Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 35
SKINFAXI 35 myndir sýna, að hjarta Zatopeks hefur ekkert breytzt síðan hann hóf þolhlaup 1941. Eitthvað meira en óvenjulega stórt hjarta og hægan púls þarf til þess að vinna slík hlaupaafrek sem Zatopelc hef- ur unnið. Sá, sem slíkt getur lagt á sig, verður að ráða yfir óslökkvandi áhuga, ósveigjanlegri einbeittni, trúmcnnsku í þjálfun, sjálfsaga, trú á velgengni, og afneitun á viðhorfi margra til takmörkunar á getu mannlegs líkama i þolhlaup- um. Þjálfunaraðferðir Zatopeks eru engin leyndarmál. Megin- uppistöður i þjálfun Zatopeks eru: Dagleg þjálfun, í roki, í regni, í vetrarbyljum, í hitabylgjum, þjálfun án afláts allt árið. Ef hann cr upp i sveit, hleypur liann i skógum, á ökrum eða á þjóðvegum. Sé liann í borg, æfir hann á hlaupabraut, sarna á hvaða tíma árs er. Ef blautt er um eða kalt, er hann í her- mannastígvélum. Annars brcytir liann um skófatnað eftir því á livernig landi hann hleypur. Hann er stundum í striga- skóm eða hlaupaskóm með stuttum göddum. Hin sérstaka þjálfun hans er samsvinnað hlaup með hröðum eða hægum skrefum. Venjulega Iileypur hann 200 m 5 sinnum, 400 m 20 sinnum, og svo 200 m 5 sinntim. Þessir sprettir eru að- skildir með 200 m Iiægum skrefum. Ef honum finnst hann þurfa að æfa hraðann frekar, bætir liann við fleiri 200 m sprettum. Finnist honum þols vant, þá fjölgar hann 400 m sprettunum, stundum upp i 30, og einhverju sinni hljóp liann 400 metra 00 sinnum daglega í 10 daga. íþróttalegt kjörorð hans er: „Hlaup og enn meiri hlaup.“ Sumum áhorfendum finnst Zatopek bera sig að á hlaupum eins og færi þar vit- firringur. Stafar þetta álit af tilburðum hans og ýmsu fram- ferði. Bak við alla hlaupaþjálfun Zatopeks liggur hugsun, — skýr hugsun. Þegar Zatopek var spurður að þvi fyrir Mara- þonhlaupið á Helsinki-Ólympíulcikunum livernig hann hafi *ft undir hlaupið, en Maraþonhlaup liafði hann aldrei hlaup- ið fyrr, svaraði hann: „Ég hef það í huganum.“ I sambandi við þá hugsun sem Zatopek leggur í þjálfun sína, rétt að geta þess hér að lokum, að vöðvaskynjun hans er orðin svo nákvæmlega æfð, að hann þarf ekki að bera markúr í lófa, eins og Nurmi gerði, til þess að fylgjast með hraðanum. Margir íþróttafræðingar liafa bent á, hversu nákvæmt liann hleypur hina ýmsu hringi í 10 km hlaupi. Er þetta eitt úl :|f fyrir sig glögg sönnun þess, hve þjálfun Zatopeks er ná- kvæm. 3*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.