hilmarsson bassi. Hljómsveit Háskóla- kórsins leikur en stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Messías er eitt merkasta tónverk tónlistarsög- unnar. Það var samið árið 1741 og frumflutt í Du- blin á Írlandi. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 kr. en hægt er panta miða í forsölu á 1.500 kr. á kor@hi.is. Tónlist Háskólakórinn flytur Messías Neskirkja Á HÁDEGISFYRIRLESTRI í Listaháskóla Íslands í dag mun Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður fjalla um eig- in verk. Ósk stundaði nám í MHÍ. Hún nam og starfaði í Berlín, útskrifaðist frá Hoch- schule der Künste með mast- ersgráðu árið 1994. Verk henn- ar hafa skýra samfélagslega skírskotun og setja um leið spurningarmerki við hefð- bundið hlutverk listamannsins í samfélaginu. Síðastliðinn föstudag var opnuð sýning Óskar, List í frjálsu falli, í Kubbnum, sýningarsal mynd- listardeildar LHÍ. Fyrirlesturinn í dag hefst kl. 12:30 í stofu 024, í húsi LHÍ, Laugarnesvegi 91. Myndlist Ósk fjallar um eigin verk í hádeginu Ósk Vilhjálmsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HÁVAR Sigurjónsson, formaður Félags leik- skálda og handritshöfunda, segir að í því ástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum sé meiri ástæða en nokkru sinni fyrr til að efla grasrótina í listum. „Góðærið svokallaða skilaði okkur höfundum sem skrifa fyrir leikhús og sjónvarp ekki svo miklu, þrátt fyrir að margt hafi verið að gerast og margir haft mikið umleikis. Góðærið skilaði sér ekki í því að laun höfunda hækkuðu eða verk- efnum fjölgaði svo nokkru næmi. Eflaust á það við um fleiri. Þróunin í góðærinu var sú að sífellt meira var leitað í einkageirann eftir fjármagni, og hann brást vel við, meðan hann hafði peninga af- lögu. Á sama tíma stóðu opinberar fjárveitingar í stað eða þær drógust saman. Skellurinn sem varð núna í haust var því mjög þungur, þegar einka- geirinn nánast í einu vetfangi kippti að sér hönd- um. Eftir standa margar af lykilstofnunum okkar í listalífinu berskjaldaðar og með óljósa framtíð.“ Gölluð hugmyndafræði Hávar segir mikilvægt að horfa á það, að á sama tíma og listastofnanir hafi leitað eftir meira fjármagni hafi hið opinbera hvatt þær til að leita í einkageirann og haldið sjálft að sér höndum með auknar fjárveitingar. „Með þeirri afstöðu sem þessi ríkisstjórn hefur haft til þess hvernig einka- geirinn eigi að taka þátt í fjármögnun listalífsins hefur það því gerst að lykilstofnanirnar standa nú uppi með of litla peninga. Í því afhjúpast gallinn í þessari hugmyndafræði. Þeir sem hafa verið lítið hrifnir af því, eða jafnvel á móti því, að sækja fjár- magn í einkageirann hafa einmitt bent á það, að þegar harðnar á dalnum, þá hverfa þessir pen- ingar – lindin þornar upp.“ Oft hefur verið talað um að veita fyrirtækjum sem styðja við listastarfsemi skattaívilnanir, að sögn Hávars, og þá einmitt í þeim tilgangi að auka líkurnar á því að listirnar geti reitt sig á fjármagn úr einkageiranum. Það hefur hins vegar ekki gerst, tíminn meðan allt lék í lyndi var ekki nýttur til að skapa umhverfi sem gerði eftirsóknarvert fyrir einkafyrirtæki að styðja menningarlífið þeg- ar kreppir að. Annað sjónarhorn vegur einnig þungt í umræðunni. „Eðli málsins samkvæmt vilja einkaaðilar fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir vilja gjarnan fá aug- lýsingu í einhverju formi og gera oft ítarlega samninga um það að þeirra styrks sé getið t.d. á auglýsingum, prentuðum gögnum og víðar. Það er auðvitað ekkert að þessu. En fyrir vikið sækjast þeir frekar eftir því að styðja þá sem eru meira áberandi og hafa betri möguleika á að kynna sig. Þetta þýðir það að stóru stofnanirnar í listalífinu hafa átt auðveldast með að sækja þessa