Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 48
32 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Tónlistarhátíðin Vorblót var tilraun til að festa í sessi hátíð hér á landi sem sérhæfði sig í heimstónlist, þjóðlögum og djassi. Hún varð ekki langlíf, lognaðist út af eftir tvö ár, 2006 og 2007. Þetta var engu að síður virðingarverð til- raun. Hápunkturinn á Vorblótinu 2007 að mínu mati var tónleikar malísku tónlistarkon- unnar Oumou Sangaré. Hrár kraftur og spila- gleði einkenndi Oumou og hljómsveitina hennar. Fyrir nokkru kom út ný plata með Oumou Sangaré. Hún heitir Seya og er hennar fyrsta plata með nýju efni síðan 2003, en þá sendi hún frá sér tvö- faldan safndisk, Oumou, með átta nýjum lögum. Oumou hefur ekki setið auðum höndum þessi sex ár. Hún hefur spilað á tónleikum af og til, en líka verið að byggja upp fyrirtæki. Hún á og rekur hótel í Malí og hóf fyrir nokkru að flytja inn kínverska jeppa sem henta víst sér- lega vel vestur-afrískum aðstæðum. Það er í samræmi við baráttu hennar fyrir auknu sjálfstæði kvenna, en sú barátta er áberandi í textunum hennar. Seya er snilldarplata. Hún er í ætt við fyrri plötur Oumou, þjóðleg tónlist frá Wassoulou-héraðinu í Malí blönduð öðrum stílum af afrískri tónlist, eins og afrófönki og eyðimerkurblús. Seya er margslungnari en fyrri plöturnar ef eitthvað er. Undir söngnum kraumar þykkur bræðingur litaður af þessum flotta hljómi sem afrísk hljóðfæri eins og n’goni (malísk lúta), belgfiðla og ýmsar gerðir ásláttarhljóðfæra gefa. Plötuna vann Oumou með Cheick Tidiane Seck en hann er margreynd- ur upptökumaður og hljóðfæraleikari sem hefur m.a. unnið með Mory Kanté, Touré Kunda, Salif Keita og Joe Zawinul. Það er greinilega ekkert lát á flottri tónlist frá Malí. Afríkudrottningin ÍSLANDSVINUR Oumou Sangaré fer á kostum á nýju plötunni Seya. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Í SPILARANUM Wilco - Wilco The Horrors - Primary Colours Patrick Wolf - The Bachelor Tortoise - Beacons of Ancestorship Leaves - We Are Shadows LEAVESWILCO Breska rokksveitin Arctic Monk- eys er þessa dagana að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína. Trommarinn Matt Helders segir í samtali við Drowned in Sound að upptökum sé lokið og meðlim- ir sveitarinnar séu hálfnaðir með hljóðblöndun. Platan hefur ekki enn fengið nafn. „Ég veit ekki nákvæmlega hvenær hún kemur út en það verður væntanlega í ágúst,“ segir Helder. Josh Homme, leiðtogi Queens of the Stone Age, stjórnar upp- tökunum á plötunni. „Við vorum allir miklir aðdáendur sveitar- innar löngu áður en við stofnuð- um hljómsveit svo það er aug- ljóslega mikill heiður að vinna með manni eins og honum,“ segir Helders, sem ber Homme líka vel söguna. „Hann er frábær náungi og mjög fyndinn.“ Arctic Monkeys klárar plötu NÝ PLATA Á LEIÐINNI Alex Turner og félagar í Arctic Monkeys senda frá sér nýja plötu í ágúst. NORDICPHOTOS/GETTY Áttunda plata bandaríska rokktríósins Green Day kemur út á morgun. Platan heitir 21st Century Breakdown og er fyrsta hljóðversplata sveitarinnar síðan American Idiot kom út 2004 við miklar vin- sældir. Sú plata rakaði saman Grammy-verðlaunum og hefur selst í yfir tólf milljónum eintaka. 21st Century Breakdown er þemaplata sem skipt- ist í þrjá hluta: Heroes and Cons, Charlatans and Saints og Horseshoes and Handgrenades. Þar kryfja þeir Billie Joe Armstrong, Mike Dirnt og Tre Cool bandarískt samfélag eftir stjórnartíð George W. Bush þar sem ungt par er í forgrunninum. Fjalla þeir um stjórnvöld, trúarbrögð, fjölmiðla og í raun alls kyns yfirvöld á sama tíma og þriggja hljóma pönkið fær að njóta sín. „Við vissum að það yrði erfitt að toppa American Idiot,“ sagði forsprakkinn Billie Joe. „Við hefðum auðveldlega getað samið hefðbundin lög en okkur langaði til að seilast enn lengra.“ Upptökustjóri var Butch Vig, sem er þekktastur fyrir að hafa tekið upp meistaraverkið Nevermind með Nirvana. 