Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 25
SKINFAXI 25 látri skattalögífjöf, en meiri er þó dyggð þeirra, sem eru héiðarlegir framteljendur og skattþegnar. Það er gott að eiga menn, sem styðja löggjöf og skipulag, sem ætlað er að sporna við áfengisneyzlu, en meiri er þó dýrð bindindismanna. Þessi dæmi læt ég nægja. Ég vona, frændi sæll, að þú sért ekki svo spilltur og rotinn, að þörf sé að rök- styðja þetta nánar fyrir þig. Iiitt veit ég vel, að sumir geta aldrei skilið þetta. Þeir halda að varajátning og atkvæðagreiðsla með góðri löggjöf sé meira vert en að halda lögin og liifa eftir anda þeirra. Þeir sjá ekk- ert ljótt við skattsvikin, þó að þau séu alveg sam- kynja því, að næla sér í seðil úr ríkissjóði og sveitar- sjóði svo að enginn sjáii. Og þeir virðast telja, að drykkjumannahæli væri fullar bætur áfengisbölsins. Það er eins og þeir haldi, að sjúkrahús, þar sem ein- hver hluti sjúklinganna kæmist til einhverrar lieilsu, væri hetra eða að minnsta kosti jafngott og heilbrigði. Hamingjan gefi, að félagsskapur ungra manna á Islandi einkennist aldrei af drepi þeirrar rotnunar. Þið talið um frið og friðarmál. Það fer vel á því. Slrið er villimennska. Að vernda friðarhugsjónina er ef tiil vill það, sem mestu varðar á líðandi stundu. En það má þá bara ekki reka áróður fyrir friðnum þann- ig, að „friðarvinina“ fari að þyrsta í blóð „slríðsæs- ingamannanna". Fyrirgefðu frændii, en er mér ekki vorkunn? Ég lief heyrt góðar og frómar konur segja, að þeim mætti gjarnan fækka, íbúum vissra landa. Þær liafa þá ýmist nefnt Rússland eða Bandaríkin. Ég er ekki viss um það, nema friðarsólcnin snúist stundum upp í æsingar, sem gera menn herskáa og vígreifa og láta þá tapa tilfinningum fyrir því, að i öllum löndum búa menn, sem finna tiil eins og við. Og það er hetra að láta ógert að nefna blessaðan friðinn en nola nafn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.