Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 30
Klæðum landið grððri I frásögn af fyrstu landgræðsluferð ungmennafélaganna í fyrra (Skinfaxa 2.-3. hefti) var því spáð, að sú land- græðsluferð yrði upphafið að víðtæk- ara starfi á þessu sviði. Á síðastliðnum vetri kom glöggt í ljós að ungmennafélögin víðsvegar um land höfðu fullan hug á að láta land- græðslumálin til sín taka. Ársþing hér- aðssambandanna gerðu hvert af öðru samþykktir um landgræðslumálin, sem allar hvöttu til átaks ungmennafélag- anna í landgræðslumálum og hétu liðs- styrk hreyfingarinnar í héraðinu. I sumar var svo hafizt handa eins fljótt og aðstæður leyfðu. Fjallvegir urðu seint færir í ár vegna vorharð- inda, og því var landgræðslustarfsem- in sumstaðar seinna á ferðinni en æski- legt hefði verið. Þessar aðstæður höfðu það í för með sér, að sáð var á mis- munandi tíma og í mjög mismunandi jarðveg, þannig að sérfræðingar telja samt fróðlegt að sjá hver árangurinn verður á hverjum stað. Sums staðar var sáð í land, sem er að fjúka upp en nokkrar gróðurleifar eftir, annarsstað- ar var sáð í örfoka land. Við Bláfell á Biskupstungnaafrétti var borið á land sem í var sáð í fyrstu landgræðslu- ferðinni í fyrra. Farið var í 9 landgræðsluferðir í sumar á vegum ungmennafélaganna, og var sáð fræi og áburði á þeim stöð- um sem hér greinir: 1. Við norðurenda Kleifarvatns 22. júní. Þátttakendur í ferðinni voru 25 frá Ungmennafélaginu Víkverja og Ungmennasambandi Kjalarnes- þings. Þarna var sáð 6 lestum af áburði og 600 kg. af grasfræi í um 15 hektara örfoka lands. 2. Norðan Bláfells og í Tjarnheiði við Hvítárvatn á Biskupstungnaafrétti. Þarna var borið á og sáð á svipuð- um slóðum og í fyrra. Þetta var tveggja daga ferð 5.—6. júlí og var gist í sæluhúsinu í Hvítámesi. Þátt- takendur voru 38 frá Héraðssam- bandinu Skarphéðni og voru þeir allir úr ungmennafélögunum í Ár- nessýslu, en Rangæingarnir í Skarp- héðni koma við sögu síðar. I þessari ferð ungmennafélaganna í Árnes- sýslu var sáð 15 lestum af áburði og 1000 kg. af grasfræi í um 40 hekt- ara lands. Landið norðan Bláfells hefur verið girt, enda nauðsynlegt að friða það, þar sem eyðingin hef- ur náð miklum tökum á því. Þarna má nú þegar sjá góðan árangur land græðslunnar, bæði frá því í fyrra og í sumar. Jaðar Tjarnheiðar hefur nú verið girtur í því skyni að hefta frekari uppblástur þar. 1 þennan jaðar, sem er eins og opið sár á margra kílómetra svæði, var sáð bæði í fyrra og núna. 3. 5.—7. júlí fór 13 manna hópur úr Umf. Hetti í Egilsstaðakauptúni í 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.