21st Century Breakdown, sem inni- heldur smáskífulagið Know Your Enemy, hefur fengið mjög góða dóma; fjórar og hálfa stjörnu í Rolling Stone, fimm K í Kerrang! og 8/10 hjá NME. Kryfja bandarískt samfélag BILLIE JOE ARMSTRONG Armstrong og félagar gefa á morgun út sína áttundu plötu, 21st Century Breakdown. NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn og ólátabelgur- inn Eminem er kominn aft- ur fram á sjónarsviðið eftir fimm ára hlé með plötuna Relapse. Dópneysla, skiln- aður og dauði besta vinar hans eru að baki og bjartari tímar eru fram undan. Eftir útgáfu Encore árið 2004, sem fékk dræmari viðtökur en síðustu Eminem-plötur, lýsti hann því yfir að hann vildi taka sér hlé frá sóló- ferli sínum um óákveðinn tíma. Hann var orðinn þreyttur á sviðs- ljósinu og ætlaði að einbeita sér að upptökustjórn fyrir aðra rappara, sérstaklega þá sem voru á mála hjá útgáfufyrirtæki hans Shady Rec- ords. Við útkomu safnplötunnar Curtain Call: The Hits, árið 2005, hafði hann þetta að segja: „Ég er á þeim tímapunkti í lífinu að ég veit ekki hvert ferillinn minn stefnir. Þess vegna ákváðum við að kalla plötuna Curtain Call vegna þess að hún gæti orðið okkar síðasta verk. Við vitum það bara ekki,“ sagði hann. Eminem fór í tónleikaferðalag um Bandaríkin sumarið 2005 en aflýsti fyrirhuguðu ferðalagi sínu um Evrópu og skráði sig í meðferð vegna fíknar í svefntöflur. Lítið heyrðist í kappanum næstu árin. Hann eyddi miklum tíma í upp- tökustjórn, lét sólóferilinn sitja á hakanum og beið þess að andinn kæmi yfir hann. Einkalífið var heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. Hann kvæntist fyrrverandi eigin- konu sinni Kimberly Scott í annað sinn en sá ráðahagur entist aðeins í ellefu vikur. Um svipað leyti var besti vinur hans, rapparinn Proof, skotinn til bana fyrir utan nætur- klúbb í Detroit. Eminem sökk enn dýpra í lyfjamókið og lokaði sig sífellt meira af. Hann yfirgaf varla heimili sitt og neitaði að koma fram opinberlega. Smám saman náði hann þó áttum og ákvað að gera nýja plötu með vin sinn Dr. Dre við stjórnvölinn. Eminem, sem hafði á síðustu plöt- um sínum tekið aukinn þátt í upp- tökustjórninni, vildi í þetta sinn ein- beita sér að lagasmíðunum og þegar upp var staðið stjórnaði hann aðeins upptökum á einu lagi á plötunni. Í viðtölum greindi hann frá því að dauði Proof hefði verið innblástur- inn að plötunni en hún væri engu að síður bjartari en síðustu verk hans, því sjálfur væri hann orðinn ham- ingjusamari og hefði lært að sætta sig betur við dauða vinar síns. Þessi fimm ára hvíld Eminem frá sviðsljósinu virðist hafa gert honum gott. Relapse, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur í Rolling Stone, og nýja lagið We Made You sýnir að okkar maður hefur nákvæmlega engu gleymt. Aðdáendur hans geta því tekið gleði sína á ný eftir erfiða tíma, uppfulla af óvissu um framtíð átrúnaðargoðsins. freyr@frettabladid.is Erfiðleikar Eminem að baki SEGIR SKILIÐ VIÐ DÓP OG ÞUNGLYNDI Rapparinn Eminem gefur út sína sjöttu hljóð- versplötu, sem nefnist Relapse. Dauði vinar hans, rapparans Proof, var innblásturinn að plötunni, sem fengið hefur góða dóma. Hljómsveitin Sudden Weath- er Change heldur útgáfu- tónleika á Grand Rokk á föstudagskvöld. Tilefnið er útkoma plötunnar Stop! Handgrenade in the Name of Crib Death ‘nderstand? sem kom út á dögunum á vegum Kimi Records við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda. Á tónleikunum ætla strák- arnir að spila nýju plötuna í heild sinni, meðal annars lagið Ampeg, sem krefst þess að fjöldi magnarastæða af gerðinni Ampeg verði notað- ur auk þess sem fleiri en einn bassaleikari er nauðsynlegur til þess að allt gangi upp. Á tónleikunum verður einnig tilkynnt um sigurveg- ara í ljósmyndasamkeppni sem hljómsveitin hefur stað- ið fyrir á Facebook undan- farnar vikur. Þar var þátt- takendum gert að senda inn myndir af sér að herma eftir umslagi plötunnar. Hljómsveitirnar Skátar og BoB stíga einnig á svið annað kvöld. Ókeypis er á tónleikana og verður Grand Rokk opnað klukkan 21. Alls konar varningur verður jafn- framt til sölu. Spila plötuna í heild sinni SUDDEN WEATHER CHANGE Hljómsveitin Sudden Weather Change heldur útgáfutónleika á Grand Rokk á föstudagskvöld. Nýjasta plata Leaves, We Are Shad- ows, er komin í þriðja sætið yfir söluhæstu plötur tónlistarsíðunn- ar Amie Street. Platan hoppaði beint úr nítjánda sæti í það þriðja og greinilegt að notendur síðunn- ar kunna vel að meta ómþýða tóna sveitarinnar. Lagið All the Streets are Gold er jafnframt í fjórða sæti á síðunni yfir vinsælustu lögin. Þetta eru góð tíðindi fyrir Leaves sem eyddi fjórum árum í gerð plötunnar og gaf hana loks út síð- asta mánudag á eigin vegum. We Are Shadows er einnig fáanleg á iTunes, Grapewire.net og víðar þar sem enn fleiri aðdáendur Leaves geta tryggt sér eintak. Plata Leaves selst vel ytra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.