Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 20
Fyrirlestur fluttur á Landsmóti UMFÍ á Eiðum 14. júlí 1968 BJARNI M. GÍSLASON: Handritin og danska þjöðargjöfin Bjarni M. Gíslason rithöfundur var heið- ursgestur UMFÍ á 13. landsmóti þess að Eiðum 13. og 14. júlí 1968. Við það tæki- færi hélt hann eftirtektarverða ræðu um handritamálið, sem hann þekkir flest- um mönnum betur. Vegna kulda og þoku sem var yfir mótsvæðinu þann morgun sem hann átti að tala, ákvað hann að stytta ræðu sína verulega. En hann hafði ekki talað meira en fimm mínútur þegar skýjahafið opnaðist og sólin sendi hlýja geisla yfir Eiða. Margur óskaði þá að ræða hans hefði verið lengri en 20 mínútur, en þess var ekki kostur að breyta um, þvi gamla handritið lá heima á hótelinu. En Bjarni hefur leyft Skin- faxa, að birta ræðu hans í sinni uppruna- legu mynd, og fer hún hér á eftir: Þegar ég kvaddi ættjörð mína fyrir rúmum 34 árum, var kveðjum og vinsemdartáknum svarað með handarbandi, faðmlögum eða kossum. Sérstaklega voru faðmlögin áköf og kossarnir tíðir, ef kveðjum þessum fylgdu virðingarmerki eins og það, sem ég nýt í dag. Ekki veit ég hvort þessi venja helzt enn þá, en ég er það gamaldags íslendingur, að þegar mér barst fregnin um það, að mér væri boð- ið heim, urðu gleðiviðbrögðin svo mikil, að ég rak öllum í kringum mig rembingskoss. Sem betur fer voru það bara konan mín og börnin mín, sem nærstödd voru. En öll hrifning, einkum ef hún er sterk og heit, getur falið í sér hættu. Hættan getur verið misjöfn. Hún getur líkzt þvi, þegar hugsunarlaus ekill mætir öðrum angurgapa á blindhæð eða beygju. Hún getur minnt á skáld, sem er að yrkja lofdrápu, en heyrir allt í einu undirspil sálarinnar hverfa og miss- ir allt vald á stuðlasetningunni. Eitthvað svipað kom fyrir mig, þegar ég fékk að vita, að ég ætti ekki aðeins að halda ræðu, heldur hátíðarræðu við þetta tæki- færi. Ég sagði hálfskelkaður við sjálfan mig: Þú verður að hervæðast enn þá stærra skeggi en því, sem þú hefur í dag, ef þú átt að geta skrifað gildar ávísanir á banka hátíðleikans. Að visu er mikil hátíð yfir þeirri stund, þeg- ar maður sér ættland sitt rísa úr hafi eftir margra ára útivist. En þegar maður stendur á þeirri jörð, sem maður hefur dafnað á, er maður ekki veitandinn, heldur þiggjandinn. Maður talar ekki sjálfur, heldur hlustar og skoðar. Og þetta er öllu þægilegra eftir 34 ára útivist, en að þurfa að halda ræður, því þó enginn íslendingur sé það lengi fjarri ættjörð sinni, að hann gleymi málinu algerlega, þá getur það komið fyrir alla, sem dvelja lang- dvölum með öðrum þjóðum, að þeir gleymi stundum því, hvað er vort og hvað er þeirra, þegar um setningaskipun og breytingu orð- anna er að ræða. Ég verð því fyrirfram að biðja afsökunar á því, að ég rýni ef til vill svolítið meira á blaðið í þetta sinn, en sam- boðið kann að þykja góðum ræðustíl. Það sem ég hef lofað að spjalla svolítið um, er handritamálilð. Formaður ungmennafélag- anna sagði við mig, að margur myndi búast við þvi, að ég véki nokkrum orðum að hand- ritadeilunni og gerði þá sérstaklega dálítið grein fyrir þeirri dönsku þjóðarhreyfingu, sem studdi málstað íslenzku þjóðarinnar í baráttunni við íhaldsöm öfl. Það gladdi mig að séra Eiríkur orðaði þetta svona, því að ég álíti óþarft hér á landi að rekja sögu handrit- anna og ræða tengsl þeirra við íslenku þjóð- ina. Að vísu hefur handritamálið hjá íslend- ingum engu síður en Dönum sjaldan komið fyrir sjónir manna sem annað en torskilin sér- fræðigrein og lagaflækja, sem almenningur 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.