peninga; listasöfnin, stóru leikhúsin, sinfónían. Þess vegna standa þær verst núna. Grasrótin, minni hópar listamanna, myndlist- armenn, tónlistarmenn, leikhóparnir og fleiri sem ekki hafa jafnsterkan prófíl og stóru stofnanirnar, hafa ávallt þurft að hafa verulega fyrir því að efna til samstarfs við einkageirann, einmitt vegna þess að peningarnir leita þangað sem menningar- straumurinn er sterkastur. Einkaaðilar vilja líka vita nákvæmlega hvað það er sem þeir styrkja og eru tregir til að setja pen- inga í tilraunastarfsemi eða í fyrirfram óþekkt fyrirbæri. Þess vegna naut grasrótin ekki góð- ærisins í sama mæli og stóru listastofnanirnar, en að sama skapi þýðir það að grasrótin stendur hvað best núna, vegna þess að hún kann að bjarga sér án þessara peninga og hefur alltaf gert.“ Hávar tekur dæmi af leiklistarráði, sem út- hlutar peningum til leikhópa. Þar nema styrkir um 50% af kostnaðaráætlun þeirra verkefna sem styrkt eru. Ætlast er til þess að hinn helming fjár- magnsins útvegi hóparnir sjálfir með öðru móti – aðallega frá einkageiranum. „Það hefur hins veg- ar sjaldnast tekist. Leikhóparnir eru því orðnir býsna glúrnir í því að koma upp leikverkum fyrir 50-75% af eðlilega áætluðum kostnaði. Hvernig fara þeir að því? Hverjir eru það sem gefa eftir? Það eru auðvitað listamennirnir. Iðulega hafa þeir verið að vinna fyrir litla peninga, jafnvel enga, en borga öllum öðrum sem koma að verkefninu, t.d. iðnaðarmönnum, upp í topp, því það dettur engum nema listamönnum í hug annað en að fá greitt fyr- ir vinnu sína. Þetta er því veruleikinn í dag; stóru stofnanirnar eru í uppnámi, grasrótin finnur minna fyrir kreppunni, því góðærið fór að miklu leyti framhjá henni hvort eð er.“ Úrræði að styðja grasrótina Hávar segir að á þessu ári höfum við verið að uppskera mikinn vöxt í gerð leikins efnis fyrir sjónvarp, eftir góðæri undanfarinna ára. „Það er spurning hvernig framhaldið verður. Það er því enn mikilvægara en áður að sjónvarpssjóðurinn verði efldur og hann standi undir öflugri fram- leiðslu á leiknu efni. Það væri sannarlega dap- urlegt ef kunnáttan sem orðið hefur til á undan- förnum misserum myndi lognast út af. Það væri þó ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerðist í sögu leik- ins efnis fyrir íslenskt sjónvarp. Samningamál við framleiðendur þurfa einnig að komast í höfn hið fyrsta. Í dag eru engir samningar til um það hvað sjálfstæðir framleiðendur eigi að borga handrits- höfundum. Þar er frumskógur sem þarf að greiða úr og þeir sem mest mega sín persónulega ná bestu samningunum. Höfundar sem eru að hefja feril sinn og eru tilbúnir til að gefa vinnu sína fyrir tækifærið til að skrifa standa langverst að vígi í samningalausu umhverfi, og eru þá um leið óvilj- andi dragbítar á það að aðrir fái sómasamlega greitt fyrir vinnu sína.“ Núna er tíminn til að setja meiri peninga í menningu og listir að mati Hávars, jafnvel þótt það kunni að hljóma ankannalega á sama tíma og verið er að skera niður alls staðar í samfélaginu og fólk að missa atvinnu. „Menningarlífið er atvinnu- skapandi. Ennfremur er mikilvægt að fjölga starfslaunum í launasjóðum listamanna og efla Listasjóð svo það verði auðveldara fyrir leikhópa að greiða lágmarkslaun til listamannanna. Það á fyrst og fremst að setja fé í grasrótina. Þeir pen- ingar nýtast vel, því þar fara þeir beint í fram- leiðslu verka en um leið þarf að ganga þannig frá málum að fólk fái greitt fyrir vinnu sína. Annars hjökkum við í fari hálfatvinnumennsku sem dreg- ur úr þroska og þróun listamannanna. Það eru aukinheldur sjálfsögð mannréttindi. Það væri ein- falt að ríða á vaðið með því að leiklistarráð veitti 100% styrki í stað 50%.