Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 20
20 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 31 Velta: 83 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 254 -1,12% 689 -0,82% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 12,00% CENTURY ALUM. 11,87% MAREL 1,02% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,90 +0,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 575,00 +0,00% ... Bakkavör 1,98 -12,00% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 58,40 -1,02% ... Össur 101,50 -0,98% Gengi hlutabréfa bandaríska bíl- arisans General Motors (GM) féll um tuttugu prósent í fyrradag í kjölfar þess að sex framkvæmda- stjórar fyrirtækisins losuðu sig við alla eignarhluti sína í því. Bandaríski dagblaðið Los Ang- eles Times segir söluna vísbend- ingu um að stjórnendum fyrir- tækisins sé fullljóst hvert það stefni og vilji koma eignum í skjól á meðan hægt er. Fallið hélt áfram í gær, fór við upphaf viðskiptadagsins í einn dal á hlut og hafði þá ekki verið lægra í 76 ár, eða síðan 1933. Það náði hæstu hæðum, 41 dal á hlut, í október árið 2007. GM var umsvifamesti bíla- framleiðandi heims þar til Toyota tók fram úr fyrirtækinu í fyrra. Frestur stjórnenda GM til að skila inn rekstraráætlun til að fá björgunarfé bandarískra stjórnvalda rennur út um mán- aðamótin. Takist það ekki þykir líklegt að fyrirtækið fari sömu leið og Chrysler, sem fór í þrot í apríllok. Markaðsverðmæti GM nam um miðjan dag í gær einungis 690 milljónum dala, jafnvirði 87,8 milljarða íslenskra króna, og er það nú minnsta fyrirtæk- ið af þeim þrjátíu sem reiknuð eru inn í Dow Jones-hlutabréfa- vísitöluna. Til samanburðar var mark- aðsverðmæti stoðtækjafyrir- tækisins Össurar tæpir 43 millj- arðar króna í gær. - jab Annar bílarisi ekur að gjaldþrotagilinu Orlofshús RSÍ um land allt Rafiðnaðarsamband Íslands á og rekur 42 orlofshús á 13 stöðum á landinu og 13 tjaldvagna. Erlendis býðst félögum íbúð í Kaupmannahöfn og 2 hús á Spáni. Alls 58 orlofseiningar. Skógarnes glæsilegt orlofssvæði RSÍ við Apavatn Skógarnes er 25 hektara orlofssvæði sem rafiðnaðarmenn hafa byggt markvisst upp á undanförnum árum. Þar eru 15 orlofshús, þar af 10 ný og glæsileg 100m hús og eitt 270m , tjaldsvæði með grillhúsi, 2 rúmgóðum snyrti- húsum með sturtum og uppþvottaaðstöðu. Félagsmönnum býðst veiði í Apavatni og bátar, golfvöllur, 9 holur með 50m-250m par3 brautum og 9 holu púttvelli, göngu- og hlaupa- stígar, knattspyrnuvöllur, strandblaksvöllur, körfuboltavöllur, risastórt trampólín og 3 vel útbúnir leikvellir. Ath. Svæðið er einungis ætlað félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og gestum. Fjölskylduhátíðin verður um Jónsmessuna 19.-21. júní í Skógarnesi. Spennugolfið verður 26. júní á Öndverðarnesvelli. Veiði- og útilegukortin verða á 25% afslætti í sumar. Gleðilegt RSÍ sumar! Nánari upplýsingar á orlofsvef RSÍ á rafis.is 2 2 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska örgjörva- framleiðandann Intel um einn millj- arð evra, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna á gengi gærdagsins, fyrir að brjóta alvar- lega gegn samkeppn- islögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrir- tæki til þessa. Rannsókn á málinu hófst árið 2001 þegar AMD, helsti keppn- autur Intel, kvartaði til framkvæmda- stjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðar- legum aðferðum til að hefta samkeppni á örgjörvamarkaðnum. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðn- um þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Sektin er sú hæsta sem ESB hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot og helmingi hærri en sektin sem lögð var á bandaríska tölvuris- ann Microsoft fyrir fimm árum fyrir að misnota markaðsráð- andi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. - jab Risasekt lögð á Intel MERKI INTEL Bandaríski örgjörvaframleiðandinn Intel hefur fengið í bakið metsekt vegna alvarlegra samkeppnisbrota í Evrópu. Samningar við erlenda kröfu- hafa gömlu bankanna; Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, tefjast fram á fyrri hluta næsta mánaðar þar sem efnahagsreikningur nýju bankanna liggur ekki fyrir. Af þeim sökum er ekki búið að gera upp á milli nýju og gömlu bank- anna. Áður var stefnt að því að ljúka málinu eftir miðjan maí. Þetta kemur fram í viðtali Ind- riða Þorlákssonar, ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu, við Reuters. Indriði segir óformlegar viðræður við kröfuhafa hafnar og sé stefnt að því að ljúka þeim þegar búið verði að gefa út skuldabréf í tengslum við eignaflutninginn. - jab Samningar við kröfuhafa tefjast Tækifærin eru innan í fólki. Þetta segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann lýsir eftir framtíðar- sýn hér á landi. „Jafnvel bankabólan var byggð á framtíðarsýn,“ segir rithöfundur- inn Andri Snær Magnason. Hann segir framsæknustu einstaklinga landsins hafa keyrt á slíku, jafnvel þótt það hafi keyrt um þverbak á endanum. Hann segir framtíðar- sýn hafa almennt skort hér á landi lengi og fólk verði að setja heilann í bleyti til að átta sig á möguleikun- um. Sjálfur sjái hann tækifærin í náttúrunni og inni í fólkinu sjálfu. Andri Snær hélt erindi um málið á vegum Félags viðskipta- og hag- fræðinga í gær undir yfirskriftinni: Er íslensk hagfræði viðundur? Hann lýsti því hvernig Íslend- ingar hafi keyrt á uppblásinni framtíðarsýn allt frá þar síðustu aldamótum þegar Einar Bene- diktsson og fleiri framsýnir létu teikna upp virkjanakosti landsins langt umfram raforkuþörfina. Það sama hafi verið uppi á teningnum þegar stjórnvöld sögðu framtíð- ina felast í loðskinnaframleiðslu og fiskeldi á níunda áratug síðustu aldar. Andri Snær sagði að víða mætti byggja upp góð tækifæri með stóra drauma á lofti. Það gæti tengst ýmsu, svo sem Konungs- bók Eddukvæða, fisknum í sjón- um og hvalarannsóknum á Húsa- vík. „Við erum ginnkeypt fyrir skyndilausnum en við megum ekki setja allt okkar á eina stoð,“ sagði Andri Snær. jonab@markadurinn.is Framtíðarsýn skortir hér „Frjóasta fólkið sem ég hef hitt eftir þrjátíu ára dvöl erlendis er í Hugmyndaráðuneytinu. Þar eru frumkvöðlar sem hafa flosnað úr námi en eru að skapa framtíðarsýn,“ sagði Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísinda- sviðs Háskóla Íslands, á fundinum í gær. Hún velti því upp hvort frjóan hugsanahátt skorti innan háskóla- samfélagsins. Egill Helgason, sjónvarpsþátta- maður og fundarstjórnandi, gekk fram fyrir skjöldu háskólasamfé- lagsins og sagði frumkvöðlana leita þangað eftir „köntuðu“ fólki, viðskiptaþenkjandi einstaklingum sem horfi ekki út fyrir kassann, til að ýta hugmyndum úr vör og skapa úr þeim verðmæti. FRJÓTT FÓLK Í HUGMYNDARÁÐUNEYTINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.