Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 9
EIRÍKUR J. EIRÍKSSON, form. UMFÍ Heiðruðu mótsgestir. Ágæta íþróttafólk og aðrir, er starfa að þessu móti og hafa undirbúið það. Heiðursgestur þessa móts Bjarni M. Gíslason rithöfundur, sért þú velkom- inn. Ungmennafélagshreyfingin varð sex- tíu ára á síðastliðnu ári. Ekki er því um afmælismót hér að ræða, en kveðja berist héðan til annars stofnanda ung- mennafélaganna Jóhannesar Jóseps- sonar og brautryðjandans, Austfirð- ings, Helga Valtýssonar og til baráttu- mannsins fyrir hugsjónamálum hreyf- ingarinnar Jónasar Jónssonar. Einnig skal hér nefnt með þakklæti nafns end- urvekjanda landsmótanna Sigurðar Greipssonar. 13. landsmót UMFÍ er að hefjast. Ein merkasta fornþjóð miðaði tímatal sitt við allsherjarmót sín. — Þú telur sem sagt, að UÍA hafi haft félagslegan hagnað af mótinu. — Já, ég vona að við séum á upp- leið aftur, það sýnir hlutur okkar í stigakeppninni og allt starfið heima fyrir í sambandi við mótið. Efnin eru til hjá okkur eins og annars staðar. — Landsmótið átti að sýna unga fólkinu á Austurlandi braut, sem það þekkti sáralítið áður, og við vildum beina því inn á. — Það tókst. Löngum hefur vakningarmönnum þjóða verið ljós þýðing landsmóta. Alþingi til forna var slíkt mót, en það tók Austfirðinga allt að 7 vikum að sækja þangað. Til Alþingis komu ekki aðeins lög- gjafar og dómendur, heldur einnig skáld og sagnamenn og þangað kom æskan til keppni og leika, menn glímdu og gjáin bergmálaði söng og gleði- hlátra og einlæg heit. Yfir öræfi fljúga menn og fara í bílum landsfjórðunga á milli. Árferði nú hefur gert auðnir lands okkar skárri. Nokkur vafi var um hríð, hvort tak- ast mætti að halda þetta mót. Af bjartsýni er í mótið ráðizt. Því er treyst, að það sem á skortir um ytri aðstæður bætið þið um, unga íþrótta- fólk og aðrir mótsgestir, með sem öfl- ugustum vilja að gera hið bezta, — einn og sérhver. Landsmót, sem þetta, býður upp á margþætt verkefni, þótt íþróttir skipi öndvegi. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.