“ Stefnan ekki nægilega skýr Stóru leikhúsin þrjú, Þjóðleikhús, Borgarleik- hús og Leikfélag Akureyrar, eru einu leikhúsin sem höfundar hafa samning við um greiðslur fyrir leikrit. „Þau hafa hins vegar ekki skýra stefnu um það hvað þau ætli að framleiða af nýju íslensku efni, og skyldur þeirra eru misjafnar í því efni. Þar er hlutverk Þjóðleikhússins ótvírætt. Sú stað- reynd blasir við að Þjóðleikhúsið fær 700 milljónir á ári frá ríkinu. Með eigin aflafé hefur Þjóðleik- húsið u.þ.b. milljarð milli handanna á ári. Það væri ekki óeðlilegt að 3-5% þeirrar upphæðar væri var- ið til þess að láta skrifa ný leikrit. Raunveruleik- inn er hins vegar sá að höfundar fá innan við 1% í sinn hlut af þessari köku. Ný skýrsla ríkisend- urskoðunar um rekstur Þjóðleikhússins og svör stjórnenda leikhússins gefa ekki tilefni til bjart- sýni fyrir hönd höfunda. Í vor var stofnaður sjóð- ur, undir merkjum Þjóðleikhússins, þar sem Bjarni Ármannsson leggur af örlæti sínu fram 15 milljónir á næstu þremur árum af þeim sjö þús- und milljónum sem hann labbaði með út úr Glitni. Þetta mun vera eina leiðin til að fjármagna nýja leikritun við Þjóðleikhús okkar Íslendinga. Það er sorglegt ef satt er.“ Morgunblaðið/Kristinn Hávar „Grasrótin kann að bjarga sér,“ segir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda. Það á að efla grasrótina Hávar Sigurjónsson gagnrýnir stefnu yfirvalda í fjármögnun listalífsins VICTORIA og Albert-safnið í Bret- landi tilkynnti nýlega að fyrsti áfang- inn í stækkun safnhússins yrði opn- aður á þessum tíma á næsta ári. Þá verður meðal annars vígð álma með verkum frá miðöldum og endurreisn- artímanum. Tíu ný herbergi verða í safnálm- unni nýju sem munu geyma 1.800 safngripi, meðal annars sýningu á minnisbókum Leonardo da Vincis. Heilt gallerí verður sett undir verk myndhöggvarans Donatellos en einn- ig verða til sýnis meistarverk mynd- höggvara miðalda. Í eigu V&A er stærsta safn endurreisnar skúlptúra fyrir utan Ítalíu, og í nýju bygging- unni verður heil Florentine kapella frá Santa Chiara opin almenningi. Fé hefur safnast fyrir þessum fyrsta áfanga safnsins en þegar breytingarnar voru kynntar sagði Mark Jones safnstjóri að það gæti orðið erfitt að safna í sjóði fyrir lista- verkum á komandi tímum. „Fólki finnst það ekki eins ríkt núna og það var á sama tíma á seinasta ári. Það er of snemmt að segja til um hvaða áhrif efnahagskreppan hefur á fólk sem gefur fjármuni til safnins en í Am- eríku, sem er venjulega aðeins á und- an Bretlandi, hafa þeir fundið fyrir erfiðleikum við að safna fé,“ sagði Jones og bætti við að þrátt fyrir erf- iðleika í fjársöfnun gæti aðsókn á safnið aukist. „Á tímum þegar efna- hagurinn stendur ekki vel kann fólk að meta ókeypis söfn.“ Barist um bitann Fyrir næsta áfanga í stækkun safnsins þarf að safna 120 milljónum punda. En sú álma mun innihalda gallerí fyrir tísku og textíl, ljós- myndir og húsgögn. Jones sagði að ein leiðin til að afla tekna fyrir safnið væri að lána meira af safngripum til annarra gallería í heiminum. Fjársöfnun V&A verður ein af mörgum á næsta ári en söfnin Tate Modern, National Gallery og Nation- al Galleries of Scotland eru öll að safna fyrir breytingum og safn- gripum. Það mun kenna margra grasa í þessum nýja hluta V&A sem verður opnaður að ári en í fyrsta áfanganum verður líka til sýnis franskur gluggi frá 12 öld, kallaður Trie Chateau- glugginn, sem hefur ekki verið sýnd- ur í 25 ár. Annað í álmunni er gallerí tileinkað leikhúsi, sýning á sextíu skúlptúrum frá Asíu og sýning á þrjú þúsund verkum úr keramiksafni V&A sem er það stærsta í heimi. Victoria og Albert stækkað Sýning á verkum da Vincis og Donatello St. George Verk eftir Donatello. „Þetta er sorgleg staða, en hún er ekki í ástarsorg.“ 35 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.